Dagur - 21.03.1988, Qupperneq 9
21. mars 1988 - DAGUR - 9
Úrslitakeppnin í blaki:
KA kvaddi meö tapi
- HK, ÍS og Þróttur leika að nýju um íslandsmeistaratitilinn
KA menn urðu að sætta sig við
tap í síðasta leik sínum á þessu
tímabili. Andstæðingarnir
voru HK piltarnir úr Kópavogi
og sigruðu þeir í leiknum með
þreinur hrinum gegn tveimur.
Leikurinn var jafn en ekkert
sérstaklega vel leikinn. Það var
einkunt léleg móttaka hjá KA
liðinu sem gerði útslagið
að þessu sinni. Haukur
lenti næstum alltaf í vandræðum
að vinna úr slakri fyrstu móttöku
og gat því ekki almennilega lagt
boltann upp fyrir smassarana.
Fyrsta hrinan í leiknum var
bæði jöfn og spennandi. Liðin
skiptust á um að hafa forystuna
en að lokum hafði HK betur
15:13. I annarri hrinu snérist
dæmið algerlegá við og hafði KA
mikla yfirburði á öllum sviðum
og sigraði örugglega 6:15. Svipað
var upp á teningnum í þriðju
hrinunni og sigraði KA nú 11:15.
HK piltarnir komu frískir til
leiks í þriðju hrinunni og sigruðu
örugglega 15:9. Þá var komið að
úrslitahrinunni og byrjaði hún vel
hjá þeim gulklæddu. Þeir komust
í 7:3 en þar með var draumurinn
búinn. HK tók öll völd á vellin-
um og sigraði sannfærandi 15:9.
Leikurinn tók 107 mínútur og
var farið að draga af leikmönnum
undir lokin. KA liðið náði sér
ekki á strik í þessari úrslita-
keppni og var þessi leikur engin
undantekning þar frá. Bestur
þeirra í þessum leik var Haukur
þjálfari en einnig átti Stefán góða
spretti en annars var liðið nokk-
uö frá sínu besta. Hjá HK bar
mest á Einari Ásgeirssyni og
Kristjáni Arasyni.
Þessi sigur HK þýðir að þrjú
lið eru efst og jöfn í úrslitakeppn-
inni. Þar með þurfa Þróttur, ÍS
og HK að leika að nýju um
íslandsmeistaratitilinn en KA er
úr leik. AP
KA tapaði fyrir HK í gær og liðið tapaði því öllum leikjum sínum í úrslita-
keppninni.
Úrslitakeppni 4. flokks í handbolta:
Valur vann Fram í tvíframlengdum leik
- og tryggði sér þar með Islandsmeistaratitilinn
Valur-ÍA 21:11
FH- Þór 10:7
Valur hlaut 10 stig, FH 6, Vík-
ingur 4, Þór 2 og IA 0.
B-riðill:
Frant-ÍR 16:16
Týr-KR 11:16
Fram-Stjarnan 19:19
ÍR-Týr 12:12
KR-Stjarnan 21:10
Fram-Týr 17:11
ÍR-KR' 13:14
Týr-Stjarnan 15:18
Fram-KR 22:10
ÍR-Stjarnan 15:13
Fram hlaut 7 stig, KR 6, ÍR 4,
Stjarnan 3 og Týr 1.
Leikið um sæti:
9. sætið ÍA-Týr 5:15
7. sætið Þór-Stjarnan 24:6
5. sætið ÍR-Víkingur 16:22
3. sætið FH-KR “ 10:17
1. sætið Valur-Fram 22:21
Þórsarar sáu um framkvæmd
úrslitakeppninnar sem fór í alla
staði mjög vel frant. Keppni hófst
á föstudagskvöld og lauk með
sjálfum úrslitaleiknum í gær.
Þrenn dómarapör sáu um dóm-
gæslu í keppninni, þeir Stefán
Arnaldsson og Ólafur Haralds-
son, Guðmundur Lárusson og
Guðmundur Stefánsson og Arnar
Guðlaugsson og Pálmi Pálmason
og stóðu þeir sig mjög vel.
en þá léku Valsmenn maður á
mann frá miðju og við það riðlað-
ist leikur Framara. Valsmenn
skoruðu þrjú síðustu mörkin og
jöfnuðu 15:15. Því var framlengt
í 2x5 mín. og að þeim loknum var
enn jafnt 20:20. Þá var aftur
framlengt í 2x5 mín. og þá gerðu
Valsmenn út um leikinn og sigr-
uðu 22:21. Valsmenn hafa leikið
rnjög vel í vetur og unnið þá 30
leiki sent þeir hafa spilað í
alvörukeppni. Þeir eru því vel að
þessum sigri komnir, þótt það
hafi verið tæpt að þessu sinni.
Liðin 10 sem þátt tóku í úr-
slitakeppninni léku í tveimur
riðlum og sigurvegarar þeirra
léku til úrslita, liðin í öðru sæti
um 3.-4. sætið og svo framvegis.
KR-ingar höfnuðu í 3. sæti, FH-
ingar í 4. sæti, Víkingar í 5. sæti,
ÍR-ingar í 6. sæti, Þórsarar í 7.
sæti, Stjarnan í 8. sæti, Týr í 9.
sæti og ÍA í 10. sæti. Úrslit leikja
í riðlakeppninni urðu þessi:
A-ríðill:
Valur-FH 15:7
Víkingur-ÍA 16:10
Valur-Þór 12:11
FH-Víkingur 14:11
ÍA-Þór 8:30
Valur-Víkingur 13:10
FH-ÍA 13:12
Víkingur-Þór 17:13
Valsmenn urðu íslandsmeist-
arar í 4. flokki drengja í hand-
bolta, er þeir lögðu Framara
að velli í stórgóðum úrslitaleik
í Höllinni á Akureyri í gær.
Tvívegis þurfti að framlengja
leikinn til þess að fá fram úrslit
og þá reyndust Valsmenn
sterkari. Framarar voru með
unninn leik í lok venjulegs
leiktíma en misstu hann niður i
jafntefli og urðu síðan að gera
sér annað sætið að góðu.
Þegar rúm 1 mín. var til leiks-
loka, var staðan 15:12 fyrir Fram
íslandsmcistarar Vals í 4. flokki ásamt þjálfara sínuni Theódóri Guðfinnssyni.
Mynd: KK
Þórsarar urðu að gera sér 7. sætið að góðu þrátt fyrir að leika á heimavelli. Á myndinni er liðið ásamt þjálfaranum
Gunnari Gunnarssyni Mynd: ehb .
Hákon Örvarsson skoraði mörg lagleg mörk og var auk þess mjög öruggur
í vítunum. Mynd: EHB