Dagur - 21.03.1988, Page 10

Dagur - 21.03.1988, Page 10
' 10 - bÁÍQUR - 21. niars 1988 íþróttir Enska knattspyrnan: Fallbaráttan í hámarki! Möguleikar Man. Utd. á öðru sætinu í 1. deild jukust á laug- ardaginn er liðið náði jafntefli gegn Nott. For. á útivelli. Leiknum lauk án þess að mark væri skorað, en ekki vantaði marktækifærin í leiknum. For- est hafði undirtökin í fyrri hálf- leik, en í þeim síðari náði Utd. yfirhöndinni. Nigel Clough varð 22 ára á laugardaginn og fékk gott færi á að halda upp á daginn með marki, en mistókst að skora í fyrri hálfleik eftir að hafa komist einn innfyrir vörn Manchester liðsins. Markvörður Forest Steve Sutt- on var í miklum ham í síðari hálf- leiknum er sóknarmenn Utd. voru ágengir upp við markið hjá honum og undir lokin átti Brian McClair skot í stöng. Bryan Rob- son fyrirliði Utd. lék ekki með, fékk flensu rétt fyrir leikinn og er nú vafasamur fyrir landsleikinn gegn Hollendingum í vikunni. Ótrúlega margt sem þjakar þenn- an sterka leikmann. Paul McGrath kom inná sem vara- maður í leiknum hjá Utd., hans fyrsti leikur í langan tíma vegna meiðsla, en jafnteflið gott fyrir Man. Utd. Arsenal og Newcastle skildu einnig jöfn, en Newcastle var þó sterkari aðillinn í leiknum og hefði átt að sigra. Perry Groves náði forystunni fyrir Arsenal á 30. mín., skoraði úr þvögu umdeilt mark sem dómari og línuvörður komu sér saman um að dæma gilt, en leikmenn New- castle töldu að boltinn hefði aldr- ei farið yfir marklínuna. Áður hafði Paul Gascoigne misnotað vítaspyrnu fyrir Newcastle 15 mín. fyrir leikslok með þrumu- skoti og sókn liðsins var þung í lokin, en John Lukic kom í veg fyrir mörk með mjög góðri mark- vörslu fyrir Arsenal. Leroy Rosenoir skoraði eina markið í leik West Ham gegn Watford sem nú situr í neðsta sæti deildarinnar. West Ham hef- ur lengi leitað að miðherja til að leika við hlið Tony Cottee, Kerry Dixon, Lee Chapman og Mick Harford eru meðal þeirra sem liöið hefur verið að leita eftir en ekki fengið. Rosenoir var því keyptur frá Fulham og skoraði í sínum fyrsta leik í síðari hálfleik dýrmætt mark í fallbaráttunni. Leikurinn var vel leikinn, sér- staklega hjá West Ham sem ávallt leikur skemmtilega knatt- spyrnu, en Watford á í erfiðleik- um, sérstaklega í sóknarleiknum. Furðulegur leikur hjá Oxford og Chelsea, en gífurlega spenn- andi og skemmtilegur. Chelsea lék mjög vel í fyrri hálfleik og rúllaði Oxford hreinlega upp. Þegar blásið var til leikhlés hafði Chelsea skorað þrjú mörk án þess að heimamenn gætu svarað fyrir sig. Pat Nevin, John Bum- stead og Kerry Dixon skoruðu mörk liðsins og sigurinn virtist í höfn. Tveim mín. eftir að síðari hálfleikur hófst náði Peter Rhoades-Brown að laga stöðuna fyrir Oxford og allt fór í baklás hjá Chelsea. Dean Saunders bætti öðru við skömmu síðar og Martin Foyle jafnaði 15 mín. fyrir leikslok. Þá fór fram furðu- leg skipting hjá Chelsea, Mike Hazard langbesti maður þeirra í leiknum, sem hafði átt þátt í öll- nm mörkum liðsins í fyrri hálfleik og ráðið miðjunni að mestu var tekinn útaf. Þrátt fyrir stöðuga sókn Oxford náði Chelsea enn á Chelsea missti niður þriggja marka forskot Mike Hazard er ekki í miklu uppá- haldi hjá Juhn Hollins fram- kvæmdastjóra Chelsea og var tek- inn útaf í 4:4 jafnteflinu gegn Oxford. ný forystu 5 mín. fyrir leikslok er Dixon slapp í gegn og skoraði að því er virtist sigurmark leiksins. Mikil fagnaðarlæti á bekknum hjá Chelsea, en þeir fögnuðu of snemma því Saunders jafnaði fyrir Oxford með síðustu spyrnu leiksins. Staða Oxford slæm og litlu betri hjá Chelsea, bæði liðin gætu fallið. Peter Shilton markvörður Derby og enska landsliðsins var fluttur á sjúkrahús hálfrotaður eftir samstuð við David Bennett þrem mín. fyrir leikslok í leik Coventry og Derby. Það er því vafasamt að Shilton geti leikið landsleikinn gegn Hollandi í vikunni. Derby kom verulega á óvart í leiknum og sigraði með þremur mörkuni gegn engu. Mick Forsyth kom liðinu á bragðið, en hann skoraði jöfnun- armark Derby gegn Liverpool í fyrri viku. Phil Gee og Geraint Williams bættu síðan við mörk- um fyrir liðið sem ekki veitti af stigunum í fallbaráttunni. Clive Goodyear bakvörður Wimbledon var borinn útaf fót- brotinn rétt fyrir lok fyrri hálf- leiks. Leikmenn liðsins létu það þó ekki á sig fá í leik sínum gegn Tottenham og skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik. Hörkutól- ið Vince Jones skoraði fyrst, en John Fashanu og Dennis Wise bættu síðan tveimur mörkum við. Garth Crooks skoraði sigurmark Charlton í síðari hálfleik á úti- velli gegn Southampton og liðið virðist nú hafa möguleika á að forðast fallið sem virtist óum- flýjanlegt til skamms tíma. Q.P.R. vann góðan sigur á heimavelli gegn Norwich, Justin Channing skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í fyrri hálfleik og á eftir fylgdu mörk frá Dean Coney og Wayne Fereday. Sheffield Wed. hafði tapað síð- ustu fimm leikjum sínum, en tókst nú að sigra Portsmouth á heimavelli. Mel Sterland skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Portsmouth á nú í miklum vandræðum og allt útlit er fyrir að liðið hafni í 2. deild í vor. Aston Villa tryggði stöðu sína í efsta sæti 2. deildar með góðum útisigri gegn Reading. Paul Birch og Garry Thompson skoruðu mörkin í síðari hálfleiR og Ast- on Villa hefur nú sigrað í 13 leikj- um á útivelli í vetur. Aðalleikurinn í 2. deild á laug- ardag var þó viðureign Black- burn og Leicester. Leicester var betra liðið í fyrri hálfleik. Mike Newell átti skot í stöng, en var auk þess bókaður, en hálfleiknum lauk án marka. Mikið gekk á í síðari hálfleiknum, Paul Reid náði forystu fyrir Leicester með skoti af löngu færi og Newell bætti öðru marki við. Þá var komið að Blackburn að skora, Scott Sellars sendi hættulega sendingu fyrir markið og Steve Walsh skallaði í eigið mark, öll þrjú mörkin skoruð á 5 mín. kafla. Newell var því næst rekinn útaf fyrir að sparka í Chris Price, en þrátt fyrir það skoraði Reid eftir mikinn einleik þriðja mark Leicester og útlitið dökkt hjá Blackburn. Þeir gáfust þó ekki upp og eftir að hafa skotið tví- vegis í þverslá auk þess sem bjargað var á línu frá þeim, skor- aði Sellars 11 mín. fyrir leikslok 2:3. Tveim mín. eftir að venju- legum leiktíma var lokið jafnaði síðan Colin Hendry leikinn fyrir Blackburn. Leeds Utd. heldur enn dauða- haldi í veika von um að komast í 1. deild. Yfir 22.000 áhorfendur sáu liðið leika sér að Sheffield Utd. á Elland Road. Peter Swan náði forystu fyrir Leeds Utd. í fyrri hálfleik og í þeim síðari skoraði John Pearson þrjú mörk og John Sheridan eitt, í 5:0 sigri liðsins. Millwall fór létt með Hudders- field, Teddy Sherringham skor- aði tvö mörk og þeir Tony Cascarino og Dean Horrix sitt markið hvor. Mark Dean Glover úr víta- spyrnu á 73. mín. dugði Middles- brough til sigurs gegn Shrewsbury á útivelli. Manchester City náði aðeins jafntefli á heimavelli gegn Swind- on þrátt fyrir að Paul Stewart næði forystuni fyrir liðið. Crystal Palace og Bradford gerðu einnig jafntefli í leik sínum þar sem Ian Ormondroyd náði forystu fyrir Bradford. Þá virðist Ipswich vera að missa af lestinni í 2. deild eftir tap á heimavelli gegn Bourne- mouth. Neil Woods skoraði fyrir Ipswich, en þá höfðu leikmenn Bournemouth þegar skorað tvö mörk. Þ.L.A. Met Leeds of stór biti fyrir Liverpool - tapaði sínum fyrsta leik í deildinni gegn Everton Liverpool jafnaöi 14 ára gamalt met Leeds Utd. í fyrri viku með jafntctli gegn Derby og átti möguleika á að setja nýtt met á sunnudaginn, þ.e. leika 30 leiki án taps frá upp- liafi keppnistímabils. En því miður fyrir Liverpool voru mótherjar þeirra í þessum mikilvæga leik sjálfir erki- fjendurnir Everton, sem ekk- ert gáfu eftir á heimavelli gegn nágrönnum sínum. Og Everton varð fyrst allra liða í 1. deildinni í ár til að sigra Liverpool og reyndar var þetta aðeins í anrrað skiptið scm Liverpool tapar leik í vetur, fyrra skiptið éinnig 'fyrir Everton í deildabikarnurry. Liverpool átti þó lengst af leik- inn gegn Eyerton á sunnudaginn og þeir John Barnes, Peter Beardsley og Ray Houghton sýndu oft snjöll tilþrif studdir af vinnuþjörkunum Steve Mc- Mahon og Nigel Spackman. En miðvörður Everton, Dave Watson átti frábæran leik í vörn Everton og barðist af gífurlegum krafti. Hann öðrum fremur ásamt markverðinum Neville Southall sem varði frábærlega skot Craíg Johnstone úr opnu færi urðu til þess að koma í veg fyrir að metið félli. Eina mark leiksins kom á 15. mín., Trevor Steven tók þá hornspyrnu, boltinn barst aftur til hans lrá varnarmönnum Liverpool, Steven sendi knöttinn aftur fyrir markið þar sem 'Wayne Clarke afgreiddi hann í netið. Clarke er einmitt bróðir Allan Clarke er lék í liði Leeds Utd. sem setti metið á sínum tíma. Á lokamínútu Ieiksins fékk bakvörður Everton Neil Pointon upplagt færi á að bæta öðru marki við, cn skaut yfir úr opnu færi. Liverpool mun þrátt fyrir þetta sennilega verða Englands- meistari, en Everton gæti nú tek- ið annað sætið. Þ.L.A. Wayne Clarke skoraði sigurmark Everton gegn Liverpool í gær. I Knatt- spymu- úrslit Úrslit leikja í 1. og 2. deild ensku knattspyrnunnar um heigina urðu þessi: 1. deild: Arsenal-Newcastle 1:1 Coventry-Derby 0:3 Nott.Forest-Man.Utd. 0:0 Oxford-Chelsea 4:4 Q.P.R.-Norwich 3:0 Sheff.Wed.-Portsmouth 1:0 Southampton-Charlton 0:1 West Ham-Watford 1:0 Wimbledon-Tottenham 3:0 Everton Liverpool 1:0 2. deild: Birmingham-Oldham 1:3 Blackbnrn-Leicester 3:3 C.Palace-Bradford 1:1 Hull-Plymouth 1:1 Ipswich-Bournemouth 1:2 Leeds-Sheff.United 5:0 Man.City-Swindon 1:1 Millwali-Huddersfíeld 4:1 Reading-Aston Villa 0:2 Shrewsbury-Middlesbro 0:1 Stoke-Barnsley 3:1 Getraunaröðin er þessi: x2x-xll-211-xx2 Staðan 1. deild Liverpool 30 22- 7-1 67:14 73 Man.Cnited 32 16-11-5 48:30 59 Everton 31 16- 8-7 42:18 56 Notlm.Forest 29 15- 8-6 52:2653 Arsenal 30 15- 7-8 46:28 52 Q.P.R. 31 15- 7-9 38:32 52 Wimbledon 30 13- 9-8 45:32 48 Tottenham 34 11- 9-14 34:41 42 Sheff.Wed. 32 12- 4-16 36:53 40 Norwich 32 11- 6-15 34:40 39 Coventrv 31 10- 9-12 37:46 39 Luton 28 11- 5-12 40:38 38 Newcastle 30 9-11-10 36:42 38 Southampton 32 9-10-13 38:44 37 W'est Ham 31 8-12-1131:40 36 Derby 31 8-10-13 28:34 34 Chelsea 32 8-10-14 42:57 34 Charlton 32 7-10-15 32:47 31 Portsmouth 30 6-12-12 27:47 30 Oxford 30 6- 9-15 39:62 27 Watford 30 5- 8-17 18:39 23 Staðan 2. deild Aston Villa 37 20-10-7 63:35 70 Blackburn 36 19-11-6 57:38 68 Middlesbro 36 18-10-8 47:27 64 Millwall 37 19- 7-11 59:43 64 Bradford 35 18- 8-9 56:43 62 C.Palace 36 18- 6-12 72:53 60 Leeds 37 17- 9-11 56:46 60 Man.City 36 16- 8-13 67:48 55 Stoke 37 15- 9-13 45:46 54 Ipswich 36 15- 7-14 46:39 52 Hull 35 13-11-1146:49 50 Swindon 33 14- 7-12 60:45 49 Oldham 35 13- 8-14 51:53 47 Plymouth 34 13- 7-14 54:53 46 Barnsley 35 13- 7-15 50:50 46 Leicester 36 11-10-15 48:51 43 Birmingham 36 10-11-15 36:57 41 Bournem. 35 10- 8-17 48:57 38 Shrewsbury 36 8-12-16 31:45 36 W.B.A 36 10- 6-20 38:59 36 Sheff.Ctd. 36 10- 6-20 36:62 36 Reading 35 8- 8-19 38:60 32 Huddersf. 35 5- 9-21 35:81 24

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.