Dagur


Dagur - 29.03.1988, Qupperneq 3

Dagur - 29.03.1988, Qupperneq 3
29. mars 1988 - DAGUR - 3 Ólafur Jensson formaður Lionsklúbbs Akureyrar afhendir hér Hjáimari Freysteinssyni yfirlækni á Heilsugæslustöð Akureyrar „spirometertæki“ til eignar. Tækinu er ætlað að mæla starfshæfni lungna og kostaði 120 þúsund kr. og söfnuðu Lionsmenn fénu m.a. með blómasölu á konudaginn. Mynd: tlv Atvinnuleysi í febrúar: Aukning á Akureyri og Siglufirði Á Norðurlandi var atvinnu- leysi í febrúar mun minna en í janúar, sérstaklega þó á Norðurlandi eystra. Þar voru skráðir 3.040 atvinnuleysisdag- ar í febrúar á móti 5.147 í janúar, atvinnulausir 140 á móti 238. Samsvarandi tölur fyrir Norðurland vestra eru 1.915 - 2.089, 88 - 96. Ef við lítum á einstaka staði má sjá gríðarlega fækkun atvinnulausra á Dalvík og í Ólafsfirði en á Siglufirði og Akureyri hefur atvinnulausum hins vegar fjölgað milli mánaða. Annars lítur dæmið svona út, svigatölur tákna fjölda atvinnu- lausra í janúar: Sauðárkrókur 25 (34), Siglu- fjörður 11 (4), Drangsnes 2 (4), Hólmavík 5 (7), Hvammstangi 20 (19), Blönduós 15 (13), Skaga- strönd 10 (13), Hofsós 1 (3), Ólafsfjörður 11 (58), Dalvík 2 (43), Akureyri 65 (57), Húsavík og hreppar í Suður-Þingeyjar- sýslu 50 (54), Árskógshreppur 2 (4), Kópasker 7 (6), Raufarhöfn 1 (7) og Þórshöfn 4 (9). SS Ólafsfjörður: Auknar slysavarnir við höfnina Hafnarnefnd Ólafsfjarðar hef- ur undanfarið rætt um fjár- hagsáætlun hafnarinnar, aðgerðir til slysavarna við höfnina, nýframkvæmdir og viðgerðir. Að sögn Óskars Þórs Sigurbjörnssonar, for- manns hafnarnefndar, hefur aðalvandinn við Ólafsfjarðar- höfn á liðnum árum verið að mikið fé hefur farið til dýpkun- ar hafnarinnar á 3-4 ára fresti, og hafa þær aðgerðir hamlað öðrum framkvæmdum við höfnina. í mörg ár hefur verið ljóst að mikill sandur berst inn í Ólafs- fjarðarhöfn á hverju ári, og grynnkar höfnin stöðugt ef ekk- ert er að gert. Sérfræðingar Hafnamálastofnunar hafa rann- sakað sandburðinn og komust að þeirri niðurstöðu að eina varan- lega ráðið til að hindra þessa þróun væri að byggja sérstaka sandvarnargarða. Kostnaður við slíkt verk myndi væntanlega nema tugum milljóna króna, og er ekki fyrirsjáanlegt að fé fáist til þeirra mála á næstunni. Óskar Þór sagði, að sorglega litlu fé væri varið til hafnarinnar, og væri t.d. ekki áætlað að verja nema 11,5 milljónum króna til slysavarna í öllum höfnum lands- ins á þessu ári. Ekki væri gerður greinarmunur af opinberri hálfu á því hvort kostnaður við höfnina færi í dýpkunarframkvæmdir, sem þyrfti að endurtaka með stuttu millibili vegna staðhátta, eða í aðrar og varanlegri fram- kvæmdir. Kostnaðarhlutfall ríkis og sveitarfélaga vegna vinnu við hafnir er mjög mismunandi eftir því hvaða verk er unnið hverju sinni. Þegar um dýpkun er að ræða greiðir ríkið um 75% kostn- aðar á móti bænum, en viðhald er alfarið á kostnað bæjarins, Að sögn Óskars er hafnarnefnd sam- mála um að nauðsynlegt sé að bæta öryggisbúnað s.s. lýsingu, merkingar og fjölga bryggjustig- um í höfninni, en hafnarstjóra var falið að sækja um fjárveit- ingu, kanna kostnað og skiptingu hans hvað þetta snertir. EHB DAGUR Sauðárkróki Norðlenskt dagblað „ EG ER ...vegna þess að ég hugsa, - og ég les fréttatímaritið Þjódlíf til þess að fylgjast með ”! Þjódlíf Samtímaspegill íslenskra og erlendra málefna. Spennandi fréttatímarit sem lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi. FÆST Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.