Dagur - 29.03.1988, Side 4

Dagur - 29.03.1988, Side 4
4 - DAGUR - 29. mars 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavlk vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (Iþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASI'MI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Kennsla í Norður- landamálum Nýlega lauk í Ósló 36. þingi Norðurlandaráðs. Mörg mál voru til umfjöllunar og starfsáætlun á sviði menningar- mála var afgreidd frá þinginu. í menningarlegum efnum hafa þjóðir Norðurlanda lengi dregið dám hver af annarri. Með menningarmálasamningnum frá 1971 skuldbinda ríkin sig til þess að efla samvinnu sín á milli í menningar- málum, leggja rækt við norrænan menningararf og auka framlög til menntunar, rannsókna og annarrar menning- arstarfsemi. Hið opinbera samstarf er þó aðeins brot af allri þeirri samvinnu sem á sér stað í menningarmálum á norrænum vettvangi. Norrænu félögin og önnur hugsjónafélög, starfsgreinasamtök af ýmsum toga svo og áhugamenn leggja sig fram um að koma norrænni menningu á fram- færi og þannig mætti lengi telja. En lykillinn að þessu samstarfi er málskilningur. Ekki er því að neita, að þær þjóðir sem ekki hafa dönsku, norsku eða sænsku að móðurmáh, standa ekki jafnfætis þeim sem það gera í norrænu samstarfi. Hér á landi hefur danska verið kennd í skólum og norska og sænska í litlum mæh, aðallega á Reykjavíkursvæðinu.'Fyrir um 15 árum var dönskukennslu breytt á þann veg, að meiri áhersla var lögð á framburð og talað mál heldur en beinar þýðing- ar. Núna hafa forsvarsmenn dönskukennslu viðurkennt, að þetta tókst ekki sem skyldi, danskur framburður næst ekki með því að kenna hann á þennan hátt. Því hefur ver- ið ákveðið að einangra kennsluna ekki við dönsku ein- göngu, heldur að kynna norsku og sænsku einnig fyrir nemendum, þannig að þeir skilji almennt orðaðan texta á þeim tungumálum einnig. Þetta hlýtur að teljast skref fram á við í norrænu sam- starfi. Á ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík sl. haust um kennslu í norrænum málum á íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi - og Norræna málstöðin í Ósló stóð fyrir - fékk sú hugmynd að stofna Norræna kennslumiðstöð á íslandi stuðning ahra ráðstefnugesta, sem voru frá öllum Norð- urlöndunum. Aðaltilgangur með stofnun slíkrar kennslumiðstöðvar er, að starfsmaður hennar sjái um útvegun og dreifingu á kennsluefni og fylgist með útgáfu á hinum Norður- löndunum, verði tengiliður milh kennara sem kenna nor- ræn mál, safni og dreifi upplýsingum um Norðurlöndin til skólanna og fleira mætti upp telja. Á nýafstöðnu Norðurlandaráðsþingi var samþykkt til- laga sem gerir ráð fyrir uppbyggingu þessarar starfsemi hér á landi. Það er fuh ástæða til að binda miklar vonir við þessa nýjung í kennsluháttum og að hún verði til þess að auka áhuga nemenda á norrænum málum og norrænu samstarfi. Dönskukennarar í grunnskólum fá stundum þá spurningu frá nemendum sínum, til hvers þeir þurfi að læra dönsku, hvort það sé ekki nóg að læra ensku. Þetta er ekki nema eðlileg spurning hjá barni, sem heyrir ensku daglega en afar sjaldan skandinavískt mál. Við þurfum að vera vel meðvituð um uppruna okkar, við erum hluti af hinum norræna menningarheimi. Þess vegna er mikilvægt að leggja enn frekari áherslu á kennslu í Norðurlandamálum á íslandi. V.S. Bónkvöld á trésmiöjunni Borg Oft vilja hinar ýmsu hugmynd- ir skjóta upp kollinum í kaffi- tímum á vinnustöðum. Fæstar þeirra komast þó í framkvæmd, en sem betur fer verða sumar að veruleika. Svo var t.d. með hugdettu sem fæddist í kaffitíma hjá Tré- smiðjunni Borg á Sauðárkóki fyrir skömmu. Að bóna bílinn er ekki það allra skemmtilegasta sem margur gerir. Því kom fram sú hugmynd að ef menn færu í þetta í samein- ingu yrði það allt annað og betra mál. Var fastmælum bundið að í lok vinnuvikunnar kæmu starfs- menn með bíla sína til þvotta og bóns á verkstæðið. Þegar Dagur leit inn á Borgina föstudagskvöldið í fyrri viku voru bílar út um allt verkstæðið, þar sem venjulega höfðu staðið hinar ýmsu tegundir innréttinga. myndlist Fyrst og fremst sjónræn víma - segir Kristján Steingrímur sem sýnir í Glugganum Kristján Steingrímur Jónsson er fæddur á Akureyri árið 1957. Að sögn kunnugra er hann ein bjartasta von Akur- eyringa í myndlistinni og um þessar mundir stendur yfir sýn- ing á verkum hans í Gluggan- um. Kristján Steingrímur var að koma myndum sínum fyrir í sýningarsalnum þegar ég gægðist inn í Gluggann og hann var fús til að svara nokkr- um spumingum meðan við skoðuðum málverkin. - Mig langar að spyrja þig fyrst, hneigðist hugurinn snemma að myndlist? „Já, hann gerði það reyndar. Ég fór að fikta við þetta í kring- um fermingu og hef ekki losnað við þessa áráttu síðan, hún hefur frekar ágerst ef eitthvað er.“ - Kom áhuginn kannski fram í skóla, t.d. í teikningu? „Hann kom eiginlega fram í kroti á skólabækur til að byrja með. Ég fór síðan á kvöldnám- skeið í Myndlistaskólanum á Akureyri, flutti suður og fór í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1977 og útskrifaðist það- an úr nýlistadeildinni 1981. Þá fór ég út til náms og var í Ríkis- listaháskólanum í Hamborg frá 1983-’87 hjá Bernd Koberling. Nú er ég búinn að afgreiða skólann, en lífsins skóli er eftir.“ - Nú fluttir þú frá Akureyri fyrir um 10 árum en kemurðu stundum hingað til að mála? „Já, ég geri það. Ég var t.a.m. á Akureyri í fyrrasumar og mál- aði fyrir sýningu á Kjarvalsstöð- um og nú er ég búinn að vera hér í tvo mánuði sem gestakennari við Myndlistaskólann og hef málað nokkrar myndir fyrir sýn- inguna. Það er gott að vinna hér, óneitanlega annað andrúmsloft en í Reykjavík og meira næði.“ Ég fór nú að skoða verk Krist- jáns Steingríms betur en allt eru þetta olíumálverk á striga. Þau eru hins vegar mörg hver óvenju- leg í laginu, sum súlulaga og önn- ur ofurmjóar ræmur. Flest koma þau abstrakt fyrir sjónir, þríhyrn- ingar og önnur beitt form, en í þeim flestum eru þó litlar fígúr- ur, minni úr íslenskum sjávarút- vegi, eða danskar kórónur. Einn- ig er útskorin rúmfjöl notuð sem mótíf, skorin út í dúk og þrykkt á málverkin. Hvers vegna? „Ég er ekki beinlínis að velta fyrir mér þjóðlegu efni þrátt fyrir þessar fígúrur. Þetta er fyrst og fremst sjónræn víma, ég lít frekar á myndirnar sem abstrakt en fíg- úratífar. Að vísu hefur skilgrein- ingin á þessum hugtökum breyst." - Þú ert eingöngu með olíu- málverk, er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Ja, olíulitir eru erfiðir. Það er eina ástæðan. Mér finnst þeir gefa manni meira en önnur efni.“ - En af hverju notar þú þessa ramma, eða rimla í bakgrunni myndanna? „Þessar flísar, eða marmara- plötur nota ég til að fylla út í myndirnar og eru þær stundum gagnsæjar og maður er ekki alveg öruggur hvort maður sér í gegn- um þetta eins og rimla.“ Kristján Steingrímur hefur alltaf haldið tryggð við pensilinn og málninguna þrátt fyrir að hafa

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.