Dagur - 29.03.1988, Page 5

Dagur - 29.03.1988, Page 5
29. mars 1988 - DAGUR - 5 't mmMrM 'MM öðwi'jðu) mmm wm Þátttakendur rituðu nafn sitt á skjal sem að öllum líkindum verður fært hér- aðsskjalasafninu til varðveislu. Trésmiðjan hafði sem sagt á stuttum tíma breyst í bónstöð. Hvorki fleiri né færri en 15 bif- reiðir voru þarna inni og eigend- ur þeirra kepptust við að þvo og bóna. Allt saman starfsmenn að einu aðskotadýri undanskildu. Sá hafði þó eitt sinn verið starfsmað- ur á Borginni og komið sér ekk- ert allt of illa, að sögn félaganna. „Og svo eru náttúrlega sumir svo sérvitrir, eins og t.d. Maggi Lenu og Sigurgísli, þeir þurftu auðvitað að komast með bílana að bekkjunum sínum, tóku ekki annað í mál. Það þurfti ansi mikla nákvæmni við að koma bíl- unum fyrir í vesturhlutanum, því ekki var nema sentimetra bil sitt hvoru megin. Enda býst ég ekki við að strákarnir fari með þá út fyrr en í fyrramálið. Það er betra fyrir menn að vera óþreyttir við slíkt nákvæmnisverk,“ sagði verkstæðisformaðurinn Kári Valgarðsson. Aðspurður hvort að alltaf væri svona gott pláss, sagði Kári að það hefði nú ekki verið mikið fyrr um daginn, en þeir hefðu bara tekið dótið og rutt því öllu til. Ekki var á bílunum að sjá annað en launastandardinn hjá fyrirtækinu væri þokkalegur, all- tént voru lærlingarnir ekki á neinum beyglum. Og raunar var verðminnsti bíllinn, af rússneskri tegund, f eigu forstjórans. -þá Tvímenningur Norðurlands vestra: Siglfirð- ingar í efstu sætum Laugardaginn 5. mars var haldinn á Sauðárkróki tví- menningur Norðurlands vestra í bridds. 31 par mætti til leiks alls staðar úr kjördæminu. Spilaður var barómeter, um tölvuútreikning sá Margrét Þórðardóttir en keppnisstjóri var Albert Sigurðsson. Siglfirðingar urðu eins og margir reiknuðu með sigursælir. Lokastaða mótsins varð þessi: Stig: 1. Ásgrímur Sigurbjörnsson - Jón Sigurbjörnsson 258 2. Bogi Sigurbjörnsson - Anton Sigurbjörnsson 139 3. Björk Jónsdóttir - Steinar Jónsson 131 4. Valtýr Jónasson - Stefanía Sigurbjörnsdóttir 127 5. Björn Friðriksson - Kristján Jónsson 108 6. Unnar A. Guðmundsson - Erlingur Sverrisson 106 7. Flemming Jessen - Eggert Karlsson 90 8. Eiríkur Jónsson - Sverrir Þórisson 80 Búnaðarbanki íslands Sauðár- króki gaf öll verðlaun til mótsins og þakkar Briddsfélag Sauðár- króks öllum sem lögðu liðsinni sitt við framkvæmd mótsins. ÞT Kristján Steingrímur Jónsson. verið í nýlistadeildinni þar sem alls kyns efni og áhöld hafa verið í meiri metum en hefðbundin verkfæri. Hann er mjög opinn fyrir stefnum og nýjungum, skiptir oft um stíl og fyrir eigi alls löngu málaði hann landslags- myndir af miklum móð. Þessi blanda hans af abstrakt formum og þjóðlegum mótífum verður að teljast mjög persónulegur stíll, en ég spurði hann hvers vegna þríhyrningsformið væri svona áberandi hjá honum: „Þetta er hart og ákveðið form og viss ógnun í því. Það er kannski þess vegna sem ég nota það.“ Ég kvaddi Kristján og þakkaði honum fyrir spjallið. Þessi sýning hans á eflaust eftir að vekja mikla athygli því hún er óvenjuleg að mörgu leyti. Það er von þeirra sem láta sig myndlist einhverju skipta að Kristján Steingrímur gleymi ekki uppruna sínum og leyfi Akureyringum að fylgjast með því hvernig list hans þróast, því hér er spennandi listamaður á ferð, „nýr Kristján Jóhannsson á sínu sviði,“ eins og einn félagi hans i myndlistinni orðaði það. SS Stangveiðifélagið Fluga Af óviðráðanlegum orsökum verður aðalfundur Stangveiðifélagsins Flugu, sem auglýstur hafði verið þann 30. mars 1988, frestað til 7. apríl 1988. Fundurinn verður haldinn í Fiðlaranum og hefst kl. 20.30. Stjórnin. SBA SÉRLEYFISBILAR AKUREYRAR S/F Sími 23510 & 26922 Rútuferðir um páskana í Hlíðarfjall 30/3-4/4 Frá Akureyri: Móasíða . 9.30 11.00 13.00 Versl. Síða . 9.32 11.32 13.32 Sunnuhlíð . 9.34 11.34 13.34 Esso veganesti . 9.37 11.37 13.37 KEAgöngugata . 9.40 11.40 13.40 Heimavist MA . 9.42 11.42 13.42 Shell Kaupangi . 9.45 11.45 13.45 KEA Hrísalundi . 9.50 11.50 13.50 Frá Skíðastöðum: .... 14.00 16.00 17.00 18.00 Skíðalyfturnar eru opnarfrá kl. 10.00-18.00. Upplýsingar um ferðir I síma 22930. Þessi rútuáætlun gildir allar helgar í apríl. SÉRLEYFISBÍLAR AKUREYRAR SF. Orðsending til launagreiðenda frá félagsmálaráðuneytinu Samkvæmt lögum og reglugerð um orlof skal launagreiðandi greiða gjaldfallið orlofsfé til næstu póststöðvar innan mánaðar frá útborgun launa. Yfirstandandi orlofsár þ.e. tímabilið frá 1. maí 1987 til 30. apríl 1988, er síðasta árið sem orlofsfé verður innheimt sérstaklega með þessum hætti þar sem ný orlofslög taka gildi frá og með 1. maí 1988. Launagreiðendur, sem greiða orlofsfé gegn- um póstgírókerfið, eru eindregið hvattir til þess að Ijúka að fullu greiðslu á gjaldföllnu orlofsfé og vera í fullum skilum við lok orlofs- ársins 30. apríl nk. Athygli er vakin á því að á orlofskröfu, sem ríkissjóður verður að innleysa eftir 1. maí 1988, vegna vanskila launagreiðanda, leggj- ast viðurlög 7,5%, auk dráttarvaxta frá gjald- daga orlofsfjár til greiðsludags. Félagsmálaráðuneytið, 24. mars 1988.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.