Dagur


Dagur - 29.03.1988, Qupperneq 6

Dagur - 29.03.1988, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 29. mars 1988 Það er ekki á hverjum degi sem ungt fólk fær tækifæri til að fara í ferðalag yfir hálfan hnöttinn. Sömuleiðis er ekki mjög algengt að íslendingar haldi jólin hátíðleg í mörg þúsund feta hæð yfir Rússlandi, með jóla- gjöfum og sálmasöng. Þetta gerðu þó 113 íslenskir skátar um síðustu jól þegar þeir voru á leið á alheims- mót skáta, svokallað „jamboree“, sem haldið er fjórða hvert ár. Af þessum 113 íslendingum, voru fjórir skátar frá Akureyri sem þarna fóru á vit ævintýra meö skátum frá flestum iöndum heims. Þeir heita Hlynur Skagfjörð, Sveinbjörn Jóhannes- son, Birgir Birgisson og Gestur Bjarnason. Alheimsjamboree var síöast haldið í Kanada fyrir fjórum árum og verður að fjórum árum liðnum haldið í Kóreu. Mótið sjálft stendur í 7-10 daga, en ferðalagið tók íslendingana heil- an mánuð. Gestur Bjarnason, sem er 18 ára nemandi í Verk- menntaskólanum á Akureyri, féllst góðfúslega á að segja les- endum Dags ferðasöguna í máli og myndum sem hann og Svein- björn félagi hans tóku. Við skul- um gefa Gesti orðið og biðja hann fyrst um að lýsa aðdraganda ferðarinnar. „Vinir mínir höfðu verið í Kanada á síðasta móti og höfðu talað mikið um hvað það var gaman. Mig langaði að prófa og svo var líka spennandi að fara í svona langt ferðalag. Flestir fara bara einu sinni á ævinni í slíka ferð, þó að þeir hafi tækifæri á að fara oftar. Fjár- mögnunin er á eigin vegum og kostaði t.d. 115 þúsund að fara þessa ferð fyrir utan gjaldeyri. Það komast ekki allir að sem vilja. Ég var forsjáll og lét skrá mig tveim árum áður en ferðin var farin. Þegar fór að líða á varð Ijóst að takmarka þyrfti fjöldann frá íslandi og var þá farið eftir virðist nokkuð algengt að fólk haldi gæludýr og á okkar heimili voru 10 páfagaukar, 2 hundar, köttur, gullfiskar, skjaldbaka, finkur og skrauthænur, en þær voru að vísu í búri úti í garði sem var í lagi því flesta daga var um 35 stiga hiti. Þarna var hugsað mjög vel um okkur. Fjölskyldan fór með okk- ur í skoðunarferðir til borgarinn- ar, þar sem við sáum m.a. villtar mörgæsir og við versluðum.“ - Hvað tók við eftir þessa dvöl? „Að morgni gamlársdags flug- um við til Sidneyog fórum þaðan með rútu á mótssvæðið sem var um 60 km fyrir utan Sidney. Setning mótsins fór fram á mið- nætti, á sjálfum áramótunum, en þá var klukkan heima á íslandi 11.00 að morgni gamlársdags. Þarna hófst líka 200 ára afmæli hvíta mannsins í Ástralíu. Höfðu með sér prest Tilgangurinn með svona mótum er að rækta skátahugsjónina, þ.e. að allt sem gerist á að vera sam- kvæmt því markmiði sem skáta- hreyfingin hefur sett sér. Dagur- inn fór m.a. í að framkvæma og keppa um margvísleg verkefni og fara í skoðunar- og kynnisferðir. Markmiðið er að vera betri en næsti hópur og er gaman að sjá hve mikill rígur er milli stærri þjóða eins Bandaríkjanna og Englands, þótt hann risti sem betur fer ekki djúpt. Annað markmið er að treysta vinabönd sem tókst að mínu mati vel. Sem dæmi um verkefni get ég nefnt hóp sem reyndi að setja heimsmet í að koma sem flestum inn í einn bíl og annar hópur reyndi að koma sem flestum upp á stóran stein. Þeim tókst ekki að setja heimsmet, því þeir komu „aðeins“ 27 manns í venjulegan fólksbíl. Svo var farið í náttúru- skoðanir og fór ég t.d. í hella- skoðun, en þar var um að ræða tilbúna hella. Fleira skemmtilegt var gert. ítalskir skátar höfðu t.d. með sér kaþólskan prest og buðu til messu. Ég missti að vísu af henni en þau sem fóru sögðu að það hefði verið áhugavert að fylgjast með þessu. Þjóðverjar buðu til kvöldvöku, hóparnir buðu hver öðrum í mat og margt fleira skemmtilegt var gert.“ - Hvernig leið dagurinn hjá ykkur? „Við vorum vakin upp kl.8 á morgnana. Eftir morgunverð Eftir fellibylinn var þetta algeng sjón á svæðinu. Mynd: Gestur því hvenær skráning fór fram. Þrátt fyrir þetta var íslenski hóp- urinn, sem samanstóð af skátum á aldrinum 15 til rúmlega 20 ára, sá fjölmennasti miðað við höfða- tölu. Með hópnum voru íslenskir fararstjórar. Yfír Rússlandi á aðfangadagskvöld Við lögðum af stað frá Akureyri 20. desember og flugum með Flugleiðum til London næsta dag, en þar komumst við í leigu- flug með ensku skátunum. Fyrst var flogið til Melbourne. Flogið var frá London á aðfangadag og tók flugið alls 25 klukkutíma með millilendingu í Bankok og Sidney. Flogið var norður fyrir Holland, yfir Eystrasalt, Rússland, Pakistan, Indland og áfram til Ástralíu. Við vorum því í loftinu, á flugleið yfir Rússlandi á aðfangadagskvöld." - Var ekki erfitt að jafna sig á þeim mikla tímamismun sem er á milli íslands og Ástralíu? „Nei, í raun var það ekki svo erfitt, a.m.k. ekki á leiðinni út. Fólk hafði verið spennt áður en lagt var af stað og því sem næst ósofið. Það náði því að fara að sofa á næturtíma í Ástralíu og vinna muninn strax upp. Það var aftur á móti önnur saga þegar haldið var heim.“ Það eina sem stóð uppi eftir óveðrið var þakið af eldhústjaldinu. Mynd: Gestur - Hvernig var að halda jól við þessar aðstæður? „Við reyndum að hafa þetta eins jólalegt og við gátum. Farar- stjórarnir fóru í jólasveinabún- inga og við sungum jólasálma. Maturinn var að vísu ósköp venjulegur flugvélamatur en ekki rjúpur eða hamborgarhryggir. Flestir tóku með sér jólapakka að heiman sem voru að sjálfsögðu opnaðir um borð. Dýrelsk fjölskylda í Melbourne var okkur skipt nið- ur á fjölskyldur sem við dvöldum hjá í viku. Það sem kemur á óvart í því sambandi er að færri fjölskyldur fá til sín skáta en vilja. Við vorum fjórir saman hjá minni fjölskyldu, tveir frá Akur- eyri og tveir frá Borgarnesi. Þetta var mjög gott fólk, hjón, fjögur börn sem öll eru skátar og svo var mjög fjölskrúðugt dýralíf. Það

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.