Dagur


Dagur - 29.03.1988, Qupperneq 14

Dagur - 29.03.1988, Qupperneq 14
14 - DAGUR - 29. mars 1988 „Yið göngum til Hans í bæninni og trúnni“ - Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson „Þó Vottarnir vilji kenna sig við kristindóminn þá er um að ræða ýmsar kenningar hjá þeim sem Kristur kom aldrei fram með,“ segir biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, er Akureyring- um að góðu kunnur eftir ára- tuga langa þjónustu við Akur- eyrarkirkju, en hann tók við því brauði árið 1947, og starf- aði óslitið á Akureyri allt til ársins 1982, er hann var kosinn biskup íslensku þjóðkirkjunn- ar, eftir 35 ára starf í þjónustu kirkjunnar. - Er kristilegur boðskapur flókinn eða einfaldur? „Kristilegur boðskapur er ákaflega einfaldur og auðskilinn, þannig að ekki þarf nein flókin kenningakerfi til að nálgast Krist. Við nálgumst Krist í trúnni og bæninni. Við nálgumst Krist gegnum guðspjöllin og reynum síðan að skýra önnur rit Biblí- unnar út frá því sem Hann sagði. Biblían er á sumum stöðum afar torskilin bók, en í því sambandi vil ég benda á að vitur maður sagði: Ég á nóg með það sem ég skil. Maður þarf ekki meira en hann skilur, og að sumu leyti er erfið- ast að framfylgja því í Heilagri ritningu sem er auðskiljanlegast. En auðvitað er ekki hægt að útskýra alla hluti.“ - Er mjög breitt bil milli þjóð- kirkjunnar og söfnuðar Votta Jehóva? „Já, það er rétt. Mér finnst til- hneiging þeirra til að þröngva skoðunum sínum upp á aðra vera óeðlileg og óæskileg, og sú aðferð brýtur mjög í bága viö það sem Kristur sjálfur sagði læri- sveinum sínum þegar hann sendi postulana tvo og tvo af stað með fagnaðarerindið til að útbreiða það. Þó Vottarnir vilji kenna sig við kristindóminn þá er um að ræða ýmsar kenningar hjá þeim sem Kristur kom aldrei fram með, og þeir virðast taka trúar- skoðanir stofnandans, Russells, fram yfir Krist og kenningu hans. Þeir hafa bundið trú sína í ákveð- ið kerfi, sem reynslan hefur sýnt fram á að fær ekki staðist og á ekki erindi við sjálfan kristin- dóminn. Við sjáum t.d. hvernig þeir fjalla um endurkomu Mannssonarins og hvernig Hann komi aftur í dýrð sinni. Vottamir hafa æ ofan í æ bundið endur- komuna við ákveðin ártöl, sem hafa svo reynst gjörsamlega til- hæfulaus, en þá hafa þeir komið með ný ártöl í staðinn. Þetta fær alls ekki staðist því Kristur segir um tíma endurkom- unnar að um þann dag viti enginn maður heldur aðeins Guð einn. Ef við tiltökum þennan dag þá samrýmist slíkt ekki því sem Kristur kenndi. Þá er einnig mjög aðfinnslu- vert að ætla sér að binda frelsun mannkynsins við ákveðna tölu, 144 þúsund manns, en þessa tölu taka þeir úr Opinberun Jóhann- esar, sem er ákaflega torskilið rit, fullt af táknmáli. Það er fráleitt að koma með slíka tölu inn í trú- arboðskap í nafni kristni, því Kristur vill að allir verði hólpnir og að því stefnir allt starf krist- inna manna. Þetta sýnir glögg- lega út í hvaða villu menn eru komnir, sem leyfa sér að tala þannig um trúmálin. Það virðist vera tilgangslaust að ræða við Vottana um trúmál, því þeir virð- ast trúa meira á kerfið, sem Ieiðtogar þeirra hafa samið, en á Krist. Við þurfum ekki neitt kerfi til að taka á móti fyrirgefandi náð Krists í samfélagi við Hann. Ég efast ekki um, að Vottarnir eru fólk sem vill vel, og tekur trú sína alvarlega, en það hefur ánetjast trúarkerfi sem í veiga- miklum atriðum er ekki hægt að kenna við Krist og kirkju hans.“ - Hvernig geta menn þekkt meginatriði kristindómsins? „Með því að tileinka sér orð Frelsarans, og reyna að lifa eftir þeim. Kristur kenndi okkur um Guð á himnum sem kærleiksrík- an og fyrirgefandi föður, sem tæki menn í sátt við sig. Þetta er meginatriði kristinnar trúar, sem við megum ekki gleyma. Við göngum til Hans í bæninni og trúnni á Hann, eins og Kristur sjálfur kenndi. Það er allt sem þarf.“ - Viltu segja eitthvað að lok- um við Akureyringa sérstaklega? „Við hjónin biðjum innilega að heilsa ölíum Akureyringum, og þökkum fyrir öll þau ár sem við | áttum í starfi kirkjunnar. Við óskum öllum blessunar Guðs, og að Hann blessi kirkjurnar ykkar fyrir norðan og söfnuði þeirra.“ dagskrá fjölmiðla 17.00 Med öðrum morðum. Svakamálaleikrit í ótal þáttum. 11. þáttur - Áríðandi morðsend- ing. Endurtekið - vegna þeirra örfáu sem misstu af frumflutningi. 17.30 Haraldur Gíslason og hressilegt helgarpopp. 18.00-18.10 Kvöldfréttatími Bylgj- unnar. i 20.00 Trekkt upp fyrir helgina með hressilegri músík. 23.00 Þorsteinn Ásgeirsson nátthrafn Bylgjunnar heldur uppi helgarstemmningunni. 03.00-08.00 Næturdagskrá Bylgj- unnar. Tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem snemma fara á fætur. Páskaóratorían: Dagskrá Rásar 1 á páskadag hefst með hefðbundnu sniði, páskamessu kl. 8.00 en síðan tekur við Páska- óratoría Johanns Sebastians Bach. Þetta er eitt af verkum tónskáldsins sem naut mikillar hylli strax í upphafi. Óratorían er fagurt og hátíðlegt verk sem geislar af þeirri gleði sem upprisuboðskapurinn veitir. Verkið er hér flutt af kammersveitinni í Stuttgart, Suð- ur-þýska madrigalakórnum og einsöngvurunum Ter- esu Zyllis-Gara, Patriciu Johnson, Theo Altmeyer og Dietrich Fischer-Dieskau. Stjórnandi er Wolfgang Gönnenwein. SUNNUDAGUH 3. apríl Páskadagur 08.00 Fréttir og tónlist í morguns- árið. 09.00 Jón Gústaísson á sunnu- dagsmorgni. Þægileg sunnudagstóniist og spjall við hlustendur. 11.00 Vikuskammtur Sigurðar G. Tómassonar. Sigurður litur ýfir fréttir vikunn- ar með gestum í stofu Bylgjunn- ar. 12.00 Hádegisfréttír. 12.10 Haraldur Gíslason og sunnudagstónlist. 13.00 Með öðrum morðum. Svakamálaleikrit 'í' ótal þáttum eftir Karl Ágúst Úlfsson, Öm Ámason og Sigurð Sigurjónsson. 12. þáttur. Fylgist með einkaspæjaranum Harry Röggvalds og hinum hundtrygga aðstoðarmanni hans Heimi Schnitzel er þeir leysa hvert svakamáhð á fætur öðru af sinni alkunnu snilld. Taugaveikluðu og viðkvæmu fólki er ráðlagt að hlusta. 13.30 Haraldur Gíslason. 15.00 Valdís Gunnarsdóttir. Sunnudagstónlist að hætti Val- dísar. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00 Þorgrímur Þráinsson byrjar sunnudagskvöldið með góðri tónlist. 21.00 Þorsteinn Högni Gunnars- son og undiraldan. Þorsteinn kannar hvað helst er á seyði í rokkinu. Breiðskífa kvöldsins kynnt. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgj- unnar. - Bjami Ólafur Guðmundsson. Hljóðbylgjan FM 101,8 FIMMTUDAGUR 31. mars Skírdagur 07.00 G. Ómar Pótursson kemur okkur af stað í vinnu með tónlist og fróttum af Norður- landi. Rás 1: Sunnudagur 3. apríl, páskadagur I fótspor Sigurðar Fáfnisbana: Á páskadag kl. 13.00 er á Rás 1 dagskráin í fótspor Sigurðar Fáfnisbana, þáttur um Niflunga og arf þeirra í Þýskalandi sarhtímans. Arthúr Björgvin Bollason tók saman. Hin fornu hetjuljóð um Niflunga eru einn merkasti menningararfur germanskra þjóða. ( þættin- um er gerð grein fyrir þeim og einnig leitast við að varpa Ijósl; á hvernig Þjóðverjar nú á tímum líta á þennan forna arf. JJmsjónarmáður fór um söguslóðir og kom að’Sigurðarbrunni í Óðinsskógi þarsem sagt er að Högni hafi lagt Fáfnisbanann að velli. Arthúr Björgvin ræðir við bæjarstjórann í bæ þeim sem ligg- ur í hlíðinni fyrir neðan brunninn. 09.00 Olga B. Örvarsdóttir. Hressileg morguntónlist, afmæliskveðjur og spjall. 12.00 Stund milli stríða, gullald- artónlist. 13.00 Pálmi Guðmundsson leikur óskalög hlustenda. Tón- listarmaður dagsins tekinn fyrir. 17.00 Snorri Sturluson. Létt tónlist og tími tækifæranna. 19.00 Með matnum, róleg tónlist. 20.00 Þráinn Brjánsson á ljúfum nótum. 22.00 Kvöldrabb Steindórs G. Steindórssonar. Spjallað við Norðlendinga í gamni og alvöru. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir klukkan 10.00, 15.00 og 18.00. Rás 1 Mánudagur 4. apríl, annar í páskum kl. 22.20: Af helgum mönnum ( kvöld er á dagskrá Rásar 1, síðari þátlur Sigmars B. Haukssonar um dýrlinga kirkjunnar, mannverur sem hafa verið teknar í helgra manna tölu. ( síðasta þætti fjallaði umsjónarmaður m.a. um heilagan Frans frá Assisi og Þorlák helga. ( kvöld mun Sigmar færa sig örlítið nær nútímanum og segja frá fólki sem hefur orðið dýrlingar á síðari tímum, t.d. Theresu frá Lisi- eux sem var fædd 1873, gerðist nunna og dó ung. Hún var tekin í tölu heilagra eftir dauða sinn og er dýrlingur hinna einföldu hluta. Ennfremur fjallar hann um Maximilian Kolbe, hetju fangabúðanna, mann sem fórnaði lífi sinu fyrir fjölskyldumann í fanga- búðum nasista og var líflátinn. Eftir dauða hans var hann tekinn helgra manna tölu. TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO:102 1 pn n m n CHP Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2 Efstaleiti 1 108 Reykjavík Merkt Tónlistarkrossgátan

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.