Dagur - 29.03.1988, Síða 18
íá-glv'SÓS-Mte'isiá
Óska eftir að kaupa útidyrahurð
og innihurðir.
Uppl. ísíma 25943 eftirkl. 19.00.
Óska eftir að kaupa gamlan og
góðan bíl.
Verð 100-200 þúsund.
Uppl. í síma 21147.
Ökukennsla - bifhjólakennsla.
Vilt þú læra á bíl eða bifhjól?
Ný kennslubifreið, Honda Accord
EX 2000 árg. 1988.
Kenni á kvöldin og um helgar.
Útvega bækur og prófgögn.
Egill H. Bragason, sími 22813.
Veitum eftirfarandi þjónustu:
Veggsögun - Gólfsögun.
Malbikssögun - Kjarnaborun.
Múrbrot og fleygun.
Loftpressa - Háþrýstiþvottur.
Vatnsdælur - Vinnupallar.
Rafstöð 20 kw - Grafa mini.
Stíflulosun.
Upplýsingar í símum 27272 -
26262 og 985-23762.
Verkval, Naustafjöru 4,
Akureyri.
Trilla til sölu!
Til sölu trilla, tæplega 3 tonn að
stærð. Frambyggð.
Nánari upplýsingar gefur Stefán
Sveinbjörnsson í síma 27033 eða
21458.
Bátur til sölu.
Víkingur, 5,7 tonn, ófrágenginn.
I bátnum er komið þil í stýrishús,
plitti, kjaljárn, vélarundirstaða,
rekkverk, klefar og pollar. Mastur.
Uppl. í síma 96-61303 eftir kl.
20.00.
Fyrir laghenta.
Daihatsu Rocky, árg. ’86 með
„góðu“ tjóni.
Þetta er kaupleigubíll og fæst því
á frábærum kjörum.
Uppl. í síma 24838 frá kl. 17-20.
Til sölu Subaru 1800 GL station.
Mjög góður bíll í topp standi.
Uppl. í síma 96-61524.
Til sölu Blazer, árg. ’85.
Renault 11, árg. ’85.
BMW 320, árg. ’82.
Uppl. í síma 26063.
Gæðavagnar.
Þrír Toyota Tercel árg.' ’87.
Einn Daihatsu Rocky, EX, langur,
árg. ’87.
Einn Daihatsu Rokcy minni gerð-
in, árg. '87.
Kaupleigubílar. Allt mögulegt, eitt-
fjögur ár. Hlutakaupleiga og fleira.
Engin útborgun.
Uppl. í síma 24535 frá kl. 17-20
og eftir kl. 20 í síma 25092.
Til sölu Fíat 127, árg. ’78, ek. 17
þús. km. á vél.
Verð 50-60 þús.
Uppl. ísíma 23035 eftirkl. 18.00.
Bfll til sölu.
Daihatsu Charade árg. '80. Skipti
á dýrari.
Einnig VW (Buggi grind) með
1600 vél. Sprækur og skemmtilegt
leikfang.
Uppl. í síma 96-41044 í hádeginu
og á kvöldin.
Subaru station, árg. '86 til sötu.
Ekinn 42 þús. km. Beinskiptur,
Ijósblár að lit.
Uppl. í símum 96-52245 og
96-26175.
Snjósleði til sölu.
Til sölu Arctic Cat EL Tigre 6000
vélsleði, árg. '85, ek. 2.600 mílur.
Uppl. í síma 96-33282 eftir kl.
20.00.
Til sölu BBC Master compact
tölva, með litaskjá, diskadrifi, rit-
vinnslu og mörgum leikjum.
Upplýsingar í síma 95-5691.
Spilakvöld.
Spiluð verður félagsvist að Melum
í Hörgárdal miðvikud. 30. mars
kl. 21.00.
Kaffiveitingar.
Kvenfélagið.
Barnavagnar,
kerrur
og margt fleira
Mikið úrval.
Opið á laugardögum
frá kl. 10-16. E
■■■■ Póstsendum.
Dvergasteinn
Barnavöruverslun Sunnuhlíð
Akureyri, sími 27919
Til sölu Mazda 626, árg. '82.
Sjálfskiptur, m/vökvastýri og raf-
magn í rúðum.
Einnig Massey Ferguson 135,
árg. ’66 m/ámoksturstækjum, tveir
Roke baggavagnar og Howard
sjálfvirk niðursetningavél. Skipti
koma til greina á dráttarvél með
húsi og ódýrum bíl.
Uppl. í síma 96-31189 eftir
kl. 20.00.
M.A. Ijósabekkur til sölu.
Hef til sölu góðan og vel með far-
inn M.A. Ijósalampa með andlits-
Ijósum og sjálfvirkum lyftibúnaði.
Uppl. í síma 94-7725.
Trail Boss fjórhjól til sölu.
Gott hjól.
Einnig til sölu Citroén GS, árg.
’79.
Góð kjör.
Uppl. í síma 33216 og 33113.
Gott hey til sölu.
Uppl. í síma 26041.
Svart leðurpils til sölu.
Lítið númer.
Saumastofan ÞEL,
Hafnarstræti 29, simi 26788.
Garðeigendur athugið!
Tek að mér klippingu og grisjun á
trjám og runnum.
Felli stærri tré og fjarlægi afskurð
sé þess óskað.
Upplýsingar veittar í síma 22882
eftir kl. 19.00.
Héðinn Björnsson,
skrúðgarðyrkjufræðingur.
Óska eftir lítilli íbúð tii leigu.
Góðri umgengni heitið.
Uppl. í síma 96-33133.
Vantar 4ra-5 herb. íbúð, raðhús
eða einbýlishús til leigu á Akur-
eyri sem fyrst.
Uppl. í síma 26226 eða 22566.
Reglusamt par óskar eftir 2ja-
3ja herb. íbúð á leigu sem fyrst.
Öruggum greiðslum heitið.
Uppl. í síma 23351 eftirkl. 18.00.
Hjúkrunarnemi með barn óskar
eftir 2-3ja herb. íbúð frá 1. júní í
að minnsta kosti 2 ár.
Fyrirframgreiðsla.
Uppl. í síma 92-68152 á kvöldin.
Hreingerningar -
Teppahreinsun.
Tökum að okkur teppahreinsun,
hreingerningar og húsgagna-
hreinsun með nýjum, fullkomnum
tækjum.
Gerum föst verðtilboð ef óskað er.
Inga Guðmundsdóttir, s. 25296,
Jóhannes Pálsson, s. 21719.
Loksins fyrir norðan.
Höfum opnað útibú Stelle
stjörnukorta úr Kringlunni í
KEA Hrísalundi.
Persónuleikakort - Framtíðar-
spá - Biorithmi (orkusveiflur) -
Samanburðarkort af hjónum
(ást og vinir).
Af gefnu tilefni fást Stelle
stjörnukort einungis í Kringl-
unni og Hrísalundi.
Opið frá 14-18 mánudaga til
fimmtudaga, 13-19 föstudaga
og 10-16 laugardaga.
Póstsendum úr Kringlunni sími
91-680035.
Kreditkortaþjónusta.
Persónuleikakort.
Kort þessi eru byggð á stjörnu-
speki og í þeim er leitast við að
túlka hvernig persónuleiki þú ert,
hvar og hvernig hinar ýmsu hliðar
hans koma fram.
Upplýsingar sem við þurfum fyrir
persónukort eru, fæðingardagur
og ár, fæðingarstaður og stund.
Verð á korti er kr. 800.-
Pantanir í síma 91-38488.
Póstsendum um land allt.
Oliver.
Prentum á fermingarservéttur.
Meðal annars með myndum af
Akureyrarkirkju, Glerárkirkju, Lög-
mannshlíðarkirkju, Húsavíkur-
kirkju, Grenivíkurkirkju, Hríseyjar-
kirkju, Hvammstangakirkju, Ólafs-
fjarðarkirkju, Dalvíkurkirkju, Sauð-
árkrókskirkju, Grímseyjarkirkju,
Grundarkirkju, Svalbarðskirkju,
Reykjahlíðarkirkju, Möðruvalla-
kirkju, Siglufjarðarkirkju, Urða-
kirkju og fleiri.
Servéttur fyrirliggjandi, nokkrar
tegundir.
Tökum einnig sálmabækur í gyll-
ingu.
Sendum i póstkröfu.
Alprent, sími 22844.
Hafið þið pantað upptöku af
fermingunni?
Er hún ekki einmitt ættarmót?
Geymið minningarnar á vönduðu
myndbandi.
Hljóðmyndir,
Furuvöllum 13, sími 26508.
Viltu kannski taka myndirnar
sjálfur?
Þá leigjum við út öll tækin sem til
þarf.
Hljóðmyndir,
Furuvöllum 13.
Opið frá kl. 1-7.
Fallegt
páskaskraut
★ Páskakerti
★ Páskaservíettur
★ Borðbúnaður
★ Fermingargjafir
og fl. og fl.
KOMPAN
SKIPAGÖTU 2 • AKUREYRI
SÍMI 96-2 59 17
□ HULD 59883307 VI1 frl.
Glerárkirkja.
Skírdagur.
Fermingarguðsþjónustur kl. 10.30
og 13.30.
Páskadagur.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 8.00.
Sameiginlegur morgunmatur eftir
messu.
Messað við Skíðastaði kl. 12.00.
Annar í páskum.
Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30.
Pálmi Matthíasson.
Daivíkurprestakali.
Skírdagur.
Messa í Urðakirkju kl. 21.00.
Altarisganga. Litanía sungin.
Föstudagurinn langi.
Helgistund í Dalvíkurkirkju kl.
17.00. Hljóðfæraleikur. Lesið úr
píslarsögunni. Litanía sungin.
Páskadagur.
Hátíðamessa í Dalvíkurkirkju kl.
8 árdegis. Altarisganga.
Hátíðarmessa f Tjarnarkirkju kl.
13.00.
Hátíðaarmessa í Vallakirkju kl.
16.00.
Annar páskadagur.
Hátíðarmessa á Dalbæ kl. 14.00.
Sóknarprestur.
Möðruvallaklaustursprestakall.
Skírdagur.
Messa á Bægisá kl. 14.00.
Séra Jón Helgi Þórarinsson
messar.
Föstudagurinn langi.
Messa í Bakkakirkju kl. 14.00.
Séra Jón Helgi Þórarinsson
messar.
Páskadagur.
Hátíðarguðsþjónusta á Möðru-
völlum kl. 14.00.
Séra Pálmi Matthíasson messar.
Annar páskadagur.
Messa í Glæsibæjarkirkju kl.
14.00.
Séra Pálmi Matthíasson messar.
Messa í Dvalarheimilinu Skjaldar-
vík kl. 16.00.
Séra Pálmi Matthíasson messar.
Laufásprestakall.
í Dymbilviku verður Guðsþjón-
usta á skírdagskvöld kl. 8.30 í
Svalbarðskirkju.
Carlos Ferrer guðfræðinemi á
Hálsi predikar.
Organisti Guðmundur Jóhanns-
son.
Altarisganga.
Á föstudaginn langa verður Guðs-
þjónusta í Grenivíkurkirkju kl.
2.00. Organisti Björg Sigurbjörns-
dóttir.
Altarisganga.
Hátíðarmessur um páska:
Á páskadag er messa kl. 11 árdegis
í Grenivíkurkirkju. Organisti
Björg Sigurbjörnsdóttir.
Sama dag kl. 2.00 í Laufáskirkju.
Organisti Jakob Tryggvason.
Á annan dag páska er hátíðar-
messa í Svalbarðskirkju kl. 2.00.
Organisti Guðmundur Jóhanns-
son.
Sóknarprestur.
nuniiutiiiuumiítunimiim
Sagnabálkur
Olafs Jóhanns
Sigurðssonar
á þýsku
Hjá Aufbau-forlaginu í Þýska
alþýðulýðveldinu er nú komin út
skáldsagan Seiður og hélog eftir
Ólaf Jóhann Sigurðsson, og nefn-
ist hún Zauber und Irrlichter í
þýskri þýðingu Bruno Kress.
Seiður og hélog er annar hluti
sagnabálksins um Pál blaðamann
Jónsson, en fyrsti hluti hans er
Gangvirkið og sá síðasti Drekar
og smáfuglar. í bálkinum er sögð
saga um ungan mann utan af
landi, velviljaðan og auðtrúa,
sem kemur til Reykjavíkur við
upphaf seinni heimsstyrjaldar og
verður að horfast í augu við
grimman veruleik nýs tíma.
Hann er í senn einstaklingur og
táknmynd sinnar þjóðar. Þrí-
leikurinn um þessa miklu örlaga-
tíma í sögu íslands er höfuðverk-
ið í sagnalist Ólafs Jóhanns Sig-
urðssonar.
Gangvirkið kom út í þýskri
þýðingu Owe Gustavs hjá sama
forlagi árið 1982, og nefndist Das
Uhrwerk. Bruno Kress hefur lok-
ið við að þýða Dreka og smá-
fugla, og má búast við því að síð-
asti hluti Páls sögu komi út hjá
Aufbau ekki síðar en á næsta ári.
Hefur þá allur þessi stóri sagna-
bálkur (1184 síður á íslensku)
komið út í Þýskalandi. Geta má
þess að tveir fyrstu hlutar hans
hafa áður verið þýddir á rúss-
nesku og komu þeir út í Sovét-
ríkjunum árið 1984.
Þýska útgáfa Gangvirkisins var
gerð í 7500 eintökum og seldist
fljótlega upp. Seiður og hélogvar
prentuð í 8000 eintökum. Forlag-
ið Aufbau hefur áður gefið út
Litbrigði jarðarinnar og Bréfséra
Böðvars í þýskum þýðingum.
Síðast nefnda sagan er sjálfsagt
ein víðförlasta saga Ólafs
Jóhanns, því hún hefur þegar
komið út á 7 tungumálum.
Sími25566
Opið alla virka daga
kl. 14.00-18.30.
Einholt:
4ra herb. raðhús ( mjög góðu
ástandi. Laus fljótlega.
Hafnarstræti:
Verslunarhúsnæði ca. 190 fm. í
góðu ástandi.
Upplýsingar á skrifstofunni.
Tjarnarlundur:
3ja herb. íbúð á 3. hæð. Ástand
gott.
Steinahlíð:
Raðhús á tveimur hæðum með
bílskúr. Afhendast strax.
Fokheld. Teikningar á skrifstof-
unni.
Hrísalundur:
4ra herb. endaíbúð á 3. hæð ca. 90
fm. Genglð inn af svölum. Ástand
gott.
Hamarstígur:
5 herb. efri hæð ca. 130 fm. Hugs-
anlegt að taka 4ra herb. íbúð I
skiptum.
FASIDGNA& ffj
skipasalaSSI
NORÐURLANDS O
Amaro-húsinu 2. hæð
Sími 25566
Benedikt Ólafsson hdl.
Sölustjóri, Pétur Jósefsson, er á
skrifstofunni virka daga kl. 14-18.30.
Heimasími hans er 24485.