Dagur


Dagur - 03.05.1988, Qupperneq 2

Dagur - 03.05.1988, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 3. maí 1988 Vinningstölur 30. apríl 1988. Heildarvinningsupphæð kr. 4.678.052.- 1. vinningur kr. 2.341.650.- Skiptist á milli 3ja vinningshafa kr. 780.550.- 2. vinningur kr. 701.730.- Skiptist á milli 230 vinningshafa kr. 3.051.- 3. vinningur kr. 1.634.672.- Skiptist á milli 7046 vinningshafa sem fá 232 kr. hver. Ólafur Kristjánsson sjómaður: „Smánariaun sem þetta fólk hefur“ „Þetta hefur bókstaflega engin áhrif haft á mig. Ég er sjómað- ur og ég man ekki til þess að þetta hafi valdið mér vandræð- um síðan ég kom í land á laug- ardaginn.“ „Það eru smánarlaun sem þetta fólk hefur það hljóta allir að sjá. Að fólk skuli vera með innan við 40 þúsund króna mánaðar- i eftir að hafa unnið hjá sama Verkfall verslunar- og skrifstofufólks: sem ekki getur keypt sér mjólk og brauð.“ Verkfall verslunar- og skrifstofufólks hefur nú staðið í ellefu daga og ekki sér fyrir endann á því nema hjá hluta fólks. Blaðamenn Dags brugðu sér í bæinn ígær og ræddu við nokkra vegfarendur um áhrif verkfallsins og afstöðu til þess. Niðurstaðan er sú að áhrif verkfallsins séu lítil en fólk hafi fullan skilning á aðgerðunum. vinnuveitandanum í tíu ár tekur um en ekki vera að rífast við fólk bara engu tali. Verkföllin virðast vera eina leiðin til að ná þessu upp því annars væri farnar aðrar leiðir.“ - Þú hefur þá fulla samúð með þessu fólki sem er í verkfalli. „Já svo sannarlega og þegar farið er út í svona aðgerðir á ann- að borð þá þýðir ekkert annað en að sýna fulla hörku. Þessi sáttatillaga var felld hér með talsverðum mun, en fyrir sunnan held ég að allt önnur við- horf séu ríkjandi. Þar skilst mér að þetta fólk í VR sé mun meira yfirborgað en hér.“ ET Halla Gunnlaugsdóttir fóstra: „Það lifir enginn af lægri launum en 42 þúsundum“ „Þetta hefur eiginlcga engin áhrif á mig. Ég næ í allt sem ég þarf ennþá, en það gæti breyst. Ég hugsa að ég lifi alveg þó að verkfallið standi í tvær vikur enn.“ „Mér finnst þetta verkfall eiga fullan rétt á sér. Hvað varðar hörk- una sem víða er hlaupin í þetta þá held ég að það sé alveg sama hvaða félag er í verkfalli, það fari |alltaf út í harðar aðgerðir að ein- hverju leyti. Það er auðvitað leiðinlegt en hjá því verður ekki komist." - Á krafan um 42 þúsund króna lágmarkslaun rétt á sér? „Já, vel það. Það lifir enginn af lægri launum." - Heldurðu að verkfallið standi lengi enn? „Nei ég held að þetta leysist öðrum hvorum megin við helgina. Það eru svo margir farnir að semja. Eins og það er nú asnalegt að menn geti ekki staðið saman.“ - Hvaða áhrif hefur verkfallið haft á þig sjálfa? »Ég er kannski neyslugrönn, búin að venja mig á það, en þetta verkfall hefur ekki haft teljandi áhrif á mig. Þessir liðsmenn Þor- steins geta selt manni það sem mann vantar og þeir græða víst vel þessa dagana.“ - Heldurðu að þetta verði langt verkfall? „Mér sýnist á augunum í Þór- arni V. að svo verði. Þeir virðast spila vel saman hann og Þor- steinn Pálsson." ET Sigríður Jónasdóttir starfsstúlka á barnaheimili: „Maður fær allt sem maður þarf“ „Mér finnst þetta ekki koma mikið við mig. Maður fær eig- inlega allt sem þarf í þeim verslunum sem eru opnar. Á meðan maður getur skipt þús- undköllunum til að komast í 1 bensínsjálfsalana, þá er þetta í lagi.“ - Hvað finnst þér um verkföll almennt? „Þau virðast vera nauðsynleg ef fólk ætlar sér að fá mannsæm- andi laun. Og þó að þetta hafi ekki áhrif á mig þá hefur það sýnt sig með flugið t.d. að áhrifin eru einhver.“ - Finnst þér krafa um 42 þús- und króna lágmarkslaun sanngjörn? „Já það finnst mér. Ég treysti mér ekki til að lifa af minni laun- um.“ - Heldurðu að þetta verði langt verkfall? „Það virðist ætla að verða það fyrst þeir felldu þessa sáttatil- lögu. “ ET Sveinbirna Helgadóttir: „Hamstraði mikið fyrir verkfallið“ „Ég hamstraði mikið fyrir verkfallið en ég get ekki sagt að þetta hafí haft veruleg áhrif á mig. Ég átti að vísu ekki von á svona löngu verkfalli og er því aftur farin að hamstra.“ - Hvað er það sem þú hamstrar? „Núna tók ég bara það allra nauðsynlegasta en í fyrra skiptið var það hveiti, smjörlíki og fleira. Svo keypti maður bara meira í matinn og mikla mjólk. Tuttugu lítrarnir voru fljótir að fara enda er ég með fimm börn.“ - Hvað finnst þér annars um þetta verkfall? „Mér finnst það ósköp asnalegt að ekki sé bara hægt að semja við fólkið um þessi hlægilegu laun. Fólk lifir ekkert af minni launum núorðið. Þetta dugir rétt fyrir matnum." ET Þórhildur Svanbergsdóttir þroskaþjálfi: „Þeir spila vel saman Þórarinn og Þorsteinn" „Ég skil hreinlega ekki af hverju Þorsteinn Pálsson og aðrir ráðamenn eru svona vondir við verslunarfólk. Ég myndi gjarnan vilja bjóða Steina og öðrum þeim sem ekki skilja hvernig það er að lifa í þessu landi, vinnu með mér innan heilbrigðiskerfísins, nema þeir vilji afgreiða í verslun.“ „Ég hef alltaf verið á móti því að byggja allar þessar hallir þarna fyrir sunnan og ég held að þeir ættu að byrja á þeim endan- !__________________________________! Námskeið í framsögn, ræðumennsku og tjáskiptum verður haldið 7. og 8. maí á Akureyri. Leiðbeinendur eru Baldvin Halldórsson og Kristján Hall. Hámarksfjöldi 16 manns. Upplýsingar og þátttökutilkynningar í símum 23950 (Kolbrún) og 22881 (Úlfhildur). STAK auglýsir opnunartíma skrifstofu félagsins að Ráðhústorgi 3, II. hæð frá í. maí til 1. september 1988. Mánudaga ................. kl. 14.00-19.00. Þriðjudaga ............... kl. 14.00-17.00. Miðvikudaga .............. kl. 14.00-17.00. Formaður félagsins verður til viðtals á skrifstofunni mánudaga og miðvikudaga frá kl. 16.00-18.00. Sími skrifstofunnar er 25599. Stjórnin. Auglýsing um bann við notkun matarleifa til skepnufóðurs Vegna hættu á búfjársjúkdómum og samkvæmt lög- um nr. 28/1928, um varnir gegn því að gin- og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúkdómar berist til landsins, er hér með bannað að nota til skepnufóð- urs matarleifar sem aflað er utan heimilis. Þetta gildir þar til öðruvísi verður ákveðið. Landbúnaðarráðuneytið. 26. apríl 1988. Rætt við vegfarendur

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.