Dagur - 03.05.1988, Síða 4

Dagur - 03.05.1988, Síða 4
8 - ftUOAO - v 4-DAGUR-3. maí 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR, 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR, RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Að miðlunartillögu felldri Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í deilu versl- unarmanna og vinnuveitenda var felld um helg- ina, í öllum félögum nema á Hvammstanga og í Reykjavík, víðast hvar með miklum meirihluta atkvæða. Reyndar voru fleiri andsnúnir tillög- unni en meðmæltir í Reykjavík, en þar sem kjör- sókn náði ekki tilskildu lágmarki vógu atkvæði með og á móti tillögunni ekki jafnt og skoðast hún því samþykkt í V.R. Niðurstaðan í atkvæða- greiðslunni er talsvert áfall fyrir ríkissáttasemj- ara, enda var miðlunartillagan þrautalending af hans hálfu, neyðarúrræði, þegar aðrar leiðir höfðu verið reyndar til þrautar. Að miðlunartil- lögunni felldri virðist lausn kjaradeilunnar fjar- lægari en nokkru sinni fyrr. Á síðustu árum hafa kjaradeilur einungis þrisvar komist á það stig að ríkissáttasemjari hafi talið sig knúinn til að leggja fram miðlunar- tillögu sem þessa. 1982 og 1986 var slík miðlun- artillaga samþykkt en á síðasta ári felldu bæði vinnuveitendur og félagar í Sjómannafélagi Reykjavíkur miðlunartillögu ríkissáttasemjara en náðu síðan samningum rúmri viku síðar. Miðlunartillaga sáttasemjara hljóðar upp á 36.500 króna lágmarkslaun á mánuði, sem er lít- ið hærri tala en sú sem verslunarmenn höfðu áður fellt í tvígang. Árangurinn af sjö daga verk- falli verslunarmanna í Reykjavík og á Hvamms- tanga er því vægast sagt takmarkaður og mun það væntanlega taka þá langan tíma að vinna upp það tekjutap, sem þeir hafa orðið fyrir. Sú staða sem upp er komin er allsérstök. Verkfallinu hefur verið aflýst í Reykjavík og á Hvammstanga en annars staðar á landinu er það í fullu gildi. Áhrifa þess mun því væntan- lega gæta mun minna en áður. Þá virðist sam- staða verslunarmanna víða tekin að riðlast. Um 150 kaupmenn og eigendur þjónustufyrirtækja hafa þegar samið beint við verslunarmanna- félögin og gengið að kröfunni um 42 þúsund króna lágmarkslaun á mánuði. Þótt VSÍ og VMSS hafi lýst þá samninga ógilda og hyggi á refsiaðgerðir gegn hlutaðeigandi fyrirtækjum, er ljóst að þeir samningar auka enn á óánægju þess stóra hóps verslunarmanna, sem nú verður að sætta sig við 36.500 króna lágmarkslaun á mánuði. Sem fyrr segir er lausn deilunnar fjarlægari en fyrr, eftir atburði helgarinnar. Við blasir að verslunarfólk mun ekki hafa erindi sem erfiði í þessari vinnudeilu, þegar upp er staðið að lokum. Verkfallið hefur alls ekki skilað því þeirri kauphækkun sem að var stefnt í upphafi. BB. Aðalfundur Sölufélags Austur-Húnvetninga: Rekstrarhalli 2,2 milljónir - Ólafi Sverrissyni, fyrrum framkvæmdastjóra og stjórnarformanni félagsins veitt gullmerki SAH Aðalfundur Sölufélags Austur- Húnvetninga var haldinn á Hótel Blönduósi miðvikudag- inn 27. þ.m. Fundinn sátu 46 fulltrúar, en félagsmenn eru 502, hefur fækkað um 18 á milli ára. Fundarstjóri var Jón Bjarnason, bóndi í Ási í Vatnsdal. í ræðu Magnúsar Ólafssonar, formanns félagsins og skýrslu Árna Jóhannssonar, framkvæmdastjóra, kom fram að halli hafði orðið á rekstri félagsins, á árinu 1987, um 2,2 milljónir króna. Fastir starfs- menn SAH eru nú 42. í skýrslu framkvæmdastjóra kom fram að vaxandi rekstrar- og fjármögnunarvandi afurðastöðva, sérstaklega sláturhúsa þrengir hag þeirra verulega. í því sam- bandi nefndi hann uppsafnaðar birgðir kindakjöts, afkomubrest í rekstri sláturhúsa, breytingu á greiðslu vaxta- og geymslugjalds og vanefndir ríkisvaldsins á greiðslu útflutningsbóta. glœður Allvel tókst til um sölu kinda- kjöts á árinu, sem leiddi til minnkandi birgða. Þær voru í árslok 1987 rúm 9 þúsund tonn sem er rúmum 19 hundruð tonn- um minna en árið áður. í lok árs- ins hafði að mestu náðst jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar og mestallt nautgripakjöt sem kom- ið hefur á markað á undanförn- um mánuðum hefur farið á mark- að kælt. Framkvæmdastjórinn lagði áherslu á að áríðandi væri að koma í veg fyrir offramboð á kjötvörum, með tilheyrandi undirboðum. Sá söluskattur sem lagður var á allt kjöt um síðustu áramót hefur komið mjög illa niður á sölu hrossakjöts og hefur hún dregist mikið saman síðan. Alvarlegt misvægi er nú á milli samnings Stéttarsambands bænda og ríkisvaldsins um full- virðisrétt og fjármagns þess sem ríkið áætlar til fjármögnunar sölu. Hefur sá mismunur leitt til mikilla greiðslutafa útflutnings- bóta og frestunar á endurgreiðslu vaxta- og geymslukostnaðar til sláturleyfishafa. Nú er aðeins leyfður útflutn- ingur á 1800 tonnum af kinda- kjöti, sem er of lítið, að áliti slát- urleyfishafa og mun væntanlega leiða til vaxandi birgða kinda- kjöts á komandi hausti. Rekstur SAH er nú gerður upp með 2,2 millj. króna halla sem er alls óviðunandi, ekki síst ef tillit er tekið til þess að ekki voru reiknaðir vextir á eigið fé að upp- hæð 120,4 millj. króna. Óttast er að aðgerðir og aðgerðaleysi stjórnvalda muni koma enn harkalegar niður á sláturhúsun- um á yfirstandandi ári. Innlögð mjólk var rúmar 4 millj. lítra og þar var samdráttur á milli ára 4,9%. Meðalgrund- vallarverð hækkaði um 15,2% milli ára. Samlagið vantaði 15.493 þús. krónur til að ná grundvallarverði. Sú vöntun hef- ur aukist um 54% frá árinu áður. „En rnikill er samt munur manna úr hinum einstöku sýslum Norðurlands, og eru þeir sem þaðan koma, dæmdir í öðrum landshlutum eftir því, sem fram- koma þeirra er. Skagfirðingar eru taldir framhleypnir og digur- mæltir, Eyfirðingar kyrrlátir og siðugir, en Húnvetningar séu bil beggja eða mitt á milli þeirra. Um Þingeyinga er ekkert sagt,. af því að þeir ferðast lítið til annarra héraða, en mest er talað um Skagfirðinga, af því að þeir eru mest á ferðinni til Suður- og Vesturlands, því að bæði hafa þeir fleiri hesta en aðrir, og hall- ærin hafa dunið mest á þeim. í slíkar ferðir eru einkum sendir þeir menn, sem skjótastir eru í förum. Eru það oft ungir menn, andvaralausir og óskammfeilnir, svo að þeir lenda oft í illdeilum við menn þá, er þeir skipta við, og einkum þegar þeir eru ölvaðir, og hrokast þeir upp af þessum löstum, þetta hefir einkum gefið efni til hins illa orðróms um Skagfirðinga. Því verður ekki neitað, að margir þessara ferða- langa eru hneigðir til drykkjar og lasta þeirra og óreiðu, sem sigla í kjölfar drykkjuskaparins. Og lokaorð þeirra um Norð- lendinga eru þessi: „Húnvetningar líkjast Skag- firðingum í sumu, en Vestfirðing- um að nokkru leyti. Eyfirðingar líkjast Borgfirðingum í hugar- fari, búskap og háttum. Þeir eru mjög kyrrlátir menn að eðlisfari og gætnir, starfsamir, sparneytn- ir, en umgengnisgóðir bæði sín á milli og gagnvart ókunnugum. Nábúar þeirra í Þingeyjarsýslu líkjast þeim, en þeir, sem búa nyrst og austast, líkjast helst þeim, sem búa á norðanverðum Vestfjörðum." Og þar með höfum við það. Sauðárkróki á sumardaginn fyrsta. Af Norðlendingum Það er ekkert nýtt að fólk í ein- stökum landshlutum eða sýslum sé dregið í dilka, þar sem reynt er að draga fram séreinkenni þess jafnt að útliti sem innra manni. Þetta þykja reyndar ekki merki- leg vísindi af fræðimönnum en slíkt láta menn yfirleitt ekki á sig fá, enda oft á tíðum skemmtilegt krydd í gráan hversdagsleikann. I vetur hefur verið óvenjumikil umræða og vangaveltur um þetta mál. Ekki er að efa, að hin vin- sæla spurningakeppni Sjónvarps- ins: Hvað heldurðu, er þar meg- inuppsprettan, enda er hún kjör- in til að kynda undir slíkt. í þessu tilefni er ekki úr vegi að rifja upp, svona til gamans, hvaða augum Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson litu Norðlendinga er þeir ferðuðust um þennan landshluta um miðbik 18. aldar. Verður hér einkum fjallað um hugleiðingar þeirra um hugarfar Norðlendinga, en um það segja þeir m.a.: „Að hugarfari eru Norðlend- ingar ef til vill dálítið ólíkir inn- byrðis. Fjórðungurinn er svo víð- lendur og íbúar hverrar sýslu að ýmsu leyti með sérstökum ein- kennum og hættir þeirra ólíkir. Á íslandi er það venja að segja, að hugsunarháttur allra Norðlend- inga sé hinn sami, eins og raunar er sagt um íbúa hvers hinna fjórðunganna um sig, og liggur sá orðrómur á þeim, en einkum þó Skagfirðingum, og þeir séu hneigðari til ferðalaga og alls konar prangs, einkum hesta- prangs, en að vinna heima að búum sínum, ennfremur að þeir séu rígmontnir, drykkfelldir, áflogagjarnir, óorðheldnir og svikulir í viðskiptum og fleira þess háttar. En allir skyni bornir menn hljóta að viðurkenna, að það er hin versta ósanngirni að dæma svo alla Norðlendinga eða Skagfirðinga sérstaklega, því að enginn fær því móti mælt að í Skagafirði er fjöldi heiðvirðra bænda og annarra manna, sem eiga skilinn fullkomlega andstæð- an vitnisburð þeim, sem hér var skýrt. . . . Skoðun okkar á Norð- lendingum og einkum Skagfirð- ingum er þessi: í fornöld voru þeir djarfir menn, sem unnu mjög frelsi sínu og vernduðu það dyggilega. Þeir höfðu og traust í því að hafa biskup og að nokkru leyti lögsögn út af fyrir sig. Pví að Íiað hefir alls staðar farið svo á slandi, að þar sem vinsælir og ríkir höfðingjar hafa komist til valda, hafa þeir haft mikið traust í helstu héröðum landsins, og undirmenn þeirra hafa stært sig af þeim og því verið digurmæltir og ófeilnir gagnvart öðrum.“ Þeir geta þess síðan í fram- haldinu að nú sé þetta mjög breytt, vegna þeirra þrauta, sem lagðar hafi verið á Norðlendinga sem og aðra landsmenn og stafi einkum af hungursneyðum, far- sóttum og annarri óáran, Um einstaka sýslur segja þeir síðan:

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.