Dagur - 03.05.1988, Side 5
3. maí 1988 - DAGUR - 5
Frá aðalfundi Sölufélags Austur-Húnvetninga.
Mynd: FH
Forsvarsmenn mjólkursamlags-
ins hugleiða þann möguleika að
fara inn á framleiðslu arðbærari
afurða e.t.v. ráðast með þær inn
á markaðinn á Stór-Reykja-
víkursvæðinu.
Innvegið kjöt af sauðfé var 695
tonn, af nautgripum 127 tonn og
af hrossum 84 tonn. Innvegin ull
var 71 tonn. Samdráttur varð um
53 tonn í kindakjöti. Samdrátttur
varð einnig nokkur í stórgripa-
kjöti, en ullarinnlegg jókst
nokkuð.
Slátrun gekk vel á sl. hausti en
launakostnaður jókst verulega
með tilkomu bónuskerfis en
menn voru þó flestir sammála um
að það kerfi hefði leitt til vand-
aðri vinnubragða. Ljóst er að
áætlaður slátur- og heildsölu-
kostnaður nægir ekki lengur til
rekstrar sláturhúsanna.
Umsetning í kjötvinnslu varð
61 millj. króna, sem er aukning
um 127%. Þrátt fyrir svo mikla
aukningu var reksturinn erfiður
og var talin ástæða til að taka
hann til endurskoðunar á þessu
ári.
Rekstur hótelsins gekk vel.
Endurbætur voru gerðar á húsinu
fyrir 6,5 millj. Heildarvelta varð
23,6 millj., aukning á milli ára
27,8%. Þar er þörf á frekari
endurbótum þó að gæta þurfi
varúðar og sníða stakk eftir
vexti.
Þótt blikur væru á lofti, var
hugur í fundarmönnum og greini-
legt að þeir voru reiðubúnir til að
berjast til þrautar fyrir tilveru
SAH. Fram kom á fundinum að
fimmmannanefndin virðist taka
sínar ákvarðanir, án tillits til
fenginna upplýsinga frá afurða-
sölufélögunum, sem nú virðast
öll eiga undir högg að sækja.
Fram kom á fundinum að
afkoma bænda hafði almennt
verið þokkaleg á sl. ári þó að
nokkrir bændur séu illa settir.
Þetta vekur nokkra athygli þar
sem samdráttur í landbúnaði hef-
ur verið gífurlegur á síðustu
árum, ekki síst hjá sauðfjárbænd-
um og samdrátturinn hefur kom-
ið mjög illa við afurðasölufélögin.
Eftir að fundi lauk, var full-
trúum og gestum boðið til kvöld-
verðar á Hótel Blönduósi, ásamt
mökum, í tilefni af 80 ára afmæli
SAH. Heiðursgestir þar voru
Ólafur Sverrisson, fyrrum fram-
kvæmdastjóri SAH og kona hans
Anna Ingadóttir. Ólafi var veitt
gullmerki SAH fyrir vel unnin
störf í þágu félagsins. Ólafur var
formaður og framkvæmdastjóri
SAH um 10 ára skeið, frá árinu
1958 til 1968. Hann er fyrsti mað-
urinn sem SAH veitir þessa
viðurkenningu. fh
Bílstjórar Akureyri
Tjarnargerði, sumarbústaður bílstjóra verður leigður
í sumar frá 16. júní. Skriflegar umsóknir berist á
BSO fyrir 15. maí. Launþegar, á skrifstofu Einingar..
Pool - Pool — Pool
Fyrsta opna Pool mótið á Akureyri verður haldið
í Gilinu, knattborðsstofu, laugardaginn 7. maí kl.
10.00 f.h.
Vertu með, góð verðlaun.
Við veitum allar upplýsingar og tökum á móti skráningum.
Ath! Akureyrarmót í Pool verdur haldið laugard.
21. maí.
Nánar augiýst síðar.
^ 11 |JT\ knattborðsstofa
Vjl LIH/ símj 21877.
Laus staða
við verkfræðideild Háskóla íslands.
Staða kerfis- og rafeindafræðings við verkfræðideild Háskóla
(slands er laus til umsóknar.
Starfið er einkum fólgið í því að hafa yfirumsjón með tækjum
og tölvum deildarinnar og sjá um þjónustu fyrir deildina í raf-
eindamálum. Æskileg menntun er tæknifræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um námsferil og störf
umsækjanda, skulu sendar til skrifstofu deildarinnar að
Hjarðarhaga 6, 107 Reykjavík, fyrir 25. maí 1988.
Nánari upplýsingar veitir Valdimar K. Jónsson, deildarforseti,
í síma 694653.
Menntamálaráðuneytið.
25. apríl 1988.
m. ■ " . ■.
• j *
Já, Kjörbókareigendur góðir, nú er komið að því. Þeir sem átt
hafa innstæðu, eða hluta hennar, óhreyfða í 16 mánuði fá
reiknaða fyrstu þrepahækkunina nú um mánaðamótin:
1,4% viðbótarvextir reiknast á innstæðuna 16 mánuði
aftur í tímann, samtals 70 milljónir króna. Á hverjum
degi héðan í frá bætast svo fleiri og fleiri
Kjörbókareigendur við, sem ná 16 mánaða þrepinu.
Átta mánuðum síðar hefst á sama hátt, útreikningur
á afturvirka 24 mánaða vaxtaþrepinu.
Kjörbókin ber háa vexti auk verðtryggingar-
ákvæðis, verðlaunar þá sérstaklega sem eiga
lengi inni, en er engu að síður algjörlega
óbundin.
Landsbanki
Islands
Banki allra landsmanna