Dagur - 03.05.1988, Page 11
3. maí 1988 - DAGUR - 11
Haraldur Ólafsson var nokkuð frá sínu besta á Evrópumeistaramótinu í lyft-
ingum um helgina.
Evrópumótið í lyftingum:
Haraldur nokkuð
frá sínu besta
Haraldur Ólafsson lyftinga-
maður frá Akureyri keppti um
helgina á Evrópumeistaramót-
inu í ólympískum lyftingum í
Cardiff í Wales. Haraldur var
nokkuð frá sínu besta að þessu
sinni en hann hafði nýverið
sett þrjú glæsileg íslandsmet í
82,5 kg flokki á Islandsmótinu
sem fram fór á Akureyri.
„Ég átti ekki von á því að gera
stóra hluti þarna úti,“ sagði
Haraldur í samtali við blaðamann
Knattspyrna:
KA vann
Val í
Reykjavík
KA sigraði Val 3:1 í æfíngaleik
í knattspyrnu í Reykjavík á
sunnudaginn. Ágúst Sigurðs-
son, Valgeir Barðason og Örn
Viðar Arnarson skoruðu mörk
KA en Sigurjón Kristjánsson
svaraði fyrir Valsmenn. Mark
Arnar var sérlega glæsilegt,
þrumuskot af um 30 m færi í
bláhornið.
Jón Kristjánsson íslandsmeist-
ari með Val í handbolta, lék við
hlið Erlings bróður síns í þessum
leik og stóð sig mjög vel. Jón
hyggst leika með KA í sumar og
hann kemur örugglega til með að
styrkja vörn liðsins mikið.
Á meðan KA lagði Val að velli
í Reykjavík, lék 1. flokkur félags-
ins æfingaleik við Tindastól á
Sauðárkróki og lauk þeirri viður-
eign með sigri Tindastóls, 6:2.
Dags, við komuna til Akureyrar í
gær. „Ég var nýbúinn að gera
ágæta hluti á íslandsmótinu og
það var hreinlega of stutt á milli
þessara móta til þess að ég gæti
gert einhverjar rósir. Ég náði
mér þó ágætlega á strik í jafn-
hendingunni og varð í 14. sæti af
23 keppendum. Ég klikkaði hins
vegar algjörlega í snöruninni en
þar varð ég í 18. sæti, enda 13 kg
frá mínum besta árangri í þeirri
grein.
„Þetta var engu að síður nokk-
uð gott mót og á því voru m.a.
sett ein 5 heimsmet,“ sagði
Haraldur ennfremur.
Haraldur hefur þegar náð
alþjóðlega ólympíulágmarkinu í
sínum þyngdarflokki en hann
vantar enn 7 kg upp á að ná
íslenska ólympíulágmarkinu.
Enska knattspyrnan:
Millwall í fyrsta
sinn í 1. deild
- Portsmouth falliö - Chelsea þarf
að sigra Charlton í síðasta leik
í gær var leikin næstsíðasta
umferðin í ensku knattspyrn-
unni. Portsmouth varð þriðja
og síðasta liðið til að falla úr 1.
deild, en sæti þeirra tók Mill-
wall sem aldrei fyrr hefur leik-
ið í 1. deild.
Portsmouth tapaði á heima-
velli gegn Newcastle, Kevin Scott
skoraði snemma í leiknum fyrir
Newcastle og þegar Tony Loh-
man bætti öðru marki við
snemma í þeim síðari var öll nótt
úti fyrir liðið. Mike Quinn skor-
aði þó fyrir liðið, en þrátt fyrir
þunga pressu í lokin náði liðið
ekki að jafna og 2. deildar sæti
því staðreynd. Nú stendur því
baráttan um fjórða neðsta sætið
sem þýðir úrslitakeppni. Það
ræðst á laugardaginn í leik Chels-
ea og Charlton og nægir þá Charl-
ton jafntefli til að sleppa úr hætt-
unni.
Charlton gerði jafntefli á
heimavelli gegn Tottenham,
Steve Hodge skoraði fyrir Tott-
enham á 17. mín., en þrem mín.
síðar jafnaði Mark Reed úr víti
fyrir Charlton. West Ham bjarg-
aði sér með 4:1 sigri heima gegn
Chelsea, Leroy Rosenoir skoraði
tvö mörk fyrir West Ham í fyrri
hálfleik, en var síðan rekinn út af
á 66. mín. fyrir að lemja á -Steve
Clarke. Paul Hilton gerði þriðja
mark West Ham, Colin West lag-
aði stöðuna, en á síðustu mín.
leiksins gerði Tony Cottee fjórða
mak liðsins. David Smith jafnaði
fyrir Coventry gegn Arsenal eftir
að Brian Marwood hafði skorað
úr víti fyrir Arsenal og Man.
Utd. tryggði sér annað sætið með
sigri á Oxford. Gífurleg fagnað-
arlæti áhangenda Millwall eftir
sigurinn gegn Hull City sem færir
liðinu sæti í 1. deild og sigurlaun-
in í 2. deild. Mark Kevin O’Call-
aghan úr vítaspyrnu á 12. mín."
dugði til sigurs.
Um hitt örugga sætið er enn
barist, þar stendur nú Middles-
brough best eftir 3:0 sigur á úti-
velli gegn Barnsley. Bernie Slav-
en skoraði tvö og Stuart Ripley
eitt og nú þarf liðið aðeins að
sigra Leicester heima á laugar-
daginn til að fara upp. Aston
Villa sigraði Bradford á heima-
velli 1:0 með marki David Platt á
23. mín. og bæði liðin örugg um
sæti í úrslitakeppninni að
minnsta kosti. Það verður síðan
annað hvort Blackburn eða
Crystal Palace sem einnig kemst
þangað, en bæði liðin töpuðu f
gær. Blackburn heima gegn
Reading 1:2, og Crystal Palace
tapaði á útivelli gegn Leeds Utd.
0:1.
Wolves tryggði sér sigurinn í 4.
deild í gær og Lincoln sem féll úr
deildakeppninni í fyrra vann í
gær sæti sitt til baka og leikur í 4.
deild næsta vetur. Þ.L.A.
Knatt-
spyrnu
úrslit
í gær var leikin næstsíðasta
umferðin í 1. og 2. deild ensku
knattspyrnunnar og urðu úrslit
leikjanna þessi:
1. deild
Arsenal-Coventry 1:1
Charlton-Tottenham 1:1
Derby-Everton 0:0
Liverpool-Southampton 1:1
Luton-Watford 2:1
Oxford-Man.United 0:2
Portsmouth-Newcastle 1:2
West Ham-Chelsea 4:1
2. deild
Aston Villa-Bradford 1:0
Barnsley-Middlesbro 0:3
Blackburn-Reading 1:2
Bournemouth-Swindon 2:0
Hull-Millwall 0:1
Ipswich-Birmingham 1:0
Leeds-C.Palace 1:0
Man.City-W.B.A. 4:2
Plymouth-Oldham 1:0
Stoke-Shrewsbury 1:1
Handbolti:
Sigur og tap
í Japan
Islenska handboltalandsliðið
er nú á keppnisferð í Japan,
þar sem liðið leikur fjóra
Knattspyrna:
KS vann KA og Þór
Knattspyrnulið KS frá Siglu-
fírði kom í heimsókn til Akur-
eyrar um helgina og lék gegn
liðum KA og Þórs. KS-ingar
gerðu sér lítið fyrir og lögðu
bæði Akureyrarliðin að velli.
KS og KA léku á Sanavellinum
á föstudagskvöld og sigruðu gest-
irnir 2:0. Hafþór Kolbeinsson
skoraði fyrra markið og var það
nokkuð slysalegt og verður að
skrifast á Hauk Bragason mark-
vörð KA. En það var síðan Bald-
ur Benónýsson sem gulltryggði
sigur KS-inga er hann bætti við
öðru marki.
Á laugardag mættust síðan Þór
Colin Thacker kemur ekki til KS i sumar
Coiin Thacker kemur ekki
Englendingurinn Colin Thacker
og KS á sama stað og enn fóru
Siglfirðingar með sigur af hólmi.
Úrslitin urðu 3:1 og skoruðu þeir
Þorleifur Elíasson og Baldur
Benónýsson mörkin. Baldur
skoraði tvö mörk, bæði beint úr
: aukaspyrnum en Einar Arason
lagaði stöðuna fyrir Þórsara.
KS hefur aðeins leikið þrjá
leiki í undirbúningi sínum fyrir 2.
deildina sem hefst innan
skamms. Auk leikjanna við KA
og Þór, lék liðið gegn Hvöt á
Blönduósi fyrir rúmri viku. KS
vann þann leik 2:0 og skoruðu
þeir Baldur Benónýsson og Þor-
leifur Elíasson mörkin.
kemur ekki til með að leika með
KS í 2. deildinni í sumar eins og
til stóð. Colin sem er geysilega
sterkur leikmaður lék síðast með
liðinu árið 1986 og stóð sig þá
mjög vel.
Þrátt fyrir að Colin komi ekki,
eru tveir aðrir enskir leikmenn á
leið til félagsins eins og komið
hefur fram í Degi. Þetta eru þeir
Steve Rutter og Paul Fraier en
hann var m.a. atvinnumaður með
Leicester fyrir nokkrum árum.
Von er á þeim félögum á næst-
unni.
landsleiki við heimamenn.
Tveimur þeirra er lokið og
hafa liðin unnið sinn leikinn
hvort.
Á laugardag sigruðu íslending-
ar með 24 mörkum gegn 23 í æsi-
spennandi leik. Það var Atli
Hilmarsson sem skoraði sigur-
markið 5 sekúndum fyrir leiks-
lok. Júlíus Jónasson var atkvæða-
mestur íslendinganna og skoraði
9 mörk en Atli Hilmarsson skor-
aði 7 mörk.
Liðin léku síðan að nýju í
gærmorgun og þá höfðu Japanir
betur. í hálfleik voru þeir komnir
með 4 marka forystu, 11:7.
íslendingar náðu að minnka
muninn í eitt mark, 19:20
skömmu fyrir leikslok en misstu
síðan tvo leikmenn út af í 2 mín.
Japanir nýttu sér liðsmuninn vel,
skoruðu tvö síðustu mörkin og
sigruðu 22:19.
Atli Hilmarsson skoraði flest
mörk íslendinga eða 7 og Júlíus
Jónasson skoraði 4.
Liðin eiga eftir að mætast tví-
vegis enn. Þriðji leikurinn fer
fram á morgun en sá fjórði á
fimmtudaginn.
Stærsti bókamarkaður á Akureyrí
Markaðurinn er í mjög rúmgóðu húsnæði að Glerárgötu 36 (þar sem áður var Byggingavörudeild
KEA). Nýir titlar bætast við daglega. Fjöldi góðra bóka á 100 krónur og minna. Sími: 27699.
Norðlendingar! Missið ekki af þessu einstæða tækifæri
til að eignast góðar bækur á
6 daqar