Dagur - 03.05.1988, Side 12

Dagur - 03.05.1988, Side 12
Akureyri, þriðjudagur 3. maí 1988 Kodak ' Express Gæöaframköllun Tryggðu filmunni þinni ^ það besta! cPediomyndir Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. Akureyrarbær: „Pakkinn hefði kostað yfir 100 milljónir“ „Bærinn hefði í sjálfu sér ráð á að kaupa húsið en ekki á að halda verkinu áfram, því þá hefði komið að því strax á eftir að innrétta neðstu hæð bæjar- skrifstofuhússins,“ sagði Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akur- eyri, en tæknimenn á vegum bæjarins könnuðu nýlega aust- asta verksmiðjuhús Gefjunar Húsavík: Hafnarfram- kvæmdir að hefjast - 23 tonna vélgrafa keypt I síðustu viku var samþykkt samhljóða á fundi Bæjarstjórnar Húsavíkur að kaupa 23 tonna, vestur-þýska vélgröfu af gerðinni Liebherr A-922, árg. ’88 til notk- unar við hafnarframkvæmdirnar. Kaupverð gröfunnar eru tæpar átta milljónir króna og verður hún keypt á kaupleigukjörum. Mánaðarlegar afborganir í fimm ár verða tæplega 170 þúsund. IM með tilliti til þess að breyta húsinu í slökkvistöð. Eins og greint var frá hér í blaðinu fyrir nokkru þá bauðst Akureyrarbæ hluti verksmiðju- húsnæðis Álafoss hf. á Akureyri til kaups, en í þessu húsnæði fór áður fram hluti bandframleiðslu Iðnaðardeildar SÍS. Bandfram- leiðslan fer nú alfarið fram í verksmiðjum Álafoss hf. í 'Mos- fellsbæ, og nýtist húsnæðið því ekki að fullu. Þó var vitað um að Álafossmenn gætu nýtt sér þetta húsnæði sem vörulager, að sögn Aðalsteins Helgasonar, aðstoð- arforstjóra. „Kaupin á þessu húsi hefðu aðeins verið hluti af stærri pakka, en pakkinn í heild hefði kostað okkur yfir hundrað milljónir," sagði Sigfús, en innrétting á neðstu hæð Geislagötu 9 kostar mikið fé, auk þess sem dýrt er að innrétta heila slökkvistöð í umræddu iðnaðarhúsnæði. Sigfús sagði að aldrei hefði komið til greina að kaupa hús Stefnis við Óseyri undir slökkvi- stöð, en menn á vegum Akureyr- arbæjar hefðu auga með ýmsum fasteignum í bænum með tilliti til þess hvort það hentaði að kaupa þær í þágu bæjarins að öðru leyti. EHB Jóhann Sigurjónsson tekur við fyrsta bindi Æviskráa MA-stúdenta úr hendi Knúts Óskarssonar formanns ritstjórn- ar. Gunnlaugur Haraldsson ritstjóri horfir á. Mynd: GB 1. bindi Æviskráa MA-stúdenta komið út: Stúdentar 73 stóðu við fyrirheit sín Hækkun bifreiðatrygginga: Innheimta iðgjalda gengur verr „Það er ástæða til að hvetja fólk til að ganga frá bifreiða- tryggingum sínum því færri eru búnir að ganga frá en oft áður, miðað við árstíma og annað,“ sagði Ólafur Stefánsson hjá Almennum tryggingum hf. á Akureyri. Eins og kunnugt er hækkuðu iðgjöld bifreiðatrygg- inga á dögunum, og virðist hækkunin a.m.k. að hluta koma fram í greiðslutregðu eða að fólk semur um að greiða tryggingaiðgjöld með greiðslukjörum. „Fólk fær meira lánað í þessu og dreifir greiðslunum. Vanskil við félagið hafa ekki aukist, en menn tala mikið um iðgjöldin, því er ekki að neita. Þegar þessi mál hafa verið útskýrð þá gera allir í sínum málum, hvernig sem þeir fara að því. Meira er um að menn fái lánað, bæði á víxlum á Vísa-samningum, sem komnir eru núna, og þá dreifist þetta á 4-5 mánuði,“ sagði Ólafur Stefáns- son. „Staðreyndin er sú að undan- farin tvö ár hefur verið þyngra fyrir fæti. Iðgjöld hafa komið seinna, og í einstökum tilvikum hefur Bifreiðaeftirlitið verið farið að ýta við mönnum vegna skoðunar, en þá hefur verið sam- ið um greiðslur," sagði Sigurður Harðarson hjá Brunabótafélagi íslands, þegar hann var spurður um greiðslur tryggingaiðgjalda bifreiða. EHB Akureyrarbær greiðir háar upphæðir á ári hverju í sölu- skatt af vélavinnu. Á síðasta ári greiddi bærinn þannig rúm- lega 6,7 milljónir króna af slíkri vinnu, þar af voru 437 þús. kr. greiddar í söluskatt vegna snjómoksturs, sam- kvæmt upplýsingum frá Val- garði Baldvinssyni, bæjarrit- ara. Valgarður sagði, að á sínum tíma hefði verið sett í fjárlög að heimilt væri að endurgreiða bæjarfélögum söluskatt af véla- vinnu vegna snjómoksturs, en í síðustu fjárlögum var þessi heimild felld niður. Akureyring- „Það er hygginna manna hátt- ur að reyna að sjá fyrir enda- lok og umfang þeirra verka sem þeir taka að sér. Ef við hefðum gert þetta þá hefði þessi útgáfa aldrei orðið að veruleika,“ sagði Knútur Ósk- arsson þegar hann ásamt Gunnlaugi Haraldssyni afhenti Jóhanni Sigurjónssyni, skóla- meistara Menntaskólans á Akureyri, fyrsta eintakið af fyrsta bindi Æviskráa MA- stúdenta sem kemur út á morgun. Það eru stúdentar I973 sem Akureyrarbær: ar eiga því varla von á að 437 þúsund krónurnar fáist endur- greiddar frá ríkissjóði. Valgarð- ur taldi eðlilegt að reikna svipaða vélavinnu á sambærilegum töxtum, þegar unnið væri á veg- um opinberra aðila, t.d. bæjarins og Vegagerðar ríkisins. Vélavinna á vegum bæjarfélaga er fyrst og fremst í þágu bæjar- félaganna sjálfra, en einstaka sinnum skiptist framkvæmda- kostnaður að hluta milli ríkis og bæjar, t.d. vegna skólabygginga. í síðarnefnda tilvikinu skiptist kostnaður vegna greidds sölu- skatts af vélavinnu hlutfallslega milli ríkis og bæjarfélags, eftir standa að útgáfu þessa mikla verks, sem alls verður fimm bindi. Þegar hópurinn fagnaði 10 ára stúdentsafmæli 1983 færði hann skólanum öskju í bókarlíki, sem hafði að geyma gamlan lykil að skólahúsinu. Þessi gjöf var táknrænt fyrirheit þess sem koma skyldi og nú er orðið að veru- leika. Æviskráin mun ná yfir tímabil- ið 1927-1973, en á þessum tíma hefur Menntaskólinn brautskráð um 2550 stúdenta. Margir úr eldri árgöngunum eru látnir og talsverður fjöldi býr erlendis þannig að öflun upplýsinga hefur eðli verksins og reglum um kostnaðarskiptingu verkefna. Einstaka sinnum vinna vélar bæjarfélaga, t.d. Akureyrarbæj- ar, fyrir félagasamtök í bænum, íþróttafélögin o.fl. Stefán Stefánsson, bæjarverk- fræðingur, sagði vélataxta Akur- eyrarbæjar sambærilegan við það sem gerðist um gjaldskrá Vega- gerðar ríkisins þegar um snjó- mokstur væri að ræða. Á það bæri að líta að ekki væri neinn ákveðinn vinnuvélataxti í gildi, og í flestum tilvikum væri taxti Akureyrarbæjar lægri en sá taxti sem einstaklingar tækju fyrir vinnuvélar í einkaeign. EHB Greiddi 6,7 milljónir í söluskatt af vélavinnu í mörgum tilfellum verið vanda- söm. „Við öflun upplýsinga heyrði ég varla nokkra óánægjurödd og það hvatti mig vissulega til þess að halda þessu verki áfrarn," sagði Gunnlaugur við afhending- una, en hann ritstýrði verkinu. Jóhann Sigurjónsson skóla- meistari sagði þegar hann veitti bókinni viðtöku að þetta væri enn eitt dæmið um þann hlýhug sem gamlir nemendur Mennta- skólans á Akureyri bera til skólans. ET Gunnlaugur Guðmundsson: „Enginn neyddur til neins“ „Þetta er hin mesta firra. Hér hefur enginn verið neyddur til neins, en menn hafa hins vegar komið hingað til okkar og beðið um að fá að skrifa undir samning,“ sagði Gunn- laugur Guðmundsson, vara- formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri. Gunnlaugur mótmælti harð- lega ummælum Birkis Skarp- héðinssonar, formanns Kaup- mannafélags Akureyrar, í blað- inu í gær þar sem hann segir að Félag verslunar- og skrifstofu- fólks hafi gengið með offorsi á milli verslana og allt að því þvingað menn til að skrifa undir samning. Gunnlaugur vildi ítreka það að enginn hefði verið neyddur til að skrifa undir samning held- ur hefðu menn af fúsum og frjálsum vilja beðið um að fá að skrifa undir samninginn. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.