Dagur - 29.06.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 29.06.1988, Blaðsíða 5
júní; 1988 ^OAGUR -*5 Haukur Halldórsson. eru ár frá ári að auka kornrækt og það viljum við mjög gjarnan styðja. Ég tel að þar séu mögu- leikar á stórfelldri kornrækt og mér finnst rétt að bændur nýti sér þessa möguleika og snúi sér í auknum mæli að kornræktinni. Þetta er dæmi um einn jákvæðan þátt í þessum efnum.“ Bændur eru að læra á fullvirðisréttinn Haukur segir að á undanförnum árum hafi sauðfjárbændum ekki fækkað en hins vegar hafi ærgild- um á hvern framleiðanda fækkað á mörgum svæðum sem bendir til þess að sauðfjárbændur séu á þessum svæðum í auknum mæli að taka upp aukabúgreinar. „Hins vegar er annað upp á ten- ingnum í mjólkurframleiðslunni. Þar fækkar framleiðendum jafnt og þétt en þeir sem eftir eru stækka heldur en hitt,“ segir Haukur. - Þær raddir hafa einmitt heyrst hjá mjólkurframleiðend- um að þeir hafi ekki möguleika á að stækka bú sín og hendur þeirra séu mjög bundnar. Er þetta þá að breytast? „Auðvitað er mikið af mönn- um tekið þegar þarf að hefta athafnaþrána. Hins vegar tel ég að menn séu að læra inn á sinn fullvirðisrétt og læra að búa við hann. Menn hafa ákveðinn full- virðisrétt og reyna að framleiða upp í hann á sem hagkvæmastan hátt. Til þess að ná þessu mark- miði geta verið margar leiðir. Hafi bændur mikla ræktun þá geta þeir framleitt með minni nyt eftir hvern grip og meira af inn- lendu fóðri. Aðrir geta haft minni húsakost og verða að fara þá leið að ná sem mestum afurð- um eftir hvern grip. Þetta kerfi gefur ákveðna sveigju og við telj- um okkur hafa séð í gegnum bú- reikninga á undanförnum árum að bændur hafa töluvert náð að aðlaga sig þessu. Aðföng eru verulega spöruð og það held ég að eigi stóran þátt í að mjólkur- framleiðendum hefur tekist að halda sínum tekjum.“ - Á þeim tíma sem liðinn er af búvörusamningunum þá hefur ekki tekist að ná fram aukningu í nýbúgreinum til að mæta sam- drætti í mjólkur- og kjötfram- leiðslu. Eru merki um breytingar á þessari þróun? „Jú, það er alvarlegt hve ilia hefur tekist að byggja upp nýjar búgreinar samfara samdrætti í hefðbundnum búgreinum. En á það má benda að fiskeldi er í mikilli uppbyggingu og við verð- um varir við að bændur t.d. í Kelduhverfi og Ölfusi eru farnir að standa sameiginlega að stærri fiskeldisstöðvum og hafa vinnu þar. Á þessum stöðum er hægt að sjá að slíkar stöðvar liafa bjargað atvinnulífinu." Loðdýradæmið er ekki búið „Ég tel að loðdýradæmið sé eng- an veginn búið. Menn eru að tak- ast á við þann vanda núna sem átti að gera í upphafi þ.e. að koma fóðurstöðvum á rekstrar- grundvöll. Allt byggist á því. Danmörk hefur alltaf verið okkar aðal samkeppnisland vegna þess að þeir hafa mesta arðsemi í þessari grein og að mínu mati þarf fóðurverð hjá okkur að vera a.m.k. 20% lægra en þar vegna þess að húsin eru dýrari hérlend- is. Ef við náum því markmiði þá á loðdýraræktin að geta gengið hér á landi. Það átak sem verið er að gera núna varðandi endur- skipulagningu á fóðurstöðvum er grundvallaratriði og ég er síður en svo búinn að gefa upp alla von hvað þessa búgrein varðar. Samhliða endurskipulagningu fóðurstöðvanna þarf að breikka undirstöðuna í loðdýraræktinni og gerá bændum kleift að skipta yfir í mink og síðan þurfa að að koma til einhverjar viðbótar- greiðslur til refabænda nú í sum- ar til þess að bændur grípi ekki til þess ráðs að fella hvolpana." - Hvar á að fá fjármagn til þess? „Stjórn Stéttarsambandsins hefur ályktað að loðdýraræktinni beri að fá uppsafnaðan söluskatt þriggja síðustu ára af aðföngum í loðdýrarækt frá ríkinu. Fáist þetta fjármagn ekki þá verði Framleiðnisjóður á annan hátt að tryggja að bændur grípi ekki til þess ráðs að drepa refahvolp- ana." Ekki nóg að hafa hugsjón - Einn bóndi sagði í Viðtali við ríkisútvarpið fyrir skömmu að ungt fólk þurfi bæði verulegt fjármagn og mikla hugsjón til að hefja búskap í dag. Ér svona mikið átak að hefja búskap í dag? „Ég held að út af fyrir sig nægi ekki að hafa hugsjón en hins veg- ar hefur það mikið aö segja að menn vilji vinna við landbúnað og að landbúnaður veiti þær aðstæður að menn séu tilbúnir til að una þeim. Hins vegar verður að segjast að söluverð jarða í betri sveitum er rétt fyrir góðri íbúð í þéttbýlinu. Sú vaxtastefna sem rekin er í þjóðfélaginu í dag torveldar mjög yfirtöku jarða og bein stofnlán til jarðakaupa eru lág þannig að ég get tekið undir það að erfitt er að taka við jörðum. En jarðir virðast seljast samt sem áður og alltaf eru ein- hverjir tilbúnir til að takast á við búskap þótt þeir séu færri í dag en áður sem sjá þetta í einhverjum ljóma." Jákvætt viðhorf almennings - Hvernig finnst þér viðhorf til landbúnaðar vera í dag? „Mér finnst viðhorf almenn- ings vera jákvætt gagnvart land- búnaði og flestir skilja að verið er að takast á við óumflýjanlega og nauðsynlega hluti þ.e. aðlögun landbúnaðar að innanlandsþörf- um. Maður heyrir oft raddir um að nú sé að miklu leyti búið að ná tökum á mjólkurframleiðslunni en það eru líka á lofti raddir sem að mínu mati eru mjög óbilgjarn- ar, æsifréttamennska um fjár- magn til landbúnaðarins. Mér finnst beinlínis að ákveðnir aðilar séu að reyna að draga athygli að einhverju sem sé að í landbúnað- inum til að beina athyglinni frá eigin vandamálum. Þarna á ég við fjármála- og viðskiptaráð- herra. Gott dæmi um þetta var nýverið þegar ríkisbankarnir keyptu gjaldeyri í stórum stíl og framkölluðu gengisfellingu. Ég álít að meðal annarra þjóða hefði bankamálaráðherra sagt af sér en í staðinn er reynt að beina athygli fólks að einhverju öðru eins og að rangtúlka það sem verið er að gera í landbúnaðinum, tala um sukk og svínarí.“ - Ein lokaspurning. Hvar finnst þér landbúnaðurinn á ís- landi standa í dag? „Ég tel að landbúnaðurinn sé að takast á við mjög erfitt mál sem er endurskipulagningin. Vandamálið er mest í sauðfjár- ræktinni og eftir mikinn halla- rekstur í eggjum, kjúklingum og eggjum standa margir bændur mjög illa tekjulega í þeim grein- um. En við erum að takast á við þessi vandamál og vinna okkur markvisst leið út úr þeim.“ JÓH Falllilífarstökk Námskeið í fallhlífarstökki hefst nk. mánudag á Akureyri. Kennd verður hraðþjálfun í frjálsu falli. Einnig verður boðið upp á farþegastökk. Nánari upplýsingar gefur Sigurður Baldursson í síma 24464 á kvöldin. Fallhlífarklúbbur Akureyrar. Laus staða Lektorsstaða í gervitannagerð við tannlækningadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 26. júlí n.k. Menntamálaráðuneytið, 24. júní 1988. Sumarferð Iðju 1988 Hin árlega orlofsferð verður farin um Norð- austurland 25.-29. júlí. Brottför verður frá Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, mánudaginn 25. júlí kl. 9.00 árdegis. Gist verður á Hótel Norðurljósi á Raufarhöfn og farnar dagsferðir um nágrennið. Verð til félagsmanna með öllu kr. 9.000,- Þátttaka tilkynnist skrifstofu Iðju fyrir 1. júlí. (Símar 23621 og 26621.) Ferðanefnd. Ertu að fara í fríið? Ferðatöskurnar færðu hjá okkur. Þú kaupir 3 í setti og borgar fyrir 2! Eða eftir vali þá 1.200 kr. pr. stk. Sendum í póstkröfu ef óskað er. Hrossaræktendur á starfssvæði Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þingeyinga. Héraðssýning kynbótahrossa verður haldin á Húsa- vík sunnudaginn 7. ágúst 1988. Skráningu á haustsýninguna skal vera lokið fyrir mánudaginn 25. júlí. Skráningarcyðuhlöð liggja franimi á skrifstofu Búnaðarsambands Eyjafjarðar og hjá Stefáni Skaftasyni ráðunaut í Straumnesi. Vandlega útfylltum skráningareyðuhlöðum ásamt með 600 kr. skoðunargjaldi skal skilað fyrir umget- inn tíma (25. júlí) til Stefáns Skaftasonar í Straum- nesi, til Kristins Hugasonar á skrifstofu B.S.E. eða heima í Klettagerði 2, Akureyri. Búnaðarsamböndin á svæðinu. Hrossaræktarsamböndin á svæðinu. Hrossaræktarsamband Eyfírðinga og Þingeyinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.