Dagur - 29.06.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 29.06.1988, Blaðsíða 8
e - suoaci - saer muj .es 8 - DAGUR - 29. júní 1988 bœndur & búfé Hestaklúbbar - Mikill áhugi á íslenska hestinum erlendis Víöa um lönd hefur íslenski hest- urinn áunnið sér sess sem vinur, félagi og tómstundagaman. í hverju landinu á fætur öðru rísa upp klúbbar seni eigendur íslenskra hesta standa að. Hestar af íslensku kyni eru látnir heita íslenskum nöfnum þó svo aö þeir séu fæddir á erlendri grund. Blöndun við önnur hestakyn er bönnuð, þó svo að tilraun hafi verið gerð meö það. Hestaklúbb- arnir eins <.)g íslensku hestarnir bera íslensk nöfn þó svo að stundum virðist vera lítill skiln- ingur á merkingu nafnanna sem notuð eru. Mikill áhugi er innan þessara klúbba að halda nám- skeiö og hvernig megi njóta hestsins sem best. Töluvert hefur verið leitaö til íslendinga á þessu sviði og er það vel. Víða gætti mikils misskilnings um meðferð hestanna t.d. á Norðurlöndum vegna lítillar uppfræðslu. l-olk hélt að þetta væri skepna scm lít- ið fóður þyrfti og mætti helst ekki koma í hús. Sem betur fer er þessu að Ijúka meö aukinni fræðslu urn hestana. Hestamót og keppnir víöa um lönd Hestaklúbbarnir halda hestamót og keppnir lyrir sm;i l'elaga og síðan milli klúbba. Landskeppni er haldin í hverju landi þar sem Islandshestaeigendui eru starl'- andi, ár hvert og annað hvert ár er Evrópumeistaramót, nú heimsmeistaramót. Eigendur íslcnska hcstsins hafa stofnað meö scr alþjóðasamtök FEIF. sem voru i upphafi bundin Evr- ópu en hafa nú fært út kvíarnar. Þær keppnisgreinar sem keppt er í á Evrópu- og Norðurlandamót- um eru: Tölt. 4 gangtegundir, 5 gangtegundir, hlýðni, víða- vangshlaup. 25(1 m skeið og gæð- ingaskeið. Einnig hafa verið sýnd og dæmd kynbótahross á Evr- þjóð og heimilt verður að senda 20 hesta til keppni frá hverju landi. Þeir sem veljast til keppni þurfa að hafa ákveðinn punkta- fjölda á yfirstandandi keppnis- límabili og er lágmarksskilyröi fyrir fjórgang 45, fimmgang 50, tölt 77, gæðingaskeið 75 og 250 m skeiö 25 sek. í auglýsingabækl- ingi um NM ’88 er íslenska hest- inum nokkuð lýst og sagt að áhugi á honum í Svíþjóð fari mjög vaxandi. Að sögn Kolbrúnar Kristjáns- dirttur æskulýösfulltrúa Lands- sambands hestamanna verða haldin hestamót fyrir ungt fólk bæði í Svíþjóð og Þýskalandi í sumar. í Svíþjóð verða norrænar unglingabúðir dagana 25.-29. júlí þar sem 40 ungmennum frá Norðurlöndum gefst kostur á aö sækja bókleg og verkleg nám- skeiö í hestamennsku. Þátttak- endur verða á aldrinum 15-20 ára og með hverjum hóp verðureinn lullorðinn fyrirliði. Þá verður far- ið til Þýskaíands 30. júlí og kom- ið aftur 8. ágúst. Þangað fer tólf manna hópur á aldrinum 12-16 ára og veröur Kolbrún fyrirliði hópsins. Þarna verður fólk frá 11 Evrópuþjóöum svo og Banda- ríkjunum og Kanada. Allir koma með sína hesta sjálfir nema Islendmgarmr og er því mikil- vægt að þeir sem veljast til farar- innar séu vel færir um að geta far- ið með ókunnuga hesta. Mjög margt er á dagskrá á mótum þess- um og fara hóparnir héðan með vídeóspólu til kynningar á land- inu og hestinum. Hestasýning í Pennsylvaníu I Bandaríkjunum hefur starfsemi íslandshestafélagsins mjög aukist og einnig hafa verið hirtar grein- ar um hestinn í sex hestatímarit- um þar vestra sem hafa um eina milljón lesenda og því góð aug- lýsing. Eigendum ísienskra hesta var boðið að taka þátt í stærstu Efnilegur gripur. Stóðhesturinn Háleggur frá Ási í Skagafirði. Knapi Hjör- dís Sverrisdóttir. utanhússýningu á hrossum þar í landi „Devon Horse Show" í Pennsylvaníu. Á sýningunni komu hestarnir fram tvisvar sinnum daglega. Um 750.000 manns sóttu sýninguna. Þess má einnig geta að tímarit- iö uin íslenska hestinn „Ieeland Horse International" er selt til 25 landa í 6 heimsálfum og má nefna lönd eins og Ástralíu, íran, Níg- eríu og Vestur-Indíur. ópumótum en Islendingar hafa nú ákveðið að hætta slíku þar sem samkeppnisgrundvöllurinn er ekki sá sami því ekki hafa þeir hag af því að flytja sín bestu kyn- bótahross úr landi og geta ekki snúið heim með þau aftur vegna innflutningsbanns á húsdýrum vegna sjúkdómahættu. Dýrí að fá sér hest Eftirspurn eftir hestum héðan er nokkur, bæði koma útlendingar hingaö lil lands til að versla og síðan hafa nokkrir íslendingar búsettir erlendis séð um að kynna og litvega hesta héðan. svo og tekiö að sér þjálfun og leiösögn sem er í raun nauðsynleg til þess að fólk nái sem bestum árangri með sinn hest sem þaö kaupir oft án þess að vita mikið um liæfi- leika hans og hvernig má 'nýta þá. Með auknum árangri verður fólkið ánægðara og smitar þaö út fni sér til kunningja. sem síðan fá jafnvel að fara á bak og enda með því að fá sér einn slikan. Islenski hesturinn er dýr er- lendis miöað við aöra fjölskyldu- hcsta. Sé hesturinn keyptur hér á landi og kosti til dæmis kr. KMI.OOO þá kostar hann kominn út kr. I80.(M)0 þvt við bætast ýms- ir skattar og flutningskostnaður. Mikið um að vera í sumar Dagana 4.-7. ágúst verður Norðurlandamótið í hestaíþrótt- um haldið við Vargarda í Sví- Umsjón: Atli Vigfússon Oft fara íslendingar utan og taka þátt í mótum íslandshestaeigenda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.