Dagur - 29.06.1988, Side 13

Dagur - 29.06.1988, Side 13
Nýi sjúkrabílinn á Húsavík vígður að viðstöddum bílstjórum, stjórnarmönnum Rauða kross deildarinnar, lækni og sr. Birni H. Jónssyni. Húsavík: Nýr sjúkrabm vígður - mjög vel búinn tækjum Rauða kross deildin á Húsavík hefur eignast nýjan sjúkrabíl af gerðinni Ford Econolinc. Bíll- inn var keyptur fullbúinn til landsins og kostaði um 2,3 milljónir króna. Hægt er að flytja tvo sjúklinga samtímis í bílnum og er hann mjög vel búinn tækjum, þ.á m. tækjum til meðhöndlunar hjartasjúkl- inga í neyðartilfellum. Á fimmtudagskvöld vígði sr. Björn H. Jónsson bílinn í nýju, rúmgóðu húsnæði fyrir sjúkrabíl- ana. Viðstaddir athöfnina voru sjúkrabílstjórarnir, sem cru sex að tölu, stjórnarmenn Rauða kross deildarinnar og Guðmund- ur Óskarsson, yfirlæknir heilsu- gæslustöðvarinnar. Þetta cr sjö- undi bíllinn sem sr. Björn vígir fyrir deildina, hann vígði fyrsta bílinn sem deildin eignaðist 1965, og hafa allir bílarnir komist leiða sinna áfallalaust. Sérverkefnasjóður RKI fjár- magnar kaupin á bílnum að ein- um fjórða hluta, deildin seldi eldri bíl og rann andvirði hans til kaupa á nýja bílnum. Framlög hafa borist frá sveitarfélögum á svæðinu og einstaklingum. Á kosningadaginn var framlögum safnað við kjörstað á Húsavík og söfnuðust þá rúmlega 100 þúsund krónur. Þess má geta að kona sem býr í Hvammi. dvalarheimili aldraðra sendi 1000 króna fram- lag til söfnunarinnar um leið og hún kaus utankjörstaðar. Her- mann Jóhannsson, formaður Rauða kross deildarinnar bað Dag að koma á framfæri kæru þakklæti til bæjarbúa fyrir stuðn- inginn. 1M HÆKKUN Á SJÓMANNAAFSIÆTFI FRÁ 1. JÚLÍ1988 Sjómannaafsláttur hœkkar hinn l.júlí 1988 úr408kr. á dag í444 kr. á dag. Um meðferð sjómannaafsláttarskal bentá að hafatil hliðsjónar reglugerð um persónuafslátt og sjómannaafslátt nr. 79/1988, sem send hefur verið til allra launagreiðenda. RSK RIWSSKÁTTSUÓRI 86HI 'óú[ ÆS - HUOACl - S t 29. júní 1988 - DAGUR - 13 Bremsuborðar Verð frá kr. 14J68S Vönduð vara=aukið öryggi Véladeild KEA Óseyri • 21400 & 22997

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.