Dagur - 29.06.1988, Síða 19
29. júní 1988 - DAGUR - 19
íslandsmótið í knattspyrnu SL-deild:
Hörkuleikir á Húsa-
vík og Akureyri
- Völsungur og Víkingur leika á Húsavík
en KA og ÍA á Akureyri - Leiftur mætir Fram í Reykjavík
Þrjú af fjórum norðanliðunum
sem Ieika í 1. deildinni í knatt-
spyrnu verða í eldlínunni í
kvöld en þá hefst 8. umferð
með þremur leikjum. Umferð-
inni lýkur síðan annað kvöld
með tveimur leikjum. I kvöld
leika Völsungur og Víkingur á
Húsavík, KA og IA á Akur-
eyrarvelli og Fram og Leiftur á
Laugardalsvelli. Allir hefjast
leikirnir kl. 20. A sama tíma
annað kvöld leika síðan ÍBK
og Þór í Keflavík og KR og
Valur á KR-vellinum.
KA-ÍA
KA sem byrjaði keppni í deild-
inni mjög vel hefur eitthvað verið
að fatast flugið að undanförnu og
liðið aðeins fengið eitt stig úr síð-
ustu fjórum leikjum. í kvöld fær
liðið ÍA í heimsókn til Akureyrar
og má búast við hörku viðureign.
Skagamenn sitja um þessar
mundir í öðru sæti deildarinnar
og virðast ætla að blanda sér af
alvöru í slaginn um íslandsmeist-
aratitilinn. KA er um miðja deild
en ætli liðið að halda sér áfram í
efri kanti deildarinnar, kemur
ekkert annað en sigur til greina í
kvöld.
Völsungur-Víkingur
Völsungur situr sem fyrr á botni
deildarinnar og liðið hefur aðeins
hlotið eitt stig. 1 kvöld fær liðið
Valgeir Barðason og félagar hans í KA mæta Skagamönnum í kvöld og verð-
ur fróðlegt að fylgjast með Valgeiri gegn sínum gömlu félögum. Mynd: tlv
Staðan
1. deild
Úrslit leikja í 7. umferð 1.
deildar íslandsmótsins í knatt-
spyrnu urðu þessi:
Valur-ÍBK 3:1
Þór-Víkingur 2:1
Leiftur-KA 2:1
Fram-Völsungur 2:0
ÍA-KR 2:0
Staðan í deildinni er þessi:
Fram 7 6-1-0 15: 2 19
ÍA 7 4-3-0 11:3 15
KR 7 4-1-2 12: 9 13
Valur 7 3-2-2 10: 6 11
KA 7 3-1-3 7:10 10
Leiftur 7 1-4-2 6: 7 7
Þór 7 1-4-2 7: 9 7
ÍBK 7 1-3-3 9:12 6
Víkingur 7 1-2-4 5:13 5
Völsungur 7 0-1-6 3:14 1
Markahæstir:
Guðmundur Steinss. Fram 7
Pétur Ormslev Frain 4
Aðalsteinn Víglundsson ÍA 3
Björn Rafnsson KR 3
Gunnar Jónsson í A 3
Pétur Pétursson KR 3
Steinar Ingimundars. Leiftri 3
Sæbjörn Guðmundsson KR 3
Tryggvi Gunnarsson Val 3
Frjálsar íþróttir:
Akiireyrar-
mótið
Akureyrarmótið í frjálsum
íþróttum í flokkum 16 ára og
yngri verður haldið á Akureyr-
arvclli laugardaginn 16. júlí og
hefst keppni kl. 13.
Keppt verður í fjórum flokk-
um pilta og stúlkna, 10 ára og
yngri, 11-12 ára, 13-14 ára og 15-
16 ára. Skráning og nánari upp-
lýsingar eru í síma 26655 og á
æfingum.
Æfingar á vegum Ungmenna-
félags Akureyrar eru byrjaðar af
fullum krafti og fara fram á
Akureyrarvelli. Æft er í tveimur
flokkum, 10 ára og yngri og 11
ára og eldri. í flokki 10 ára og
yngri eru æfingar á þriðjudögum
frá kl. 16.00-17.30 og á sama
tíma á fimmtudögum. I flokki 11
ára og eldri eru æfingar á þriðju-
dögum og fimmtudögum frá kl.
17.30-19.00.
Víking í heimsókn en Víkingur
er í næst neðsta sætinu og virðist
ekki hafa burði til þess að blanda
sér í toppbaráttuna eins og ntarg-
ir spáðu í upphafi. Staða Völs-
ungs er vissulega slæm en alls
ekki vonlaus og ætli liðið að
halda sæti sínu í deildinni, þarf
það að fara að vinna sigra. Völs-
uhgur er með marga snjalla
knattspyrnumenn í sínum röðum
og hefur alla burði til þess að
standa sig í sumar.
Fram-Leiftur
Leiftur vánn sinn fyrsta sigur í 1.
deild á sunnudag, er liðið lagði
KA að velli í Olafsfirði. Áður
haföi liðiö gert fjögur jafntefli
heima en tapað tvívegis úti. í
kvöld leikur liðið sinn þriðja úti-
leik og nú gegn Fram á Laugar-
dalsvelli. Framarar eru í miklu
stuði um þessar mundir og fátt
virðist geta stöðvaö þá í barátt-
unni um íslandsmeistaratitilinn.
Liðið hcfur aðeins gert eitt jafn-
tefli en unnið aðra leiki sína og er
í efsta sæti deildarinnar. Leiftur
er sýnd veiði en ekki gefin og á
góöum degi getur liöið vclgt
toppliðinu all hressilega undir
uggum.
Siguröur Hulldórsson er hættur
með Völsungsliðið.
Arnar Guðlaugsson hefur sest
við stjórnvölinn hjá Völsungi.
Knattspyrna:
Sigurður hættir
með Völsung
- Arnar Guðlaugsson
tekur við liðinu
Sigurði Halldórssyni þjálfara
1. dcildarliðs Völsungs í
knattspyrnu hefur verið sagt
upp störfum. Við þjálfun liðs-
ins tekur Arnar Guðlaugsson
og hóf hann störf strax í gær
og stýrir liöinu í fyrsta skipti í
kvöld er Völsungur fær Vík-
ing í heimsókn.
„Fað var nauösynlegt að gera
áherslubreytingar og ekki stst
þar sem liðið hefur aðeins feng-
ið I stig af 21 mögulegu. Þaö er
ekki hægt aö segja aö sökin sé
alfarið þjálfarans en hann verð-
ur þó að teljast ábyrgur." sagði
lngólfur Freysson formaöur
knattspyrnudeildar VÖjsungs í
samtali við biaðiö í gær.
Arnar Guölaugsson hinn nýi
þjálfari Völsungs er betur
þekktur sem handknattleiks-
maöur en hann þótti einnig lið-
tækur knattspyrnumaður og lék
með Fram á sínum tíma. Arnar
þjálfaði lið Völsungs t 3. deild-
inni í handbolta í vetur og nú
hefur hann sem sé tekið viö
knattspyrnuliðinu.
Akureyri:
Twin Otter mót í
fallhlífarstökki
stokkið fram á nótt á föstudag, laugardag og sunnudag
Twin Otter mót í fallhlífar-
stökki verður haldið á Akur-
eyri um helgina. Stokkið verð-
ur frá föstudegi til sunnudags
og lenda fallhlífarstökkvararn-
ir á lendingarsvæöi Fallhlífar-
Siguröur Bjarklind verður að öllum líkindum meðal þátttakenda á Twin Ott-
er mótinu um helgina. Mynd: kga
klúbbs Akureyrar við Hamra-
borgir norðan við Kjarnaskóg.
Þarna verða samankomnir
flestir ef ekki allir fallhlífarstökkv-
arar landsins, jafnt þeir bestu
sem og þeir sem eru styttra
komnir í íþróttinni. Twin Otter
flugvél frá Flugfélagi Norður-
lands rnun sjá um að koma
stökkvurnum upp í 12-15.000
feta hæð í hvcrt sinn og veröur
stokkið alla dagana og fram á
nótt.
Seinni partinn á laugardag ætla
stökkvarar síðan að reyna að
setja nýtt íslandsmet í stærð
stjörnu. Stærsta stjarnan sem
mynduð hefur verið hér á landi,
er 15 manna og var gerö á slíku
móti í fyrra en að þessu sinni á að
reyna við 20 manna stjörnu. Það
getur því oröiö fróðlegt að fylgj-
ast með stökkvurunum á mótinu
urn helgina.
Einnig er meiningin að bjóöa
uppá farþegastökk og því geta
þeir sem áhuga hafa á því að
kynnast þessari íþrótt fengið að
stökkva með kunnum og reynslu-
miklum stökkvurum. Fallhlífar-
stökk á vaxandi fylgja að fagna
víða um heim og er m.a. unnið
að því að gera þetta að ólympíu-
íþrótt. En eitt aðalnúmerið á
opnunarhátíðinni á ólympíu-
leikunum í Seoul í haust er ein-
mitt fallhlífarstökk.