Dagur - 06.07.1988, Blaðsíða 2
2-DAGUR-6. júlí 1988
Akureyri:
223 sólskins-
stundir í júní
Júnímánuður á Akureyri var
sá fjórdi sólríkasti frá aldamót-
um. Sólskinsstundir voru
hvorki fleiri né færri en 223 á
móti 72 í Reykjavík. Meðalhit-
inn var 11,3 stig og úrkoma var
ekki nema 12 millimetrar.
Hvassviðri setti hins vegar svip
sinn á nýliðinn sólarmánuð.
Meðalhitinn á Akureyri var 2,4
stigum hærri en í meðalári og
aðeins fjórir júnímánuðir á öld-
inni hafa verið hlýrri. Árið 1909
var meðalhitinn 12,0 stig, árið
1925 var hann 11,9 stig. Hlýjast
var í júní 1933 en þá var hitinn
12,6 stig. Árið 1953 var meðalhiti
í júní 11,7 stig. Nýliðinn júní-
mánuður er því sá hlýjasti frá
1953.
Sólskinsstundir júnímánaðar í
ár voru 223 og er hann sá fjórði
sólríkasti frá árinu 1927 er fyrst
var farið að mæla sólarstundirn-
Úrkoma var fremur lítil, eða
12 millimetrar sem er tveir
fimmtu af meðalúrkomu. Fyrst
og fremst eigum við þessum
hlýindum að þakka suðvestlæg-
um og suðlægum áttum sem léku
aðalhlutverkið í veðurfari júní-
mánaðar. Pessar geðþekku áttir
fyrir okkur norðanmenn færðu
íbúum á suðvesturhorninu aftur á
móti hálfgert leiðindaveður, rign-
ingu og kulda. Sólarstundir í
Reykjavík voru ekki nema 72 og
vantaði 102 sólarstundir til að ná
meðatalinu, en aldrei hefur verið
jafn sólarlítið í Reykjavík frá því
mælingar hófust þar árið 1923.
Meðalhiti í Reykjavík var 8,2
stig, á Hveravöllum var meðalhiti
í júní 5,4 stig, sem er hálfu stigi
hærra en í meðalári og á Höfn í
Hornafirði var meðalhitinn 9,2
stig sem líka er hálfu stigi hærra
en í meðalári. mþþ
Hundurinn og litli drengurinn undu sér hið besta saman í góða veðrinu eins og myndin ber með sér. Mynd: gb
ar. Árið 1938 voru 228 sólskins-
stundir, 247 árið 1970 og 257 ári
síðar, eða 1971 og hafa sólskins-
stundir í júní aldrei verið fleiri
hér.
Byggðasafnið
á Grenjaðarstað:
30 ára afinæli
á laugardag
Laugardaginn 9. júlí nk. verða
liðin 30 ár frá opnun Byggða-
safns Þingeyinga í gamla torf-
bænum á Grenjaðarstað.
Guðsþjónusta verður haldin í
Grenjaðarstaðarkirkju kl. 14.00
á laugardag, þar predikar sr.
Halldór Gunnarsson í Holti en
langafi hans var sr. Benedikt
Kristjánsson, prófastur sem
byggði Grenjaðarstaðarbæinn.
Eftir guðsþjónustu verður
gestum boðið að skoða byggða-
safnið. Afmælisdagskrá með
tónlist og töluðu máli hefst í
kirkjunni kl. 16.00. Dagskránni
stýrir Finnur Kristjánsson og að
henni lokinni verða þjóðlegar
kaffiveitingar á borð bornar.
Allir eru hjartanlega velkomn-
ir að Grenjaðarstað til að taka
þátt í afmælishátíðarhöldunum.
IM
Dalvík:
Nýtt æfingasvæði
tekið í notkun
Ungmennafélag Svarfdæla
mun taka nýtt æfingasvæði í
notkun á Dalvík um miðjan
mánuðinn. Svæðið var þöku-
lagt í fyrrahaust og nú er verið
að leggja síðustu hendur á
verkið áður en það verður til-
búið.
Jón Helgi Þórarinsson sóknar-
prestur, formaður íþróttavallar-
nefndar ungmennafélagsins, seg-
ir að verið sé að klára kanta
umhverfis svæðið og þekja áhorf-
endastæði. Æfingasvæðið sem nú
verður tekið í notkun er ætlað til
knattspyrnuiðkunar og er það
hlut af stærra svæði, þar sem gert
er ráð fyrir knattspyrnuvelli
ásamt hlaupabraut og aðstöðu
fyrir frjálsar íþróttir í framtíð-
inni. kjó
Fyrir utan smiðju Mógils stóðu
þrjú sumarhús þegar við áttum
leið framhjá fyrir skömmu.
Kristján sagði tvö þeirra seld og
fer annað í Mjóafjörðinn og hitt í
Fnjóskadal. Flest húsanna fara í
Þingeyjarsýslu, en bæði t' landi
Laxamýrar og Núpa í Aðaldal
hafa risið upp sumarbústaða-
hverfi og hafa þeir Mógilsmenn
milligöngu varðandi samninga
milli landeigenda og kaupenda
sumarbústaðanna. Sumarbústað-
ir á þessum slóðum eru bæði í
eigu einstaklinga og félagasam-
taka.
Kristján sagði sumarbústaðina
vera af ýmsum stærðum og
gerðum. Bæði er hægt að fá
RafVeita Sauðárkróks:
Gjaldskrá hækkaði um 7%
- fundur með iðnaðarráðherra um raforkulínuna Varmahlíð- Sauðárkrókur
Sumarbústaóir frá Mógili, tveir þeirra bíða þess að flytjast brott. Annar fer
í Mjóafjörðinn og hinn í Fnjóskadal. Mynd: inþþ
Á fundi Veitustjórnar Sauðár-
króks fyrir skömmu var ákveð-
ið að hækka gjaldskrá Raf-
veitu Sauðárkróks um 7% frá
og með 1. júlí sl. Ástæður fyrir
þessari hækkun er m.a. 8%
hækkunin hjá Landsvirkjun á
gjaldskrá sinni.
„Það er ljóst að hækkunin
hefði orðið minni hefðum við
ekki haft þennan millilið, sem er
RARIK, á línuspottanum milli
Varmahlíðar og Króksins. Sumar
veitur bíða með að hækka
gjaldskrá sína til 1. ágúst, en við
hækkum strax því við getum ekk-
ert annað," sagði Höröur Ingi-
marsson formaður veitustjórnar.
Eins og fram kom í frétt í Degi
fyrir skömmu eru uppi hugmynd-
ir um að Rafveita Sauðárkróks
komi sér upp eigin raforkulínu
milli Varmahlíðar og Sauöár-
króks í stað þeirrar byggðalínu
hjá RARIK sem hingað til hefur
veriö notuð. Hún er injög dýr og
greiðir rafveitan 5-6 milljónir
umfram aðrar veitur á ári til
RARIK. Ástæðan fyrir þessu er
aö RARIK rekur línuna með
heildsöluálagningu og álagi.
„Málið snýst um það að við
getum byggt okkar eigin línu og
hún borgar sig upp á fáurn árum,
miðandi viö óbreytt raforkuverö.
Hins vegar er það ekki þjóðhags-
lega hagkvæmt því að það sern
við viljum er að Landsvirkjun
borgi flutningskostnað á þessari
línu, Varmahlíð - Sauðárkrókur,
það er skynsamlegra. Til að lag-
færa það, að menn búi við sama
raforkuverð eins og í Reykjavík
og á Akureyri og víðar í heildsölu-
verðskaupunum, þá þarf ekki að
breyta gjaldskrá Landsvlrkjun-
ar nema um0,7%, að okkar áliti.
Þetta þýðir það að fiskvinnslan
og ýmis þjónustufyrirtæki þurfa
að kaupa rafmagnið miklu dýrara
heldur en þau væru staðsett á
hinum stöðunum, þannig að(
þetta er algjört samkeppnisatr-
iði,“ sagði Hörður Ingimarsson.
Friðrik Sophusson iðnaðarráð-
herra og aðstoðarmaður hans,
Guðrún Zoéga, ásamt Pálma
Jónssyni alþingismanni áttu fund
með veitustjórn sl. fimmtudag
þar sem málefni rafveitunnar
voru m.a. rædd. Þar voru gerðar
kröfur um afdráttarlaus svör frá
iðnaðarráðuneytinu við hug-
myndum rafveitunnar um raf-
orkulínuna, ekki seinna en á
haustdögum, en viðræður og
bréfaskriftir hafa átt sér stað um
langan tíma vegna þessa máls.-bjb
„Smíðiim eingöngu
sumarbústaði núna“
- Kristján smiður Kjartansson hjá Mógili
hefur smíðað á milli 30 og 40 sumarbústaði
„Þetta byrjaði þannig að við
voruni að reyna að bjarga okk-
ur sjálflr með atvinnu og fór-
um út í þessa smíði. Fyrst
reyndar með öðru, en núna
smíðum við sumarbústaði ein-
göngu,“ sagði Kristján Kjart-
ansson smiður, en hann ásamt
föður sínum rekur Trésmiðj-
una Mógil sf. á Svalbarðs-
strönd. Það eru 12-13 ár síðan
Kristján hóf smíði sumarbú-
staða og hefur á þeim tíma
smíðað á milli 30 og 40 bústaði
sem eru víðs vegar um landið.
stöðluð hús, en ef pantað er fyrir-
fram er hægt að fá húsin með sér-
óskum kaupanda. Húsin kosta
frá 800 þúsund krónum upp í 2,5
milljónir og er þá miðað við full-
búin hús komin á þann stað er
þau eiga að vera. Stærstu bú-
staðirnir eru rúmlega 40 fermetr-
ar að gólffleti og með 12 fermetra
svefnlofti. Slíkir sumarbústaðir
hafa verið keyptir sem einbýlis-
hús og sagði Kristján að húsin
væru af svipaðri stærð og lítil
blokkaríbúð. Húsin hafi reynst
vel sem íbúðarhús yfir allt árið.
Samkeppni er nokkur á þess-
um markaði, en einkum á milli
innlendra aðila. Kristján sagði
innfluttu húsin yfirleitt ekki reyn-
ast eins vel og þau sem gerð eru
heima, þar sem þau væri ekki sér-
hönnuð fyrir íslenskar aðstæður.
„Petta gengur ágætlega, við erum
þrír sem við smíðina vinnum.
Við smíðum svona þrjú hús á ári
og þau renna yfirleitt út,“ sagði
hann. mþþ
DAGUR
Húsavík
S 9641585
Norðlenskt dagblað