Dagur - 06.07.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 06.07.1988, Blaðsíða 16
ALLIR MEÐ í SUMARLEIK Akureyri, miðvikudagur 6. júlí 1988 KOda k ^Pediomyndir Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. Úlafsfjörður: „Enginn kennara- skortur“ „Nei, hér er enginn kennara- skortur. Við höfum fullskipað kennaralið fyrir næsta vetur og reyndar hefur í seinni tíð geng- ið vel að fá kennara að skólun- um,“ segir Helga Eðvaldsdótt- ir, formaður skólanefndar Olafsfjarðar í samtali við blað- ið. Kennsla í framhaldsdeild við Grunnskóla Ólafsfjarðar verður nú tekin upp að nýju en hún hef- ur legið niðri um nokkurra ára skeið. Bætt verður við tveimur kennarastöðum vegna tilkomu framhaldsdeildarinnar og hefur þegar verið ráðið í þær báðar. Að öðru leyti eru sömu kennarar við skólana og síðasta vetur. Á fundi skólanefndar fyrir skömmu var m.a. rætt um nemendafjölda í grunn- og barnaskólanum. Þar kom fram að framundan eru „mögur“ ár hvað þetta varðar því árgangar eru mjög litlir. Þegar flestir nemendur voru í skólunum voru allt upp í 30 börn í bekk en nú eru rúmlega helmingi færri í minnstu árgöngunum. „Árgang- arnir eru mjög misjafnir að stærð núna en eftir nokkur ár fer að rætast úr þessu aftur og árgang- arnir stækka á ný,“ segir Helga. JÓH Eyðibýlið Brattahlíð í Svartárdal, A.-Húnavatnssýslu. Mynd: EHB Sameining hreppanna innan Akureyrar: „Aðallega tilfinningamál sem strandar á“ - segir Birgir Þórðarson oddviti Öngulsstaðahrepps Nokkuð hefur verið rætt um sameiningu hreppa undanfarið og þá aðallega vegna þeirra laga sem sett voru um að hreppar skyldu ekki hafa færri Stéttarsamband bænda: Aðalfundur á Akureyri Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1988 verður haldinn á Akureyri í haust. Fundurinn hefst miðvikudaginn 31. ágúst og honum lýkur laugardaginn 3. september. Fundað verður á Hótel Fddu. Stjórn Stéttarsambandsins hef- ur ákveðið að umfjöllun um stöðu sauðfjárræktarinnar og stefnumótun í málefnum hennar verði eitt aðalmál fundarins. Þessi mál voru einnig til umræðu á ráðunautafundi síðastliðinn vetur og hafa oft komið upp á borð stjórnar Stéttarsambands- ins. Inn í þessa umfjöllun er ætlun- in að flétta umræðu um fram- leiðslustjórnun og eðli fullvirðis- réttarins. JÓH íbúa en 50. Birgir Þórðarson oddviti Öngulsstaðahrepps í Eyjafirði sagði að viðræður stæðu á milli hreppanna þriggja innan Akureyrar, Öng- ulsstaða-, Hrafnagils- og Saur- bæjarhrepps, um sameiningu. „Það er ekki vegna laganna sem við erurn að hugsa um sam- einingu því að þessir hreppar eru sennilega með fjölmennustu sveitahreppum í landinu. Umræðan um sameiningu var byrjuð löngu áður en lögin voru sett. Við höfum það mikla sam- vinnu að það er miklu einfaldara að reka þetta sem einn hrepp heldur en þrjá,“ sagði hann. Hrepparnir þrír hafa sameigin- lega skrifstofu og starfsmann í gamla barnaskólanum á Lauga- landi. Einnig hafa oddvitarnir mikla samvinnu sín á milli og bera sig saman um hin ýmsu mál. Þeir eru núna í nefnd sem falið var að koma með tillögur til hreppsnefndanna um hvernig að sameiningunni yrði staðið. „Þetta er ennþá á umræðustigi. Hrepps- nefndirnar höfðu sameiginlegan fund sl. haust og þá kom í Ijós áhugi á að þetta yrði kannað,“ sagði Birgir. „Það yrði ekki óeðlilegt ef það yrðu kosningar eða a.m.k. skoð- anakönnun um þetta mál um leið og næstu sveitarstjórnarkosn- ingar. Ef af sameiningu verður þá verður í sjálfu sér ekki mikil breyting, ég held að það séu aðal- lega tilfinningamál sem þetta strandar á,“ sagði Birgir að lokum. KR Útgerðarfélag Akureyringa: Nýr Spánar- togari keyptur í stað Sólbaks? Forráðamenn Útgerðarfélags Akureyringa íhuga nú þann möguleika að láta smíða nýjan togara á Spáni. Hugmyndin er að togari þessi komi í stað Sólbaks, áður Dagstjarnan, sem keyptur var frá Keílavík í fyrra sem „ skiptiskip“. Dagur hefur heimildir fyrir því að framkvæmdastjóri ÚA gerði sér ferð til Spánar á dögunum til að leita tilboða í smíði á nýjum togara, en verðlag á nýsmíði á Spáni mun vera hagstætt um þessar mundir. Heimildamenn blaðsins telja að það sé fario að liggja á fyrir fyrirtækið að taka ákvörðun í þessu máli, þrátt fyrir að Fiskveiðisjóður veiti ekki lán fyrir fleiri skipum í ár. Vilhelm Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri vildi ekkert segja um málið á þessu stigi. „Ég myndi ekki orða það þannig,“ sagði hann er hann var inntur eft- ir því hvort stjórn félagsins hafi verið kynnt tílboð um smíði á nýju skipi á Spáni. Vilhelm varð- ist allra frekari frétta af þessu máli og sagði að þetta væru enn allt óljósar hugmyndir. kjó Skagafjörður: Bundið slitlag Norðurárdal i Þessa dagana er verið að vinna við kafla Norðurlandsvegar í Skagafjarðarsýslu, nánar til- tekið í Norðurárdal. Þessi framkvæmd er undirbúningur fyrir lagningu bundins slitlags á veginn í næstu viku. Finnig er unnið við veginn yflr Vatnsskarð. Það fer ekki hjá neinum sem ekur um Norðurárdal að á hluta vegarins, frá Fremri-Kotum og til staðar nálægt 400 metrum frá gatnamótum Kjálkavegar og Norðurlandsvegar, er gróf möl sem er undirbúningur fyrir klæð- ingu. Að sögn Einars Gíslasonar, umdæmistæknifræðings hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki, er hér um að ræða 11,6 kílómetra kafla. Kostnaður við verkið er um 20 milljónir króna. Vegurinn í Vatnsskarði frá Valadalsá vestur fyrir Vatnshlíð verður kominn með bundið slit- lag á næstunni en þar er nú gróf möl á veginum. Klæðing hf. í Reykjavík sér um nýbyggingu vegakaflanna en Borgarverk hf. í Borgarnesi sér um klæðinguna, þ.e. lagningu bundins slitlags. Einar Gíslason sagði að þeir hjá vegagerðinni hefðu tekið þann kostinn að láta setja bundið slitlag á veginn í Norðurárdal vegna þess að nýbygging þess vegar hefði ekki verið á dagskrá fyrr en eftir tíu ár. Vegurinn var styrktur fyrir 2-3 árum og hentaði því vel að leggja á hann bundið slitlag. Reiknað er með að eftir 3- 4 ár verði komið bundið slitlag á alla leiðina frá Fremri-Kotum að sýslumörkum Húnavatnssýslu í Vatnsskarði. EHB Ekki reglur Aðbúnaður í frystiskipum: verið til neinar um vinnuaðstöðu Siglingamálastofnun hefur gert tillögur um slíkar reglur „Hvaö varðar íbúðir og vistar- verur eru mjög ákveðnar regl- ur og eftir þeim farið en hins vegar hafa til skamms tíma ekki verið til sérstakar reglur um vinnuaðstöðuna á vinnu- þilfari,“ sagði Magnús Jóhann- esson siglingamálastjóri aðspurður um vinnuaðstöðu og aðbúnað í íslenskum frysti- skipum. „Það voru ekki komnar reglur þegar þessi þróun hófst en hins vegar höfum við nú í vor gert til- lögur til ráðuneytisins um slíkar reglur og leggjum til að þær taki gildi 1. júlí. Arið 1985 voru settar reglur um hávaðamörk en þær ná eingöngu til skipa sem voru byggð eftir þann tíma. Það eru í gangi hjá okkur núna athuganir á hávaða í þessum eldri skipum en ég get ekki sagt neitt um niður- stöður þeirra á þessu stigi. En það er verið að vinna að öflun upplýsinga um ástandið.“ Magnús sagði að stofnunin hefði ekki ástæðu til að ætla ann- að en að þessi mál séu í þokka- lega góðu lagi. „Við höfum þó haft spurnir af hávaða og það er m.a. ástæðan fyrir þessari úttekt okkar núna á þeim málum. En á meðan við höfum ekki ákveðnar reglur um vinnuaðstöðu til að fara eftir, er ákaflega erfitt fyrir stofnuna að lýsa áliti sínu á því ástandi,“ sagði Magnús ennfrem- ur. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.