Dagur - 06.07.1988, Blaðsíða 3
6. júlí 1988 - DAGUR - 3
<5ot± úrv/al
matvöru
DalvTKingar og nágrannar.
HagKvæm er verslun T heimabyggð.
Svarfdælabúð Dalvík
SUF vill slíta stjórnarsamstarfmu:
„RDdsstjórnin þarf að
iara að taka á málum“
- segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson varaþingmaður Framsoknarflokksins
„Ég get tekið undir það með
ungum framsóknarmönnum að
ríkisstjórnin þurfi að fara að
taka á málum, þótt það sé
kannski erfiðara nú á sumar-
mánuðum. En ég er nú þeirrar
gerðar, að ef ég styð ríkisstjórn
þá stend ég með benni,“ sagði
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
varaþingmaður Framsóknar-
flokksins, aðspurður um stjóm-
málaályktun þá er miðstjórn
SUF samþykkti á fundi sínum
fyrir helgina.
„Ef mönnum finnst hins vegar
að enginn árangur náist, þá verða
þeir að endurskoða afstöðu sína
og það virðist vera sú niðurstaða
sem ungir framsóknarmenn kom-
ust að. Ég hefði nú viljað gefa
ríkisstjórninni tíma fram í ágúst
og sjá hvernig staðan er þá,“
sagði Jóhannes ennfremur.
I inngangsorðum stjórnmála-
ályktunarinnar segir: „Ungir
framsóknarmenn hafa misst
trúna á ríkisstjórnina og skora
því á hana að segja af sér. Kosn-
ingar eru ekki góður kostur þegar
erfiðleikar steðja að en þó betri
en leggja upp í þá eyðimerkur-
göngu sem þjóðin er að hefja
með Þorstein Pálsson forsætis-
ráðherra í fararbroddi.“
í ályktuninni segir að á því
tæpa ári sem ríkisstjórn Þorsteins
Pálssonar hafi verið við völd, hafi
hún sex sinnum gripið til aðgerða
í efnahagsmálum, sem eigi það
sameiginlegt að vera illa undir-
búnar og án skýrra markmiða.
Enda undirstriki árangursleysi
aðgerðanna og staða efnahags-
mála það að efnahagsstjórn for-
sætisráðherra sé fálmkennd og
ómarkviss. Ungir framsóknar-
menn benda á, að höfuðástæðan
fyrir þátttöku Framsóknarflokks-
ins í þessu stjórnarsamstarfi hafi
verið sú að þau markmið næðust
sem ríkisstjórnin setti sér, þ.e.
hjaðnandi verðbólga, traustur
rekstrargrundvöllur atvinnuveg-
anna um land allt og jöfnuður í
viðskiptum við útlönd. SUF iítur
svo á að öflugt og vel rekið
atvinnulíf sé hornsteinn góðra
lífskjara og eðlilegrar byggða-
þróunar.
í lok stjórnmálaályktunar SUF
segir að ljóst sé að aldrei hafi ver-
ið meiri þörf á samstöðu þjóðar-
innar allrar um lausn þeirra
gríðarlegu efnahagsvandamála
i sem við sé að etja. Framsóknar-
flokkurinn hafi sýnt að honum er
treystandi til forystu við að sætta
ólík sjónarmið þjóðinni til heilla.
Formenn Sjálfstæðisflokksins
og Framsóknarflokksins, þeir
Þorsteinn Pálsson og Steingrímur
Hermannsson hafa verið að
senda hvor öðrum tóninn í gegn-
um fjölmiðla að undanförnu og
taldi Jóhannes Geir það orðið
alvarlegt mál þegar svo væri
komið. „Á meðan ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar sat,
einsettu menn sér það í upphafi
að leysa málin innbyrðis og það
tókst lengstan hluta þess stjórn-
arsamstarfs. E_n það er alveg ljóst
og er að koma í ljós núna eftir
þetta langa samstarfs Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks, að
flokkarnir eru mjög ólíkir að eðli
og uppbyggingu og þeirra skoð-
anamunur alltaf að koma betur
og betur í ljós, t.d. í peninga- og
byggðamálum. Og ef til kosninga
kæmi nú á haustdögum eða í
vetur, þá verður tekist á af miklu
meiri hörku en verið hefur í
undangengnum kosningum,“
sagði Jóhannes Geir. -KK
Rækjuvinnslan
Árver hf.:
Hlutafé
aukið um
32 milljómr
Hlutafé í rækjuvinnslunni
Arveri á Arskógsströnd var
nýlega aukið um 32 milljónir
króna. Hlutafé fyrirtækisins
var áður rúmar 7 milljónir
króna en er nú 40 milljónir
króna. Festi hf. í Grindavík
keypti jafnframt 45% hlut í
Árveri og er nú stærsti hlut-
hafi.
Festi hf. á og gerir út Þórs-
hamar GK en báturinn heíur
lagt upp hjá Árveri frá byrjun
síðasta mánaðar. Auk þess
leggja heimabátar upp hjá fyrir-
tækinu en útgerðaraðilár þeirra
eru nú allir hluthafar í Árveri.
Mikil vinna er í rækjuvinnsl-
unni, unnið er frá kl. 6 á morgn-
ana og fram á kvöld. JOH
Myndlistarmcnnirnir Ragnheiður Þórsdóttir, Ragnar Stefánsson, íris Frið-
riksdóttir, Gréta Sörensen og Sólveig Baldursdóttir. Mynd: bjb
Sauðárkrókur:
Ungir myndlistarmenn
sýna í Safnahúsinu
Þessa dagana sýna fímm ungir
myndlistarmenn verk sín í
Safnahúsinu á Sauðárkróki.
Sýningin var opnuð 2. júlí sl.
og stendur til sunnudagsins 10.
júlí. Á sýningunni, sem er
mjög fjölbreytt, eru 22 verk og
má þar nefna akrýlmálverk,
leðurflíkur, verk í granít og
marmara, myndvef, pappírsvef
og blýantsteikningar.
Myndlistarmennirnir eru allir
lærðir frá Myndlista- og handíða-
skóla íslands og heita Sólveig
Baldursdóttir, Ragnheiður Þórs-
dóttir, Ragnar Stefánsson, Gréta
Sörensen og íris Friðriksdóttir.
Sólveig, sem er úr Skagafirði,
var í MHÍ frá 1980 til ’81 og ’83
fór hún í Akademi í Danmörku
og var þar til ’87. Á sömu árum
var hún einnig í námi á Ítalíu.
Sólveig hefur tekið þátt í samsýn-
ingum á Ítalíu og í Danmörku.
Að þessu sinni sýnir hún 3 verk í
granít og 2 í marmara.
Ragnheiður Þórsdóttir er frá
Sauðárkróki, en býr nú á Akur-
eyri sem myndmenntakennari við
DAGIIR
Akureyri
896-24»
Norðlenskt dagblað
Síðuskóla. Hún lærði í textíldeild
MHÍ ’80-’84. Þá fór hún til fram-
haldsnáms í Bandaríkjunum við
John F. Kennedy University í
frjálsri myndlist. Ragnheiður
sýndi á Akureyri fyrir tveimur
árum og núna sýnir hún 3 verk í
myndvef og 3 í pappírsvef.
Ragnar Stefánsson frá Reykja-
vík lærði við MHÍ árin ’80-’84 í
málaradeild. Nam við School of
Visual Arts í New York ’87-’88
og er aftur á leiðinni þangað til
náms. Tók þátt í IBM-sýningunni
'á Kjarvalsstöðum á síðasta ári.
Ragnar sýnir 3 akrýlmálverk á
striga í Safnahúsinu.
Gréta Sörensen starfar á Ólafs-
firði sem mynd- og handmennta-
kennari, auk þess sem hún er
með leðursmiðju. Gréta var í
MHÍ ’79-’83 í textíldeild. Vann
einn vetur á Leðurverkstæði Evu
Vilhelmsdóttur. Á þessari fyrstu
sýningu sinni sýnir hún 4 leður-
flíkur.
íris Elfa Friðriksdóttir lærði í
MHÍ ’80-’84 í textíldeild. Lærði
síðan í Hollandi '84-86 í Jan van
Eyck-Akademía í Maastricht.
Síðan hefur hún verið í Svíþjóð
og Bandaríkjunum við að starfa í
myndlist og tekið þátt í nokkrum
samsýningum, starfaði síðast í
New York fram á sl. vor. íris sýn-
ir núna 3 blýantsteikningar og
eina lágmynd í steypu.
Þessi sýning fimmmenning-
anna kemur frá Akureyri, þar
sem þau sýndu í Glerárkirkju frá
11. til 19. júní sl. við góðar við-
tökur. Sýningin er opin virka
daga frá kl. 16-21 og 14-22 um
helgina, og eru allir velkomnir.
-bjb