Dagur - 12.07.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 12.07.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, þriðjudagur 12. júlí 1988 128. tölublað þaó hressir nunra UullW Ólafsfjörður: 11 milljón króna halli á rekstri bæjarsjóðs Endurskoðaðir reikningar Ól- afsfjarðarbæjar hafa nú verið lagðir fram og afgreiddir, fyrr en nokkru sinni áður. Halli á rekstri bæjarsjóðs og fyrir- tækja hans var rúmar 11 millj- ónir. Endurskoðaðir reikningar hafa iðulega ekki verið afgreiddir fyrr en komið hefur verið fram á haust og eru því óvenju snemma á ferðinni nú. Valtýr Sigurbjarn- arson bæjarstjóri segist vona að þessi „gleðilegu umskipti“ verði viðvarandi, en samkvæmt sveit- arstjórnarlögum á að afgreiða reikningana fyrir lok júnímánað- ar. Rekstrartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja hans voru liðlega 76 milljónir og rekstrarafkoma árs- ins að meðtalinni gjaldfærðri fjárfestingu og afskriftum hita- veitu var neikvæð um 11,4 millj- ónir. Eignfærð fjárfesting bæjar- sjóðs var um 7,4 milljónir og gjaldfærð fjárfesting um 6 millj- ónir. Inni í þessum tölum eru' ekki framkvæmdir við höfnina en þær skrifast allar á höfnina. ET ur í því að sveitarfélögin átta fá í hausinn mjög aukinn kostnað vegna reksturs heilsugæslu- stöðva. Þessi breyting er önnur tveggja sem Fjórðungssam- band Norðlendinga hefur lagt til að verði endurskoðaðar. Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að heppilegast sé að ríkið sjái um þá þætti sem hentugast er að reka á landsvísu, sem eru sjúkrahús og langlegudeildir. Ríkið hefur séð um að greiða laun faglærðs starfsfólks svo og 85% af rekstrarkostnaði húsnæð- is. Nefndin leggur hins vegar til að sveitarfélögin yfirtaki þessa þætti. Áhrif þessa yrðu þau að kostn- aðarauki sveitarfélaga á Norður- landi yrði allt frá 443 krónum á íbúa og upp í 3.777 krónur á íbúa. Lægri talan á við Fjalla- hrepp í N.-Þing. en hann sker sig nokkuð úr öllum öðrum hrepp- um. Hærri talan á hins vegar við um Raufarhafnarhrepp og hið sama má raunar segja um allar þær tölur í dálkinum sem komast yfir 2.000 krónur á íbúa. Allar eiga þær við sveitarfélög í Norð- ur-Þingeyjarsýslu og að meðaltali er kostnaðaraukinn vegna reksturs heilsugæslustöðva 2.143 krónur á íbúa. Til samanburðar má nefna að hvergi annars staðar fer þessi tala yfir 1.400 krónur á íbúa. Þarna er því engu líkara en verið sé að refsa þeim sveitarfé- lögum sem talið hafa sér skylt að veita íbúum sínum heilsugæslu- þjónustu vegna fjarlægðar til næsta sjúkrahúss sem er á Húsa- vík. „Það er ekki bara kostnaður- inn sem mér líst illa á. Ég er dauðhræddur við það að hvert og eitt sveitarfélög eigi að sjá um samninga við „hvítsloppastéttirn- ar“ sem tilheyra þessum stofnun- um. Ég held að það sé mikið atriði að starfsmannahaldið sé á einni hendi fyrir allt landið,“ sagði Gunnar Hilmarsson sveit- arstjóri á Raufarhöfn í samtali við Dag. ET Áhrif breyttrar verkaskiptingar: Um helgina var haldið siglingamót á Akurcyrarpolli og mun það hafa verið stærsta mót sumarsins. Keppendur voru fjöhnargir og flestir þeirra á aldrin- um 8-17 ára. Norður-Þingeyjarsýsla virðist koma verst allra svæða út úr breýttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, miðað viö þær tillögur sem verkaskiptanefnd hefur lagt fram. Skýringin ligg- Heilsugæslan setur Norður- Þlngeyinga á hausinn Rauðavík hf. Árskógsströnd: Matfiskeldi í stómm stíl - fyrstu kvíarnar í sjó í næstu viku Fiskeldisfyrirtækið Rauðavík hf. var stofnað á dögunum að Ytri-Vík í Árskógshrepppi í Eyjafirði. Að fyrirtækinu standa Óslax hf. í Ólafsfirði og einstaklingar á Árskógsströnd og Akureyri. Markmið og til- Silungsveiðar við Leirubrú: Hafin sala veiðileyfa Nú hefur verið ákveðið að taka fyrir frjálsar silungsveið- ar við Leirubrú. Um eöa eftir helgina verður byrjað að selja veiðileyfi á þessum stað en umræða um stangveiðar við Leirubrú hefur verið mikil undanfarið. Veiðileyfi verða seld fyrir svæði sem nær 100 metra austur fyrir ræsi úr lóninu austan Leirubrúar og 100 metra vestur fyrir brúna. Vestan þessara marka verða veiðar frjálsar. Þá verða einnig seld leyfi fyrir allt lónið. Veiðileyfi verða væntanlega seld í versluninni Eyfjörð og sennilega í bensínstöðinni við Leiruveg. JÓH gangur félagsins er að hefja eldi á laxi eða öðrum fiski og önnur starfsemi er tengist fiskeldi. Að sögn Gunnars Jóhannsson- ar stjórnarformanns Rauðuvíkur hf. er nú verið að vinna við að koma saman tveimur sjókvíum, en þær eru framleiddar í Grund- arfirði. Vinnan fer fram í Rauðu- vík og er fyrirhugað að samsetn- ingu ljúki og kvíamar verði komnar í sjó fyrir utan Rauðuvík í næstu viku. í þær á að setja 25 til 30 þúsund 80 til 100 gramma seiði, sem fengin verða frá Óslaxi hf. í Ólafsfirði. Gunnar segir að það eigi að gera prufu á því hvernig seiðin hafist þarna við að vetrarlagi, næsti vetur skeri úr um framhald- ið. Ef útkoman verður sæmileg hyggja menn á frekari stækkun næsta vor. Gunnar segir menn vera sæmilega bjartsýna á góðan árangur, hitamælingar eru til frá Hjalteyri og Dalvík, og benda þær til að ekki sé teljandi hætta á undirkælingu á þessum slóðum. Gunnar lagði áherslu á að þetta væri fyrst og fremst tilraun sem verið er að gera nú, en ef hún heppnast verða teknar ákvarðanir um matfiskeldi í stærri stíl strax næsta vor. kjó Skagafjörður: Arekstur, aftanákeyrsla, bílvelta og ekið á konu Harður árekstur varð víð brúna yfir Dalsá í Blönduhlíð sl. sunnudagskvöld. Tveir stórir jeppar mættust við norður- enda brúarinnar og eru þeir mjög mikið skemmdir. Engin meiðsl urðu á fólki. Þessi brú yfir Dalsá er vandræða- brú og hafa slys verið tíð við hana undanfarin ár, síðast fyrir tveim vikum þegar tveir bílar skullu saman á miðri brúnni. Að sögn lögreglunnar eru einfaldar brýr á malbikuðum vegarköflum orðnar mjög hættulegar og hefur hún áhyggjur af þeim kafla sem verið er að malbika núna í Norðurár- dal. Þar eru a.m.k. 3 einfaldar brýr og ein þeirra, Kotárbrúin, hefur oft komið við sögu hvað siys varðar. Af öðrum slysum í Skagafirði um helgina þá var hörð aftaná- keyrsla á Sauðárkróksbraut við bæinn Hafsteinsstaði á föstudags- kvöldið. Olíubíll ók aftan á kyrr- stæðan fólksbíl og er fólksbíllinn gjörónýtur. Mesta mildi var að ekki urðu meiðsl á fólki. Olíu- bíllinn er eitthvað skemmdur. Sl. fimmtudagskvöld varð bíl- velta við bæinn Miðhús í Blöndu- hlíð. Eftir að hafa hafnað úti í skurði er bíllinn ónýtur, en engin meiðsl urðu á farþegum. Þá var ekið á konu fyrir utan kaupfélag- ið í Varmahlíð á laugardag en meiðsl hennar eru ekki alvarleg. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.