Dagur - 12.07.1988, Side 4

Dagur - 12.07.1988, Side 4
4 - DAGUR - 12. júlí 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (Iþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Styttist í stjómarslit? Miðað við þær væringar sem hafa átt sér stað á stjórnar- heimilinu má ætla að líftími núverandi ríkisstjórnar stytt- ist stöðugt. Þeir Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Her- mannsson hafa verið að senda hvor öðrum tóninn undan- farna daga og vikur - sem varla getur talist æskilegt í stjórnarsamstarfi. Jón Baldvin Hannibalsson hefur hins vegar steinþagað og telst það afar undarlegt miðað við glamrið í ráðherranum í vetur og vor. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, varaþingmaður Fram- sóknarflokksins, sagði í viðtali við Dag að þegar svo væri málum komið að Steingrímur og Þorsteinn væru farnir að munnhöggvast eins og raun ber vitni væru mál komin á alvarlegt stig. „Á meðan ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar sat,“ sagði Jóhannes Geir, „einsettu menn sér það í upphafi að leysa málin innbyrðis og það tókst lengstan hluta þess stjórnarsamstarfs. En það er alveg ljóst og er að koma í ljós núna eftir þetta langa samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, að flokkarnir eru mjög ólíkir að eðli og uppbyggingu. Skoðanamunur flokk- anna í peninga- og byggðamálum er t.d. alltaf að koma betur og betur í Ijós. Og ef til kosninga kæmi nú á haust- dögum eða í vetur, þá verður tekist á af miklu meiri hörku en verið hefur í undangengnum kosningum." Jóhannes Geir segist einnig vilja gefa stjórninni lengri tíma að vinna úr þeim vandamálum sem við blasa. Hann nefnir í því sambandi ágústmánuð og getur Dagur út af fyrir sig fallist á þá skoðun varaþingmannsins. En í þeim mánuði verður líka að vera búið að gera þær ráðstafanir sem duga svo þjóðin sökkvi ekki eina ferðina enn í verð- bólgu- og skuldafen. Blaðið treystir því að á miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins, sem haldinn verður í næsta mánuði, verði staða ríkisstjórnarinnar og vera Framsóknarflokksins í henni ræddar ítarlega. Vel má vera að það sé þjóðinni fyrir bestu að núverandi ríkisstjórn sitji lengur, en ef hún reynist gagnslaus á Framsóknarflokkurinn ekki að láta bendla sig við hana öllu lengur. Tvöfaldur hámarkshraði Á dögunum var ungur piltur stöðvaður þar sem hann ók mótorhjóli sínu eftir Drottningarbraut. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar ók pilturinn á rösklega 160 km hraða. Dagur getur svo sannarlega tekið undir þau orð fulltrúa bæjarfógeta að þetta sé glæpsamlegur hraði. Vafalaust verður piltur sektaður um einhverjar krónur og tæpast fær hann að stíga á hjólið næstu mánuði. En man hann eftir þessu atviki þegar frá líður? Tæpast. Það verð- ur að fara að stokka upp viðurlög við alvarlegum umferð- arlagabrotum og búa svo um hnúta að ökufantar hugsi sig tvisvar um áður en nál hraðamælisins nær tölum á borð við þá sem nefnd var hér að framan. ÁÞ. bœndur & búfé Bændaferðir - Hópferðir þar sem fólk kynnist og fræðist Fyrsta skipulagða bændaför sem norðlenskir bændur fóru í var farin á hestum til Suðurlands 1910. Ekki voru skipulögð frí hjá bændum algeng í þá daga og almennur frídagur bænda virðist ekki hafa náð þeirri festu sem frídagur verkamanna, frídagur verslunarmanna og sjómanna- dagurinn hafa gert. Á fimmta áratugnum efndi Búnaðarsamband Þingeyinga til bændafarar og fóru nærri 200 á 11 bílum. Lagt var af stað hinn 10. júní frá melnum fyrir neðan Skóga í Fnjóskadal. Þarna var saman komið mikið af lífmiklu fólki og var strax stofnaður karla- kór undir stjórn Sigfúsar Hall- grímssonar frá Vogum í Mývatns- sveit. Á leiðinni til Skagafjarðar var numið staðar gegnt Hraun- dröngum og söng kórinn „Þar sem háir hólar...“ skáldinu til heið- urs. Síðan tók stjórn Búnaðar- sambandsins í Skagafirði á móti hópnum innst í Blönduhlíð og boðað var til kaffidrykkju í Varmahlíð og var þar fyrir hópur Skagfirðinga. Á ýmsum fleiri stöðum var áð og bæði á Hólastað og Hvanneyri lét fararstjórinn hrópa ferfalt húrra fyrirgestgjöfunum. Búnað- arsamband Kjalarnesþings hélt ferðafólkinu boð að Álafossi og þar var reist tjald er tók á þriðja hundrað manns. Þarna mætti fulltrúi félags Þingeyinga í Reykjavík sem vistaði fólkið þar til gistingar í tvær nætur. í Reykja- vík var svo boð í Oddfellowhöll- inni á vegum Búnaðarfélags íslands. Síðan var haldið til Þing- valla svo áfram til Suðurlands allt austur í Vík og komið við á mörgum stöðum. í bakaleið var fjölmennasta samsæti í ferðinni haldið í Reykholti á vegum borg- firskra bænda. Þá var einnig mót- taka á Blönduósi um kvöldið og talaði Hafsteinn Pétursson for- maður Búnaðarsambands Aust- Umsjón: Atli Vigfússon ur-Húnvetninga af hálfu gest- gjafanna. Stjórn Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyinga gisti að Geitaskarði um nóttina og um morguninn voru Húnvetningar kvaddir með því að stigið var upp á túngarðinn og minnst glæsilegra bændabýla eins og t.d. Geita- skarðs og þýðingar þeirra fyrir landið. Síðan var haldið heim á leið. Ferð þessi tók tíu daga og var hennar getið í Ríkisútvarpinu á hverju kvöldi meðan hún stóð yfir. Sumarferð til Mið-Evrópu Um miðjan júní sl. fóru nokkuð margir íslendingar á vegum bændasamtakanna til Þýska- lands, Sviss og Austurríkis í skoðunar- og skemmtiferð. M.a. var farið í skoðunarferðir á bændabýli í Suður-Þýskalandi í nágrenni smáborgarinnar Kempten, nánar tiltekið í Bæheimi. Þetta er gróskulegt hérað og fjöllin eru skógi vaxin upp í efstu toppa. Þéttbýli þarna er mikið enda jarðirnar ekki stór- ar á mælikvarða okkar íslendinga u.þ.b. 20-30 ha. og ekki alltaf samliggjandi. Lega landsins er há eða um 730 m yfir sjávarmáli. Þess vegna eru megin nytjar bændanna af skógi og grasi. Grasið nýta þeir vel, en túnin eru slegin fjórum sinnum á hverju sumri enda vorkoman nokkuð örugg í marsmánuði. Þarna hafa bændur kýr sínar inni allt árið því með þeim hætti telja þeir sig best geta nýtt graslendið. Það lætur nærri að þarna sé hægt að hafa eina kú og einn geldgrip á ha. en á þeim tveimur kúabúum sem farið var á voru bændurnir sam- mála um það. Kúakynið er bæði kjöt- og mjólkurkyn og meðalnyt kúnna allt upp í 6500 kg. Nokkrir þeirra sem þarna búa stunda einnig aukabúgreinar svo sem skógarhögg og ferðaþjón- ustu. Skógur einstakra býla getur numið nokkrum ha. og því er selt timbur til eldiviðar og hefur fólk þarna góða tækni til þess að vinna viðinn. Ferðaþjónusta bænda gefur af sér góðan arð á þessu svæði enda mikið um ferðamenn. Víða komið við Ferð þessi hófst þriðjudaginn 14. júní er flogið var til Zúrich í Sviss og var byrjað á því að skoða sig aðeins um og m.a. farið með ferju yfir Bodenvatn til Meers- burg og einnig var skoðaður kast- ali sem Loðvík II hafði byggt. Á fimmtudaginn var ekið inn í Austurríki og stansað í Inns- bruck og síðan ekið til Salzburg- ar. Leiðin lá síðan inn i Þýska- land og ekið í norður og vestur um borgirnar Karlsruhe, Kaisers- lautern og endað í orlofsbúðun- um í Leiwen í Moseldal, skammt frá Trier og Bernkastel. Þar var búið að taka á leigu sumarhús fyrir hópinn 65 fm að stærð hvert og ætlað 6 manns. Út frá sumar- húsunum var síðan farið í minni ferðir til næsta nágrennis. Þarna var dvalið í eina viku og þá ekið til suðurs. Á sunnudaginn var komið til Heidelberg og borg- anna Heilbronn, Besigheim og Ludvigsburg. 27. júní var ekið um Svartaskóg og þar í nágrenn- inu var heimsótt samvinnufélag vínbænda í Svartaskógi. Þá var Hohenzollerhöllin skoðuð. Ferð- in endaði síðan með því að aftur Nýtt blað gefií „Höfum trú á að ] „Þessu blaði er ætlað stórt hlutverk í þjóðmálaumræð- unni og að vera vettvangur frjálsra skoðanaskipta, hald- reipi lýðræðinu í þeim áföllum sem á því dynja nú um daga. íslendingar hafa undanfarið verið á miklum tímamótum. Fjölmiðlabylting, tölvuvæð- ing, stjórnkerfís- og skatta- breytingar og m.fl. hefur hvolfst yfir þessa annars hæg- látu þjóð á skömmum tíma. Fólk stendur ringlað og ráð- þrota gagnvart öllum breyting- Róbert GrétrK Gunnarsson, Svavár Alfreð Jónsson og Kormákur Bragason, en þeir eiga heiðurinn af Múla, nýju blaði sem gcSO r út í Ólafsfirði. „Múli hyggst forðast að svekkja lesendur sína á rugli og ómerkilegheitum sem allt of algengt ■ r i isV uskum fjölmiðlum í dag.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.