Dagur - 12.07.1988, Page 16

Dagur - 12.07.1988, Page 16
PcnmituV Margs konar lím, pústkítti og fleira. Við Tryggvabraut ■ Akureyri ■ Sími 22700 Mývatnssveit: Alþjóö- leg mafía á ferð Lítið hefur orðið vart við fálkaþjófa í Mývatnssveit í ár. Þau afföll sem hafa orðið á fálkastofninum á þessu ári eru talin af náttúrulegum orsök- um. Hins vegar voru a.m.k. fjórir aðilar á ferðinni á varp- tímanum í Mývatnssveit í vor, sem eru á skrá hjá Interpol fyr- ir þjófnaði á dýrategundum í útrýmingarhættu. „Þetta er alþjóðleg mafía sem sérhæfir sig í stuldi á friðuðum dýrategundum vítt og breitt um heiminn," sagði Stefanía Þor- grímsdóttir í viðtali við Dag. Stefanía og maður hennar Hauk- ur Hreggviðsson í Garði 3 í Mývatnssveit starfa sem land- verðir í sérhæfðum verkefnum hjá Náttúrurverndarráði. Þetta er fimmta sumarið sem þau hafa eftirlit með fálkastofninum á þessu svæði. „Mjög margir Þjóð- verjar sem hingað koma þessara erinda eru úr gömlum fálkataln- ingafjölskyldum, en það voru margar fjölskyldur í Þýskalandi sem sáu um uppeldi, taíningu og sölu á fálkum þegar það var leyfi- legt. Einn þeirra sem var hér á ferð í vor er úr einni af þessum fjölskyldum.“ Stefanía telur að fálkaþjófar færi sig er þeir verða varir við þá gæslu sem er haldið uppi í Mývatnssveit og haldi iðju sinni áfram annars staðar. Hún segir fólk sýna ótrúlega þrautseigju og uppfinningasemi við tilraunir sín- ar við eggjaþjófnaðinn. „Það er full þörf á þessari gæslu og draumur okkar er sá að þessu eftirliti verði komið á víðar þar sem varplönd fálka eru.“ Stefanía telur að það þurfi að bæta samvinnu lögregluyfirvalda og útlendingaeftirlits, það virðist vera að fólk sem er eftirlýst hjá Interpol fái hindrunarlaust að koma inn í landið og ferðast hér um óáreitt. kjó Spáð í veðrið á Sauðárkróki. Mynd: GB Oliuverð: 10% hækkun á morgun? -170 milljóna útgjaldaaukning hjá útgerð Hjá Verölagsráði liggur nú fyr- ir umsókn um hækkun á verði gasolíu, svartolíu og bensíns.- Umsóknin er vegna hækkana á innkaupsverði olíuvara í vor og fara olíufélögin fram á allt að 10% hækkun. Málið verður tekið fyrir hjá Verðlagsráði á morgun. Umsókn olíufélaganna hefur legið fyrir í um mánuð. Mismun- ur á svokölluðum innkaupajöfn- unarreikningi sem verðlagsstjóri heldur um innkaupsverð og sölu- verð á olíuvörum er nú neikvæð- ur en á samkvæmt lögum að vera sem næst núlli. Fundur verður haldinn í Verðlagsráði á morgun þar sem umsóknin verður tekin til afgreiðslu. Að sögn Árna Lárussonar yfir- manns fjármálasviðs hjá Olíufé- laginu Skeljungi eru verðbreyt- ingar hér á landi í takt við breyt- ingar á heimsmarkaði en verða hins vegar alltaf á eftir í tíma. Þannig er hækkunin, sem nú er sótt um, vegna verðhækkana sem urðu á olíu síðastliðið vor. Ef nú fæst hækkun á olíuverði má að sögn Árna búast við að verðlækk- anir á heimsmarkaði að undan- förnu leiði til lækkunar hér heima í haust. Síðustu upplýsingar er- lendis frá benda að vísu til þess að verðlækkunin hafi stöðvast en Árni vildi engu spá um það hvort sú breyting væri viðvarandi. Kristjáni Ragnarssyni fram- kvæmdastjóra LÍÚ líst þunglega á væntanlega hækkun. „Við átt- um von á verðlækkun þar sem skráningar í Rotterdam hafa ekki verið lægri en einmitt núna. Gengi dollars, og þar með birgðir, hafa hins vegar hækkað um 5% og þessu gengistapi fá þeir sjálfsagt að velta beint út í verðlagið. Þessir aðilar hafa grætt verulega á því undanfarin ár að þjónusta þessa atvinnugrein og þegar slær á móti eins og núna þegar afurðaverð lækkar, þá verða fleira að taka þátt í því en við,“ sagði hann. Kristján sagði að 10% verð- hækkun þýddi 160-170 milljón króna útgjaldaauka hjá útgerð- inni í landinu á ári. c-r Menntaskólinn á Egilsstöðum: Kennslustofur fyrir haustið Á Egilsstöðum standa yfir framkvæmdir við viðbyggingu menntaskólans. í fyrsta áfanga er um að ræða um 1100 fer- metra byggingu, kennslurými og tengibyggingu við heima- vistina. Fullkláruð verður hin nýja bygging alls um 4500 fermetrar. Þar verða auk kennsluaðstöðu m.a. skrifstofur og hátíðarsalur. í fyrsta áfanganum eru tíu kennslustofur en gert er ráð fyrir að hægt verði að taka sex þeirra í notkun fyrir haustið, áður en kennsla hefst í tíunda sinn. Húsnæðisskortur hefur háð Menntaskólanum á Egilsstöðum verulega frá því hann tók til starfa fyrir hartnær tíu árurn. Kennla hefur farið fram á göng- um og í ýmsum vistarverum víðs vegar um heimavistarhúsið og mötuneytisaðstaða hefur einung- is verið í forstofu hússins. „Ég vona að skólinn verði kominn með sína endanlegu framhlið á 10 ára vígsluafmæl- inu,“ sagði Vilhjálmur Einarsson skólameistari í samtali við Dag. ET Nýbygging Menntaskólans á Egilsstöðum. í baksýn sér í heimavistarhúsið. Mynd: ET Engar vegamerkingar við Akureyrarflugvöli: Ferðafólk villtist á leið til Mývatns Nokkuð hefur borið á því í ár að ferðamenn sem koma frá Akureyrarflugvelli villist á leið sinni til Mývatns og hafni jafn- vel langt frammi í Eyjafirði. Jakob Örn Haraldsson hjá Bílaleigunni Erni, en hún er staðsett við Akureyrarflugvöll, segir að töluverð brögð hafi verið að þessu nú í vor. „Ferðamenn koma frá vellin- um og taka síðan strikið strax á gamla veginn en koma síðan hingað þegar þeir finna skiltið sem gefur til kynna að vegurinn er lokaður. Fólk kemur hingað, íslendingar jafnt sem útlending- ar, það áttar sig ekki á nýja Leiruveginum, því hann er hvergi merktur," sagði Jakob Örn. „Það þarf að setja upp merkingar við flugvöllinn og svo verður að merkja Mývatn sér- staklega inn á vegakort. Mývatn er aðalaðdráttarafl fyrir ferða- menn hér um slóðir, og ég tel einnig að það þurfi að koma inn í merkingu við Leiruveginn en þar er einungis minnst á Egilsstaði og Húsavík." Guðmundur Svafarsson um- dæmisverkfræðingur Vegagerð- arinnar sagði að það giltu sér- stakar reglur um vegmerkingar, við gatnamót á þjóðvegum eru merktir svokallaðir nær- og fjær- staðir samkvæmt því merkingar- kerfi sem farið er eftir. Guð- mundur sagði hins vegar að það kæmi vel til greina að setja merki við flugvallarveginn sem benti á þjóðveg nr. 1. kjó lí j Eyjafjörður 4 821 Hrafnagil 11 1 i—Egilsstaðir 272; 1 Húsavtk 90 ■ •• Páll Sveinsson: Hreyfillinn sprakk Annar hreyfíll Landgræðslu- vélarinnar Páls Sveinssonar sprakk skömmu eftir flugtak frá Aöaldalsflugvelli í fyrra- dag. Flugvélin losaði farm sinn, 4 tonn af áburði, í hraunið og lenti að því búnu heilu og höldnu. í nótt var von á nýjum hreyfli austur og viðgerð hefst í dag. Gert er ráð fyrir að hún taki nokkra daga. Aðeins var eftir eins dags vinna við uppgræðslu á Norðausturlandi. JÓH/ET

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.