Dagur - 12.07.1988, Page 9

Dagur - 12.07.1988, Page 9
8 — DAGUR — 12. júlí 1988 íþróttir Knattspyma 4. deild: Kormákur jafiiaði á lokasekúnduniim Kormákur og UMSE-b skildu jöfn þegar lið- in mættust í D-riðli á laugardag. Urslitin urðu 1:1 og þótt úrslitin hafí trúlega verið sanngjörn verða leikmenn Kormáks að telj- ast heppnir þar sem þeir jöfnuðu á síðustu sekúndum leiksins. UMSE-b náði forystunni í fyrri hálfleik með marki Rósbergs Óttarssonar en Kor- máksmenn voru nokkrum sinnum nálægt því að jafna. Þeir náðu síðan að jafna þegar flestir voru búnir að bóka sigur UMSE-b og voru þá liðnar 48 mínútur af síðari hálfleik og dómarinn flautaði til leiksloka nánast um leið og markið hafði verið skorað. Það var Páll Leó Jónsson sem skoraði jöfnunarmark Kormáks. JHB Efling tók þijú stig á Akureyri Efling lyfti sér úr næst neðsta sæti D-riðils þegar liðið sigraði Vask á Akureyri á föstu- dagskvöldið með einu marki gegn engu. Leikurinn fór fram á aðalleikvanginum á Akureyri og var fátt sem gladdi augað. Það var Þórarinn Jónsson sem skoraði mark Efl- ingar og tryggði liðinu þannig þrjú mikilvæg stig. JHB Æskan vann Neista Æskan hafði ekki erindi sem erfíði þegar lið- ið heimsótti Neista um helgina. Leikurinn var liður í D-riðli 4. deildar Islandsmótsins í knattspyrnu og lauk honum með öruggum sigri Neista, 3:0. Eitt marka Neista í þessum leik sáu liðs- menn Æskunnar um að skora en hin tvö mörkin fyrir Neista gerðu þeir Magnús Jóhannsson og Haukur Þórðarson. JHB Staðan 4. deild Úrslit í 7. umferð D-riðiIs urðu þessi: Neisti-Æskan Vaskur-Efling Kormákur-UMSE-b 3:0 0:1 1:1 Kormákur HSÞ-b Neisti Efling UMSE-b Vaskur Æskan 6 3-1-2 11: 8 10 5 2-2-1 13: 9 8 6 2-2-2 10: 8 8 5 2-1-2 7: 7 7 5 2-1-2 8:10 7 4 2-0-2 4: 5 6 5 1-1-3 7:13 4 Markahæstir: Ari Hallgrímsson HSÞ-b 6 Albert Jónsson Kormáki 4 Þórarinn Jónsson Eflingu 4 l 1 Þórsarar loks að vakna - Unnu sannfærandi 2:0 sigur á slökum KR-ingum í gærkvöld Þórsarar léku trúlega sinn besta leik í sumar þegar liðið sigraði KR á Akureyrarvelli í gærkvöld. Lokatölurnar urðu 2:0 eftir að staðan í leikhléi hafði verið jöfn 0:0 og vænk- aðist staða Þórsara í deildinni heldur við þetta og er ekki ástæða til annars en að ætla að liðið sé að rífa sig upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í mestan part sumars. Baráttan var í góðu lagi hjá Þórsurum og ekki skemmdi fyrir þeim að KR-ingarnir virkuðu þungir og ósannfærandi. Leikurinn fór rólega af stað og frekar fátt markvert gerðist fram- an af. Bæði liðin fengu eitt sæmi- legt marktækifæri en það var ekki fyrr en á síðustu mínútu fyrir hlé sem besta tækifæri hálfleiksins leit dagsins ljós. Kristján Krist- jánsson komst þá einn inn í víta- teig KR með tvo varnarmenn á hælunum en skot hans hafnaði í hliðarnetinu. KR-ingar komu ákveðnari til síðari hálfleiks og virtust heldur sterkari fyrstu mínúturnar. Þórs- arar voru þó greinilega ekki hætt- ir og á 54. mínútu náðu þeir for- ystunni. Kristján Kristjánsson sendi þá lausa sendingu fyrir mark KR og Halldór Áskelsson var á réttum stað og skallaði knöttinn í net KR-marksins sem var autt þar sem markvörðurinn var illa staðsettur. Ekki liðu nema tvær mínútur áður en Þórsarar bættu síðara marki sínu við og aftur var Hall- dór á ferðinni. Einn varnarmaður KR-hugðist þá hreinsa frá mark- inu en hitti boltann illa og hann Knattspyrna 3. deild: Stórleikur Auðuns á Homafírði - er Hvöt sigraði Sindra 3:1 Hvöt sigraði Sindra þegar liðin mættust á Hornafjarðarvelli á laugardag með þremur mörk- um gegn einu. Leikurinn var liður í B-riðli 3. deildar íslandsmótsins í knattspyrnu. Staðan í leikhléi var 2:1 fyrir Hvöt. Sindraliðið fékk reyndar óskabyrjun í leiknum þegar það náði forystunni þegar aðeins 5 mínútur voru liðnar af leiknum. Blöndósingarnir gáfust þó ekki upp og jöfnuðu á sömu mínút- unni. Þar var að verki Baldur Reynisson. Hvatarmenn náðu síðan for- ystunni á 30. mínútu með marki Gísla Gunnarssonar. Fyrri hálf- leikur var nokkuð jafn og var hann mjög opinn og skemmtileg- ur. Bæði liðin fengu nokkur ágæt marktækifæri en tókst ekki að nýta fleiri en þessi þrjú fyrir leikhlé. Hvatarmenn hófu síðari hálf- leikinn með miklum látum og fengu tvö dauðafæri strax í upp- hafi og tókst að nýta annað. Það var Vilhjálmur Stefánsson sem skoraði með viðstöðulausu skoti eftir góðan undirbúning hans og Ásgeirs. Eftir þetta mark hresstust Hornfirðingar mjög og næstu 15 mínútur áttu þeir algerlega. Þeir pressuðu mjög stíft og fengu tvö góð færi en markvörður Hvatar, Auðunn Sigurðsson, varði glæsi- lega í bæði skiptin. Hvöt kom síðan smátt og smátt meira inn í leikinn og átti orðið mun meira í honum undir lokin. Þrátt fyrir ágæt færi urðu mörkin ekki fleiri og úrslitin því sanngjarn sigur Hvatar. Leikur þessi var opinn og skemmtilegur og hefðu fleiri mörk allt eins getað litið dagsins ljós. Auðunn Sigurðsson varði mjög vel í leiknum og var besti maður Hvatar og einnig var markvörður Sindra góður. JHB barst til Halldórs. Halldór þakk- aði ægilega vel fyrir sig og sendi hann með þrumuskoti neðst í stöng marksins og þaðan í netið. Fallegt mark og staðan orðin 2:0. Eftir þetta drógu Þórsarar sig nokkuð til baka og KR-ingar náðu upp nokkurri pressu. Þeir voru nokkrum sinnum nálægt því að skora, t.d. átti Rúnar Kristins- son skot í stöng, en ekkert gekk upp og Þórsarar komu aftur inn í leikinn og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Sigur Þórsara í þessum leik var sanngjarn. Þeir léku á köflum ágætlega og sýndi nú þá baráttu sem löngum hefur einkennt þá. Flestir leikmenn liðsins áttu ágætan dag en ekki verður þó komist hjá því að nefna sérstak- lega Halldór Áskelsson, Guð- mund Val Sigurðsson og Nóa Björnsson. KR-liðið átti í heild slakan dag og erfitt er að nefna þar einn öðrum betri. JHB Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Júlíus Tryggvason, Birgir Skúlason, Nói Björnsson, Valdimar Pálsson, Siguróli Kristjánsson, Krist- ján Kristjánsson, Jónas Róbertsson, Guðmund- ur Valur Sigurðsson, Halldór Áskelsson, Hlyn- ur Birgisson. Lið KR: Stefán Jóhannsson, Hálfdán örlygs- son (Sæbjöm Guðmundsson á 67. mín.), Gylfi Aðalsteinsson, Jóhann Lapus, Willum Þór Þórsson, Jósteinn Einarsson, Ágúst Már Jónsson, Gunnar Oddsson, Björn Rafnsson, Hilmar Björnsson (Rúnar Kristinsson á 46. mín.), Pétur Pétursson. Dómari: Haukur Torfason og dæmdi hann mjög vel. Línuverðir: Bragi Bergmann og Geir Guð- steinsson. Sti 1 iðan . deild Úrslit í 9. umferð sem lauk í gærkvöld urðu þessi: Leiftur-Völsungur 0:1 Valur-KA 4:3 Víkingur-IBK 3:1 Þór-KR 2:0 ÍA-Fram 0:4 Fram 9 8-1-0 21: 2 25 Valur 9 5-2-2 15: 9 17 ÍA 9 4-3-2 13:10 15 KR 9 4-1-4 12:12 13 KA 9 4-1-4 13:16 13 Þór 9 2-5-2 10:10 11 Víkingur 9 2-3-4 8:14 9 Leiftur 9 1-4-4 6:10 7 ÍBK 9 1-4-4 11:16 7 VöJsungur 9 1-2-6 4:14 5 Knattspyrna 2. deild: Tindastóll lá í Laugardal - tapaði 1:0 fyrir ÍR TindastóII kom heldur betur niður á jörðina aftur, eftir góð- an árangur í bikarkeppninni, þegar þeir töpuðu fyrir ÍR 1:0 á laugardaginn í Laugardaln- um. Leikurinn var frekar slak- ur en sigur ÍR var sanngjarn Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og átti hvorugt liðið nein sérstök marktækifæri. Besta tækifærið kom þó eftir aukaspyrnu hjá Tindstólsliðinu. Eyjólfur Sverris- son átti þá gott skot á markið, en Þorsteinn Magnússon í marki ÍR varði það mjög vel. Leikurinn fór mest fram á miðjum vellinum og var ekki leikinn neitt sérstaklega áferðar- fallegur bolti. IR vörnin var sterk í þessum leik og höfðu varnar- menn sérstakar gætur á Eyjólfi Sverrissyni og bar því ekki eins mikið á honum í þessum leik. eins og oft áður í leikjum Tindstóls. Staðan í leikhléi var því jöfn, 0:0. Leikurinn þróaðist svipað í seinni hálfleik og skiptust liðin á að sækja. Mark ÍR verður að skrifast að hluta á Gísla Sigurðsson mark- mann Tindastóls, sem annars hafði staðið sig vel í leiknum. Eftir aukaspyrnu inn að marki Tindastóls mistókst honum að hreinsa frá marki og eftir mikinn barning inn í teignum tókst Egg- erti Sverrissyni að skalla í markið. Eggert var þá nýkominn inn á og var þetta ein fyrsta snert- ing hans í leiknum. Eftir markið var eins og allur þróttur væri úr norðanmönnum og sótti ÍR stíft að marki þeirra. Nokkrum sinnum komust þeir í góð færi en Gísli markvörður kom í veg fyrir að tuðran færi oft- ar í markið. Tindastólsmenn náðu sér ekki á strik í þessum leik. Eyjólfur var1 í strangri gæslu og því bar ekki mikið á honum í þessum leik. Sverrir bróðir hans átti ágæta spretti og einnig átti Guðbrandur Guðbrandsson þokkalegan leik. ÍR liðið átti einn af sínum betri leikjum í sumar. Þorsteinn var öruggur í markinu og varnar- mennirnir Karl Þorgeirsson og Hörður Theodórsson áttu góðan leik. AP Knattspyrna 3. deild: UMFS Dalvík steinlá UMFS Dalvík átti aldrei möguleika þegar liðið mætti Þrótti Neskaupstað á útivelli á sunnudagskvöldið. Þróttarar unnu öruggan og sanngjarnan sigur, 4:0, eftir að staðan í leik- hléi hafði verið 1:0. Þróttarar byrjuðu strax mun betur og náðu ágætum tökum á leiknum. Fá færi sköpuðust í fyrri hálfleiknum og þegar flautað var til leikhlés hafði aðeins eitt mark verið skorað og var það Birgir Ágústsson sem skoraði fyrir Þrótt úr vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik. Þróttarar áttu síðari hálfleik- inn nær algerlega. Þeir bættu við þremur mörkum en segja má að Dalvíkingar hafi aldrei náð að ógna marki þeirra. Bjarni Frey- steinsson skoraði annað mark Þróttara á 60. mínútu, Guðbjart- ur Magnason bætti því þriðja við þegar um 10 mínútur voru til leiksloka og Bjarni var síðan aft- ur á ferðinni á lokamínútunum og innsiglaði sanngjarnan stórsig- ur Þróttar. JHB 12. júlí 1988- DAGUR-9 Björn Axelsson fagnar sigri ásamt Árna Jónssyni og Kjartani Bragasyni, Akureyrarmótið í golfi: Bjöm og Inga sigmðu Akureyrarmótinu í golfí lauk á laugardag. Höfðu þá verið leiknar 72 holur á 4 dögum og var keppt í 8 flokkum. Sigur- vegarar í meistaraflokkum karla og kvenna urðu Björn Axelsson og Inga Magnúsdótt- ir. Annars varð röð efstu manna þessi: Meistaraflokkur karla 1. Björn Axelsson 318 2. Þórhallur Pálsson 320 3. Konráð Gunnarsson 320 Meistaraflokkur kvenna 1. Inga Magnúsdóttir 349 2. Árný Lilja Árnadóttir 363 3. Andrea Asgrímsdóttir 377 1. flokkur karla . Jón Baldvin Árnason 333 2. Gísli Bragi Hjartarson 335 3. Þórleifur Karlsson 341 1. flokkur kvenna 1. Katrín Guðjónsdóttir 199 2. Halla Berglind Árnadóttir 209 3. Kristín Jónsdóttir 221 2. flokkur karla 1. Hallgrímur Arason 360 2. Ragnar Harðarson 360 3. Júlíus Haraldsson 363 3. flokkur karla 1. Haukur Jónsson 379 2. Gunnar Jakobsson 383 3. Vilhjálmur Bergsson 391 Öldungaflokkur 1. Guðjón E. Jónsson 330 2. Ragnar Steinbergsson 346 3. Hörður Steinbergsson 362 Unglingaflokkur 1. Egill Orri Hólmsteinsson 340 2. Áki Harðarson 350 3. Kristófer G. Einarsson 361 1. deild kvenna: KA jafnaði - á lokamínútunum gegn ÍBK KA-stúlkurnar náðu að jafna metin á lokamínútunum þegar þær mættu ÍBK í 1. deild kvenna á KA-velIinum á laug- ardag. Þegar fáar mínútur voru til leiksloka var staðan 2:0 fyrir ÍBK en KA-stúlkurn- ar gáfust ekki upp og tókst að tryggja sér stig á elleftu stundu. KA-Iiðið hefur nú hlotið 7 stig í deildinni, eða jafn mörg og Keflavíkurliðið. Leikurinn var mjög harður og mikla athygli vakti leiðinleg framkoma Keflavíkurstúlknanna sem virtust hafa allt á hornum sér. Þær spiluðu mjög fast og á köflum gróft og það átti eftir að hafa sínar afleiðingar. Á 18. mín- útu síðari hálfleiks þurfti að kalla til sjúkrabifreið og var Helga Finnsdóttir KA flutt á sjúkrahús með slitin krossbönd. Helga mun ekki leika meira með liðinu í sumar og er það mikið áfall þar sem Helga hefur verið einn af máttarstólpum liðsins. Aðeins tveimur mínútum eftir þetta atvik náði ÍBK forystunni með ágætu marki. Og þremur mínútum síðar fengu þær víta- spyrnu eftir mjög klaufalegt brot hjá markverði KA og skoruðu úr henni. Staðan var því allt í einu orðin 2:0. En KA-liðið gafst ekki upp. Þegar um 5 mínútur voru til leiksloka minnkaði Borghildur Freysdóttir muninn með góðu skoti utan úr teig og þegar leiktíminn var í þann mund að renna út jafnaði Inga Birna Hákonardóttir metin en hún er fyrrum leikmaður með ÍBK. Þegar á heildina er litið verða þessi úrslit trúlega að teljast sanngjörn. KA-liðið var óheppið að skora ekki í fyrri hálfleik en þá fengu þær nokkur mjög opin færi, en þær voru einnig heppnar að ná að jafna í lokin þegar allt útlit var fyrir að ÍBK myndi hirða öll stigin. JHB Það var ýmsum brögðum beitt í Ieik KA og ÍBK. Mynd: gb Knattspyrna 2. deild: Botnbaráttan blasir við KS - eftir jafntefli við Þrótt, 3:3 Pað er þungur róður framund- an hjá KS ef liðið ætlar að láta sér nægja jafntefli í heima- leikjum sínum, en það urðu einmitt úrsiitin í leik KS og Þróttar á Siglufírði á föstu- dagskvöld. Lokatölur leiksins urðu 3:3 eftir að KS-ingar höfðu tvívegis náð tveggja marka forystu. Heimamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik. Á 17. mínútu átti Tómas Kárason hörkuskot sem markvörður Þróttar varði af snilld. Aðeins mínútu síðar óð Hafþór í gegnum vörn Þróttar og lagði boltann skemmtilega fyrir Róbert Haraldsson sem skoraði af öryggi. Á 35. mínútu var mikill darr- aðardans á marklínu Þróttar og lauk honum með því að einun. sóknarmanni KS var hrint. Góð- ur dómari leiksins, Magnús Jóna- tansson, dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu og úr henni skoraði Baldur Benónýsson. 2:0 fyrir KS og þannig var staðan í leikhléi. Snemma í síðari hálfleik minnkuðu Þróttarar muninn með marki Peter Frains. En þegar 20 mínútur voru til leiksloka skoraði Paul Fraier fyrir KS og önduðu þá siglfirskir áhorfendur léttar og sáu fram á sigur sinna manna. En sú varð ekki raunin. Þrótt- arar sóttu af miklu kappi það sem eftir var af leiknum og náðu að iafna með tveimur mörkum Sig- urðar Hallvarðssonar. Hið fyrra var skorað úr vítaspyrnu eftir að markvörður KS hafði elt einn sóknarmanna Þróttar út að hlið- arlínu vítateigs og hent sér þar á fætur hans. Algerlega óþarft út- hlaup. Sigurður var síðan aftur á ferð- inni þegar 2-3 mínútur voru til leiksloka og skoraði þá jöfnunar- mark Þróttara eftir að boltinn hafi rúllað eftir endalínunni, framhjá markverði KS. Úrslit leiksins því 3:3. Gul spjöl fengu Óðinn Rögn- valdsson KS, Peter Frain Þrótti og Á.smundur Helgason Þrótti. Þá fékk Nikulás Jónsson Þrótti að sjá rauða spjaldið seint í síðari hálfleik fyrir endurtekið brot. Góður dómari leiksins var Magn- ús Jónatansson. BÞ Mynd: GB Siglingar: Um 50 keppendur á Pepsi-Fiðlaramóti Um helgina var haldið svokall- að Pepsi-Fiðlaramót í sigling- um á Pollinum við Akureyri. Það var Nökkvi, félag sigl- ingamanna á Akureyri, sem gekkst fyrir mótinu en það þótti heppnast mjög vel. Um 50 keppendur tóku þátt og komu þeir frá Stór-Reykjavík- ursvæðinu, Egiisstöðum og Akureyri. AHir þátttakend- urnir voru krakkar á aldrinum 8-17 ára og var keppt í Optim- ist og Topper flokki. Urslit mótsins urðu sem hér segir: Topper: 1. Guðmundur I. Skúlason Ými 2. Bjarki Arnaldsson Ými 3. Benedikt H. Guðmundss. Ými Optimist B flokkur: 1. Hólmfríður Kristjánsd. Ými 2. Bjarki Gústafsson Ými 3. Ragnar Steinssen Ými Optimist C flokkur: 1. Ágúst Kristjánsson Nökkva 2. Ólafur Benediktsson Vogi 3. Helgi Pétursson Kvennaflokkur Optimist: 1. Hólmfríður Kristjánssd. Ými 2. Ingibjörg Böðvarsdóttir Ými 3. Sigríður Ólafsdóttir Ými

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.