Dagur


Dagur - 12.07.1988, Qupperneq 11

Dagur - 12.07.1988, Qupperneq 11
12. júlí 1988 - DAGUR -11 Tumi Tómasson fiskifræðingur: Bleíkjustofn E\jaijarðarár Að beiðni yðar fylgir hér stutt lýsing á bleikjustofni Eyjafjarð- arár. Lýsingin er almenns eðlis og má reyndar heimfæra upp á flestar aðrar ár í Eyjafirði. Athuganir á þéttleika, vexti og útbreiðslu bleikjuseiða á undan- förnum árum benda til að við- koma stofnsins sé eðlileg og að hvergi sé um það að ræða að fjöldi seiða í uppvexti sé of lítill. Helstu hrygningarstöðvar bleikjunnar eru framarlega í árkerfinu og þar eru uppeldis- skilyrðin fyrir bleikjuseiði einnig best. Neðarlega er áin lygn og breið og í henni sand- eða leðju- botn. Þar getur bleikjan ekki hrygnt. Þegar seiðin eru 2ja-3ja ára halda þau til sjávar á vorin eða snemma sumars. Þau dveljast oftast 7-10 vikur í sjónum en snúa þá aftur til að hafa vetursetu í ferskvatni. Þá kallast bleikjan oft ljósnál. Hún er 100-150 grömm og ókynþroska og dvelur oftast neðst í ánni. Næsta vor gengur bleikjan í sjó öðru sinni, en það er ekki fyrr en eftir tvær til þrjár sjógöngur að bleikjan nær kynþroska. Þá er hún orðin um eða yfir 500 grömm. í sjónum gengur bleikjan með ströndum og nærist aðallega á marfló. í sjónum blandast stofnar úr fleiri ám í Eyjafirði og áður en kynþroska er náð er líklegt að veturseta sé ekki endilega bundin við heimaána. Veturseta ókyn- þroska bleikju er eins og áður sagði ávallt bundin við neðstu svæðin. Eftir því sem bleikjan stækkar og eldist, því fyrr gengur hún til sjávar á vorin og því fyrr gengur hún einnig í árnar aftur. Bleikja sem er kynþroska gengur fyrst, venjulega út í byrjun maí og upp í árnar aftur um miðjan júlí. Þessi bleikja gengur lengst upp í ána þar sem hún hrygnir. Bleikjan hrygnir oftar en einu sinni og hún hrygnir ekki endi- Iega á hverju.ári eftir að kyn- þroska er náð. Hún heldur áfram að vaxa alla ævi og mest þau ár sem hún hrygnir ekki. Menn virðast almennt vera sammála um að meira hafi verið um stóra bleikju hér áður fyrr en nú er. Flest bendir til að smækk- un bleikjunnar og minnkandi bleikjugengd fram í árnar á síð- ustu áratugum megi rekja til auk- innar veiði í sjó og í neðri hlutum árkerfanna á ókynþroska bleikju. Bleikjustofninn þolir þessa breyttu nýtingu þó mjög vel og eins og getið var um hér að fram- an er nóg af bleikjuseiðum í upp- vexti í Eyjafjarðará. Tumi Tómasson fiskifræðingur Norðurlandsdeild Veiðimálastofnunar. Veiðifélag Eyjaíjarðarár: Seld veiðileyfi við Leiruveg Veiðifélag Eyjafjarðarár hyggst frá og með miðvikudeginum 13. júlí selja veiðileyfi til veiði við Leiruveg, á afmörkuðu svæði frá bauju 100 m vestan brúarinnar, að bauju 100 m austan við ræsi úr lóninu austan við Laugalandsveg. Heimilt er að veiða beggja megin vegar, svo í fyrrgreindu lóni. Veiðileyfi verða seld í versl- uninni Eyfjörð v/Hjalteyrargötu og kosta kr. 500,- með áprentuðu veiðikorti, og uppdrætti af veiði- svæðinu. Þá fást 300 kr. endur- greiddar við endurskil á leyfum - kortinu útfylltu, skilgreint hver veiðin er, eða engin veiði. Tekið skal frani að óheimilt er að veiða af sjálfri brúnni. Skilti verður sett upp á brimbrjót, norðan vegar austan ár, með áletruðum skýringum. Veiðileyfi verða seld til 31. ágúst. Frá 1. sept. er fyrirhugað að friða þetta svæði gegn allri sil- ungsveiði með tilliti til haust- bleikjunnar (smábleikju), sem lítið er vitað um hvernig skilar sér í endurheimtum næstu ára. Áformað er að merkja nokkurt magn af þessum silungi næsta haust, sem væri þá byrjun á merkilegu rannsóknarefni. í blaðinu í dag er grein e. Tuma Tómasson þar sem fjallað er um haustbleikjuna. Þá er önnur nýjung - tilraun - fyrirhuguð á vegum Esso-nestis v/Leiruveg: Leigðir verði út litlir hjólabátar á afmörkuðu svæði - ferningi - í krikanum Leiruvegur að norðvesturhorni flugbrautar vestur að Drottningarbraut merkt með baujum. Þessum bát- um geta fylgt veiðileyfi. Umræða um þessi mál hefur hvatt til þessara tilrauna, sem hér er vikið að, góð skil á veiðikort- um hefðu mikið gildi og er vænst góðrar samvinnu við veiðimenn. Nýr veiðivörður hefur verið ráðinn við Eyjafjarðará, Einar Benediktsson, Hjarðarhaga, Öngulsstaðahreppi. Kristján frá Djúpalæk, sem verið hefur veiðivörður um ára- tugaskeið, sagði starfi sínu lausu og eru honum færðar bestu þakk- ir fyrir langa og góða þjónustu. Eftir hann liggja gagnmerkar skýrslur um ástand árinnar sér- hvert sumar, hitastig og aðra þætti. Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðar- ár skipa nú: BirgirÞórðarson, Öngulsstöðum. Jón Eiríksson, Arnarfelli. Karl Jörundsson, Akureyri. Sigurður Jósefsson, Torfufelli. Þorsteinn Eiríksson, Kristnesi. Frá og með morgundeginum er óheimilt að veiða frá brúnni. Raðhús við Dalsgerði 130 fm raðhús á tveimur hæðum til sölu. Laust fljótlega. Fasteignatorgið Geislagötu 12, Sími: 21967 FF Félaa Sölustjón Bjöm Kristjánsson, heimasími: 21776 Ferð aldraðra Einingarfélaga 7. ágúst 1988 Farið verður frá Alþýðuhúsinu kl. 9.00 sunnudaginn 7. ágúst til Dalvíkur og um Svarfaðardal. Siglt til Hríseyjar og þaðan til Grenivíkur. Ekið fram Fnjóskadal til lllugastaða og þaðan til Akureyrar. Fargjald kr. 1.000.- Þátttaka tilkynnist fyrir 1. ágúst á skrifstofu Einingar, sími 23503. Vinningstölur 9. júlí 1988 Heildarvinningsupphæð kr. 4.398.744.- 1. vinningur kr. 2.202.746.- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. 2. vinningur kr. 660.060.- Skiptist á milli 190 vinningshafa kr. 3.474.- 3. vinningur kr. 1.535.938.- Skiptist á milli 6.047 vinningshafa sem fá 254 kr. hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánu- degi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegil Upplýsingasími: 685111

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.