Dagur - 12.07.1988, Síða 13

Dagur - 12.07.1988, Síða 13
12. júlí 1988 - DAGUR - 13 Heilræði Ætlið þið í bátsferð? Afengi má ALDREI hafa um hönd f bátsferðum. Bakkus er óheill hverri áhöfn og má aldrei sitja undir stýri. Legsteinar. Umboðsmaöur okkar á Akureyri er Þórður Jónsson, Norðurgötu 33, hs. 25997, vs. 22613. Fáið myndbæklinginn og kynnið ykkur verðið. Álfasteinn hf. Borgarfirði eystra. Gistihúsið Langaholt er mið- svæðis í ævintýralandi Snæfells- ness. Ódýr gisting fyrir hópa og fjölskyldur. Veiðileyfi. Hringferðir um nesið. Bátaferðir. Gistihúsið Langaholt, sími 93-56719. Velkomnir Norðlendingar 1988. Ökukennsla. Kenni á nýjan MMC Space Wagon 2000 4WD. Útvega öll náms- og prófgögn. Dag- kvöld- og helgartímar. Einnig endurhæfingartímar. Anna Kristfn Hansdóttir, ökukennari, sfmi 23837. Ökukennsla - Bifhjólakennsla. Vilt þú læra á bíl eða bifhjól? Ný kennslubifreið, Honda Accord EX 2000 árg. 1988. Kenni á kvöldin og um helgar. Útvega bækur og prófgögn. Egill H. Bragason, sími 22813. Byggðasafii Þingeyinga 30 ára Síðastliðinn laugardag voru 30 ár liðin síðan Byggðasafn Þing- eyinga var opnað í ganila torf- bænum að Grenjaðarstað en þar hafði þá verið komið fyrir um 1000 inunum sem safnað hafði verið saman víðs vegar úr sýslunni. Þessara tímamóta var minnst með hátíðardagskrá á afmælis- daginn og hófst hún með guðs- þjónustu í Grenjaðarstaðakirkju, þar sem sr. Halldór Gunnarsson í Holti predikaði. Þá var gestum boðið að skoða byggðasafnið en síðan hófst afmælisdagskrá í kirkjunni með tónlist og töluðu máli. í lokin var svo gestum boð- ið til kaffidrykkju í hlöðunni að Grenjaðarstað. Afmælishátíðinni verða gerð nánari skil í blaðinu síðar í vikunni. -KK Ferðafélag Akureyrar Skipagötu 13. Ath. aukaferð. 15.-17. júlí: Herðubreið- arlindir - Askja. 16. júlí: Herðubreiðarlindir (flug- ferð). 21.-24. júlí: Brúaröræfi og Snæfell. 23. júlí: Kambsskarð. 23. júlí til 1. ágúst: Hornstrandir, Grunnavík-Hornvík (í samvinnu við Ferðafélag fslands). 27. júlí til 1. ágúst: Hornvík á Horn- ströndum (í samvinnu við Ferðafé- lag íslands). 29. júlí til 1. ágúst: Kverkfjöll, Askja og Herðubreiðarlindir. 30. júlí: Mælifell í Skagafirði. 3.-7. ágúst: Arnarvatnsheiði, Borg- arfjörður og Kjölur. 6. ágúst: Hjaltadalsheiði. Ath. Árbókin er komin. Fólk er vinsamlegast beðið að sækja hana á skrifstofu Ferðafélagsins. Skrifstofa félagsins er í Skipagötu 13. Síminn er 22720. Skrifstofan er opin milli kl. 16 og 19 alla virka daga nema laugardaga. Laugardaginn 9. júlí voru vígð sam- an í hjónaband í Akureyrarkirkju eftirtalin hjón: Helga Árnadóttir framreiðslumaður og Guðmundur Karl Tryggvason matreiðslumaður. Heimili þeirra verður að Lönguhlíð 3b, Akureyri. Karen J. Malmquist leiðbeinandi og Gunnar Viðar Eiríksson húsasmið- ur. Heimili þeirra verður að Ham- arsstíg 4, Akureyri. Hrefna Magnúsdóttir háskólanemi og Finnur Víðir Gunnarsson raf- eindavirki. Heimili þeirra verður að Skólagerði 65, Kópavogi. Soffía Björk Guðmundsdóttir efna- fræðingur og Snorri Þór Sigurðsson efnafræðingur. Heimili þeirra verð- ur að Grænuhlíð 4, Reykjavík. Svanfríður Birgisdóttir kennari og Sveinn Ómar Eiríksson húsvörður. Heimili þeirra verður hús 4 Stóru- tjarnaskóla, Ljósavatnshreppi. Verð í sumarfríi frá 11. júlí til 12. ágúst. Séra Þórhallur Höskuldsson annast þjónustu fyrir mig þann tíma. Birgir Snæbjörnsson. Fundir Alanon samtakana Strand- götu 21, Akureyri. Mánudag kl. 21.00. Uppi. Miðvikudag kl. 21.00. Niðri. Laugardag kl. 14.00. Uppi. Alateen, miðvikud. kl. 20.00. Uppi. IVlinjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími: 24162. Opnunartímar: Alla daga frá 1. júní til 15. sept., kl. 13.30-17.00. Á sunnudögum frá 15. sept. til 1. júní, kl. 14-16. Náttúrugripasafnið Hafnarstræti 81, sími 22983. Sýningarsalurinn er opinn alla daga nema laugardaga frá kl. 9 til 16. Nonnahús verður opið daglega kl. 14.00-16.30 frá 12. júní til 1. sept. Nánari upplýsingar í síma 23555. Zontaklúbbur Akureyrar. Héraðsskjalasafn Svarfdæla Dalvík. Opið á mánudögum og föstudögum frá kl. 13.00-17.00. Fimmtudögum frá kl. 19.00-21.00. Byggðasafnið Hvoll á Dalvík. Opið á sunnudögum frá kl. 14.00- 18.00. Sigurhæðir. Húsið opið daglega kl. 2-4 frá 15. júní til 1. september. Anitsbókasafnið. Opið kl. 13-19 mánud.-föstud. Lokað á laugardögum til I. október. Davíðshus. Opið daglcga 15. júní til 15. sept- ember kl. 15-17. Minningarkort Líknarsjóðs Akra- neshrepps fást á eftirtöldum stöðum: Brynhildur Hermannsdóttir, Hofi, sími 21950. Berta Bruwik, Hjalteyr- arskóla, sími 25095. Jósafína Stefánsdóttir, Grundar- gerði 8a, sími 24963. Minningarspjöld minningarsjóðs Jakobs Jakobssonar fást í Bókabúð Jónasar og Bókvali. Grýtubakkahreppur - Grenivík. Munið eftir minningarspjöldum Steinunnar Sigursteinsdóttur. Til sölu hjá Eydísi í Litluhlíð 2g, sími 21194. AKUREYRARB/íR Tilkynning Vegna sumarleyfa 25. júlí til 8. ágúst nk. fellur niöur vinna viö vatnslagnir aö nýjum byggingum. Tekið er á móti tilkynningum um bilanir í síma 23206. Vatnsveita Akureyrar. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Aö Framhaldsskólanum á Húsavík vantar kennara í íslensku og stærðfræöi í fullar stöður og í þýsku og frönsku sem jafngildi heillar stöðu. Að Fjölbrautaskólanum í Keflavík vantar kennara í vél- ritun, um er að ræða hálfa stöðu. Við Myndlista- og handíðaskóla íslands er staða fulltrúa á skrifstofu skólastjóra laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 20. júlí. Menntamálaráðuneytið. AKUREYRARB/ÍR Akureyrarbær auglýsir eftir Deildarstjóra öldrunarþjónustu Starfið felst í yfirumsjón meö öllum þáttum öldr- unarþjónustu á vegum Akureyrarbæjar, þ.e. dval- arheimili, hjúkrunarvist, vernduöum þjónustu- íbúöum, dagvist fyrir aldraða, heimaþjónustu, félagsstarfi og fl. Gerö er krafa um staögóöa þekkingu og reynslu á: - stjórnun og mannaforráðum - rekstri - öldrunarþjónustu. Upplýsingar um starf þetta veita félagsmálastjóri (s. 96-25880) og starfsmannastjóri (96-21000) Akureyrarbæjar. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst nk. Skriflegum umsóknum skal beint til bæjarstjóra. Bæjarstjórinn á Akureyri. Starfskraftur óskast á hjólbarðaverkstæði og fleira. Upplýsingar á staðnum. Gúmmívinnslan hf. Rettarhvammi 1 Akureyri Simi 96-26776 SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Starfsfólk óskast í sumarafleysingar strax 70% staöa í þvottahúsi til 1. september. 90% staöa viö aðhlynningu til 1. október. Möguleiki á áframhaldandi vinnu í framhaldi af sumarafleysingum. Framtíöarstarf: Frá 15. júlí, 20% staöa viö aðhlynn- ingu um helgar. Frá 1. ágúst 60% staöa viö aðhlynningu. Frá 1. sept. mismunandi starfshlutfall. Tvær stööur deildarstjóra lausar ca. 15. ágúst. Uppl. í síma 21755 milli kl. 10 og 16. Forstöðumaður. Þórshafnarbúar Dagur óskar eftir að ráða umboðsmann til að sjá um dreifingu á blaðinu á Þórs- höfn. Upplýsingar gefur Hafdís Freyja Rögnvaldsdóttir sími 24222. Fóstursystir mín, STEFANÍA LILJA VALDIMARSDÓTTIR, lést 10. júlí á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Fyrir hönd aðstandenda Elínbjörg Þorsteinsdóttir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.