Dagur - 03.08.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 03.08.1988, Blaðsíða 2
?-PAQUB-3„ágústi988 Sýslunefnd Norður-Múlasýslu: Vill láta rannsaka perlusteins- námur í Loðmundar- firði „Það var eins og að lesa spenn- andi leynilögreglusögu að fara yfir þessar skýrslur,“ sagði Sigurður Helgason, sýslumað- ur Norður-Múlasýslu, en hann hefur kynnt sér skýrslur vís- indamanna vegna pcrlusteins- náms í Loðmundarfirði. Sigurður sagði að hann ætlaði að rita iðnaðarráðherra bréf þar sem athygli væri vakin á nauðsyn þess að rannsaka bet- ur perlusteinsnámurnar því eldri athuganir eru orðnar ára- tuga gamlar. Sýslunefnd Norður-Múlasýslu hefur um árabil ályktað um mörg málefni sem til framfara hafa horft fyrir sýsluna. Sigurður sýslumaður sagði að á síðasta fundi sýslunefndarinnar hefði verið ályktað um vinnslu perlu- steins í Loðmundarfirði, eins og reyndar oft áður. Sigurður taldi að áhugi fyrir vinnslu perlusteins í Loðmundar- firði væri mikill meðal fólks á þessum slóðum. Tvisvar sinnum hefðu farið fram rannsóknir á steininum, í fyrra skiptið á árun- um kringum síðari heimsstyrjöld- ina og voru það þekktir þýskir vísindamenn sem að þeim stóðu. Niðurstöður þeirra rannsókna voru mjög jákvæðar og bentu til þess að vinnsla perlusteinsins borgaði sig. Ekkert varð þó úr framkvæmdum. Arið 1966 rannsakaði banda- ríska fyrirtækið Johns Manville námurnar í Loðmundarfirði. Sigurður sagði að sér virtust þær rannsóknir hljóta að hafa verið flausturslegar því þær tóku að- eins fáeina daga. Niðurstöðurnar voru að ekki borgaði sig að vinna perlustein á þessum stað en ýmsir efast þó um áreiðanleika þeirra. EHB Bjórinn kemur innan skamms en honum fylgir gamalt og nýtt vandamál; hvernig á að forðast umhverfismengun. Mynd: tlv Nýtt orgel í Ólafs fjarðarkirkju - eitt fyrsta íslenska kirkjuorgelið Búið er að panta nýtt orgel fyr- ir Ólafsfjarðarkirkju að sögn Svavars A. Jónssonar sóknar- prests. Það er átta radda pípu- orgel smíðað af íslenskum orgelsmið Björgvin Tómassyni frá Seltjarnarnesi. „Þetta er með fyrstu íslensku kirkjuorgelunum sem smíðuð eru,“ sagði Svavar. „Síðastliðið haust byrjuðum við að leita til- boða erlendis frá og fengum Björgvin okkur til ráðgjafar. Síð- an ákvað hann að gera tilboð líka og þar sem það var hagstætt og gott tókum við því,“ sagði Svavar. Hann sagði ennfremur að þar sem mjög vel þurfi að annast pípuorgel, stilla þau og annað slíkt, þá væri gott að hafa smið- inn nálægt sér. „Það orgel sem við höfum núna er orðið óttalegur garmur og búið að endast þann tíma sem því var ætlað. Við vonumst því til að nýja orgelið verði komið fyrir jól,“ sagði Svavar að lokum. KR Hagsýslustjórastaðan: Enguin sækir um Það rigndi ekki inn umsóknum um stöðu hagsýslustjóra Akur- eyrarbæjar, en frestur til að sækja um stöðuna rann út um helgina. Enginn sótti um stöðuna. Úlfar Hauksson hag- sýslustjóri hættir störfum í lok september. Valgarður Baldvinsson bæjar- ritari sagði að verið væri að skoða málið, en menn vildu gjarnan hafa einhvern í sigtinu í tíma. Launamál og óheppilegur tími var á meðal þess sem Valgarður nefndi sem áhrifavald á róleg- heitin í kringum stöðuna. Umsóknarfrestur verður að lík- indum framlengdur, en einnig er möguleiki á að umsóknir séu á leiðinni í pósti. mþþ Á að setja skilagjald á einnota dósir? - leggjum á það áherslu, segir formaður Náttúruverndarráðs Eftir sjö mánuði verður lands- mönnum heimilt að drekka áfengt öl og bíða þess eflaust Akureyri: Jóhann Hjartarson í Davíðshús Jóhann Hjartarson, stórmeist- ari, hefur hug á að dvelja í Davíðshúsi á Akureyri til að undirbúa sig fyrir einvígi sitt við Karpov sem hefst í Seattle í Bandaríkjunum 28. janúar. Menningarmálanefnd bæjarins bauð Jóhanni afnot af Davíðshúsi í þessu skyni fyrir nokkru. Jóhann Hjartarson sagði að hann hefði ekki svarað bréfi menningarmálanefndar ennþá. Hann sagðist verða mikið fjar- verandi vegna keppni næsta haust, fyrst við skákmót Stöðvar 2 og síðan Olympíumótið. „Eftir það hef ég fullan hug á að koma til Akureyrar, eins og ég gerði síðast fyrir einvígið við Korstnoj. Ég á eftir að tala betur við menn- ingarmálanefnd, það getur verið að þeim þyki þetta nokkuð léleg nýting á húsinu ef ég verð svona lítið við. Aðalundirbúningur minn fyrir einvígið hefst ekki fyrr en um mánaðamótin nóvember- desember, og það er vegna þess hversu mikið er að gera hjá mér vikurnar á undan,“ sagði Jóhann Hjartarson. EHB Jóhann Hjartarson. margir með eftirvæntingu. Það þykir nokkuð Ijóst að neysl- an verður talsverð og í valnum liggi mikið magn bjórdósa. „Við höfum lagt áherslu á að skilagjald verði sett á dósirn- ar,“ sagði Þóroddur Þórodds- son framkvæmdastjóri Náttúru- verndarráðs. Verði af því þarf að koma upp aðstöðu svo menn geti skilað dósunum t.d. á sölustöðum. Áætlað er að um 400 tonn af dósum falli til hér á landi árlega og er þá eingöngu átt við gosdós- ir, en það samsvarar um 30 millj- ónum dósa. Þóroddur sagði að á þeim Norðurlöndum þar sem notkun dósa undir drykkjarvöru væri leyfð, væri til staðar þróað skilakerfi og að Náttúruverndar- ráð, Hollustuvernd ríkisins og Landvernd hefðu lagt á það áherslu að skilagjald verði einnig sett upp hér á landi. Taldi hann réttast að framleiðendur og/eða innflytjendur myndu koma upp slíku skilakerfi. „Það verður að ákveða mjög fljótlega hvernig eigi að bregðast við þessu svo nægur tími verði til að leysa þetta mál,“ sagði Þór- oddur. Margs konar vélar eru til sem pressa dósir og ljóst að ef ákveðið verður að koma á skila- gjaldi verður að setja þær upp víða. Þeir framleiðendur sem blaðið hafði tal af sögðu umræðu um skilagjald ekki hafa farið fram innan þeirra fyrirtækja og nefndu sumir að ósanngirni væri að setja einungis skilagjald á dósir, en ekki aðrar einnota umbúðir. Bjarni Þór Kjartansson fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins ístex í Reykjavík er um þessar mundir að kynna vél sem minnkar um- mál einnota umbúða verulega, eða um 80-90% og sagði hann að slíkar vélar hentuðu ágætlega hvað dósirnar varðar. Hann sagði brýnt að farið væri að huga að þessum málum og hvetjandi væri að setja skilagjald á dósir. mþþ íbúasamtök Síðuhverfis: Á fimdi með bæjar- ráði Akureyrar Á fimmtudaginn var haldinn fundur með bæjarráði og full- trúum íbúasamtaka Síðuhverf- is. Það var bæjarráð sem boð- aði til fundarins en hann fóist aðallega í kynningu á sam- tökunum og hugmyndum þeirra. Sveinn Brynjólfsson úr framkvæmdanefnd samtak- anna sagðist vera ánægður með að bæjarráð skuli hafa sýnt það frumkvæði að boða á fundinn. „Þarna var tækifæri til þess að kynna okkar viðbrögð til hverfis- ins og væntingar til þeirrar þjón- ustu sem við vonumst til að korni þangað," sagði hann. Fulltrúar samtakanna vörpuðu ýmsum spurningum til bæjar- ráðsmanna. M.a. hvort þeir myndu standa með þeim í að ýta undir að póstafgreiðsla kæmi í Þorpið og hvort þeir tækju afstöðu til þess að byggð yrði upp heilsugæslustöð þar. „Ég held að þeir séu tilbúnir til að hugsa þessi mál frek'ar,“ sagði Sveinn. Hann bætti við að honum finndist sem bæjarráð hafi tekið flestum hug- myndum samtakanna vel. En greinilegur ágreiningur hefði þó verið um skólamál. „Við stefnum að því að halda fund í haust um skólamál og von- umst til þess að geta kynnt skoð- un okkar og ýmissa sérfræðinga á þeim,“ sagði hann. Sveinn sagðist vonast til að bæjarráð héldi áfram að fylgjast með skoðunum samtakanna og mótaði afstöðu sína til ýmissa pólitískra mála ekki af misskiln- ingi. KR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.