Dagur - 03.08.1988, Side 6
6 - DAGUR - 3. ágúst 1988
Illa farin og Ijót tré voru fjarlægð úr trjálundum í Dimmuborgum, allt til
þcss að gera þetta svæði sem snyrtilegast og fallegast. Hér hefur formaður-
inn brugðið einu tré á herðar sér.
Fyrir skömmu voru félagar í
Sjálfboðaliðasamtökum um
náttúruvernd staddir í Mývatns-
sveit. Hópurinn stoppaði um
vikutíma í sveitinni og vann
hörðum höndum, bæði í
Dimmuborgum og við
Kverkfjall. Síðasta verkið og
sennilega það merkilegasta var
að grafa upp Sauðahelli í
Dimmuborgum sem nú hefur
verið lokaður um áratuga
skeið. Dagur hitti Jóhönnu B.
Magnúsdóttur, formann sam-
takanna, í Dimmuborgum og
gaf hún frekari upplýsingar um
starf samtakanna og verkefnin
í Mývatnssveit.
Tveggja ára gömul samtök
„Pað eru tvö ár síðan þessi sjálf-
boðaliðasamtök um náttúru-
vernd voru stofnuð. Núna eru um
150 manns í samtökunum eða
helmingi fleiri en við stofnun
þeirra. Petta er alls konar fólk
sem allt á það sameiginlegt að
hafa áhuga á verndun náttúrunn-
ar og við erum mjög hreykin af
því að fjórðungur félagsmanna er
mjög virkur í starfinu," segir Jó-
hanna.
Aldursdreifingin á félögunum
er líka mikil sem sást best í
Mývatnssveit þar sem yngsti þátt-
takandinn var 18 ára en sá elsti
yfir sjötugt. Starf samtakanna fer
mest fram yfir sumarið en yfir
vetrartímann koma félagsmenn
saman í nokkur skipti til að ræða
verkefni sumarsins og skipu-
leggja starfið. Fyrsta ferðin er
síðan oftast í Krísuvík þar sem
unnið er við göngustíga. Af öðr-
um stöðum sem félagsmenn hafa
unnið við má nefna Alviðru og
Jökulsárgljúfur.
Gert viö náttúruspjöll
Megináhersla er lögð á að það
sem félagsmenn gera úti í náttúr-
unni sé sem náttúrulegast og miði
að því að fegra landið. Dæmi um
þetta eru að sjá í Dimmuborgum
þar sem um 20 manns unnu við
að grisja trjálundi og gera stein-
tröppur við Gatklett. Par hafa
greinilega ekki verið neinir auk-
visar á ferð því þessar tröppur
eru þannig gerðar að ómögulegt
er að gera sér í hugarlund að þær
hafi ekki verið við klettinn um
áratuga skeið.
Annað verkefni hópsins í
Mývatnssveit var að gera við
náttúruspjöll við Kverkfjall. „Þar
vorum við að reyna að afmá
fangamerki og annað sem fólk
hafði krotað í jarðveginn og
steinana. Þetta er mjög mikið
verk og maður skilur nánast ekki
hvað fær fólk til að gera svona
lagað því þetta er hreint ekkert
fallegt," segir Jóhanna.
- Nú hlýtur einhver kostnaður
að fylgja ykkar starfi. Hvernig er
þetta fjármagnað?
„Jú, auðvitað fylgir alltaf ein-
Inni í Sauðahelli í Dimmuborgum er margt að skoða. Sjálfboðaliðarnir hafa nú mokað sandi út úr hellinum þannig
að hægt verði að sýna ferðamönnum hann í framtíðinni.
Félagar í Sjálfboðaliðasamtökum um náttúruvernd gefa sigurmerki fyrir framan Sauðahelli í Dimmuborgum.
Myndir: JÓH
hluti vegna þess að hann eflir
áhugann og skilning á náttúru-
vernd.“
Fjórar vinnuferðir í sumar
Hvaða verkefni eru valin hverju
sinni ræðst að stórum hluta á
hvert félagarnir vilja fara og ekki
síður ræðst það af því hvort land-
verðir eða Ferðafélag íslands
hafa bent á einhverja sérstaka
hluti sem nauðsynlegt sé að vinna
að. En hversu oft er farið í þessar
vinnuferðir?
„Við erum með fjórar ferðir í
sumar. Við byrjuðum í Krísuvík
þar sem við unnum í einn dag,
síðan fórum við í Þórsmörk og
eigum eftir að fara í ferð í
Alviðru," segir Jóhanna.
Stærsta verkefnið í Mývatns-
sveitarferðinni var að grafa
Sauðahelli upp. Hellismunninn
var fullur af sandi sem nauðsyn-
legt var að moka út til að hægt
verði að sýna þennan helli ferða-
mönnum þegar frá líður. Þegar
Dag bar að garði var mikill sand-
haugur úti fyrir hellinum og sjálf-
boðaliðarnir mokuðu af krafti.
Með í hópnum voru 4 útlending-
ar, bæði frá Danmörku og Frakk-
landi sem hingað eru komin í
gegnum dönsku samtökin
„Mellem folkelig samverke".
Jóhanna B. Magnúsdóttir, formað-
ur Sjálfboðaliðasamtaka um náttúru-
vernd, í steintröppunum fyrir framan
Gathelli í Dimmuborgum í Mývatns-
sveit. Þessar tröppur voru eitt af
verkefnum hópsins.
hver kostnaður. Við leituðum til
nokkurra fyrirtækja í vetur um
stuðning og fengum nokkuð
jákvæð viðbrögð. Þar var oftast
um að ræða t.d. ferðabílaeigend-
ur sem gáfu okkur rútuferðir á þá
staði þar sem við vildum vinna.“
- Fólk er þá að slá saman
skemmtilegu ferðalagi og vinnu.
„Já, margir eru að taka sumar-
fríið sitt í þessa vinnu og það er
eftirtektarvert að konur eru mun
virkari í þessar vinnuferðir held-
ur en karlar. Auðvitað er félags-
skapurinn í kringum þetta stór
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
útlendingar koma hingað til að
vinna með Sjálfboðaliðasamtök-
um um náttúruvernd vegna þess
að á síðastliðnu sumri dvöldu hér
10 Bretar og unnu með félags-
mönnum úti um landið.
Sauðahellir grafínn upp
Jóhanna og félagar segja að það
hafi verið hrein upplifun að stíga
inn í hellinn í fyrsta sinn. „Við
skriðum hérna inn og héldum
hvort í annað enda vissum við
ekki hvernig hellirinn leit út. þá
kom í ljós að hellirinn er um 30
metra langur og allur vel mann-
gengur."
Hellirinn ber þetta nafn ekki
að ástæðulausu. Vel má sjá þess
merki að kindur hafa verið
geymdar í hellinum því búið er
að reisa lágan vegg í hellinum
sem ekki er laust við að minni á
fjárrétt. Mörg náttúrufyrirbrigði
eru í hellinum t.d. sérkennilegar
steinmyndanir í loftinu og einnig
er utan með öllum hellinum ein-
kennilegur bergkragi sem einna
helst minnir á rúllutertu.
Um þennan helli er vitað að
þegar Jakobína Johnson, skáld-
kona og Vestur-íslendingur, kom
til Mývatnssveitar á fjórða áratug
þessarar aldar þá söng karlakór
fyrir hana í Sauðahelli í Dimmu-
borgum. Hellirinn hefur því ekki
verið týndur en ekkert verið gert í
að opna hann og gera mannfær-
an. Þetta verkefni tóku Sjálf-
boðaliðasamtökin að sér ásamt
landvörðum í Mývatnssveit og
hafa nú opnað leið inn í hellinn.
Næsta verkefni er að ganga frá
stígum að þessum helli og ganga
þannig frá málum að ekki fjúki
sandur aftur inn í hellinn. Hér er
á ferðinni enn eitt náttúruundrið
í Mývatnssveit sem örugglega á
eftir að vekja athygli margra.
JÓH
„Miðar allt að því að
auka náttúrufegurðina"
- Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd við störf í Mývatnssveit