Dagur - 03.08.1988, Blaðsíða 4
S-Bk8ófl-i?fá»%8§
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉSPÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL BRAGASON,
FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Af vinnutíma
og tannhirðu
Nýlega höfum við íslendingar verið upplýst-
ir um tvenns konar met, sem við setjum sem
þjóð, borið saman við aðrar þjóðir. Annars
vegar er vinnutími hér sá lengsti í heimi og
hins vegar gengur okkur betur en nokkurri
annarri þjóð að skemma í okkur tennurnar.
. — Hvorugt getur talist nokkuð til að státa
sig af.
Algengast er að við berum okkur saman
við nágranna okkar og frændur á hinum
Norðurlöndunum. Sá samanburður segir
okkur að vikulegur vinnutími karla er a.m.k.
10 til 12 stundum lengri á íslandi en annars
staðar á Norðurlöndum.
Þessi niðurstaða kemur þeim sem eitt-
hvað þekkja til í nágrannalöndunum ekki á
óvart. Þar gengur lífið ekki eins mikið út á
vinnuna eins og hér, en meiri tími er helgað-
ur fjölskyldulífinu. Þá er það einnig stað-
reynd, að t.d. í Noregi leggur fólk ekki eins
mikið upp úr stórfengleik í húsum og híbýl-
um og hér á landi. Kapphlaupið um lífsþæg-
indin er ekki eins mikið á veraldlega sviðinu
og hér, — þar telst það til lífsþæginda að vera
heima með fjölskyldunni. Að sjálfsögðu
verður hver og einn að gera það upp við eig-
in samvisku og eigin lífsviðhorf hvernig
hann vill verja lífi sínu, hvort er mikilvægara,
marmarinn eða manneskjan; fótanuddtækið
eða fjölskyldan.
Um síðustu helgi stóð Tannverndarráð
fyrir dreifingu á harðfiski til ungra vegfar-
enda. Með þessu var verið að benda á holl-
ustuna og jafnframt vakin athygli á, að það
þarf ekki endilega sætindi til að narta í á
ferðalaginu. Ástæðan fyrir þessu ágæta
framtaki er sú, að tannskemmdir barna hér á
landi eru meiri en þekkist hjá öðrum
þjóðum. Það er e.t.v. erfitt að fullyrða að það
stafi af sælgætisáti fyrst og fremst, en hitt er
vitað mál, að sjoppur eru fleiri hér miðað við
mannfjölda en gengur og gerist annars stað-
ar og staðsetning þeirra einstaklega fjand-
samleg tönnum barna og unglinga.
Af þessu má ljóst vera, að lífsstíll okkar
íslendinga er á margan hátt nokkuð sérstak-
ur og sennilega öðrum þjóðum lítið til eftir-
breytni. En skyldi okkur með styttri vinnu-
tíma gefast tími til að bursta í okkur og börn-
unum okkar tennurnar? VS
Misstu tjaldsúlumar
í á vestur á Ströndum
- spjallað við tvo erlenda ferðamenn á Akureyri
Þeir Frank oj> Erich voru hressir þrátt fyrir veðurfarið og skakkaföli sem þeir
urðu fyrir á Vestfjörðum. Þeir sögðu að menn yrðu að búa sig almennilega
ef þeir ætluðu til íslands. Mynd: ehb
Feröamenn, innlendir sem
erlendir, áttu ekki sjö dagana
sæla í rigningunni og slagveðr-
inu í síöustu viku. Eflaust hafa
margir vorkennt útlendingun-
um að þurfa að híma í renn-
blautum tjöldum á tjaldsvæð-
um Akureyrarbæjar við Þór-
unnarstræti. Blaðamaður brá
sér á vettvang og ræddi við tvo
unga menn, Frank og Erich,
en þeir voru í þann mund að
taka til í tjaldi sínu og búa sig
til brottferðar.
Frank er fæddur og uppalinn í
Belgíu en Erich er Þjóðverji.
Þeir sögðust hafa farið til
Norðurlandanna áður, og oftar
en einu sinni til Noregs, Svíþóð-
ar, Danmerkur og Finnlands.
Þeini hefði dottið í hug að prófa
íslandsferð því þeir hefðu heyrt
að hingað ferðuðust fáir og að
land og þjóð væri athyglisverð.
Ferðalag þetta væri þó ekki í
neinum tengslum við starf þeirra
eða atvinnu.
Þeir félagar sögðu að þeim félli
vel við íslendinga og að ferðin
hefði verið vel heppnuð til þessa,
en þeir eiga eftir að dvelja hér-
lendis í fjórarvikurenn. Á Akur-
eyri höfðu þeir dvalið í fimm
daga. Veðrið hefði verið óhag-
stætt en þeir létu slíkt ekki á sig
fá því þeir hefðu verið vel útbún-
ir hvað skjólfatnað snerti. Félag-
arnir sögðust hafa orðið varir við
að ferðamenn hefðu flúið undan
verðinu en þó ekki í miklum
mæli. Töldu þeir slíkt vera óeðli-
legt og þetta veður væri einfald-
lega hluti af ferðalaginu sem ekki
spillti því á nokkurn hátt.
Frank og Erich urðu fyrir því
óhappi að missa tjaldsúlur og
innra tjald í á vestur á Horn-
ströndum. Óhappið varð þegar
þeir voru að vaða ána og missti
þá sá sem bar tjaldið fótanna og
náðu þeir því ekki aftur. Þeir
sváfu því undir yfirtjaldinu einu á
berri jörðinni. Þetta létu þeir
ekki á sig fá. Eftir dvölina á
Akureyri ætluðu þeir félagar að
ferðast um Norðurland eystra og
Austfirði.
Erich sagði að Akureyri væri
vinalegur bær og stór á íslenskan
mælikvarða. Þó væri ekki gott að
bera Akureyrarbæ saman við
aðra bæi á Norðurlöndunum eða
í heimalöndum þeirra því hér
væri allt innflutt, eins og hann
orðaði það. Frank tók undir
þetta og sagðist undrast hversu
mikið af vörum í verslunum væri
innflutt. Þetta ríki væri því
greinilega alveg háð innflutningi
og væri það e.t.v. stærsti munur-
inn á íslandi og t.d. Þýskalandi.
íslendingar væru mjög kurteis-
ir og vinalegir en þeir hleyptu
ekki hverjum sem væri inn á sig
og héldu sig í hæfilegri fjarlægð
frá útlendingum. Ekki væri hægt
að segja að Islendingum væri illa
við ferðamenn, öðru nær, en á
vissan hátt væri erfitt að kynnast
þjóðinni sem væri, þrátt fyrir allt,
dæmigerð fyrir þjóðir Skandi-
navíu. „Við eigum eftir að koma
aftur, við erum ákveðnir í því,“
sögðu þeir að lokum. EHB
Sauðárkrókur;
Fékk sent kaskeiti
frá Búnaðardeild SÍS
- vegna myndar sem birtist í Degi
Það getur stundum haft sín
áhrif að birtast á mynd í hinum
og þessum blöðum og það fékk
Sigurbjörn Arnason vallar-
starfsmaður á Sauöárkróks-
velli að reyna fyrir skömmu. í
Degi þann 10. júní sl. birtist
mynd af Sigurbirni þar sem
hann er að slá völlinn á 31 árs
gamalli Massey Ferguson
dráttarvél. Ekki svo ýkja
merkilegt, en nokkrum dögum
seinna fékk Sigurbjörn sent
bréf frá umboði Ferguson vél-
anna, Búnaðardeild Sam-
bandsins. I því stóð m.a.:
„Þakka þér fyrir hlýleg orð í
garð gamla, góða Massey Fergu-
son nú í Degi 10. júní sl. Ég hygg
að margir hafi sömu sögu að
segja og þú og hafi ástæðu til að
tala hlýlega um hina ótrúlegu og
góðu endingu, lipurð og notagildi
þessara dráttarvéla. Sem lítinn
þakklætisvott sendi ég hér með
konunglegt kaskeiti og vona að
berist skilvíslega, sem lítinn
þakklætisvott fyrir umhyggju
þína við umrædda vél og hlý orð
í hennar garð. Með von um að
allt gangi vel hjá ykkur. Bestu
kveðjur.“ Bréfið er undirskrifað
af Gunnari Gunnarssyni f.h.
Búnaðardeildarinnar.
Að vonum var Sigurbjörn
ánægður með þessa sendingu og
sagðist nota kaskeitið í hvert
skipti sem hann slær völlinn. Af
„Massanum" er allt gott að frétta
og klikkar ekki rnikið við sláttinn
á Sauðárkróksvelli með Sigur-
björn við stjórnvölinn. -bjb
Sigurbjörn Árnason viö dráttarvélina góðu, með kaskcitiö á hausnum og
bréfið frá Búnaðardeild SIS við höndina. Mynd: bjb