Dagur - 25.08.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, fimmtudagur 25. ágúst 1988 159. tölublað
það
hressir
Uaiiw
Týndu milljónirnar og VMA:
Peningarnir
munu finnast
- segir Árni Gunnarsson alþingismaður
„Þessar milljónir eru ekki
týndar. Hins vegar er það mín
skoðun að í samningaviðræð-
um um þessa aukafjárveitingu
þá hafi fjármála- og húsnæðis-
vanda Háskólans á Akureyri
því miður verið blandað inn í
þær umræður. Þessum tveimur
málum átti að halda algjörlega
aðskildum. Það að blanda fjár-
hagsvanda þessara tveggja
skóla saman hefur komið niður
á Verkmenntaskólanum,“
sagði Arni Gunnarsson alþing-
ismaður.
Baldvin Bjarnason, settur
skólameistari við Verkmennta-
skólann á Akureyri, skýrði frá
því að aukafjárveiting upp á 22
milljónir króna sem renna átti til
byggingaframkvæmda við skól-
ann væri týnd. Hann sagði að
Árni Gunnarsson hefði greint frá
þessari fjárveitingu á „Opnum
dögum“ en ekkert hefði til pen-
inganna spurst.
Árni sagðist hafa greint frá
umræddri aukafjárveitingu í
framhaldi af samtali við fjármála-
ráðherra, í öðru lagi í framhaldi
af viðræðum hans og formanns
skólanefndar við fjármálaráð-
herra og í þriðja lagi í framhaldi
af viðræðum hans og bæjarstjóra
Akureyrar við fjármálaráðherra
um þetta mál.
En hvar eru þessar 22 milljón-
ir? Árni sagði að í viðræðum
nefnda um aukafjárveitinguna,
vaxtakostnað og annað slíkt,
hefði málið lent í biðstöðu. Þau
atriði hefðu verið leyst en Árni
sagðist telja að málið hefði ekki
komið til endanlegrar afgreiðslu
einfaldlega vegna þess að réttir
aðilar hefðu ekki talað saman.
„Ég lýsi því yfir hér og nú að
þessir peningar munu koma í
leitirnar og Verkmenntaskólinn
mun fá þá fjármuni sem þarna er
um rætt. Kannski hafa menn ver-
ið of bráðlátir í þessu háskóla-
máli, að ljúka ekki fyrst við
Verkmenntaskólann og ganga frá
hans húsnæðismálum. Ég held að
menn hafi verið 1-2 árum of fljót-
ir á sér og þar hafi afmæli Akur-
eyrar kannski átt hlut að máli,“
sagði Árni og bætti því við að
hann ætlaði nú þegar að ræða við
fjármálaráðherra um þetta mál.
SS
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði á Akureyri í gær. Niðurstaða fundarins var að reyna niðurfærsluleið þá
sem svokölluð bjargráðanefnd lagði til. Þó telja þeir sjálfstæðismenn að samráð verði að hafa við verkalýðsforyst-
una áður en ákveðið verði að fara þessa leið. Mynd: cu
Þjóðin hefur ekki efni á
neinum leikaraskap núna
- segir Þorsteinn Pálsson, en þingflokkur Sjálfstæðistlokksins
vill reyna niðurfærsluleiðina í samráði við verkalýðsforystuna
„Okkar niðurstaða er sú að við
viljum reyna niðurfærsluleiðina
að höfðu samráði við verkalýðs-
forystuna. Við teljum að það
sé mjög mikilvægt, ef fara á
þessa leið, að um hana takist
allvíðtæk samstaða í þjóðfélag-
inu,“ sagði Þorsteinn Pálsson
Svalbarðseyri:
Átöppunarverksmiðja og
útflutningur á vatni?
- Vaðlaheiðin ekki nógu gjöful
í sumar hefur Halldór Péturs-
son, jarðfræðingur hjá Nátt-
úrufræðistofnun Norðurlands,
Jcdamic
minerate
Nydes kotd
0,2 ttr.
Mjólkursamlag KEA flytur út vatn
og hugmyndir voru uppi um hlið-
stæða atvinnugrcin á Svalbarðseyri.
kannað vatnslindir í Vaðla-
heiði með tilliti til þess hvort
þar væri að finna gott neyslu-
vatn í ríkum mæli. Rannsóknir
þessar eru á vegum Iðnþróun-
arfélags Eyjafjarðar og niður-
stöður iiggja því sem næst
fyrir, en tilgangurinn með
rannsóknunum var m.a. sá að
kanna grundvöll fyrir átöppun-
arverksmiðju á Svalbarðseyri.
Sigurður P. Sigmundsson,
framkvæmdastjóri Iðnþróunar-
félagsins, sagði að vatnsöflunar-
möguleikar hefðu verið kannaðir
í Vaðlaheiði og Víkurskarði.
Meiningin hefði verið að athuga
möguleika á nýtingu vatnsins, ef
það reyndist gott og í einhverju
magni.
„Við vorum að hugsa um
átöppun og höfðum Svalbarðs-
eyri sérstaklega í huga því þar
eru hús sem mætti nýta. Niður-
staðan er hins vegar sú að það er
ekki nógu mikið vatn í kringum
Svalbarðseyri en nóg af vatni í
Víkurskarði, sem að öllum lík-
indum er of langt í burtu frá Sval-
barðseyri til þess að hægt sé að
nýta það þar,“ sagði Sigurður.
íslenskt vatn er rómað fyrir
gæði og Mjólkursamlag KEA
flytur það út í nokkrum mæli þótt
ekki sé um nein stórviðskipti að
ræða. Sigurður sagði að skilyrði
til vatnsöflunar í Vaðlaheiði og
hugsanlegur útflutningur hefðu
fyrst og fremst verið könnuð með
tilliti til atvinnuástands á Sval-
barðseyri og ónýttra húsa.
í Víkurskarði reyndist vera
mikið af vatni sem hugsanlegt er
að nýta, þótt Svalbarðseyri sé
ekki inni í því dæmi. Sigurður
kvaðst ætla að hafa samráð við
mjólkursamlagið um framhald
málsins því vissulega væri mögu-
legt að vinna frekar að þessari
hugmynd. SS
forsætisráðherra að loknum
fundi þingflokks sjálfstæðis-
manna, sem haldinn var á Ak-
ureyri í gær. Þorsteinn sagði
því óhjákvæmilegt að samráð
yrði haft við verkalýðsforyst-
una áður en farið væri af stað
og niðurfærsluleiðin reynd,
ættu allir þættir hennar að
ganga upp.
Þingflokkar allra stjórnar-
flokkanna sátu fundi í gær og
ræddu stöðuna. Fundir Framsókn-
ar- og Alþýðuflokks stóðu fram á
kvöld, en að þeim loknum sögð-
ust bæði Steingrímur Hermanns-
son og Jón Baldvin Hannibalsson
hafa fullt umboð flokka sinna til
að reyna niðurfærsluleiðina til
hlítar. Steingrímur sagði eftir
fundinn í gær að verði leiðin
reynd yrði hún undanbragðalaust
að ganga í gegnum allt efnahags-
kerfið. Þá sagði hann að fresta
þyrfti öllum launahækkunum sem
og búvöruhækkunum sem koma
eiga til framkvæmda þann 1. sept-
ember. Samkæmt niðurstöðu þing-
flokkanna í gær verður leiðin að
öllum líkindum valin, en um það
verður rætt á ríkisstjórnarfundi í
dag.
Þorsteinn Pálsson sagði mikil-
vægt að menn gerðu sér grein fyrir
þeim mikla og alvarlega vanda
sem útflutningsframleiðslan ætti
við að stríða og að vegna versn-
andi ytri aðstæðna hefðum við
misst milljarða út úr hagkerfinu.
„Við getum ekki búið til neitt
sældarástand á meðan við ekki
náum inn þessum milljörðum aft-
ur,“ sagði hann.
Verði niöurfærsluleiðin marg-
nefnda reynd sagði Þorsteinn að
augljóst væri að verðlag lækkaði
ekki um sama hundraðshluta og
launin og því yrðu menn að gera
sér grein fyrir. Lækkun launa allra
þjóðfélagshópa er eitt það sem
erfiðast þykir við niðurfærsluleið-
ina. „Það verður að tryggja að
hún verði réttlátlega framkvæmd.
Ef þessi leið verður farin verður
að vera tryggt að hún nái til allra,
annars verður ekki fyrir hendi það
réttlæti sem nauðsyniegt er og
þess vegna verður að hafa samráð
við verkalýðsforystuna.“
Þorsteinn var bjartsýnn á að
samstaða næðist í ríkisstjórninni
um að reyna þessa leið og taldi
ekki ástæðu til annars en að unnið
væri að þessu máli af heilindum.
„Það er skylda flokkanna að gera
allt sem í þeirra valdi stendur til að
ná þessari samstöðu. Þjóðin hef-
ur ekki efni á neinum leikaraskap
lengur,“ sagði Þorsteinn. mþþ
Ping Pong:
Innbrotið
upplýst
Rannsóknarlögreglan á Akur-
eyri hefur upplýst innbrotið í
verslunina Ping Pong á Akur-
eyri sem átti sér stað aðfara-
nótt mánudags.
Þar var að verki einn aðili, sem
áður hefur komið við sögu lög-
reglunnar á Akureyri. í innbrot-
inu var stolið fatnaði fyrir tugi
þúsunda, en honum hefur nú öll-
um verið skilað. VG