Dagur - 25.08.1988, Page 11
25. ágúst 1988 - DAGUR - 11
íþróttir
Enska knattspyrnan:
Tekst að stöðva Iiverpool?
4-5 lið telja sig hafa möguleika á því í vetur
Nú á laugardaginn hefst
keppnin í ensku knattspyrn-
unni. Mikið hefur gengið á í
sumar, hörmulegt gengi Eng-
lendinga í Evrópukeppninni að
viðbættum skrílslátum áhang-
enda Iiðsins sem urðu til þess
að vonir félagsliðanna um þátt-
tökurétt í Evrópukeppnum
runnu út í sandinn. Þá kom til
mikilla átaka innan knatt-
spyrnusambandsins vegna
samninga um sjónvarpsréttindi
og um tíma leit út fyrir að tíu
stærstu félögin stofnuðu
úrvalsdeild. Sem betur fór tók-
ust sættir og keppnin í vetur
verður því með sama sniði og
áður.
En flest félögin hafa búið sig
undir leiktímabilið með því að
bæta við sig nýjum leikmönnum
og selja aðra. Við skulum nú
aðeins reyna að átta okkur á
helstu breytingum sem orðið hafa
og spá lauslega um frammistöðu
1. deildarliðanna.
Toppbaráttan
Fimm af fyrstudeildarfélögunum
eru langstærst og því líkleg til að
skipa sér í efstu sætin, auk Eng-
landsmeistara Liverpool eru það
Everton, Man. Utd., Arsenal og
Tottenham. Pau sátu ekki
aðgerðalaus í sumar og háðu
harða baráttu um þá toppleik-
menn sem í boði voru.
Everton hafði vinninginn og
eyddi um £5 milljónum í fjóra
nýja leikmenn. Þeirra dýrastur
var miðherjinn Tony Cottee frá
West Ham, kostaði £2,5 millj. og
er það mesta upphæð sem greidd
hefur verið fyrir leikmann á
Englandi. Auk hans voru Stuart
McCall Bradford, Pat Nevin
Chelsea og Neil McDonald
Newcastle keyptir fyrir stórar
upphæðir. En Everton varð að
sjá á eftir enska landsliðsbak-
verðinum Gary Stevens fyrir £1
millj. til Rangers í Skotlandi, en
framkvæmdastjóri þeirra Graeme
Souness hefur undanfarin ár riðið
húsum hjá knattspyrnuliðum á
Englandi og lokkað til sín snjalla
leikmenn.
Arsenal hefur ekki haft sig
mikið í frammi í sumar, aðeins
keypt miðvörðinn Steve Bould
frá Stoke City fyrir £390.000. En
félagið byggði að miklu leyti upp
lið sitt í fyrra og í vor keypti
Arsenal tvo leikmenn, bakvörð-
inn Lee Dixon frá Stoke City og
útherjann Brian Marwood frá
Sheffield Wed. Liðið hefur staðið
sig vel í æfingaleikjum og virðist í
góðri samæfingu sem er meira en
hægt er að segja um marga keppi-
nauta þess.
Glansliðin Man. Utd. og Tott-
enham eru ávallt mjög áberandi
og mikið í fréttum. Bæði þessi
félög hafa þurft að bíða lengi eft-
ir Englandsmeistaratitli og leggja
Everton lét £2,5 milljónir fyrir Tony
Cotter.
nú allt í sölurnar til að ná honum
til sín.
Tottenham nældi í Paul Gasco-
igne eftirsóttasta leikmanninn á
markaðinum í sumar fyrir £2
millj. eftir mikla baráttu við
Man. Utd. og framherjinn Paul
Stewart var keyptur frá Man.
City fyrir £1,7 millj. En ýmsir
leikmenn hafa yfirgefið Totten-
ham, Clive Allen seldur til
Frakklands fyrir £1 millj.,
Johnny Metgod, Ossie Ardiles,
John Chiedozie, Ray Clemence
og Nico Claesen ekki lengur í
herbúðum Tottenham.
Man. Utd. hefur styrkt lið sitt
með landsliðsmarkverði Skot-
lands Jim Leighton sem kostaði
£750.000 frá Aberdeen og Mark
Hughes er að nýju kominn til Utd.
Ian Rush mun að nýju klæðast hin-
um rauða búningi Liverpool í vetur.
fyrir £1,5 millj. frá Barcelona.
Arthur Albiston, Kevin Moran
og Graeme Hogg eru farnir burt,
auk þess sem Chris Turner,
Gordon Strachan, Norman
Whiteside og Paul McGrath hafa
verið óánægðir hjá félaginu.
McGrath hefur nú ákveðið að
vera áfram og þeir Whiteside og
Strachan gætu einnig tekið sömu
ákvörðun. Það er hins vegar ekk-
ert leyndarmál að félagið er enn á
höttunum eftir nýjum leikmönn-
um.
Meðan þessi félög sem á undan
eru talin kepptust við að kaupa
nýja leikmenn hélt Kenny Dalgl-
ish stjóri Liverpool að sér hönd-
um og lét nægja að kaupa ungan
miðvörð frá Bristol Rovers Nick
Tanner fyrir £20.000. Það er því
ekki að undra þótt því væri haldið
fram að bilið milli Liverpool og
hinna fjögurra stóru hefði nú ver-
ið brúað að mestu. En ánægjan
stóð ekki lengi því með endur-
komu Ian Rush frá Juventus til
Liverpool á kaupverði sem ekki
hefur verið gefið upp, kæfði
Dalglish háværustu bjartsýnis-
raddirnar. Þrátt fyrir meiðsli Alan
Hansen fyrirliða Liverpool sem
munu halda honum frá keppni
næstu mánuði og að Craig John-
ston sé hættur í knattspyrnu
verður að telja líklegt að Liver-
pool verji titil sinn.
Takist Everton að komast hjá
meiðslum lykilmanna er líklegt
að þeir muni veita nágrönnum
sínum harðasta keppni, en
Arsenal gæti einnig komið þar
við sögu. Eina liðið sem gæti
blandað sér í hóp þessara stórliða
er Nottingham For. undir stjórn
Brian Clough. Hann hefur styrkt
lið sitt með þeim Brian Laws frá
Middlesbrough og Steve Hodge
frá Tottenham.
Á lygnum sjó
Sjö félög, Derby, Newcastle,
Sheffield Wed., Luton, West
Ham, Southampton og Coventry
eru líkleg til að sigla lygnan sjó í
vetur.
Derby átti í erfiðleikum í
fyrra, en Paul Goddard mun
styrkja framlínu þeirra verulega.
Newcastle hefur þurft að sjá á
eftir sterkum leikmönnum,
Gascoigne, McDonald og Godd-
ard allir farnir, en í þeirra stað
eru komnir John Robertson frá
Hearts £700.000, David Beasant
markvörður frá Wimbledon
£800.000 og John Hendrie frá
Bradford £500.000 og Newcastle
verður ekki í neinum vandræðum
í vetur.
Sheffield Wed. lið Sigurðar
Jónssonar seldi miðherja sinn og
aðal markaskorara Lee Chapman
til Frakklands fyrir £350.000 og
gæti þurft að hressa upp á fram-
línuna. Hins vegar keypti liðið
Alan Harper frá Everton fyrir
£275.000 sterkan leikmann.
Luton er nú eina 1. deildarliðið
með gervigrasvöll. Tvær skær-
ustu stjörnur þeirra frá úrslita-
leiknum í deildabikarnum í fyrra
eru farnar, Brian Stein til Frakk-
lands og markvörðurinn Andy
Dibble til Man. City en Luton
sem leikur mjög skemmtilega
knattspyrnu hefur nóg af góðum
leikmönnum eftir.
West Ham neyddist til að selja
Tony Cottee, en fyrir vikið hefur
félagið nú talsverð peningaráð og
þegar hafa tveir leikmenn verið
keyptir, Allan McKnight lands-
liðsmarkvörður N.-írlands frá
Celtic £250.000 og David Kelly
írskur landsliðsmaður frá Walsall,
mikill markaskorari fyrir
£600.000.
Lítið hefur verið um breyting-
ar hjá Coventry, nánast sami
hópur, en Southampton hefur
keypt tvo sterka menn, miðherj-
ann Paul Rideout frá Bari
£350.000 og miðvörðinn Russell
Osman frá Leicester og ætti liðið
ekki að eiga í neinum vandræð-
um í vetur, en í fyrra var skammt
í hættusvæðið í deildinni.
Á botninum
Q.P.R. kom mjög á óvart í fyrra
og var í efsta sæti 1. deildar um
tíma. Nú er hins vegar búið að
rífa upp gervigrasvöll félagsins
2. flokkur Þórs var óheppinn
að fara ekki með sigur af hólmi
þegar liðið mætti KR-ingum á
Þórsvellinum í fyrrakvöld.
Lokatölurnar urðu 2:2 eftir að
Þórsarar höfðu tvívegis náð
forystu en KR-ingar jafnað
sem verður örugglega til þess að
liðið verður ekki eins sterkt á
heimavelli og áður. Sterkir leik-
menn hafa farið burt síðustu
mánuðina eins og Bannister,
Fenwick og nú síðast John
Byrne. Q.P.R. gæti því hæglega
lent í fallbaráttu í vetur.
Bikarmeistarar Wimbledon
gætu einnig lent í erfiðleikum,
flótti er kominn í lið þeirra eftir
hinn frækilega sigur gegn Liver-
pool í bikarnum sl. vor. David
Beasant markvörður var fyrstur
til að fara og fleiri fylgdu á eftir.
Sterkir leikmenn eins og John
Fashanu eru eftirsóttir og líklegt
að hann verði keyptur frá félag-
inu.
Norwich hefur oft verið spáð
falli, en ávallt staðið sig vel. Þeir
hafa hins vegar þurft að selja sína
bestu leikmenn undanfarin ár og
í sumar hurfu tveir af sóknar-
mönnum þeirra. Kevin Drinkell
£500.000 til Rangers og Wayne
Biggins til Man. City. Nú er hætt
við að liðinu takist ekki að rífa
sig upp og falli því í 2. deild.
Charlton er annað lið sem hef-
ur lifað tvö ár í 1. deild, en mjög
örfáum mínútum seinna í bæði
skiptin.
í fyrri hálfleik var jafnræði
með liðunum. Bæði fengu þau
tvö sæmileg marktækifæri sem
ekki tókst að nýta og staðan í
leikhléi var því 0:0.
naumlega í bæði skiptin. Þeir
virðast hafa mörg líf og þurfa
þess örugglega til að lifa af þann
vetur sem í hönd fer.
Nýliðarnir
Af þeim þrem liðum sem komu
upp í 1. deild í vor er Aston Villa
líklegast til velgengni. Stórklúbb-
ur sem hefur bætt við sig leik-
mönnum í sumar. Derek Mount-
field miðvörður Everton
£425.000 og Chris Price frá
Blackburn £150.000 voru keyptir
til að styrkja vörnina og síðan
kom Gordon Cowans að nýju til
Villa frá Bari fyrir £250.000.' Lið-
ið ætti að verða fyrir ofan miðja
deild.
Middlesbrough hcfur sterka
leikmenn í mikilvægum stöðum,
Steve Pears í marki. miðverðina
Tony Mowbray og Gary Pallister
og síðan Bernie Slaven frammi.
Takist þeim að halda þessum
leikmönnum ætti liöiö ekki að
þurfa að óttast fall.
Millwall hins vegar hefur ekki
nægilega brcidd reyndra leik-
manna og gæti lent í vandræðum
með sæti sitt í deildinni. Þ.L.A.
Síðari hálfleikur var mun opn-
ari og skemmtilegri og voru Þórs-
arar heldur sterkari án þess þó að
ná að nýta sér það til sigurs. Þeir
náðu forystunni á 68. mínútu
þegar Þórir Áskelsson skoraði
með fallegu skoti eftir góða sókn
en KR-ingar jöfnuðu þremur
mínútum síðar.
Þegar 5 mínútur voru til leiks-
loka fengu Þórsarar dæmda víta-
spyrnu. Páll Gíslason tók spyrn-
una og skoraði og héldu þá flestir
að Þórssigur væri í höfn. En KR-
ingar gáfust ekki upp og jöfnuðu
leikinn tveimur mínútum fyrir
leikslok og úrslitin því 2:2.
Leikur þessi var bæði skemmti-
legur og vel leikinn. Þórsarar
léku trúlega sinn besta leik í sum-
ar og hefðu átt sigur skilinn. KR-
ingar hafa mjög sterku liði á að
skipa og hafa þegar tryggt sér
íslandsmeistaratitilinn, auk þess
sem þeir eru nýkrýndir bikar-
meistarar.
Ein umferð er nú eftir í riðlin-
um og eiga Þórsarar eftir að
mæta Þrótturum í Reykjavík.
Þróttarar eru þegar fallnir úr riðl-
inum en ekki er ljóst hverjir fara
niður með þeim. JHB
Axel Vatnsdal ssekir að einum varnarmanna KR. Mynd: tlv
Úr leik Sovétmanna og Tékka, sem fram fór í íþróttahöllinni á Akureyri og
lauk med sigri Sovétmanna, 20:16. Önnur úrslit í Flugleiðamótinu á þriðju-
dag voru þau að Svisslendingar unnu B-lið íslands 20:19 og Spánverjar unnu
íslendinga 23:21. Mynd: tlv
Knattspyrna 2. flokkur:
Þórsarar óheppnir gegn KR
- íslandsmeistararnir jöfnuðu í lokin