Dagur - 26.08.1988, Blaðsíða 18

Dagur - 26.08.1988, Blaðsíða 18
: 18 - DAÖUR - 26. ágúst 1988 •*: ■ . • . Skólatöskur, pennaveski, litir, stíla- og reikningsbækur frá kr. 10,- stk. Leikfimifatnaður I skólann! Stakkar og úlpur, verð frá kr. 1.995,- Buxur kr. 1.290,- Peysur og bolir frá kr. 995,- Dúnúlpur ÆmA kr. 4.290,- mm SÍMI (96)21400 Leikfimiskór t.d. ... « Indoorsuper adldas Handball spezial Universal émgt, Hig 2000 Lotto ÆmFr Vasareikni vélar MBO og Sharp SÍMI (96)21400 SÍMI (96)21400 Vefnaðarvöru- deild Herradeild Ritföng og sportvörur Hljómdeild Rúllukragabolir barna 6 litir kr. 790,- Jogginggallar st. 6-16 3 litir kr. 1.890,- Hinir einu sönnu stjörnusokkar frá Nova Li með 30% afslætti Húfur og treflar Útigallar st. 86-122 kr. 2.185,- og 2.395,- Lifwti oré Jesús sagði við hann: „Maður nokkur gjörði mikla kvöld- máltíð og bauð mörgum. Er stundin kom, að veislan skyldi vera, sendi hann þjón sinn að segja þeim, er boðnir voru: ,Komið, nú er allt tilbúið. ' En þeir tóku allir að afsaka sig einum munni. Hinn fyrsti sagði við hann: ,Ég hef keypt akur og verð að fara að líta á hann. Eg bið þig, haf mig afsakað- an.‘ Annar sagði: ,Ég hef keypt fimm tvenndir akneyta og er á förum að reyna þau. Eg bið þig, haf mig afsakað- an.‘ Og enn annar sagði: ,Konu hefég eignast, ekkiget ég komið.‘“ Lúk. 14.16-20. Jesús er í raun að lýsa því, hvernig við mennirnir leyfum okkur að koma fram við Guð sem hefir gjört svo mikla hluti fyrir okkur. í þessari samlík- ingu bendir hann á hvernig við metum eða vanmetum það sem okkur er boðið frá Guðs hendi. Eins kemur fram, hvernig við reynum að komast undan skyldum okkar við hann. Guði er líkt við rausnar- legan veitanda sem býður til veislu þar sem hann hefur kostað miklu til. En hinir boðnu afsaka sig með ýmsu móti og mega ekki vera að því að þiggja boðið. Veitandinn verður skiljanlega mjög von- svikinn, því að allt var til reiðu og ekkert var til sparað. „Komið, nú er allt tilbúið." Það er Drottinn Guð sem býð- ur öllum mönnum að koma til sín. Hann er gestgjafinn mikli sem ekki á það skilið að boði hans sé hafnað. Við hryggjum hann sem auðsýnir svo mikla og óverðskuldaða gæsku. Yfirleitt hafna menn ekki Guði afdráttarlaust og með berum orðum, heldur kemur synjunin innvafin fallegum umbúðum: „Haf mig afsakaðan." Síðan fylgja svo margar ástæður fyr- ir því að við getum ekki komið til móts við Guð. En hinn hreini sannleikur er hins vegar allur annar. Löngunin er ekki fyrir hendi og áhugann skortir og allt annað er látið sitja fyrir. Hver hefir tíma og hver má vera að því að sinna málefn- um Guðs? Hver kærir sig um að lítillækka sig og beygja hug og hjarta við kross Jesú Krists? Hver vill þar játa synd sína og gefast honum í raun og sannleika? Afsakanirnar eru margar, en sælir eru þeir sem vilja taka tilboði Guðs og neyta af því andlega veisluborði sem hann hefir sjálfur fram reitt. Það sem hann vill veita okkur, er það besta sem við getum neytt, bæði fyrir anda, sál og líkama. Ritningin segir: „Hví reiðið þér silfur fyrir það, sem ekki er brauð, og gróða yfir fyrir það, sem ekki er til saðnings? Hlýðið á mig, þá skuluð þér fá gott að eta og sálir yðar gæða sér á feiti. Hneigið eyru yðar og komið til mín, heyrið, svo að sálir yðar megi lifna við.“ Jes. 55.2-3. sr v Er þér annt um lífþitt j/2 og limi ^ ||

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.