Dagur - 26.08.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 26.08.1988, Blaðsíða 3
Sirkusauglýsingar límdar upp án leýfis á Akureyri Varla hefur það farið framhjá mörgum Akureyringum að spænskur sirkus er kominn í bæinn, enda er slíkt ekki hversdagslegur atburður. Skrautleg auglýsingaplaköt frá sirkusnum gefur að líta víða á Akureyri en ekki eru allir jafn sáttir við hvernig að uppsetn- ingu plakatanna var staðið. Einhverjir óþekktir aðilar hafa límt upp fjölda auglýsingaplakata frá sirkusnum án þess að hafa fengið til þess leyfi húsráðenda. Jón Rafn Högnason hjá Kórónu- kjúklingum í Skipagötu 12 er einn þeirra sem fengu óumbeðið sirkusplakat á vegg- hjá sér á dögunum. Hann sagði að erfitt yrði að fjarlægja plakatið, líklega þyrfti að rennbleyta það og reyna síðan að rífa það af með vír- bursta. Því næst þyrfti að mála vegginn að nýju. „Mér finnst lágmarkskurteisi að biðja um leyfi í tilvikum sem þessum,“ sagði Jón og bætti við að hann tryði ekki öðru en að kostnaður við að fjarlægja plak- atið og mála vegginn yrði bættur að fullu. Þess má geta að margir húseigendur á Akureyri eru óánægðir með hvernig að upp- setningu sirkusplakatanna var staðið, ekki síst vegna þess að mikið verk er að fjarlægja þau. Að sögn Jörundar Guðmunds- sonar, umsjónarmanns sirkussins, voru sum plakötin fest upp á byggingar án þess að leyfi væri fyrir hendi. Sirkusinn mun bæta hugsanlegan skaða af þessum völdum og verða þessi plaköt fjarlægð af starfsmönnum hans. EHB 26. ágúst 1988- DAGlJR - 3 OLYMPIAO ritvélar Hausttilboð Vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið Olympia Carrera ritvélar á kr. 17.600,- staðgreitt. Venjulegt verð er kr. 19.900,- Tilboð þetta gildir meðan birgðir endast. Ritvélin sem fylgir þér hvert sem er Skólaritvél í sérflokki með lyklaborð aðlagað að fingrunum sem auðveldar hraða og villulausa vélritun. Skrifstofuritvél í sérflokki með ásláttarjafnara, síendurtekningu á öllum tökkum, leiðréttingarminni o.m.fl. sem tryggir góðan frágang án fyrirhafnar. Olympia Carrera er tengjanleg við allar tölvur. Irank xeroxBSB EPSON OLYMPIAO 18 Bókabúðin Edda ■Bi Hafnarstræti 100 ■ Akurevri • Sími 24334 ^■■1 —J FÓLK HEFUR YFIRLEITT EKKI MEÐFÆTT ÁLIT Á KJARABRÉFUM, - ÞAÐ VEX VIÐ AÐ SKOÐA AÐRAR SPARNAÐARLEIÐIR! Við erum til húsa á Ráðhústorginu. Komdu við og fáðu | upplýsingar og bæklinga um Kjarabréf,Tekjubréf, Markbréf, Frjálsa lífeyrissjóðinn og aðrar hentugar sparnaðarleiðir. FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ RÁÐHÚSTORGI 3, AKUREYRI FJÁRMÁL ÞÍN - SÉRGREIN OKKAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.