Dagur - 26.08.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 26. agust 1988
/------------------------------------\
Akureyri - Nágrenni
Óskum eftir ad taka á leigu 150-300 m' iðnaðar-
eða lagerhúsnæði frá og með næstu mánaða-
mótum.
Allt getur komið til greina, jafnvel gamlar hlöður.
Nánari upplýsingar í gegnum pósthólf 121 Akureyri
^ eða í síma 96-22276. A
á góðum degi
Er furða þótt menn
verði gjaldþrota?
—
Tilkynning
frá Sparisjóði Glæsibæjarhrepps
Opið verður föstudaginn 26. ágúst frá kl. 10-12.
Lokað eftir hádegi vegna jarðarfarar
Skarphéðins Halldórssonar
fyrrverandi sparisjóðsstjóra.
Sparisjóður Glæsibæjarhrepps.
V_________________________/
Svalbarðsströndungar
í tilefni af 100 ára afmæli Búnaðarfélags Sval-
barðsstrandar býður félagið Svalbarðsströndung-
um og burtfluttum fyrrverandi félögum til sam-
komuhalds sunnudaginn 4. september kl. 20.30.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í símum 24902 Helgi
eða 22309 Grímur.
Stjórnin.
AKUREYRARB/íR
Unglingavinna
Dansleikur unglingavinnu Akureyrar verður haldinn í
Dynheimum laugardaginn 27. ágúst kl. 22.00-02.00.
Þessi dansleikur er aðeins fyrir unglinga,
sem störfuðu hjá unglingavinnu Akureyrar
sumarið 1988.
Forstöðumaður.
á veginn!
Flestir slasast
í umferðinni á sumrin.
Þá er enn meiri þörf á
að halda athyglinni
vakandi en ella.
Látum ekki of hraðan
akstur eða kæruleysi
spilla sumarleyfinu.
Tökum aldrei
áhættu!
Er eitthvað gott hægt að skrifa á
þessum góða degi, þegar harma-
kvein um svarta framtíð glymur
yfir okkur jafnt frá ljósvakafjöl-
miðlunum og fréttablöðum lands-
ins. Eru mögru kýrnar Faraósins
hins forna gengnar á íslenska
grund og enginn Jósef Jakobsson
til aö ráða fram úr þeim vanda
sem þær boða, eins og sá sem
forðum sat í egypska fangelsinu
og leysti svo farsællega úr vand-
anum að hann ekki einungis
hjálpaði egyptunum heldur mörg-
um fleiri þjóðum. í sjónvarps-
fréttum fyrir skemmstu sagði
einn af þeim mönnum sem valinn
hefur verið af stjórninni til að
reyna að finna lausn á vandan-
um, að óhjákvæmilegt væri að
lífskjör okkar mundu skerðast
stórlega hvort sem eitthvað yrði
aðhafst til að vinna gegn vandan-
um eða látið reka á reiðanum
áfram. Hvert viðtalið á fætur
öðru birtist á sjónvarpsskjánum
við háttvirtan viðskiptaráðherra.
Hann kemur vel fyrir í þessum
viðtölum, en lætur ekkert uppi
um hvort farið verður niður með
kaup og verðlag eða gengi krón-
unnar lækkað eða hvorutveggja
með viðeigandi hliðarráðstöfun-
um. Ég hjó eftir að í einu viðtal-
inu kom hann með orðið „meiri-
háttar“. Þetta er fallegt og
alíslenskt orð en því miður nú
orðið svo misnotað af fjölda
landsmanna að varla leggja menn
mikla áherslu á nokkurn skapað-
an hlut nema að hnýta aftan við
hann að hann sé meiriháttar.
Þetta er átakanlegt dæmi um
hvernig eyðileggja má falleg orð í
okkar ylhýra máli. Að vísu bætti
ráðherrann verulega um er hann
í sama viðtali kom með nýyrðið,
þarfarýmisathugun!
★ Vatteraðir herrastakkar
kr. 2590-2790.-
★ Ný sending af leðurjökkum
★ Gallabuxur, nýjar tegundir
Dúnstakkar
3 Mtir kr. 6.990.-
Sem leikmaður get ég engan
veginn séð að þessi ríkisstjórn
eigi sök á þeim vanda sem fram-
undan er. Ég held hreinlega að
við höfum „étið yfir okkur“, bæði
hvað mat og aðra lifnaðarhætti
snertir. Það er sagt að mörg fyrir-
tæki og einstaklingar muni verða
gjaldþrota á næstu mánuðum og
kann það rétt að vera, en eitt er
víst að þær stofnanir sem reknar
eru til þess að við getum náð af
okkur aukakílóunum verða ekki
gjaldþrota í bráð. Einnig trúi ég
að mörg fínu veitingahúsin með
sínar fallegu innréttingar og
sælkeramáltíðir standi enn um
sinn. Það er sífellt verið að reyna
að koma verðbólgunni niður og
það á að vera lausn allra þessara
vandamála. En þegar við lækkum
verð á bifreiðum þannig að marg-
ar vörugeymslur fyllast af þessum
lúxuskerrum og góðir notaðir bíl-
ar verða óseljanlegir, allt í þvf
skyni að lækka vísitölu fram-
færslukostnaðar, sem heldur svo
verðbólgunni að nafninu til niðri,
þá held ég að við séum farin að
plata okkur .sjálf.
Hér við bætist svo að á meðan
við hendum afurðum okkar á
öskuhauga eða komum þeim
öðruvísi í lóg, hvort heldur er
kjöt eða grænmeti meðan upp-
skerubrestur þjáir margar þjóðir,
getur varla vel farið. Mörgum
okkar var kennt að það væri ljótt
að henda mat og ég held enn að
slík sóun geti aldrei talist
lofsverð. Ég fyrir mitt leyti held
að verðbólgan liggi í því að við
erum svo fá að við getum ekki
risið undir öllum þessum höllum
og lúxus og satt að segja mesta
furða að við sem heild séum ekki
löngu orðin gjaldþrota. Það er
dugnaður þeirra, sem afla verð-
mætanna sem hefur komið í veg
fyrir það og ríkisstjórnin á hverj-
um tíma, þrátt fyrir allt.
Eins og ég hef áður getið um
sagði Kiljan eitt sinn að það væri
dýrt að vera íslendingur, ég held
að það sé lúxus. Sjáum alla bank-
ana og útibú þeirra, nú eiga þeir
að vera tengiliður í að bjarga
þjóðarskútunni, ,með kaupum á
ríkisskuldabréfum. Maður sem
ég ræddi við um daginn sagði við
mig: „Það er voðalegt hvernig
þessi ríkisstjórn ætlar að sigla
öllu í strand hér á þessum kletti.“
Síðan sá ég á eftir honum stíga
upp í glæstan bílinn sinn að verð-
mæti langt yfir 1 milljón króna.
Auk þess á hann þrjá-fjóra ódýr-
ari bíla sem hann notar svona í
snatt.
Það er ekki langt síðan fyrsti
sparisjóðurinn var stofnaður,
bankarnir eru jú þróunin frá
þeim. Fyrsti sparisjóðurinn mun
víst hafa verið stofnaður á Seyð-
isfirði rétt fyrir árið 1870 en leið
undir lok fyrir 1872. Um 1886 var
sparisjóður Sauðárkróks stofnað-
ur. í 2. grein samþykktar sjóðsins
segir svo: „Aðaltilgangur sjóðs-
ins er að koma í veg fyrir óþarfa
kaup og eyðslusemi, en geyma og
ávaxta fé efnalítilla manna, sem
þeir kynnu að hafa afgangs, að
öðru leyti er það sjálfsagt að hinir
efnabetri eigi frjálsan aðgang að
sjóðum.“ Alþýðan hafði að vísu
löngum lítið af peningum að
segja, en ýmsir peningamenn
meðal hennar - svonefndir
maurapúkar - geymdu sjóð sinn
á kistubotni og komust peningar
þeirra allajafna lítið í umferð,
meðan þeir lifðu, nema einhverj-
um hugkvæmdist að stela þeim
og það tækist. En nú er öldin
önnur og bankarnir, þessi risa-
vöxnu afkvæmi gömlu sparisjóð-
anna, þjóna nú öðrum tilgangi.
Ég minntist á gjaldþrotamálin
sem spáð er að séu framundan.
Ekki er neitt nýtt undir sólinni,
eins og þar stendur. í Reykjavík-
urdagblaði frá 30. 1. 1943 er að
finna frétt undir þessari fyrir-
sögn: „Hæsti skattgreiðandi í
fyrra - gjaldþrota í ár: Umboðs-
og heildsali nokkur, er var hæsti
skattgreiðandi allra einstaklinga
á skattskrá Reykjavíkur í fyrra,
hefur nú verið úrskurðaður gjald-
þrota. Þetta eru mikil umskipti
og snögg. Helstu skattar þessa
manns í fyrra voru: Tekjuskattur
127 þús. kr., stríðsgróðaskattur
311 þús. og útsvar 50 þús. kr.
Skattar námu alls rúmlega hálfri
milljón. Nú hefur maðurinn verið
úrskurðaður gjaldþrota í miðri
stríðsgróðaveltunni. “
Er þá nokkur furða þótt menn
verði gjaldþrota í dag t.a.m.
menn sem setja á stofn fyrirtæki
með lítið sem ekkert eigið fé, en
stóla algjörlega á banka- eða
lánastofnafyrirgreiðslu?