Dagur - 26.08.1988, Blaðsíða 11
Strákagöng við Siglufjörð voru tekin í notkun árið 1967. Myndin er tekin
þegar unnið var að gerð þeirra.
um að ástandið hefur verið all-
miklu skárra.
Auðvitað hlýtur nútímamaður-
inn að hafna þessum takmörkun-
um í jafnsjálfsögðum frumþörf-
um og samgöngur eru.
Annaðhvort flytur hann burt
þangað sem hann getur notið
mannsæmandi samgangna, eða þá
rís upp á „afturlappirnar" heima
fyrir og krefst úrbóta.
Síðari kostinn hafa íbúar á
Seyðisfirði og í Neskaupstað
valið.
Jarðgöng sem samgöngubót
Jarðgangagerð er ævagömul í
framkvæmd. Rómverjar byggðu
jarðgöng nokkru eftir fæðingu
Krists, löngu áður en nokkur
vissi að ísland var til.
Slík mannvirkjagerð fyrir sam-
göngur hófst þó ekki að neinu
marki fyrr en á 19. öld.
Norðmenn og Færeyingar hafa
grafið jarðgöng af kappi og
byggðastefna þeirra byggist að
hluta til á því að viðhalda byggð
sem víðast með góðum samgöng-
um.
í Noregi er heildarlengd jarð-
ganga nú um 280 km og á ári
hverju bætast við u.þ.b. 15 km.
í Færeyjum eru jarðgöng nú
samtals um 23 km og þar bætast
við um 1,5-2 km á ári.
Verkstjóri við fyrstu göngin í
Færeyjum var íslendingur og
íslendingar hafa komið allnokk-
uð við sögu í færeyskri jarð-
gangagerð.
Nýjustu göngin þar eru 3,055
km á lengd, á vesturhluta Kun-
eyjar og tengir 100 manna byggð
við Klakksvík.
Strákagöng við Siglufjörð
breyttu miklu um öryggi sam-
gangna til kaupstaðarins á sínum
tíma, og Múlagöngin munu hafa
sömu áhrif fyrir Ólafsfjörð þegar
þeim framkvæmdum lýkur.
Æskileg tímasetning fram-
kvæmda og niðurröðun
í niðurstöðum jarðganganefndar-
innar frá ‘87 kemur fram að
vegna öryggissjónarmiða sé eðli-
legt að jarðgöng í gegnum Ólafs-
fjarðarmúla verði fyrst í röðinni.
Sú framkvæmd er nú inni í lang-
tímaáætlun um vegagerð og er
áætlaður verktími 3 ár 1988-’91.
Vegna byggðaþróunar sem er
neikvæðari á Vestfjörðum en
Austfjörðum, og samanburðar á
lokunum vega vegna snjóa á vetr-
um í sömu landshlutum, telur
nefndin rétt að framkvæmdir við
Breiðadalsheiði og Botnsheiði
fylgi á eftir Ólafsfjarðarmúla.
Aætlaður verktími er 7 ár eða
1992-1999.
Jarðgöng á Austfjörðum koma
síðan í kjölfarið.
Austfirðingar geta verið sam-
mála niðurstöðu nefndarinnar
hvað varðar niðurröðun verk-
efna, verði þau unnin eitt fram af
öðru.
Hins vegar fallast Austfirðing-
ar ekki á að bíða þurfi fram yfir
næstu aldamót með að byrjað
verði á jarðgangagerð á Austur-
landi.
Ástæða þess er einföld. Byggð-
irnar sem bíða eftir því í dag að
samgönguvandi þeirra verði
leystur á þennan hátt, þola ekki
svo langan biðtíma. Atvinnulífið
og íbúarnir þar eru þátttakendur
í því að byggja upp velferðar-
landið ísland og ekki svo litlir er
grannt er skoðað. Bættar sam-
göngur eru forsenda þess að slík
þátttaka haldi áfram.
Að framansögðu er ljóst að
samhliða því að framkvæmdir
eru hafnar á Vestfjörðum (1992)
verður rannsóknum og undirbún-
ingi að ljúka á Austfjörðum (4-5
ár) og framkvæmdir að hefjast
sem allra fyrst eftir það og eigi
síðar en 1994.
Áætlaður framkvæmdahraði
miðað við hefðbundna jarð-
gangagerð (bora, sprengja,
hreinsa, styrkja) er 1,6-2 km á
ári, miðað við að unnið verði á 10
tíma vöktum 5-6 daga í viku.
Engin reynsla er hérlendis á heil-
borun, en í Noregi hafa þeir nýtt
sér þá tækni með góðum árangri.
í Bandaríkjunum og Sviss t.d.
er algengt að framkvæmdahraði
hafi aukist um 40-60% miðað við
hefðbundna aðferð. Hér ræður
þó miklu um afköstin ástand
bergs í jarðgangastæði.
Miðað við að heildarlengd
jarðganga á Austurlandi í þess-
um áfanga verði um 15-18 km,
sem er líkleg lengd hvor leiðin
sem verður valin þ.e.a.s. fjarða-
tenging Seyðisfjörður, Mjói-
fjörður, Neskaupstaður, eða bein
tenging út frá fjörðunum, má
gera ráð fyrir a.m.k. 10 ára fram-
kvæmdatíma miðað við áður-
gefnar forsendur. Það segir okk-
ur að árið 2005 geti Seyðfirðingar
og Norðfirðingar ásamt lands-
mönnum ekið með nokkru öryggi
allt árið til og frá þessum stöðum.
Eftir það á að huga að jarð-
gangagerð sem framkvæmd í að
stytta vegalengd milli staða, t.d.
við Hvalfjörð og milli Reyðar-
fjarðar og Fáskrúðsfjarðar.
Hvað kosta jarðgöng
á Austurlandi,
og hver á að borga?
í skýrslu jarðganganefndar frá í
mars ’87, er áætlað að hver km í
jarðgöngum með styrkingu og
malbikun kosti um 128 milljónir
kr. Annar kostnaður við hver
göng um 79 milljónir (Forskálar,
munnastyrking o.fl.).
í Ólafsfjarðarmúla þar sem
nýlega hefur verið gengið frá
samningi við verktaka er samn-
ingsverð pr. km ekki langt frá
þessum stærðum framreiknuð-
um. Hér er því verið að tala um
fjárhæð sem getur verið um 2,5
milljarðar kr. í jarðgöng á Aust-
urlandi.
Já, nú hrökkva einhverjir illi-
lega við og spyrja?
Hvaða vit er í því að fara í
framkvæmdir sem kosta slíkar
upphæðir fyrir 3-4000 manns.
Það hlýtur að vera ódýrara fyrir
þjóðfélagið að flytja íbúana og
þá um leið atvinnustarfsemina
sem þar fer fram (hvert?) og gera
þessar byggðir að t.d. útivistar-
eða hvíldarstöðum fyrir nútíma-
manninn á íslandi eða erlenda
ferðamenn svo eitthvað sé nefnt.
Ef þetta er svona einfalt, væri
vel þess virði að velta ögn fyrir
sér hugmyndinni, en þar sem
slíkar vangaveltur eru svo víðs-
fjarri raunveruleikanum sem
frekast er, þá halda rannsóknir
áfram og jarðgöng verða að veru-
leika væntanlega innan ekki of
langs tíma.
Hér er nefnilega ekki verið að
tala um fjárfestingu fyrir 3-4000
manns heldur nauðsynlega sam-
göngubót fyrir heilan landsfjórð-
ung sem m.a. byggir afkomu sína
á þessum byggðarlögum. Lands-
hlutinn Austurland er einn
hlekkur, og ekki sá veikasti í
landi nútímamannsins íslandi.
Heildarverðmæti mannvirkja á
Seyðisfirði og í Neskaupstað þ.e.
hafna, gatna og fasteigna (endur-
stofnverð) er talið vera rúmir 5
milljarðar kr. Þau verða ekki svo
auðveldlega flutt burt. Aflaverð-
mæti sjávarafla 1987 var frá þess-
um 2 byggðarlögum um 1.000
milljónir kr. Fiskimiðin úti fyrir
Austfjörðum verða heldur ekki
flutt til á landakortinu. Pað er því
rangt að halda því fram að það sé
ekki Kringlu, eða flugstöðvar
virði að koma á mannsæmandi
samgöngum til þeirra staða sem
af miklum krafti taka þátt í því
að skapa verðmæti sem þjóðin
lifir af og getur ekki verið án.
En hvaðan á að fá peningana?
Pað er nú ekki aldeilis svo að þeir
liggi á lausu. Eða hvað? Ekki má
auka erlendar skuldir það getum
við verið sammála um. Nei, fjár-
magnið er til innanlands, það er
bara að þora að sækja það.
Bensín- og olíunotkun á bíla-
flota landsmanna er ca. 280 millj-
ónir lítra á ári. Með því að hækka
hvern lítra urn 1,20 kr. og láta
peninga sem þannig fást renna
óskipt til jarðgangagerðar næstu
15 árin dugar það til að klára
fyrirhuguð jarðgöng í Ólafsfjarð-
armúla, á Vestfjörðum og Áust-
fjörðum og líklega verður af-
gangur til að ljúka öllum undir-
búningi fyrir Hvalfjarðargöng.
Ef þessi leið verður valin til
tekjuöflunar skerðist ekki fjár-
magn í alm. vegagerð lands-
manna, jarðgangaáætlun verður
þá haldið utan langtímaáætlunar
um alm. vegagerð.
Fyrirsögn þessa greinarkorns
er: „Af hverju jarðgöng á Aust-
fjörðum?" Lokaorðin verða
svarið: Pjóðin þarfnast þeirra.
(þ.þ.þ.)
Þorvaldur Jóhannsson.
(Höfundur er bsjarstjóri á Seyðisfírði.)
26. ágúst 1988 - DAGUFt - 11
Sjálfsbjörg
Akureyri
Verslunarhúsnæði
Iðnaðarhúsnæði
Til sölu u.þ.b. 600 fm iönaöarhúsnæði að Glerárgötu
28b. (Gengið inn frá Hvannavöllum).
Leiga kemur einnig til greina. Laust 1. okt. nk.
Til sölu u.þ.b. 190 fm
verslunarhúsnæði að
Glerárgötu 28.
Leiga kemur einnig til
greina.
Laust 1. okt. nk.
Uppl. gefur
Tryggvi Sveinbjörnsson
í síma 26888.
hljómsveit
Ingimars Eydai
leihur fyrir dansi
föstudags- og laugardagskvöld
Glæsilegur matseðill
Miða- og borðapantanir í síma 22970
Sjallinn — 5töð 2 og Stjarnan
í sumarskapi
með Norðlendingum 2. sept.
Hljómsveit Rúnars Júlíussonar
í Kjallaranum
frá og með 28/8-1/9
Njóttu ferðarinnar!
Aktu eins og þú vilt að aðrir aki.
Góðaferð! ||XERDAR
ír=-