Dagur


Dagur - 30.08.1988, Qupperneq 1

Dagur - 30.08.1988, Qupperneq 1
Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Ekki úrkomu- metum helgina - úrkoma samt í efri kantinum Ekki var um neitt úrkomumet að ræða á Norðurlandi um helgina að sögn Magnúsar Jónssonar veöurfrædings Veðurstofu íslands. Veður- stofan er þó ekki með mæling- ar í Ólafsfirði en Magnús sagð- ist hafa haft spurnir af mikilli úrkomu þar. „Það er ekki hægt að staðfesta slíkar tölur því ég veit ekki hvað- an þær eru komnar eða við hvaða aðstæður þær eru mældar,“ sagði hann. „Það þýðir samt ekki að úrkoma hafi ekki verið í efri kantinum því slíkur vatnsflaumur og aurskriður koma ekki nema í mikilli úrkomu." Úfkoma á Siglunesi frá kl. 18 á laugardaginn til kl. 18 á sunnu- dag mældist 28 mm og á sama tíma á Akureyri 29 mm. „Það var að vísu umtalsverður vindur og þá skilar úrkoman sér verr í mæl- ana en í logni,“ sagði Magnús. Á Akureyri er metúrkoma í águst 52 mm á sólarhring. Að meðaltali á mánuði er úrkoma á Akureyri 40 mm. „Þetta er því auðvitað nokkuð mikil rigning,“ sagði Magnús. KR Mörg liúsanna við Hlíðarvegurinn var illa útleikinn eftir aurskriðurnar. Hérna má sjá Svavar Magnússon ásamt lleiruni lijálparmönnuni við að hreinsa aurinn af lóð sinni en hún var illa útleikinn eftir skriðurnar. Mymlir: TLV Gífurleg úrkoma í Ólafsfirði: Tvær aurskriður féllu á byggðina rýma þurfti um 70 hús á brekkunni - ekki urðu slys á fólki en mikið eignatjón Tvær aurskriður féllu úr Tindaöxl á byggðina í Ólafs- firði á sunnudag, í kjölfar mikilla rigninga þar um helg- ina. Flytja varð fólk úr um 70 húsum á brekkunni og koma því fyrir annars staðar í bænum. Ólafsfirðingar muna ekki aðra eins úrkomu en um tíma var 35-40 cm vatnslag á götum í Jón Halldórsson stendur við hús sitt cn hann var svo óhcppinn að fá tvo bíla í garð sinn sem bárust með aurnum. bænum. Ekki hafa orðið slys á fólki í þessum ósköpum en Ijóst að um gífurlegt eignatjón er að ræða, bæði á húseignum og bifreiðum. „Fyrri skriðan fór af stað um kl. 15.30 á sunnudag en sú seinni um kl. 18.45 en auk þess voru að falla skriður allan daginn, sem ekki náðu í bæinn,“ sagði Guð- björn Arngrímsson í Ólafsfirði í samtali við Dag í gær. „Nokkrir bílar lentu í fyrri skriðunni og tveir þeirra bárust með henni af efstu götunni og niður á þá næstu. Það var þrennt í öðrum þeirra en þau sluppu án meiðsla. Það féll einnig skriða á Múlaveginn á móts við Brimnes- ána og lenti á bíl. Hann fór með skriðunni fram af veginum og var mesta mildi að fólkið í honum skyldi sleppa án meiðsla." Guðbjörn sagði að byrjað hefði að rigna á laugardag en ekki hafi verið um hættuástand að ræða fyrr en á sunnudags- morgun. „Almannavarnanefnd var kölluð saman eftir hádegi á sunnudag og hún var einmitt á fundi þegar fyrri skriðan féll. Þá var börgunarsveitin komin af stað til þess að hjálpa fólki að dæla vatni úr kjöllurum sínum.“ Ástandið hefur verið kannað örlítið eftir því sem hægt er en vegna veðurskilyrða hafa menn ekki hætt sér að ráði í fjallið ennþá en vitað er að það er á iði. Það hætti að rigna á sunnudags- kvöld en því er spáð að það eigi eftir að rigna meira á næstunni og því gætu fleiri skriður farið af stað. Grjótskriða hreif með sér bíl á Múlavegi í Ólafsfírði í ósköpunum á sunnudaginn og ruddi honum út af veginum. Til allrar hamingju slapp fólkið sem í honum var ómeitt úr þessum hildarleik en bíllinn skemmdist mikið. Ökumaður- inn, Konráð Sigurðsson, var beðinn um að lýsa atvikinu nánar: „Við vorum að snúa við á plani sem er rétt utan við ruslahaug- ana. Fólk fer þarna gjarnan og horfir út fjörðinn og snýr við. Það voru þrír bílar þarna og ég var síðastur í röðinni. Þegar ég var að snúa við heyrði ég drun- Múlinn er lokaður og skemmd- ir þar verða ekki kannaðar fyrr en þessu rigningarástandi lýkur. Hins vegar var stefnt að því að urnar í skriðunni, en ég áttaði mig varla á því hvað var að gerast og gerði mér ekki grein fyrir því að þetta gæti gerst á þessum stað. Hvað þá svona gífurlegt llóð. Þetta var ekki aurskriða heldur grjót sem buldi á bílnum og tók liann með sér fram af veginum og niður í hlíðina.“ Konráð sagði að fólkið í hinum bílunum hefði sloppið við skrið- una og það hefði tilkynnt lögregl- unni og björgunarsveitinni um at- burðinn. Hann sagði það nánast ótrúlegt að enginn skyldi meiðast í þessari skriðu en bíllinn er enn hálfgrafinn í skriðunni og taldi Konráð hann mikið skemmdan. SS opna Lágheiðina í gær en þar fór ræsi í sundur. -KK „Gijótíð buldi á bílnum“ - segir Konráð Sigurðsson sem lenti í grjótskriðu

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.