Dagur - 30.08.1988, Page 5
30. ágúst 1988 - DAGUR - 5
í Húnaþing lokið
oða veður“ sagði frú Vigdís Finnbogadóttir
Bridds
Sumarbridds í kvöld kl. 19.30 í Dynheimum.
Ekkert þátttökugjald - allir briddsspilarar velkomnir.
Bridgefélag Akureyrar.
hrepps ávarpaöi forsetann og
taldi upp nokkuð sem sá hreppur
heföi fram yfir aðrar sveitir, svo
sem að þar væru þrjár kirkjur, á
Breiðabólstað, Tjörn og Vestur-
hópshólum en það er trúlega
einsdæmi að svo margar kirkjur
séu í einu sveitarfélagi. Hann
minntist á þau Friðrik og Agnesi
sem síðust íslendinga voru dæmd
til lífláts, þau voru Þverhrepping-
ar. Einnig minntist Agnar á að
fyrsta prentsmiðja hérlendis
hefði verið á Breiðabólstað og að
Skáld-Rósa hefði átt heima á
Vatnsenda. Hann nefndi Borgar-
virki, Hvítserk, að Bríet Bjarn-
héðinsdóttir hefði alist þar upp
og síðast en ekki síst sóknar-
prestinn á Tjörn, Robert Jack.
Forsetinn þakkaði fyrir sig og
sagði það mikil forréttindi að fá
að ferðast um landið og kynnast
fólkinu.
Næst lá leiðin að Borgarvirki
og þaðan að Kolugljúfrum sem
eru mikilfengleg gljúfur við Víði-
dalsá.
Kaffið og meðlætið beið í Víði-
hlíð og þegar þangað var komið
bauð Olafur Óskarsson, oddviti,
forsetann velkominn. Þrjú birki-
tré voru gróðursett við félags-
heimilið Víðihlíð.
Frá Víðihlíð var haldið að
Gljúfurá, sýslumörkum Vestur
og Austur-Húnavatnssýslu. Þar
kvaddi forsetinn sýslunefnd Vest-
ur-Húnavatnssýslu og heilsaði
sýslunefnd Austur-Húnavatns-
sýslu.
Þaðan var ekið til Skagastrand-
ar með stuttri viðkomu á Blöndu-
ósi. Farin var kynnisferð um
Skagaströnd undir leiðsögn Lár-
usar Ægis Guðmundssonar, fyrr-
um sveitarstjóra Höfðahrepps og
tré voru gróðursett. Þá tók við
kvöldverður í boði hreppsnefnd-
ar Höfða-, Vindhælis- og Skaga-
hrepps. Þar flutti Kristján Hjart-
Vigdís stendur við hestastein langafa síns við Staðarbakkakirkju
arson forsetanum kvæði eftir
Rúnar Kristjánsson. Um kvöldið
var opið hús í félagsheimilinu
Fellsborg fyrir íbúa hreppanna.
Að því loknu fóru forsetinn og
fylgdarlið hans til gistingar á
Hótel Blönduósi.
Á laugardaginn var dagurinn
tekinn snemma eins og aðra daga
og var ekið sem leið liggur að
Húnaveri. Þar voru kaffiveitingar
í boði Svínavatns-, Bólstaðar-
hlíðar- og Engihlíðarhrepps.
Erla Hafsteinsdóttir oddviti Ból-
staðarhlíðarhrepps, ávarpaði
forsetann og bauð hann velkom-
inn. Forsetinn þakkaði fyrir sig
og lét þess getið að kvöldið áður
hefði hann undirritað bráða-
birgðalög á hótelinu á Blönduósi.
Tré voru gróðursett í skógarreit
við Húnaver en þaðan var haldið
að Blönduvirkjun. Þar tóku á
móti forsetanum JóhannCs
Nordal, stjórnarformaður, Hall-
dór Jónatansson, forstjóri Lands-
virkjunar, og Sveinn Þorgríms-
son, staðarverkfræðingur. Við op
jarðganganna ávarpaði Jóhannes
Nordal forsetann og bauð hann
velkominn.
Ekið var eftir aðkomugöngam
Sjá næstu síöu.
Árný Björg ísberg afhendir forsetanum blóm,
AKUREYRARB/ER
F
FRA GRUNNSKOLUM
AKUREYRAR
Kennarafundir verða í öllum grunnskólum bæjarins
fimmtudaginn 1. september nk. kl. 10 f.h.
Nemendur skulu mæta í skólana þriðjudaginn 6.
september og þá sem hér segir:
í Gagnfræðaskóla Akureyrar mæti nemendur á
skólasetningu í Akureyrarkirkju kl. 14.00.
í öðrum skólum mæti nemendur sem hér segir:
7.-9. bekkur kl. 09.00.
4.-6. bekkur kl. 11.00.
1.-3. bekkur kl. 13.00.
Skólasvæðin verða óbreytt miðað við sl. skólaár,
nema að í vetur munu allir árgangar nemenda í Síðu-
hverfi sækja Síðuskóla.
Forskólakennslan hefst mánudaginn 12. september,
en áður munu viðkomandi kennarar hafa samband
við heimili þeirra barna, sem hafa verið innrituð.
Innritun þeirra barna sem flust hafa í bæinn eða milli
skólasvæða í sumar fer fram í skólunum föstudag-
inn 2. september kl. 09.00-12.00.
Á sama tíma skal ganga frá innritun eða staðfestingu
á óskum um gæslu 6-8 ára barna næsta skólaár.
Skólastjórarnir.
Aðeins 2 dagar eftir
Því verslunin hættir 1. sept.
Síðasta tækifærið
að fa sér kápu
á góðu verði
Verið velkomin
VISA
Kápusalan
Hafnarstræti 88 • Sími 25250