Dagur - 30.08.1988, Side 13
830! .ÖC — FíU£)AG - £!
30. ágúst 1988 - DAGUR - 13
Súlnaberg:
Fjórtán metra
listaverk
- eftir Sigurð Árna Sigurðsson
í gamla ketilshúsinu í Kaup-
vangsstræti hefur ungur mynd-
listarnemi, Sigurður Árni Sig-
urðsson, haft vinnustofu í
sumar. Sigurður hefur stundað
nám í París og fer aftur út í
haust, en þegar blaðamenn
komu í heimsókn var hann
langt kominn með 14 metra
langt listaverk sem prýða mun
veitingastaðinn Súlnaberg í
vetur.
Verkið er óhemju viðamikið,
14 metrar og 48 sentímetrar á
lengd, og Sigurður var því fyrst
inntur eftir því hvort honum
hefði gengið erfiðlega að fá pláss
fyrir verkið.
„Jú, auðvitað var erfitt að
finna vegg sem rúmar þetta iangt
verk og norðurveggurinn á
Súlnabergi var raunar eini vegg-
urinn í bænum sem ég fann til að
hengja þetta form á. Þegar ég
ákvað að ráðast í þetta verk
hérna í vinnustofunni ræddi ég
við forráðamenn Súlnabergs og
þeir ætla að leyfa verkinu að
hanga í vetur. Þeir ætla líka að
borga efniskostnað, sem er mjög
hagstætt fyrir mig, því öðruvísi
hefði ég ekki getað gert þetta.
Það er ákaflega uppörvandi þeg-
ar fyrirtæki geta komið á móts
við okkur, sem erum að reyna að
þróa okkur áfram, á þennan
hátt.“
- En hvers vegna réðist þú í
svo gríðarlega umfangsmikið
verk?
„Þetta er form sem ég hef verið
með í maganum ansi lengi og það
hefur komið aftur og aftur fyrir í
myndum hjá mér. Mig hefur allt-
af langað til að gera það stórt,
sérstaklega núna undir lokin, til
þess að geta afgreitt þetta form í
eitt skipti fyrir öll og snúið mér
að öðru.“
- Þú málar á krossviðarplötur,
ekki satt?
„Jú, þetta er birkikrossviður
sem ég saga út. Ég hef verið að
gera svipaða hluti upp á síðkast-
ið, saga út ýmis form, en þetta til-
tekna form er hluti af einhverri
þróun hjá mér.“
- Hvernig viltu lýsa þessu
formi?
Sigurður Árni við verk sitt í ketilshúsinu. Hann líkti því við fisk, raunar tvo
fiska sem eru að mætast. Mynd: tlv
„Þetta byggist upp á tveim
bogum, hlutar úr tveim bogum
sem skerast á tveim stöðum.
Boginn hefur rétt um 40 metra
radíus og gengur í gegnum allt,
jafnboginn. Það sem ég er að leit-
ast við að fá með því að lyfta
þessu frá veggnum er skugginn
sem kemur undan plötunum.“
- Ertu ekki búinn að eyða
miklum tíma í þetta verk?
„Vissulega hefur þetta tekið
dágóðan tíma, en kannski ekki
mjög langan tíma í vinnu því
formið hefur gerjast lengi, maður
verður að taka þróunina með í
dæmið. Þetta hefði ekki orðið til
ef síðasta verk hefði ekki orðið til
og þennan hlut hef ég verið með
í maganum í marga mánuði.
Það er dálítið kyndugt að eftir
því sem maður fær stærri vinnu-
stofu þá stækka verkin hjá
manni. Ómeðvitað nýtir maður
sér stærð vinnustofunnar og ég
hefði ekki getað gert þetta verk
ef ég hefði ekki fengið svona
góða vinnustofu.“
Verk Sigurðar verður væntan-
lega komið upp á vegg á Súlna-
bergi þegar þetta birtist og það
mun blasa við gestum í vetur.
Óneitanlega nýstárlegt listaverk í
augum margra og skemmtileg
tilbreyting frá hefðbundnum
veggskreytingum veitingahúsa.
SS
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri, á
neðangreindum tíma:
Árbæ, Hrafnagilshreppi, þingl.
eigandi Kristinn Ó. Jónsson,
föstud. 2. september 1988 kl.
13.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Búnað-
arbanki íslands og Veðdeild
Landsbanka íslands.
Dalbraut 14, Dalvík, þingl. eig-
andi Sveinbjörn Sveinbjörns-
son, föstudaginn 2. september
1988 kl. 14.45.
Uppboðsbeiðendur: eru Jón
Eiríksson hdl. og Ásgeir Thor-
oddsen hdl.
Eiðsvallagötu 9 n.h., Akureyri,
þingl. eigandi Sigfús Hansen,
föstudaginn 2. september 1988
kl. 13.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Gunn-
ar Sólnes hrl. og Veðdeild
Landsbanka Islands.
Einholti 8 e, Akureyri, þingl. eig-
andi Karl Sigurðsson, föstudag-
inn 2. september 1988 kl.
15.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur
Birgir Árnason hdl. og Veðdeild
Landsbanka íslands.
Fjólugötu 16 n.h., Akureyri,
þingl. eigandi Björgvin Jónsson
o.fl., föstudaginn 2. september
1988 kl. 15.15.
Uppboðsbeiðendur eru: Guðjón
Ármann Jónsson hdl. og Veð-
deild Landsbanka íslands.
Grundargerði 7 d, Akureyri,
þingl. eigandi Ingvi Óðinsson,
föstudaginn 2. september 1988
kl. 15.15.
Uppboðsbeiðandi er innheimtu-
maður ríkissjóðs.
Helgamagrastræti 12 n.h.,
Akureyri, þingl. eigandi Áslaug
Þorsteinsdóttir, föstudaginn 2.
september 1988 kl. 15.30.
Uppboðsbeiðandi er Sigríður
Thorlacius hdl.
Hjallalundi 9 e, Akureyri, þingl.
eigandi Auður Stefánsdóttir,
föstudaginn 2. september 1988
kl. 15.45.
Uppboðsbeiðandi er Gunnar
Sólnes hrl.
Hólabraut 17, efri hæð, Akur-
eyri, þingl. eigandi Ármann
Ólafsson, föstudaginn 2. sept-
ember 1988 kl. 15.45.
Uppboðsbeiðandi er Ólafur
Birgir Árnason hdl.
Karlsrauðatorgi 20, Dalvík,
þingl. eigandi Bergur Höskulds-
son, föstudaginn 2. september
1988 kl. 16.00.
Uppboðsbeiðandi er innheimtu-
maður ríkissjóðs.
Lönguhlíð 7 c, Akureyri, þingl.
eigandi Vilhelm Guðmundsson,
föstudaginn 2. september 1988
kl. 16.15.
Uppboðsbeiðandi er Ólafur
Birgir Árnason hdl.
it
Lækjargötu 11 a, Akureyri,
þingl. eigandi Birgir Ottesen,
föstudaginn 2. september 1988
kl. 14.15.
Uppboðsbeiðandi erTrygginga-
stofnun ríkisins.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaöurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðara,
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri, á
neðangreindum tíma:
Böggvisstöðum, minkab.íb.hús,
Dalvík, þingl. eigandi Þorsteinn
Aðalsteinsson, föstudaginn 2.
september 1988 kl. 13.45.
Uppboðsbeiðendur eru: Hró-
bjartur Jónatansson hdl. og
Benedikt Ólafsson hdl.
Dalbraut 9, Dalvík, talinn eig-
andi Sigurgeir Sigurðsson,
föstudaginn 2. september 1988
kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Trygg-
ingastofnun ríkisins, Veðdeild
Landsbanka íslands, Benedikt
Ólafsson hdl. og Sigríður
Thorlacius hdl.
Eyrarlandsvegi 12, Akureyri,
þingl. eigandi Herbert Halldórs-
son, föstudaginn 2. september
1988 kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Búnað-
arbanki íslands og Ragnar
Steinbergsson hrl.
Kjalarsíðu 16 d, Akureyri, þingl.
eigandi Gísley Hauksdóttir,
föstudaginn 2. september 1988
kl. 13.45.
Uppboðsbeiðendur eru: Veð-
deild Landsbanka íslands, Ólaf-
ur Birgir Árnason hdl. og Bæjar-
sjóður Akureyrar.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaöurinn í Eyjafjaröarsýslu.
V/antar blaðbera
frá 1. september
í Laxagötu, Brekkugötu,
Hólabraut og Klapparstíg
Bróöir minn,
KRISTJÁN RÖGNVALDSSON,
garðyrkjumaður,
Barðstúni 3, Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 27.
ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. sept-
ember kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna.
Sólveíg Rögnvaldsdóttir.