Dagur - 31.08.1988, Side 5

Dagur - 31.08.1988, Side 5
31. ágúst 1988 - DAGUR - 5 Kirkjusandur: „Ána'gðastur þegar verki er lokið“ - segir Gunnar Þ. Þorsteinsson yfirumsjónarmaður framkvæmda við hinar nýju höfuðstöðvar Sambandsins Hið nýja hús Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem verið er að reisa á Kirkjusandi í Reykjavík. Mynd: ap lesendahornið Hann hefur unnið fyrir Sam- bandið í mörg ár og hefur á þeim tíma haft yfirumsjón með mörg- um stórframkvæmdum á vegum fyrirtækisins. Þar má t.d. nefna uppbyggingu Sambandsverk- smiðjanna á Akureyri, Hótel KEA og Bifrastar í Borgarfirði. Gunnar hafði ákveðið að hætta störfum á þessu ári, enda orðinn 67 ára gamall. Honum var hins vegar falið að annast þetta stór- verkefni og frestaði því starfslok- um hjá Sambandinu. Við spurð- um hann hvort það væri eitthvað sérstakt hús eða sérstök bygging sem hann hugsaði sérstaklega hlýtt til: „Það er venjulega sú bygging sem nýlegast er lokið við. Þetta er svona svipað og rit- höfundur sem nýlokið hefur við nýja bók og finnst hún það besta sem hann hefur sent frá sér, en er líka á sama tíma himinlifandi að verkinu skuli loksins vera lokið,“ sagði Gunnar og kímdi. Framkvæmdir við Kirkjusand hófust 1. mars síðastliðinn og hefur verið mikið brotið og byggt síðan. Þar má t.d. nefna að ný hæð var byggð ofan á húsið og nú er verið að setja nýja glugga í alla bygginguna. Reiknað er með að lokið verði við klæðingu hússins að utan um næstu áramót, en þá verður útlit byggingarinnar orðið endanlegt. AP Samband íslenskra samvinnu- félaga er nú að byggja upp nýj- ar höfustöðvar fyrir skrifstofur fyrirtækisins. Þær eru á Kirkju- sandi og hefur Gunnar Þ. Þor- steinsson yfirumsjón með því verki. Húsið er nú smám sam- an að fá á sig fullnaðarútlit, en mikið verk hefur verið að endurreisa þetta gamla hús. Dagsmenn komu þar við á dögunum og spjölluðu við Gunnar Þ. Þorsteinsson um framkvæmdirnar. „Verkið hefur gengið sam- kvæmt áætlun og gert er ráð fyrir því að einhver starfsemi verði komin í húsið í byrjun næsta árs,“ sagði Gunnar og var hress með framvindu mála. Gunnar Þ. Þorsteinsson, hefur yfir- umsjón með byggingaframkvæmd- um á Kirkjusandi, en hann hefur annast slík störf fyrir Sanibandið í 40 ár. Eru bréflberar ólæsir? - spyr langþreyttur lesandi sem ekki fær póstinn sinn skilvislega Eldri kona á Eyrinni kom að máli við Lesendahornið og sagði sínar farir ekki sléttar í samskiptum við þá sem bera út póst. Konan sagði pósti iðulega ekki komið til skila til réttra aðila. Einkum átti hún við hús á Odd- eyrinni, þar sem fleiri en ein íbúð væru í húsi. Pósti væri troðið inn í gegnum fyrstu bréfalúgu sem fyndist og hún hefði oft og einatt þurft að sækja póst sinn til ná- granna sinna. Hins vegar fengi hún ævinlega Þjóðviljann sendan inn um sína lúgu, þó svo hún- kaupi ekki það blað heldur ná- granni hennar í næsta húsi. „Þetta ófremdarástand hefur verið svona lengi og ég er orðin býsna þreytt á því. Margoft hef ég rætt við menn uppi á pósthúsi, en árangurinn er lítill, eða enginn. Ég þekki marga sem hafa sömu sögu að segja og mér þætti vænt um ef þessu máli væri kippt í liðinn,“ sagði þessi eldri kona af Eyrinni. Hún sagði líka að dyr sínar væri merktar nöfnum íbú- anna, en svo virtist sem bréfberar læsu ekki hver ætti heima hvar heldur notuðu fyrstu dyr sem sjáanlegar væru á húsinu. Enn um Strandgötuna: Má búast við öndum á tjamir götunnar? Halldór Kristjánsson kom við á ritstjórn Dags vegna skrifa af skökkum og skældum gang- stéttum við Strandgötu og var hann fyllilega sammála öllu sem þar kom fram. Halldór sagði að í fyrra sumar hefði Strandgatan verið malbik- uð, en einhverra hluta vegna var malbikað yfir meirihluta niður- falla á vissum svæðum. Stórar tjarnir myndist því gjarnan á gangstéttinni, enda sé hún á köfl- um langt fyrir neðan götuna. „Þetta er til mikillar skammar fyrir bæinn,“ sagði Halldór. „Um götuna fara hundruð ferða- manna, enda leggjast skemmti- ferðaskip við Eimskipafélags- bryggjuna og því margir sem ganga um götuna og þetta er það fyrsta sem þeir sjá.“ Þá var Halldór ekki alls kostar ánægður með umgengni í kring- um nokkur hús við áðurnefnda götu og sagði að járnadrasl af ýmsum toga hefði legið í portum til fjölda ára. „Þetta er ekki til fyrirmyndar. Ég skora á hlutað- eigandi að fjarlægja draslið sitt hið fyrsta." Vélbátatrygging Eyjafjarðar Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 11. september í Sjallanum kl. 2. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. Laus staða Staöa forstjóra Fangelsismálastofnunar er laus til umsókn- ar. Forstjórinn skal vera lögfræðingur. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 23. september 1988. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 23. ágúst 1988. Laus staða Umsóknarfrestur um stöðu sérfræðings í íslenskri mál- fræöi við íslenska málstöð, sbr. auglýsingu í Lögbirtinga- blaði nr. 88/1988, er framlengdur til 15. september nk. Umsóknir skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 26. ágúst 1988. Laus staða Staða deildarstjóra í Þjóðdeild Landsbókasafns íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 22. sept- ember næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 26. ágúst 1988. Fimmtudaginn 1. september verður aftur far- ið að aka leið 5 í Glerárhverfi og leið 4 verður því flýtt um 10 mínútur á tímabilinu 12.00- 19.00. Nánari upplýsingar verða gefnar í símum 24929 og 24020. Forstöðumaður. Nýr opnunartími Eftir 1. sept. verður verslun HAGKAUPS opin sem hér segir: Akureyri Mánud. -miðvikud. 900-1800 Fimmtud.-föstud. 900-1900 Laugard. 1000-1600 HAGKAUP Akureyri

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.