Dagur - 06.09.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 06.09.1988, Blaðsíða 3
Veðrið sem var: 6. september 1988 - DAGUR - 3 Umferðartjón: Ekki fækkun M síðasta ári Skráöum umferðartjónum hjá tryggingafélögunum hefur ekki fækkað frá því í fyrra, þrátt fyrir stöðugan áróður. I júlí í sumar var þó umtalsverð fækkun, en ekki er hægt að draga ályktanir af því fyrr en lengra líður þar eð það getur verið tilfallandi. Meðaltal óhappa á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs, voru 1286 tjón á mánuði, sem er mjög hátt hlutfalí. Á næstu þremur mánuð- um voru að meðaltali 1080 tjón en meðaltal tjóna í júlí var 931. Ef tekinn er samanburður frá síð- asta ári, voru óhöppin t.d. 1040 á öðrum ársfjórðungi. Að sögn Sigurðar Helgasonar hjá Umferðarráði, höfðu menn gert sér vonir um að umferðaróhöpp- um færi fækkandi. „Júlí tölurnar eru tímamótamarkandi, því í sama mánuði í fyrra voru skráð 1137 umferðatjón. Það verður þó að fara óskaplega varlega í að draga ályktun af þessum tölum því það geta verið einhverjar til- viljanir inni í þessu. “ Sigurður sagðist einnig ætla að framan af þessu ári hafi orðið veruleg fækkun slasaðra í umferðinni því inn í þann þátt væri kominn mikill óvissuþáttur sem væri hin nýja eigenda- og ökumannstrygging. „Síðan líst mér ekki vel á ágúst, því sam- kvæmt fréttum virðist hafa komið töluverð slysabylgja í þessum mánuði. En þrátt fyrir hörmuleg slys, virðist ástandið betra nú en oft áður.“ VG Leikandi og létt! Þú velur eins og áður 5 tölur, en nú af 38 mögulegum. Eðli leiksins er hið sama og áður og vinningamir ganga allir til þátttakenda. Það er nýjung sem segir sex. í hverjum útdrætti verður dregin út sjötta talan, svokölluð bónus- tala. Þeir sem hafa hana og að auki fjórar réttar tölur fá sérstakan bónusvinning. Ekki bara milljónir heldur líka hundruð þúsunda í Lottóbónus! j Rigningar settu svip sinn á ágústmánuð Síðustu dagar ágústmánaðar einkenndust af heilmiklum rigningum, og eru þar einkum fjórir síðustu dagar mánaðar- ins nefndir til sögunnar. Á Akureyri var úrkoman 70% umfram meðaltal. Að öðru leyti þótti ágúst hlýr og góður veðurfarslega séð. Meðalhit- inn var 11 stig sem er 1,3 stig- um yfir meðaltalinu. Mestur hiti var þann 10. ágúst þegar hitinn fór upp í 20 stig, en um tíu dögum síðar mældist lægstur hiti á Akureyri ekki nema 2,2 stig. Fyrri hluti mánaðarins var þokkalega góður, en heldur fór að halla undan fæti er á leið og síðustu fjórir dagar mánaðar- ins voru harla óvenjulegir að því leytinu að gífurlegar rigningar settu svip sinn þar á. Að meðaltali mældist úrkoman 43 millimetrar, þar af mest á ein- um sólarhring 17,3 millimetrar. Úrkoman fór 70% yfir meðalúr- komu á Akureyri, en alls mældist einhver úrkoma í 15 daga í ágúst. Suma þeirra var hún mjög óveru- leg. Síðustu fjóra sólarhinga ágúst- mánaðar mælist úrkoma 302 millimetrar í Ólafsfirði og 242 millimetrar á Siglufirði. Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur sagði afar sjaldgæft að úrkoma færi yfir 100 millimetra á Norðurlandi og væri þessi mikla úrkoma því óvenjuleg. Á einum sólarhring frá morgni þess 27. ágúst til morguns þess 28. mældist 123 millimetra úrkoma í Ólafs- firði, en þó er ekki um hámarks- úrkomu að ræða, því í ágúst árið - sólskinsstundirnar þó 93 1982 mældist 191 millimetra úr- koma á Siglufirði. Þrátt fyrir rigningar miklar sást öðru hvoru til sólar og mældust alls 93 sólskinsstundir í ágúst á Akureyri, en það er 38 klukku- stundum skemur en í meðalárinu góða. mþþ MALVERK Eftirtaldar myndir eru til sölu: Eggert Guðmundsson - Botnssúlur - olía - 130 cm x 70 cm. Jón Engilberts - Botnssúlur - 100 cm x 77 cm - olía. Jón Þorleifsson - Hekla - olía - 95 cm x 75 cm. Jón Þorleifsson - Hrafnabjörg - olía - 63 cm x 43 cm. Jón Engilberts - Hauststormur - 165 cm x 130 ca - olía - glæsileg mynd. Sveinn Þórarinsson - Frá Þingvöllum - olía - 85 cm x 75 cm. Sveinn Þórarinsson - Eiríksjökull - olía - 120 cm x 100 cm. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í símum 21792 og 25413. Bárður Halldórsson. Nú bregðum við á betri leik með fleiri og fjölbreyttari möguleikum Lottó 5/38

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.