Dagur - 06.09.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 06.09.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 6. september 1988 Bridds Sumarbridds í kvöld kl. 19.30 í Dynheimum. Ekkert þátttökugj ald - allir briddsspilarar velkomnir. : Brídgefélag Akureyrar. AKUREYRARB/ER Dagvistardeild félags- málastofnunar auglýsir: Enn vantar dagmæöur fyrir börn á aldrinum 6 mán.-2ja ára. Vinsamlegast hafið samband við hverfisfóstru í síma 24620 og umsjónarfóstru í síma 24600 alla daga frá kl. 10-12. Dagvistarfulltrúi. Frá Ólafsfirði S M Þ M F 19.30 8.30 8.30 F 8.30 Frá Dalvík 20.00 9.00 9.00 9.00 9.00 9.00 15.00 Frá Akureyri 21.00 12.30 12.30 12.30 12.30 12.30 17.00 Ferðir á mánud., miðvikud. og kl. föstudögum aðeins til Dalvíkur. 12.30 á ÆVAR KLEMENSSON. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Verkmenntaskólinn á Akureyri býður upp á eftirfarandi námskeið ★ Fatasaumur. ★ Silkimálun og munsturgerð. ★ Vefnaður. Upplýsingar í síma 26810 (hússtjórnarsvið). Kennslustjóri. Hjukrunar- fræðingar Staða hjúkrunarfræðings í heilsugæslustöð er laus til umsóknar nú þegar. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Asparfelli 12, Reykjavík, sem ætlað er að gegna heilli stöðu hjúkrunarfræðings við Hólabrekkuskóla í Reykjavík. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Heilsugæslu- stöðvarinnar Asparfelli 12, Reykjavík. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 1. september 1988. Framkvæmdir við byggingu félagsheimilis Þórsara ganga vel og stefnt er að því að gera húsið fokhelt fyrir veturinn. Mynd: TLV Félagsheimili Þórs: Stefiit að því að gera fokhelt fyrir veturinn Framkvæmdir við félagshcim- ilisbyggingu íþróttafélagsins Þórs á Akureyri ganga nokk- urn veginn samkvæmt áætlun en stefnt er að því að gera hús- ið fokhelt fyrir veturinn. Húsið er um 1200 fermetrar að stærð á þremur hæðum. „Ég mundi segja að fram- kvæmdir hafi gengið ágætlega. Við stefnum að því að gera fok- helt eftir u.þ.b. mánuð, ef allt gengur að óskum en þá verður um ár frá því framkvæmdir hófust. Það á enn eftir að steypa nokkrar steypur, glerja og setja þakið á,“ sagði Gísli Kristinn Lórenzson bygginganefndarmað- ur í samtali við blaðið. „Þegar húsið er orðið fokhelt, setjumst við niður og metum stöðuna, þá bæði peningalega og eins með framhaldið. Ég reikna fastlega með því að eitthvað verði unnið inni í húsinu í vetur og það þarf eitthvað stórt að koma fyrir, til að svo verði ekki. Við erum þegar búnir að ein- angra kjallarann og hlaða mest allt af veggjum og hann er nánast .tjjb.úinn undir múrverk. Nú og þegar búið er að pússa kjallarann á ég ekki von á öðru en að haldið verði áfram upp á næstu hæð.“ Gísli sagði að upphaflega hafi verið reiknað með að bygginga- framkvæmdir tækju um tvö ár, þó svo að ekkert hafi verið fast ákveðið í því sambandi. „Auk þess sem við erum rétt að gera fokhelt, erum við tilbúnir með bílastæði að mestu. Það er búið að skipta hér um jarðveg að mestu leyti og það er ýmislegt búið að gera hér sem kemur okk- ur að góðum notum í seinni lot- unni,“ sagði Gísli Kristinn enn- fremur. -KK Ríkisútvarpið: Samdráttur í auglýsingum - Sjónvarpið þó yfir áætlun Auglýsingatekjur Ríkisút- varpsins hafa verið sveiflu- kenndar á árinu, t.a.m. var útlit fyrir að tekjurnar í ágúst yrðu 17 milljónum króna minni en áætlað var. Sjónvarp- Akureyri: Ferðamálabraut við Meimtaskólaun í haust verður boðið upp á svonefnda ferðamálabraut við öldungadeild Menntaskólans á Akureyri. Kennsla á brautinni verður með svipuðu sniði og því sem nú er á málabraut skólans, nema hvað sérstök áhersla verður lögð á greinar sem nýtast í ferðamálum. Lögð verður áhersla á landa- fræði, náttúrufræði og íslands- sögu og hvernig hagnýta megi þekkingu í þessum greinum í umgengni við ferðamenn, hvort sem unt er að ræða leiðsögn eða önnur störf að ferðamálum. Þá verða einnig kenndir áfangar þar sem fjallað verður um ferðamál almennt, svo og samskipti og þjónustu við ferðamenn. Unnt verður að ljúka stúd- entsprófi af þessari braut, en rétt er að taka fram að slíkt stúd- entspróf veitir ekki sjálfkrafa leiðsögumannsréttindi, en mun örugglega gera fólki auðveldara að afla sér slíkra réttinda síðar. Þá er einnig bent á að fólki er heimilt að stunda nám í einstök- um greinum án þess að stefna að stúdentsprófi. EHB ið var þó yfír áætluninni en mikill samdráttur var í lesnum auglýsingum og tilkynningum í útvarpi og tekjurnar því mun minni en áætlað var. Þennan samdrátt má eflaust rekja til aukinnar samkeppni. Halldór Kristjánsson hjá aug- lýsingadeild Ríkisútvarpsins sagði að heldur hefði ástandið batnað seinni hluta ágústmánað- ar og því útlit fyrir minni sam- drátt en áætlað var. Hann sagði að árið hefði byrjað vel, fyrstu þrír mánuðirnir lofuðu góðu en síðan hefði komið bakslag. „Alþingi setti okkur þann kost að auka auglýsingatekjurnar um 10% umfram verðbólgu, þrátt fyrir aukna samkeppni og fjölgun miðla. Þetta er sú áætlun sem við eigum að fara eftir og við gerum okkur vonir um að hún standist þegar upp verður staðið. En það er óneitanlega erfitt að fá áætlun frá Alþingi,“ sagði Halldór. Aðspurður sagði hann að Ríkisútvarpið á Akureyri gengi vel. Almenn ánægja væri með starfsemi þess og auglýsingaöflun þaðan gengi mjög vel. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.