Dagur - 06.09.1988, Blaðsíða 14

Dagur - 06.09.1988, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 6. september 1988 pv QljM- A*p0 < aUÖ Vinningstölur 3. september 1988. Heildarvinningsupphæð kr. 4.189.572.- 1. vinningur kr. 2.098.936.- Skiptist á milli tveggja vinningshafa kr. 1.049.468.- 2. vinningur kr. 628.230.- Skiptist á milli 215 vinningshafa kr. 2.922.- á mann. 3. vinningur kr. 1.462.406.- Skiptist á milli 6043 vinningshafa sem fá 242 kr. hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánu- degi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Minning: Ólafur G. Guðmundsson Fæddur 18. ágúst 1911 - Dáinn 24. ágúst 1988 Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú, og aldrei svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú! M s Þegar ég frétti að Ólafur G. Guðmundsson væri látinn kom mér strax í hug síðasta heimsókn mín til hans. Það var í endaðan júlí og Ólafur hafði gert mér boð um að líta til sín áður en ég færi úr bænum, en þá var hann orðinn rúmfastur. Við töluðum saman stutta stund og ég kvaðst mundu sjá hann aftur er ég kæmi til baka eftir mánuð. Ólafur taldi óvíst að svo yrði og ljóst var að honum fannst komið að leiðarlokum. Þar reyndist hann sannspár og nú er vegferðinni lokið í þessa heims vist og næst hittumst við trúlega eins og um var rætt á grænum grundum í annarri tilveru þegar þar að kemur. Ólafur Guðmundur Guð- mundsson fæddist í Fosskoti í Ólafsfirði 18. ágúst 1911 og í þeim fallega firði átti hann sitt heimili alla tíð. Hann kvæntist konu sinni Erlu Kristólínu Sig- urðardóttur 1. júní 1947 og þau urðu þeirrar hamingju aðnjót- andi að eignast 6 börn. Erla lifir nú mann sinn ásamt börnunum öllum en þau eru: Aðalbjörg Þór- ey, Ragnar Sigurður, Guðmund- ur, Margrét Sigrún, Gunnlaug Jóna og Sigfús. Annars er ég ekki fróður um æviskeið Ólafs og get því lítið fjallað um það, en vil með þess- um kveðjuorðum þakka honum innilega fyrir ánægjuleg og góð kynni þau ár sem við áttum ágætt samstarf. Það birtist í ýmsu. Fyrstu samskiptin voru þau að hann sá um að koma póstsend- ingum til skila, einkum fundar- boðum og öðrum sendingum sem brýnt var að kæmust fljótt og vel til viðtakenda. Þetta stóðst alltaf með ágætum. Þegar skrifstofa bæjarins var við Kirkjuveg 12 hafði ég þann sið að aka norðan við kirkjuna og leggja þar. Af meðfæddum þráa vildi ég gera svo þótt ófært væri af snjó. Kom þá fyrir að ég festi gamla jeppann minn og vandaði þá hvorki honum né skaflinum kveðjurnar. Ólafur birtist þá gjarna, sagði einhver mildandi orð, hjálpaði til við moksturinn og þar með hurfu öll vandræði eins og dögg fyrir sólu. Annað dæmi er mér vel í minni. Ólafur hafði fregnir af því að mig vantaði ermahnappa. Ég leitaði stundum til sonar hans í þeim efnum þegar mikið lá við. Eitt sinn boðaði Ólafur mig á sinn fund og hvert var erindið? Jú, það var að gefa mér forláta ermahnappa. Þetta gladdi mig mjög mikið og mér þykir afar vænt um þessa gjöf. Hún var gef- in af svo góðum hug og velvild til mín sem hafði þó ekki á nokkurn hátt til hennar unnið og hún var gefin þrátt fyrir það að veraldleg- ur auður væri aldrei mikill í búi Ólafs. En af öðru var nóg og það gerði gæfumuninn. Þannig var hann. Hjálpsamur og hlýr. Þetta birtist glöggt í störfum hans við kirkjuna en hann var um langt skeið umsjón- armaður hennar og kirkjugarðs- ins. Þar nýttust þessir kostir hans vel og þeirra hafa margir notið á viðkvæmum stundum í áranna rás. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færíst nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. D.S. Um leið og ég þakka Ólafi fyrir ánægjulega samfylgd sendi ég konu hans, börnum og aðstand- endum öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið þeim blessunar Guðs á erfiðri stundu. Valtýr Sigurbjarnarson. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 AKUREYRARB/íR Öldrunarráð Akureyrarbæjar auglýsir eftir: Starfsmanni til að veita upplýsingar um þjónustu fyrir aldraöa, taka á móti og vinna úr umsóknum um þjónustu, meta þjónustu- þörf og hafa milligöngu um útvegun þjónustunn- ar. Æskilegt er að starfsmaðurinn hafi reynslu af öldrunarþjónustu og menntun af sviði hjúkrunar, félagsráðgjafar, sjúkra- eða iðjuþjálfunar. Skrif- legum umsóknum skal beint til félagsmálastjóra Akureyrarbæjar, Félagsmálastofnun, Strandgötu 19 b, Akureyri, sími 96-25880, en hann veitir jafn- framt upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 20. sept. nk. Hjúkrunarforstjóra hjúkrunarheimilis- ins á Hlíð. Krafist er menntunar og reynslu af sviði hjúkrun- arfræða en þekking á öldrunarþjónustu og stjórn- unarstörfum er æskileg. Skriflegum umsóknum skal beint til hjúkrunaiiorstjóra Hlíðar, Önnu Guðrúnar Jónsdóttur, Dvalarheimilinu Hlíð, Aust- urbyggð 17, sími 96-27932, en hún veitir jafn- framt upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 20. sept. nk. AB-búðin Kaupangi Skólavörur — föndur- vörur — spil Gallery-myndir og margt fleira Líttu inn, næg bílastæði. AB-búðin Kaupangi Vegna breytinga 40% afsláttur á öllum vörum KOMPAN SKIPAGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI 96 25917 Athugasemd - vegnar greinar um endurvígslu Kaupangskirkju Nýlega var sagt frá endurvígslu Kaupangskirkju í Eyjafirði hér í blaðinu. Þar var saga kirkjunnar rakin í stuttu máli og nefndir nokkrir aðilar sem viðstaddir voru endurvígsluna. Því miður féllu niður nokkur nöfn í grein- inni, og er beðist velvirðingar á því. Auk þeirra, sem nefndir eru í greininni, voru viðstaddir endur- vígsluna Kristján Hannesson, bóndi í Kaupangi, og Ólafur Tryggvason á Ytra-Hóli, sókn- arnefndarmenn, - en Ólafur átti að öðrum ólöstuðum einna stærsta þáttinn í að endurbætur voru gerðar á kirkjunni. Tónlistarmennirnir Þuríður Baldursdóttir, mezzósópran, og undirleikararnir Magna Guð- mundsdóttir, Guðrún Þórarins- dóttir og Hulda Björk Garðars- dóttir, sáu um tónlistarflutning við athöfnina ásamt þeim Atla Guðlaugssyni, trompetleikara, og Þórdísi Karlsdóttur, organ- ista. Öllum þessum aðilum eru færðar bestu þakkir fyrir þátt- töku sína í endurvígslunni. ÉHB DAGIJR Ilúsavík 0 9641585 Norðlcnskt dagblað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.