Dagur - 06.09.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 06.09.1988, Blaðsíða 10
 10 - DAÖÍÍR'6:'söpfémí)er0léí8£Í' Enska knattspyrnan: Iiverpool hafði betur gegn Man. Utd. - Cottee sá um Coventry - Tottenham rétti úr kútnum í síðari hálfleik Neville Southall átti stórleik í marki Everton og varði m.a. vítaspyrnu gegn Coventry. Það var sannkallaöur stórleik- ur á Anfíeld á laugardag þar sem Liverpool mætti Manch- ester Utd. Þessi lið voru í tveimur efstu sætunum í 1. deild í fyrra og leikmenn tóku daginn snemma, því leikurinn hófst um hádegi. Manchester liðið hefur oft reynst Liverpool erfítt, en í þessum leik höfðu heimamenn betur. Jan Molby skoraði sigurmark Liverpool úr vítaspyrnu gegn Man. Utd. Ian Rush var enn sem fyrr varamaður hjá Liverpool, kom inn á þegar 10 mín. voru til leiks- loka, en þá hafði liðið þegar tryggt sér sigur í leiknum. John Barnes átti stórleik hjá Liverpool og kom vörn Utd. oft í vanda. Tvívegis í fyrri hálfleik skapaði hann góð færi fyrir Steve Nicol sem mistókst að skora, en á 28. mín. var Barnes felldur í vítateig eftir eina af sínum rispum og Jan Molby skoraði af öryggi úr víta- spyrnunni. Utd. sótti nokkuð í upphafi síðari hálfleiks og Bruce Grobbelaar varði vel frá Viv Anderson og Bryan Robson, en Liverpool náði fljótlega undir- tökunum á ný og Nigel Spack- man átti skot í stöng auk þess sem Steve Bruce bjargaði á línu frá Rush. Það er því þegar kontið fram sem margir bjuggust við að erfitt ntun reynast að stöðva Liverpool liðið í vetur. Það virtist stefna í öruggan sig- ur Newcastle gegn Tottenham í leikhléi, heitnamenn höfðu þá skorað tvö mörk, átt leikinn og óheppnir að liafa ekki stærra forskot. Andy Thorn skoraði fyrra markið eftir mistök í vörn Tottenham strax á 4. mín. Á 19. mín. bætti Darren Jackson við öðru marki eftir sendingu frá John Hendrie. Lið Tottenham var slakt í fyrri hálfleik, vörnin óörugg, sérstaklega bakverðirnir Michell Thomas og Brian Stat- ham þá var Bobby Mimms óör- uggur í markinu. Miðjumenn liðsins baráttulausir, sérstaklega Paul Gascoigne sem hans fyrri aðdáendur bauluðu á í hvert sinn er hann kom við boltann. En leikurinn gerbreyttist eftir hlé. Strax eftir 10 sek. skoraði Chris Waddle eftir undirbúning besta manns Tottenham Paul Walsh og Tottenham komst í gang. Terry Fenwick jafnaði með skalla eftir hornspyrnu á 18. mín. og fleiri rnörk frá Tottenham virtust liggja í loftinu. Um miðjan síðari hálf- leik skipti Terry Venables Paul Walsh út af fyrir Paul Moran. Jack Charlton þjálfari írlands var einn þeirra er lýsti leiknum og sagðist ekki trúa sínum eigin aug- um því Walsh hefði verið besti maður hðsins. Hann gerði hins vegar ekki athugasemd þegar Gascoigne var skipt út af í stað David Howells nokkru síðar. Við þetta fór broddurinn úr liði Tott- enham og fátt um marktækifæri, en Tottenham má þó vel við una að hafa náð stigi eftir hina hörmulegu byrjun sína. Aston Villa vakti athygli fyrir mjög góða frammistöðu á útivöll- um í fyrra og á laugardag kom liðið mjög á óvart með sigri gegn Arsenal á Highbury. Arsenal hóf leikinn betur, en ineð hörku og útsjónarsemi náðu nýliðar Aston Villa betri tökum á leiknum. Alan Mclnally náði tveggja marka forskoti fyrir Villa með góðum mörkum, síðara markið kom þegar varnarmenn Arsenal töldu hann rangstæðan og horfðu aðeins á hann skora. Þá var kom- ið að Arsenal að gera tvö mörk í röð og jafna leikinn á 4 mín. kafla. Brian Marwood og Alan Smith skoruðu mörkin. En Aston Villa hafði ekki sagt sitt síðasta orð og sigurmarkið kom beint úr aukaspyrnu sem var mjög um- deild rétt utan vítateigs, Andy Gray sendi boltann í netið með miklu þrumuskoti. Aðrir nýliðar í 1. deild gerðu það einnig gott, Millwall sigraði á heimavelli sínum lið Derby. Mjög sanngjarn sigur og aðeins markvarsla Peter Shilton hjá Derby kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri. Tvívegis varði hann frábærlega frá George Lawrence og Kevin O’Callaghan er þeir komust einir inn fyrir vörn Derby. Hann gat þó ekkert að gert rétt fyrir leikhlé er Teddy Sherringham skoraði sigurmark Millwall eftir mikinn atgang fyrir framan markið hjá Derby. Leik- menn Derby léku betur í síðari hálfleik og fengu færi á að jafna undir lokin, Phil Gee mistókst þá í góðu færi og sanngjarn sigur Millwall í höfn. Leikmenn Everton voru heppn- ir í leik sínum gegn Coventry á útivelli, en stigin þrjú sem þeir tóku verða ekki af þeim tekin. Coventry fékk þó gullið tækifæri til að ná forystu á 24. mín. er David Smith var felldur innan vítateigs, en markvörður Ever- ton Neville Southall varði frábær- lega vel tekna spyrnu Brians Kilcline. Tvívegis varði hann einnig úr dauðafærum frá Gary Bannister. Þrátt fyrir þunga sókn heimamanna var það Everton sem skoraði. Á síðustu mín. fyrri hálfleiks braust bakvörðurinn Neil McDonald sem vítaspyrnan var dæmd á upp að endamörk- um, sendi vel fyrir þar sem Tony Cottee skallaði glæsilega framhjá Steve Ogrizovic í netið. Það reyndist eina ntark leiksins. Landsliðsþjálfari Englands Bobby Robson var viðstaddur til að sjá Cottee, en hann gerði þó lítið annað í leiknum en skora ntarkið. Southampton hefur sigrað í sínum tveimur fyrstu leikjum, mætti Q.P.R. á útivelli þar sem eina markið kom á 16. mín. fyrri hálfleiks. Rod Wallace sendi fyrir frá hægri, Kevin Moore skallaði að marki og Matthew le Tissier sá um að boltinn færi örugglega í netið. Q.P.R. átti þó sín færi, Simon Barker komst einn í gegn en skaut framhjá og skalli Martin Allen mjög vel varinn af John Burridge. Gamli landsliðsmaður- inn Trevor Fráncis hjá Q.P.R. var mjög slakur og kom Mark Stein sem keyptur var frá Luton í vikunni inn á fyrir hann í hálfleik. Hann hleypti nýju blóði í Iið Q.P.R. og var mjög nærri að jafna í síðari hálfleik. Einnar mín. þögn var áður en leikurinn hófst í minningu David Bulstrode formanns Q.P.R. er lést í vik- unni. Norwich hefur komið mjög á óvart og hefur sex stig, sigraði Middlesbrough á útivelli á Iaug- ardag. Mark Brennan lék sinn fyrsta leik á heimavelli fyrir Boro eftir komuna frá Ipswich. Hann byrjaði ekki vel, sjálfsmark hans í leiknum reyndist dýrt því Nor- wich sigraði 3:2. Robert Rosario og Robert Fleck skoruðu hin mörk Norwich, en fyrir Boro skoruðu þeir Tony Mowbray og Mark Burke. Nigel Worthington hjá Sheff- ield Wed. skoraði einnig sjálfs- mark í leik liðsins á útivelli gegn Nottingham For. í fyrri hálfleik, en Mel Sterland jafnaði í síðari hálfleik fyrir Sheffield Wed. og lið Forest hefur ekki staðið sig eins vel til þessa og reiknað var með fyrirfram. Vaughan Ryan Wimbledon var enn einn leikmaðurinn sem skor- aði sjálfsmark á laugardag, en hann setti boltann í eigið mark í leik liðs síns á útivelli gegn Luton. Kingsley Black skoraði síðara mark Luton í 2:2 jafntefl- inu, en mörk Wimbledon gerðu þeir John Fashanu og Charlton Fairweather. Ekkert lát er á lélegri byrjun West Ham, liðið tapaði óvænt á heimavelli gegn Charlton. Stew- art Robson skallaði í eigið mark að viðbættum tveimur mörkum frá Paul Williams. Leikmenn Alan Mclnally skoraði tvö mörk fyr- ir Aston Villa í óvæntum sigri á úti- velli gegn Arscnal. Charlton áttu þar að auki tvö stangarskot. Eina mark West Ham gerði Kevin Keen úr víta- spyrnu. 2. deild í 2. deild hafa Portsmouth og Watford sem féllu úr 1. deild í fyrra fengið fljúgandi start. Portsmouth fékk Leeds Utd. í heimsókn á laugardag og vann stóran sigur 4:0. I liði Leeds Utd. voru þrír leikmenn er léku með Portsmouth í fyrra, þeir Ian Baird, Noel Blake og Vince Hilaire. Leikurinn varð þeirn þó ekki góður, Baird var rekinn af leikvelli, Blake bókaður og Hilaire sást ekki í leiknum. Leik- ntenn Leeds Utd. börðust vel en gekk lítið og Portsmouth skoraði tvö mörk á 5 mín. kafla um miðj- an fyrri hálfleik. Fyrst sjálfsmark Bob Taylor eftir skalla Graeme Hogg, síðan skallamark Mike Quinn. í síðari hálfleiknum gáf- ust leikmenn Leeds Utd. hrein- lega upp og Terry Connor og Mark Chamberlain bættu við tveimur mörkum auk þess sem Quinn misnotaði vítaspyrnu. Stjóri Leeds Utd. Billy Bremner neitaði að tala við fréttamenn eft- ir leikinn, en hann þarf örugglega að ræða við sína menn. Dalian Atkinson og Jason Dozzell skoruðu fyrir Ipswich gegn Sunderland, en Ipswich vann ntjög sannfærandi. Watford sigraði Crystal Palace á útivelli þrátt fyrir að Kenny Jackett misnotaði vítaspyrnu. Gary Porter og Paul Wilkinson komu boltanum í markið. Jimmy Quinn skoraði sigur- mark Leicester gegn Birming- í tilefni aldarafmælis Enska knattspyrnusambandsins er haldið mót þeirra átta knatt- spyrnuliða er stóðu sig best á síðastliðnum vetri. Um útsláttarkeppni er að ræða og fór fyrsta umferð fram í sl. viku. ham, hans fyrsta mark fyrir félag- ið. Simon Garner skoraði þrennu fyrir Blackburn í sigrinum gegn Oldham. Chelsea gengur illa, tapaði 1:0 úti gegn Bournemouth. Richard Cooke skoraði eina mark leiks- ins. Man. City gengur einnig illa, náði þó stigi heima gegn Walsall. Willie Naughton gerði bæði mörk Walsall, en Neil McNab og Trev- or Morley fyrir City. David Currie Barnsley var rek- inn af velli á síðustu mín. gegn Stoke City. Þá hafði Steve Agn- ew rétt lokið við að skora sigur- mark Barnsley, Currie ef til vill svekktur að hafa ekki skorað sjálfur. Þeir félagar Terry Venables og Paul Gascoigne urðu að sætta sig við jafntefli gegn Newcastle í fyrsta leik Tottenham í deildinni. Úrslit leikjanna urðu þessi: Liverpool-Nottingham For. 4:1 Manchester Utd.-Everton 1:0 Newcastle-Wimbledon 1:0 Q.P.R.-Arsenal 0:2 Undanúrslit fara fram 21. sept- ember og úrslitaleikurinn verður síðan leikinn sunnudaginn 9. okt- óber. ÞLA Afmælismót

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.