Dagur - 06.09.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 06.09.1988, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 6. september 1988 6. september 1988 - DAGUR - 9 Enska knattspyrnan: Úrslit 1. deild: Arsenal-Aston Villa 2:3 Coventry-Everton 0:1 Liverpool-Manch. Utd. 1:0 Luton-Wimbledon 2:2 Middlesbrough-Norwich 2:3 Millwall-Derby 1:0 Newcastle-Tottenham 2:2 Nott. For.-Sheffield Wed. 1:1 Q.P.R.-Southampton 0:1 West Ham-Charlton 1:3 2. deild: Barnsley-Stoke City 1:0 Birmingham-Leicester 2:3 Blackbum-Oldham 3:1 Bournemouth-Chelsea 1:0 Bradford-Shrewsbury 1:0 Crystal Palace-Watford 0:2 Ipswich-Sunderland 2:0 Manchester City-Walsall 2:2 Oxford-Brighton 3:2 Plymouth-Hull City 2:0 Portsmouth-Leeds Utd. 4:0 W.B.A.-Swindon 3:1 3. deild: Aldershot-Gillingham 0:2 Blackpool-Notts County 0:1 Bolton-Cardiff City 4:0 Bristol City-Chesterfield 4:0 Fulham-Southend 1:0 Huddersfield-Preston 2:0 Northampton-Brentford 1:0 Port Vale-Chester 1:2 Sheff. Utd.-Bristol Rovers 4:1 Swansea-Bury 1:1 Wigan-Mansfield 0:0 Wolves-Reading 2:1 4. deild: Crewe-Scunthorpe 3:2 Doncaster-Exeter 2:1 Grimsby-Torquay 1:0 Halifax-Burnley 1:2 Hartlepool-Darlington 2:1 Hereford-Cambridge 4:2 Peterborough-Scarb. 1:4 Rochdale-Rotherham 0:2 Stockport-Orient 0:0 Tranmere-Colchester 0:0 Wrexham-Lincoln 3:0 York City-Carlisle 1:1 Úrslit í vikunni 2. deild: Barnsley-Swindon 1:1 Bradford-Stoke City 0:0 Crystal Palace-Cheísea 1:1 Manchester City-Oldham 1:4 Oxford-Hull City 1:0 Portsmouth-Leicester 3:0 W.B.A.-Watford 0:1 Knattspyrna 3. deild: Einheijasigur Leikur Einherja og Reynis í B-riðli 3. deildar fór fram á malarvellinum ■ Mývatns- sveit þar sem vöilurinn á Vopnafirði var á floti eftir rigningar. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en lokatölurnar urðu 4:2 fyrir Einherja. Einherji sótti mun meira í fyrri hálfleik og uppskar tvö mörk. Staðan í leikhléi var 2:0. í seinni hálfleik snerist dæmið við og Reynismenn sóttu mun meira í byrjun og náðu að jafna leikinn, 2:2. Þegar líða tók á leikinn tók Einherji við sér á nýjan leik og bætti tveimur mörkum við og úrslitin því 4:2. Mörk Ein- herja skoruðu þeir Njáll Eiðs- son, úr vítaspyrnu, Viðar Sig- urjónsson, Hallgrímur Guð- mundsson og Stefán Guð- mundsson. Mörk Árskógs- strendinga skoraði Garðar Níelsson. SS íþróttir Valgeir Barðason KA-maður í baráttu við Þorstein Þorsteinsson varnarmann Fram. Valgeir skoraði seinna mark KA. Knattspyrna SL-mótið 1. deild: KA lá í slagsmálaleik - Fram tryggði sér íslandsmeistaratitilinn Fram tryggði sér íslandsmeist- aratitilinn með 3:2 sigri á KA í miklum baráttuleik á Laugar- dalsvellinum á laugardaginn. Fram hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og skoraði tvö mörk. í síðari hálfleik kom miklu hressara KA-lið inn á völlinn og náði að jafna leik- inn. Hins vegar náðu Framarar að bæta við einu marki og sigra í leiknum. Fyrri hálfleikur var leikur kattar- ins að músinni. Framarar höfðu tögl og hagldir og hefðu getað skorað mun fleiri mörk en þeir gerðu. Að sama skapi var KA- liðið slakt og átti varla marktæka sóknarlotu í hálfleiknum. Fyrsta mark þeirra bláklæddu kom eftir varnarmistök hjá norðanmönnum. Ormarr Örlygs- son fékk boltann á kantinum og sendi góða sendingu fyrir markið, þar nikkaði Pétur Orms- lev boltanum til Guðmundar Steinssonar sem skoraði örugg- lega fram hjá Hauki í markinu. Annað mark Fram kom eftir mikil varnarmistök hjá Hauki Bragasyni. Tekin var hornspyrna frá hægri, Viðar Þorkelsson nikk- aði boltanum áfram og Hauki mis- tókst að ná til boltans. Ómar Torfason notfærði sér þetta og skallaði boltann örugglega í mark KA-manna. Framliðið átti nokkur ágæt marktækifæri í viðbót, en Hauk- ur í markinu kom í veg fyrir að þeir gætu aukið forskot sitt með stórgóðri markvörslu. í síðari hálfleik kom miklu frísk- Knattspyrna 2. deild: Siglfirðingar í fallsætið - eftir tap KS-ingar sitja í öðru fallsæti 2. deildar í knattspyrnu eftir að þeir lágu fyrir Víðismönnum í Garðinum á laugardag. Á sama tíma gerði Breiðablik jafntefli við ÍBV og komst þar með upp fyrir KS á töflunni. Á botninum sitja hins vegar Þróttarar sem fyrr. Víðismenn sigla lygnan sjó í 2. deildinni en KS-ingar sem berjast fyrir áframhaldandi tilverurétti sín- um í deildinni náðu ekki að sækja stig í Garðinn og töpuðu 1:3. Heimamenn voru mun frískari í byrjun leiksins og voru meira með boltann án þess þó að skapa sér veruleg marktækifæri. Það voru þó KS-ingar sem fengu opn- ari færi en það var samt gegn gangi leiksins að þeir tóku forystuna á 29. mín. Hafþór Kolbeinsson átti gott skot á markið, Gísli mark- vörður Víðis varði en hélt ekki boltanum sem barst til Paul Frair og hann kom honum í netið. Skömmu síðar jöfnuðu heima- í Garðinum menn og var þar að verki Björg- vin Björgvinsson. Sævar Leifsson lék upp vinstri kantinn og sendi boltann á Björgvin sem skoraði með góðu skoti af stuttu færi. Það hefur verið lesið vel yfir Víðismönnum í leikhléi, því þeir mættu mun ákveðnari til sfðari hálfleiks og náðu forystunni strax á 46. mín. Björn Vilhelmsson skaut að marki KS, boltinn fór í varnarmann KS og barst af hon- um út til Heimis Karlssonar sem þrumaði honum í netið með glæsilegu skoti. Á síðustu mín. leiksins innsigluðu svo heima- menn sigurinn er Björgvin skor- aði sitt annað mark, eftir undir- búning Heimis. KS-ingar máttu illa við því að tapa þessum leik en þrátt fyrir slæma stöðu í deildinni, vantaði einhvern baráttuneista í leik- menn liðsins. Bestir KS-inga voru þeir Hafþór Kolbeinsson og Tómas Kárason. Hjá Víði voru þeir Heimir Karlsson og Björgvin Björgvinsson bestir. EG/KK ara KA lið inn á og strax á 5. mínútu átti Antony Karl skot í slá Framliðsins. Nokkrum mínút- um síðar átti Valgeir Barðason fast skot beint úr aukaspyrnu en Birkir varði vel. Það var síðan Gauti Laxdal sem minnkaði muninn fyrir KA með ágætu marki. Örn Viðar tók innkast og Erlingur Kristjánsson framlengdi boltann til Gauta Laxdal sem skoraði af stuttu færi. Mikill kraftur færðist nú í þá gulklæddu og þeir uppskáru laun erfiðisins með marki Valgeirs Barðasonar. Antony Karl átti þá skot af löngu færi sem Birkir hélt ekki og Valgeir nýtti sér það og renndi tuðrunni í netið. Þá kom að Guðjóni Þórðarsyni þjálfara sem gerði afdrifarík mistök með því að setja sjálfan sig inn á. Arnljótur Davíðsson renndi sér upp í hornið hjá hon- um aðeins tveimur mínútum eftir að Guðjón kom inn á, rúllaði boltanum út í teiginn á Ómar Torfason sem skoraði með föstu skoti óverjandi fyrir Hauk í markinu. En Guðjón hafði ekki sagt sitt síðasta orð í leiknum, því nokkr- um mínútum síðar var hann rek- inn út af fyrir gróft brot á Arn- ljóti Davíðssyni. Hann náði því einungis að spila í rúmar níu mínútur af leiknum! Aukin harka færðist nú í leik- inn og rétt fyrir leikslok var Jóni Kristjánssyni vikið af leikvelli fyrir að taka eitt „Tyson“ högg á Guðmund Steinsson, en Guð- mundur var að reyna að stöðva Jón á ólöglegan hátt. Framarar tryggðu sér þar með íslandsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu árið 1988 og eru þeir vel að þeim titli komnir. KA-liðið á heiður skilið fyrir að rífa sig upp úr vesöldinni í fyrri hálfleik, en taktísk mistök komu í veg fyrir að þeim tækist að ná stigi af íslandsmeisturunum. Liö KA: Haukur Bragason, örn Viðar Arnars- son, (Guðjón Þórðarson 70. mín.), Gauti Laxdal, Jón Kristjánsson, Erlingur Kristjáns- son, Friðfinnur Hermannsson, Bjarni Jónsson Valgeir Barðason, Antony Karl Gregory Steingrímur Birgisson, Stefán Ólafsson. Lið Fram: Birkir Kristjánsson, Þorsteinn Þor- steinsson, Jón Sveinsson (Pétur ArnþórsSon 46. mín.), Ormarr örlygsson, Kristján Jónsson, Kristinn Jónsson, Guðmundur Steinsson, Arn- ljótur Davíðsson, Ómar Torfason, Viðar Por- kelsson, (Steinn Guðjónsson 43. mín.), Pétur Ormslev. AP Knattspyrna 2. deild: Góður sigur Tinda- stóls gegn Selfossi Tindastóll er svo gott sem búinn að tryggja sér 2. deildar sæti í ár eftir sigur á Selfyssing- um sl. laugardag á heimavelli sínum. Tindastóll vann sann- gjarnan sigur á Selfossi með þremur mörkum gegn engu, eftir að staðan í leikhléi var 2:0. Leikurinn fór fram í miklu norðanroki, og rigningu á köflum, sem hafði sitt að segja fyrir Ieik liðanna. Leiknum seinkaði um nær klukkutíma, þar sem línuverðir mættu ekki á tilskildum tíma. Sem fyrr segir var sterkur vindur á völlinn í leiknum og hafði Tinda- stóll hann í bakið í fyrri hálfleik. Leikmenn liðsins nýttu sér það ekki sem skyldi og skutu lítið á mark Selfyssinga. Leikurinn byrjaði rólega og var jafnræði með liðunum. Á 13. mínútu kom svo fyrsta markið. Það var Hólmar Ástvaldsson sem það gerði fyrir Tindastól. Hann lék á nokkra varnarmenn Selfyss- inga, fór með knöttinn inn á víta- teiginn og þrumaði knettinum með vinstri fæti upp undir markslá gestanna. Gott mark hjá Hólmari og virðist hann vera á skotskónum þessa dagana, en hann skoraði mark í síðasta leik gegn Fylki, sem var hans fyrsta mark í sumar. Vonuðust áhorfendur nú til að mörkunum myndi rigna en svo fór ekki. Liðunum gekk illa að hemja boltann í rokinu og voru Selfyssingar jafn mikið með bolt- ann og heimamenn, þó að þeir lékju jegn vindi. En er nær dró hálfleik þyngdust sóknir Tinda- stóls og á 42. mínútu bar það árangur. Eyjólfur Sverrisson skoraði þá mark með svipuðum KA-Leiftur laugardag: Þrír úr KA og tveir úr LeiPtri verða í banni Þeir bræður Frlingur og Jón Kristjánssynir leikmenn KA í knattspyrnu, verða nær örugg- lega í leikbanni í leiknum gegn Leiftri á laugardag. Þá bendir flest til þess að þeir Hörður Benónýsson og Steinar Ingi- mundarson leikmenn Leifturs, verði einnig í banni. Jón var rekinn af leikvelli í leiknum gegn Fram á laugardag og Erlingur fékk að líta gula spjaldið í þeim sama leik. Jón fer í bann fyrir rauða spjaldið en Erlingur fyrir fjögur gul spjöld í sumar. Hörður var rekinn út af í leikn- um gegn KR og Steinar fékk sitt fjórða gula spjald í sumar. í kvöld er fundur hjá aganefnd KSÍ og hafi skýrslur dómara þessara leikja borist til hennar, verða allir þessir fjórir leikmenn í banni á laugardag. Guðjóni Þórðarsyni þjálfara KA sem kom inn í seinni hálfleik á móti Fram í sínum fyrsta deild- arleik með liðinu, var einnig vís- að af leikvelli. Hann á því einnig von á að verða dæmdur í leik- bann á fundi aganefndar í kvöld. -KK undirbúningi og mark Hólmars, nema hvað skot Eyjólfs var fastur jarðarbolti, sem markvörður Sel- fyssinga réð ekkert við. Héldu margir að tvö mörk dygðu ekki heimamönnum fyrir seinni hálfleikinn, en sá ótti reyndist ástæðulaus. Frábær leik- ur Gísla Sigurðssonar markvarð- ar Tindastóls og góð vörn komu í veg fyrir að Selfyssingum tækist ' að skora í seinni hálfleik. Þeir sóttu stíft, enda með sterkan vind í bakið. Tindastóll náði ekki mörgum sóknum. Þrátt fyrir að Gísli Sigurðsson meiddist í miðj- um seinni hálfleik, harkaði hann af sér og lék nánast á annarri löpp- inni það sem eftir var leiks og varði meistaralega. Rétt fyrir leikslok innsiglaði Guðbrandur Guðbrandsson sigur Tindastóls í leiknum með þriðja markinu, gegn gangi leiksins. Eyjólfur komst í gegnum vörn Selfyssinga, lék inn í vítateiginn og gaf fyrir markið á Guðbrand, sem stóð á auðum sjó og skoraði auðveld- lega í autt markið. Besti maður Tindastóls í leikn- um var tvímælalaust Gísli í mark- inu, auk þess sem Björn Sverris- son og Ólafur Adolfsson í vörn- inni voru góðir. Þá lék Hólmar vel, en hann þurfti að fara út af í hálfleik vegna meiðsla. Dómari leiksins var Guðmundur Stefán Maríasson og stóð hann sig þokkalega, var eitthvað spar á spjöldin að þessu sinni. -bjb Sveitakeppni GSÍ 2. deild: Sveit GH og GA í 1. deild - Karlalið GH og kvennalið GA sigruðu Sveitakeppni Golfsambands íslands, 2. deild fór fram á Katlavelli á Húsavík um helg- ina. Karlaliö Golfklúbbs Húsa- víkur tryggði sér sæti í 1. deild að ári og það gerði kvennalið Golfklúbbs Akureyrar einnig. Gífurleg barátta var um efsta sætið í karlaflokknum en í kvennaflokknum höfðu Akur- eyringar mikla yflrburði. í karla- flokki mættu 9 sveitir til leiks en 5 í kvennaflokki. Karlaflokkur: Keppnisfyrirkomulagið var þannig að fjórir kylfingar voru í sveit og taldi árangur þriggja bestu eftir hverjar 18 holur. Leiknar voru 72 holur, 36 holur hvorn keppnisdag. Keilismenn úr Hafnarfirði tóku forystuna í upp- hafi og héldu henni fram eftir keppninni. Þegar 18 holur voru eftir, náðu heimamenn foryst- unni en Keilismenn jöfnuðu á ný þegar 9 holur voru eftir. Síðustu holurnar var hart barist og úrslit- in réðust ekki fyrr en á allra síð- ustu holunum. Þá kom í ljós að sveit GH hafði sigrað sveit GK með fjögurra högga mun. Sigursveit GH var skipuð þeim Kristjáni Guðjónssyni, Axel Reynissyni, Ólafi Ingimarssyni og Kristjáni Hjálmarssyni. Loka- staðan varð þessi: 1. Sveit GH 978 2. B sveit GK 982 3. B sveit GV 988 4. A sveit GA 995 5. SveitNK 1012 6. B sveit GA 1019 7. Sveit Leynis 1023 8. Sveit Selfoss 1080 9. Sveit Grindavíkur 1123 Kvennaflokkur: Sem fyrr sagði hafði sveit GA mikla yfirburði frá upphafi keppninnar. Konurnar léku 36 holur, eða 18 holur á dag, þrjár konur voru í hverri sveit og taldi árangur tveggja bestu hvorn keppnisdag. Þegar keppni lauk hafði sveit GA 45 högga forskot á sveit GS sem hafnaði í öðru sæti. Keppnin var mun harðari um annað sætið og þar börðust þrjár sveitir. Sigursveit GA var skipuð þeim Andreu Ásgrímsdóttur, Ingu Magnúsdóttur og Árnýju Lilju Árnadóttur. Lokastaðan varð þessi: 1. Sveit GA 378 2. Sveit GS 423 3. Sveit NK 427 4. Sveit GH 428 5. Sveit Grindavíkur 446 -KK Eydís Marinósdóttir skoraði þrennu fyrir KA gegn ÍBK á sunnudag. Knattspyrna 1. deild kvenna: KA lauk keppni með tveimur sigrum Kvennalið KA í knattspyrnu lauk keppni í 1. deildinni að þessu sinni með því að leggja bæði IA og IBK um helgina. Á föstudagskvöld vann liðið í A á KA-vellinum 2:1 og á sunnu- dag sóttu steipurnar 3 stig til Keflavíkur í 6:2 sigri á ÍBK. KA hafnaði því í 4.-5. sæti ásamt IA sem er ágætis árang- ur. „Ég er alveg sáttur við árang- urinn í sumar og framtíðin er björt hjá félaginu. Við eigum íslands- meistarana í 2. flokki kvenna en spurningin er sú, hvort menn ætla að gera betur við kvenna- knattspyrnuna eða hreinlega ganga af henni dauðri,“ sagði Gunnlaugur Björnsson þjálfari KA í samtali við blaðið. KA-ÍA 2:1 KA og ÍA léku á KA-vellinum á föstudagskvöld en leiknum hafði tvívegis áður verið frestað. Leik- ur liðanna var ekkert sérlega vel leikinn og einkenndist af mikilli baráttu. Uppistaðan í báðum lið- um er úr 2. flokki og Skagastúlk- urnar sem töpuðu fyrir KA í úrslitaleiknum í 2. flokki fyrir skömmu, ætluðu sér greinilega að hefna fyrir það. ÍA náði forystunni á 25. mín. Markvörður KA missti boltann út fyrir vítateig út við endalínu og þar náði framherji ÍA honum og sendi í markið. Áður höfðu KA-stúlkurnar fengið tvö ágæt marktækifæri sem ekki nýttust. Eftir markið tóku Skagastúlkurn- ar öll völd á vellinum fram að leikhléi, án þess þó að fá opin færi. Knattspyrna 3. deild: Magni lauk keppni með sigri Magni lauk keppni í B-riðli 3. deildar í knattspyrnu á því að sigra Hugin frá Seyðisfirði 1:0 á Grenivík á laugardag. Leikurinn var opinn enda vel blautt á og sérstaklega fengu heimamenn góð marktækifæri sem þeim ekki tókst að nýta. Magnamenn léku undan þó nokkrum vindi í fyrri hálfleik, höfðu leikinn í hendi sér og fengu mýgrút af marktækifærum. Leik- menn liðsins voru þó ekki á skot- skónum frekar en í öðrum leikj- um sínum í sumar. Þó tókst Jóni Ingólfssyni að skora mark fyrir Magna á 20. mín. með skoti af markteig og reyndist það sigur- mark leiksins. í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn og bæði lið fengu marktækifæri. Huginsmenn voru næst því að skora er gott skot beint úr aukaspyrnu hafnaði í þverslánni á marki Magna. Þeir voru einnig nálægt því að jafna eftir aðra aukaspyrnu skömmu síðar en ísak markvörður bjarg- aði vel. Það voru þó heimamenn sem fengu besta marktækifærið í síð- ari hálfleik, er dæmd var víta- spyrna á Hugin þegar um 10 mín. voru til leiksloka. En Tómas Karlsson sem tók spyrnuna gerði sér lítið fyrir og skaut langt framhjá markinu. Eftir þetta gerðist fátt markvert og leikurinn fjaraði út án mikilla átaka. -KK í síðari hálfleik hresstust KA- stúlkurnar til muna og á 51. mín. jafnaði Hjördís Úlfarsdóttir fyrir KA úr vítaspyrnu. Það var svo íris Thorleifsdóttir sem tryggði KA sigurinn á 68. mín. Hún fékk góða sendingu frá Eydísi Marinós- dóttur og skoraði laglegt mark. Eftir markið gerðist fátt mark- vert til viðbótar og KA fagnaði sigri. Hjördís Úlfarsdóttir var best í liði KA en einnig átti Fanney Halldórsdóttir markvörður góð- an leik. Hjá ÍA var Halldóra Gylfadóttir mest áberandi. ÍBK-KA 2:6 KA-stúlkurnar fóru til Keflavík- ur ákveðnar í því að sigra og það tókst þeim mjög örugglega. Þær léku undan nokkurri golu í fyrri hálfleik og fengu nokkur mjög góð færi en var fyrirmunað að skora. Þeim tókst þó að skora einu sinni og var þar að verki íris Thorleifsdóttir á 25. mín. Um 10 mín. síðar jafnaði ÍBK úr víta- spyrnu, eftir að brotið var á fram- herja liðsins inni í vítateig. í leik- hléi var staðan 1:1. í síðari hálfleik fóru hlutirnir hins vegar að ganga betur hjá KA-stelpunum. Þær bættu við 5 mörkum áður en yfir lauk á móti aðeins einu rangstöðumarki heimastúlknanna og sigruðu sem fyrr sagði 6:2. Evdís kom KA yfir á 57. mín. og Iris Thorleifsdóttir bætti við þriðja markinu með skalla eftir sendingu frá Ingu Birnu 10 mín. síðar. Áður hafði Arndís Ólafs- dóttir platað varnarmenn ÍBK upp úr skónum og skotið í þver- slána. Inga Birna skoraði fjórða mark KA með góðu skoti og Eydís bætti því fimmta við eftir að hafa fengið sendingu frá Arn- dísi. Á 77. mín. tókst ÍBK að skora sitt annað mark í leiknum. Línu- vörðurinn veifaði á rangstöðu en dómarinn var á öðru máli og dæmdi markið gott og gilt. Á síð- ustu mín. leiksins bætti Eydís svo við sínu þriðja marki og sjötta marki KA og enn eftir sendingu frá Arndísi. Síðasta orðið átti svo Inga Birna er hún átti gott skot á markið sem markvörður ÍBK varði vel. Arndís Ólafsdóttir lék frábær- lega með KA að þessu sinni og einnig léku þær Borghildur Freysdóttir og Erla Sigurgeirs- dóttir vel. -KK Knattspyrna 3. deild: Dalvíkingar settu á fullt - og unnu Þrótt 5:2 Dalvíkingar tryggðu sér þriðja sætið í B-riðli 3. deildar með sigri á Þrótti frá Neskaupstað á Dalvík sl. laugardag. Lokatölur leiksins urðu 5:2 Dalvíkinguni í vil og tryggðu þeir sér sigurinn með frækilegum endaspretti. Leikurinn var fremur jafn og áttu bæði lið- in í nokkrum erfiðleikum með að hemja boltann í rokinu. Staðan í hálfleik var jöfn, eitt mark gegn einu, og spennan átti eftir að haldast fram eftir seinni hálfleik. Bæði liðin einbeittu sér að því að skora mörk og áður en langt var liðið á seinni hálf- leik var staðan orðin 2:2. Þróttarar skoruðu annað markanna úr vítaspyrnu. Staðan hélst óbreytt þar til um 10 mínútur voru til leiksloka. Þá settu Dalvíkingar á fulla ferð og röðuðu inn þremur mörkum. Úrslitin því 5:2 heimamönnum í vil í býsna fjörugum leik. Mörk Dalvíkinga skoruðu þeir Arnar Snorrason 2, Garðar Jónsson 2, þar af annað úr vítaspyrnu, og Björn Friðþjófsson skoraði 1 mark. Úrslitaleikurinn í 3. deild fer væntanlega fram á Dalvík nk. laugardag og leiða þá sam- an hesta sína Einherji frá Vopnafirði og Stjarnan úr Garðabæ. SS Botnliðin skildu jöfii Botnliðin í B-riðli 3. deildar í knatt- spyrnu, Hvöt og Sindri mættust í loka- umferðinni á iaugardag. Leikurinn skipti ekki máli fyrir liðin þar sem þau voru bæði fallin í 4. deild. Leikurinn sem fram fór á Blönduósi var tíðindalítill og tókst hvorugu liðinu að skora mark. Bæði fengu þau þó tækifæri til þess og þá sérstaklega heimamenn. Hvöt staldraði stutt við í 3. deildinni en liðið kom sem kunnugt er upp úr 4. deild í fyrra. Liðið missti nokkra af sínum bestu mönnum og það hafði sitt að segja í hinni hörðu baráttu 3. deildar. Fyrr í síðustu viku léku Hvöt og Reynir Árskógsströnd frestaðan leik frá því fyrr í sumar. Þeirri viðureign lauk einnig með jafn- tefli, hvort lið skoraði tvö mörk. Ingvar Magnússon og Örn Guðmundsson skoruðu fyrir Hvöt en Garðar Níelsson gerði bæði mörk Reynis. -KK Knattspyrna 4. deild: Kormákur vann Austra Austri frá Fskifirði leikur til úrslita um sigur í 4. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu, þrátt fyrir 0:2 tap gegn Kormáki í undanúrslitunum á laugardag. Austra- menn unnu fyrri leikinn gegn Kormáki á Eskiflrði 8:0 og komast því í úrslitaleikinn á betra markahlutfalli. Bæði liðin hafa þegar tryggt sér sæti í B- riðli 3. deildar að ári, Kormákur sem sigur- vegari í D-riðli og Austri sem sigurvegari í E-riðli. Leikurinn á laugardag fór fram á Hvammstanga í mjög miklu roki og reyndist erfitt að leika góðan fótbolta. Heimamenn léku undan vindi í fyrri hálfleik og tókst að skora tvö mörk með stuttu millibili um miðj- an hálfleikinn. Fyrra markið skoraði Bjarki Gunnarsson en Ragnar Karl Ingason bætti öðru marki við. í síðari hálfleik sóttu Austramenn nær látlaust undan rokinu. Þeim tókst þó ekki að skapa sér nein afgerandi færi og leiknum lauk án þess að fleiri mörk væru skoruð. Páll Leó Jónsson þjálfaði lið Kormáks í sumar með góðum árangri og að sögn Bjarka Haraldssonar formanns knattspyrnudeildar, er mikill áhugi fyrir því að hann haldi áfram með liðið að ári. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.