Dagur - 01.10.1988, Blaðsíða 3
1. október 1988 - DAGUR - 3
4
sakamálasaga
Flugvélamar
sem hurfu
Tvær flugvélar með samtals 116
farþegum um borð hurfu á dul-
arfullan hátt yfir Andersfjöll-
um. Þeir, sem rannsökuðu
hvarfið, halda að báðum vélun-
um hafi verið rænt.
Flug nr. 11 frá Saeta-flugfé-
laginu fór 15. ágúst 1976 frá
Quito í Equador með 59 far-
þega um borð. Framundan var
45 mínútna flug til fjallabæjar-
ins Cuenca. Vélin hvarf spor-
laust.
Tveim árum síðar var önnur
flugvél frá Saeta-flugfélaginu á
leið til Cuenca, í þetta skipti
með 57 farþega um borð. Sú vél
hvarf einnig sporlaust. Þrátt fyr-
ir ákafa leit fannst hvorki tang-
ur né tetur af flugvél né farþeg-
um. En við sérstakar yfirheyrsl-
ur, sem haldnar voru í Quito,
sóru fimm bændur og kennari,
að þeir hefðu séð hvernig seinni
vélin allt í einu breytti stefnu frá
suðlægri til norðaustlægrar.
Árangurslaus leit
Majór Carlos Serrano, fram-
kvæmdastjóri Saeta-flugfélags-
ins, sem er eitt af þrem innan-
landsflugfélögum í Equador,
styður þá hugmynd að báðum
vélunum hafi verið rænt. Hann
heldur því fram að eiturlyfja-
smyglarar séu með í ráðum.
„Báðar vélarnar, sem eru af
Vicker Visecount gerð, hæfa til-
gangi þeirra fullkomlega," sagði
hann. „Þær hafa rnikið flugþol,
geta lent á stuttum brautum og
séu sætin tekin burtu bera þær
sex tonna farm.“
Flugher Equador, leitarsveit-
ir úr landhernum, leitarflugvél
af C-130 gerð frá bandaríska
flughernum ásamt þyrlu með
mjög þróaðan leiserbúnað tóku
þátt í leitinni að flugvélunum
tveim en án árangurs. Þrátt fyrir
ákafa leit í nokkrar vikur fannst
ekki hið minnsta spor til að fara
eftir.
James Kuykendal, Equador-
fulltrúi þeirrar deildar stjórn-
sýslunnar í Bandaríkjunum,
sem fer með málefni baráttunn-
ar gegn eiturlyfjasmyglinu,
sagði að fundist hefðu nöfn ein-
staklinga, sem voru skráöir eit-
urlyfjasmyglarar, á farþegalist-
um seinni flugvélarinnar. Þessir
einstaklingar gátu þó engu svar-
að til um það, hvað hefði orðið
af vélunum.
Nauðungarvinna
Majór Serrano framkvæmda-
stjóri Saeta-flugfélagsins er viss
um að farþegarnir hafi verið
settir í nauðungarvinnu við
maríjúanauppskeruna. Peir,
sem saknað er, eru 74
karlmenn, 36 konur og 6 börn,
flest bændur, en í hópnuin eru
einnig læknir og lögfræðingar.
Guillermo Jaramillo, lög-
fræðingur í Quito, átti 39 ára
gamlan son, Ivan, í seinni vél-
inni. Hann myndaði samtök
ættingja hinna horfnu til þess að
reyna að leysa gátuna. Asamt
Saeta-flugfélaginu lofuðu sam-
tök þessi 325.000 dollara verð-
launum hverjum þeim, sem
gætu komið með upplýsingar,
sem leiddu til þess að gátan yrði
leyst. Árangur hefur enn ekki
orðið neinn.
Skoðanakönnun - Áskrifendaleikur
Helgarblað Dags hefur tekið nokkrum breytingum undanfarnar vikur, von-
andi til batnaðar. Nýir efnisþættir hafa litið dagsins ljós og fleiri eiga eftir að
fylgja í kjölfarið. Okkur finnst tilvalið að kanna hug lesenda til helgarblaðsins
áður en ráðist verður í frekari breytingar og efna til áskrifendaleiks í leiðinni.
Þrenn verðlaun eru í boði: 1. AEG kaffivél frá Járn- og glervörudeild KEA.
2. Brauðrist frá Járn- og glervörudeild KEA. 3. Spennu- og ástarsögur frá
Snorrahúsi. Þið þurfið aðeins að rita nokkur orð um efni blaðsins, skrifa nafn,
heimilisfang og símanúmer, klippa seðilinn út og senda okkur í umslagi merkt:
Dagur - skoðanakönnun, pósthólf 58, 602 Akureyri. Einnig er heimilt að
leggja seðlana inn á afgreiðslu Dags, en þeir þurfa að berast okkur fyrir kl. 17
miðvikudaginn 12. október. Dregið verður úr seðlunum 13. október og nöfn
vinningshafa birt í helgarblaðinu 15. október.
Svarseðill:
Hvaða efnisþætti ert þú sáttur við, áskrifandi góður, í helgarblaði Dags?
Svar:
Hvaða þætti mætti að skaðlausu leggja niður?
Svar: _____________________________________
Hvers konar efni vilt þú sjá í helgarblaði Dags?
Svar: ___________________________________________
Nafn: _______
Heimilisfang:
Símanúmer:
JD)ÆV®ÍI)II ■■■■ rPi
WS4
■■■■
Dags.:
SVARSEÐILL
Beiðni um millifærslu
áskriftargjalds
□ Er áskrifandi
□ Nýr áskrifandi
Undirritaður óskar þess að
áskriftargjald Dags verði
framvegis skuldfært mánaðarlega
á greiðslukort mitt.
Kortnr.:
Gildir út:
Nafnnr.:
Strandgötu 31 • Sími 96-24222
ÁSKRIFANDI:
HEIMILI:.........
PÓSTNR,- STAÐUR:
SlMI:............
UNDIRSKRIFT.