Dagur


Dagur - 01.10.1988, Qupperneq 7

Dagur - 01.10.1988, Qupperneq 7
leiklist 1. október 1988 - DAGUR - 7 Hinir ólíku vinir, William Carlos Williams (Theodór Júlíusson) og Ezra Pound (Þráinn Karlsson) á góðri stundu. Mynd: GB var þaö sýnt það ár í Nýlistasafn- inu í Reykjavík. Það vakti mikla athygli og var uppselt á allar sýn- ingar sem leikhúsinu var unnt að hafa á þeim takmarkaða tíma sem það hafði safnið til afnota. Egg-leikhúsinu hefur verið boðið með Skjaldbökuna á ýmsar lista- hátíðir um allan heim og hefur verkið hvarvetna hlotið afbragðs dóma og verið eftirsóttasti full- trúi íslenskrar leiklistar á slíkum hátíðum. Lilla Teatern í Helsinki tók Skjaldbökuna til sýninga 1985 og bandarískir leikhúsmenn hafa einnig sýnt verkinu áhuga. í sýningu Leikfélags Akureyr- ar fara helstu máttarstólpar leik- félagsins, Theodór Júlíusson og Þráinn Karlsson, með hlutverk skáldanna. Theodór er hinn heimakæri Williams en Þráinn leikur Ezra Pound. Gaman verð- ur að sjá þessa kappa saman á sviðinu, báða í aðalhlutverkum. Sem fyrr segir er Viðar Egg- ertsson leikstjóri og er þetta fyrsta verkefni hans sem slíkur hjá Leikfélagi Akureyrar. Viðar hefur hins vegar leikið í fjöl- mörgum sýningum leikfélagsins á undanförnum nítján árum. Guðrún Svava Svavarsdóttir hannar leikmynd og búninga og er þetta fyrsta verkefni hennar hjá LA. Hún hefur getið sér gott orð fyrir verk sín í leikhúsum landsins. Lárus H. Grímsson, hinn kunni tónlistarmaður, samdi tónlist við verkið og áhrifahljóð sem eru veigamikill þáttur sýn- ingarinnar. Lýsingu hannaði Ingvar Björnsson. SS setu til að sjá að Skjaldbakan kemst þangað líka er að mörgu leyti óvenjulegt og hrífandi verk. Vinátta tveggja ólíkra manna Skjaldbakan kemst þangað líka segir frá bandarísku skáldunum Ezra Pound og William Carlos Williams. Leikritið greinir frá ólíkum viðhorfum þeirra til lífs- ins og starfsins og ekki síst segir það frá ótrúlegri vináttu þeirra sem stóð í 60 ár, þrátt fyrir marg- háttaðar hremmingar. Williams, sem er læknir og skáld, skipti tíma sínum milli þessara starfa og hann er sann- færður um að læknirinn og skáld- ið séu óaðgreinanlegir, geti ekki hvor án annars verið. Hann taldi að ef hann deildi kjörum sínum með fólki, helst því smáa og um- komulausa, þá myndi það gefa skáldskap hans aukið gildi. Hann bjó í smábæ allt sitt líf, starfaði þar sem læknir, kappkostaði að yrkja ljóð jafnt sem jörðina og ást hans á heimahögunum gerði þá að paradís á jörð. Ezra Pound, vinur hans, tók hins vegar aðra stefnu og vildi kynnast öllu því sem hugsað hafði verið og ort í heiminum til þess að geta fellt það í einn ljóða- bálk. Heimurinn var vettvangur hans og hann festi hvergi rætur. Ezra var á sífelldum ferðalögum og drakk í sig andann á hverjum stað. Á fjórða áratugnum fann hann sér loks samastað; í hugmynd. Sú hugrnynd var fas- isminn. Hann fór að útvarpa áróðri fyrir fasistana á Ítalíu til Bandaríkjanna í seinni heims- styrjöldinni. Ezra Pound var eitthvert merkasta ljóðskáld þessarar aldar. Fyrir áróður sinn var hann kærður fyrir landráð og til stóð að dæma hann til dauða. Pað kom í hlut Williams að verja hann, þótt ekki gæti hann varið skoðanir hans. Þessi átök eru þungamiðja leikritsins. Sigurför Skjaldbökunnar Árni Ibsen skrifaði leikritið Skjaldbakan kemst þangað líka árið 1984 fyrir Egg-leikhúsið og Næstkomandi föstudagskvöld, 7. október, frumsýnir Leikfé- lag Akureyrar leikritiö Skjald- bakan kemst þangaö líka, eftir Arna Ibsen. Þessi frumsýning markar að mörgu leyti tíma- mót; hún er fyrsta frumsýning LA á þessu leikári, fyrsta verk- efni Viðars Eggertssonar sem leikstjóra hjá Leikfélagi Akur- eyrar og fyrsta verkið undir handleiðslu Arnórs Benónýs- sonar leikhússtjóra. Þeir Viðar og Arnór þekkja báðir vel til leikritsins því þeir stilltu saman strengi sína og léku saman í uppfærslu Egg-leikhúss- ins á Skjaldbökunni 1984. Þeir eru sammála um ágæti verksins og segja boðskap þess höfða sér- staklega til landsbyggðarfólks. Við brugðum okkur á æfingu eitt kvöld í vikunni og myndirnar hér á síðunni voru teknar við það tækifæri. Ekki var búið að leggja lokahönd á leikmynd og búninga þannig að umgjörð myndanna verður að taka með fyrirvara. En innihald verksins var komið í sinn búning og ekki þurfti langa „Nei elskan, ég er ekki að skamma þig, en þú verður að skipta oftar á barn- inu.“ Mynd: SS Skjaldbakan komin til Akureyrar ÞÖ HEFIIR TIEKIFIERI Tll U NÝTA ÞÍR 12 ÖRA REYNSLU StRFRKRINGA FJ ARFESTING AR - FÉLAGSINS, ÞÍR AR KOSTNADARLAUSU. skrifstofu Fjárfest- ingarfélagsins við Ráð- hústorgið er Guðmundur B. Guðmundsson til aðstoðar við viðskiptavini félagsins, bœði í sambandi við kaup og sölu verðbréfa, ráð- leggingar og upplýsingar varðandi ávöxtun sparifjár, söfnun lífeyris og fjár- málaumsjón. KJARABRÉF, MARKBRÉF, TEKfUBRÉF, SKYNDIBRÉF, NÝ SPARISKÍRTEINI RÍKIS- SJÓÐS, ELDRI SPARI- SKÍRTEINI, HLUTABRÉF, ÖNNUR VERÐBRÉF, FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN. FJÁRFESriNGARFÉlAGÐ | Ráðhústorgi 3, 600 Akureyri S (96) 25000 I i98«: Kjarabréf 3,292 - Markbréf 1,730 - Tekjubréf 1,576 - Fjölþjóðabréf 1,268- Skyndibréf 1,013

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.