Dagur - 01.10.1988, Qupperneq 11
1. október 1988 - DAGUR - 11
við kennslu
skóla.
Hvammshlíðar-
Ákvað að ekki væri hægt
að búa þarna
„Við kunnum mjög vel við okkur
í Noregi og má segja að ég hafi
verið orðinn norskur í aðra ætt-
ina. í byrjun var ég hálf mállaus
og þegar ég hafði búið einn sól-
arhring í Noregi var ég tvisvar
búinn að lenda í vandræðum út
af eldspýtum. Á Fornebu flug-
velli þegar ég kom, bað ég um
„tændstikker". Konan sem
afgreiddi mig sagði: „Her i Norge
kaller man det for fyrstikker!".
Fyrsta árið bjó ég í bæ sem heitir
Bryne rétt hjá Stavanger og þeg-
ar ég var búinn með eldspýturnar
fór ég í búð og bað auðvitað um
fyrstikker. „Her kaller man det
for stikkedáse," var svarið sem
ég fékk. Þá féllust mér hendur.
Búinn að vera í landinu einn sól-
um vinnu, því ég vissi að hér væri
verið að byggja nýtt mjólkursam-
lag. Ég vissi líka að hér yrði mjög
alhliða framleiðsla og yrði þar af
leiðandi mjög skemmtilegt fram-
leiðslutæknilega séð. Endaði það
með því að ég var ráðinn sem
framleiðslustjóri og gegndi því til
1982 að ég tók við starfi samlags-
stjóra. Þegar við komum til
Akureyrar þekktum við engan.
Núna er orðið stórt vandamál
fyrir mig að labba göngugötuna
því ég þarf að heilsa svo mörgum
og líklega tala ég svo mikið að
þeir sleppa ekki frá mér! Ég er
því fyrir mína hönd búinn að rota
söguna sem segir að erfitt sé að
kynnast Akureyringum."
Eftir að Inga og Þórarinn
komu heim, fæddist þeim fljótt
sonur, en sá heitir Atli Sveinn og
er 8 ára gamall. Tveimur árum
seinna fæddist Kjartan Páll og
þriðja barn þeirra er væntanlegt í
heiminn í október.
Þórarinn er greinilega liðtækur til margra hluta, en hér hengir hann upp þvott, greinilega með mestu ánægju.
því að koma mér upp á senu ef
skólaböll eða skemmtanir voru
annars vegar.“
Ekki eins rauður
og af var Iátið
- Þú ert einn af fyrstu nemend-
unum sem settust í „kommaskól-
ann“ við Hamrahlíð?
„Já, þetta var nokkuð merki-
legur skóli. Ég var í 3. árgangi af
þremur en samt var þetta heill
menntaskóli. Ekki varð ég nú
mikið var við að hann væri eins
„rauður“ og af var látið. Fyrsta
vorið voru t.d. kosningar um
forseta skólafélagsins og stór-
framsóknarmaðurinn Eiríkur
Tómasson nú lögfræðingur, sigr-
aði Stefán Unnsteinsson í þeim
kosningum. Mér þótti rosalega
gaman í MH, enda kynntist ég
konunni minni þar. Hún heitir
Inga Einarsdóttir, er úr Keflavík
og var tveimur árum á eftir mér í
skólanum. Strax eftir stúdents-
próf hélt ég til framhaldsnáms í
Noregi og hún var í „festu“
heima þangað til hún lauk prófi
og kom út til mín.“
Inga og Þórarinn bjuggu í Nor-
egi til ársins 1979. Hann nam
mjólkurverkfræði við Landbún-
aðarháskólann að Ási, en þar
hafa margir íslendingar numið í
gegnum árin. Inga fór í fóstru-
nám, síðar sérnám og starfar nú
arhring og fá þrjú orð yfir eld-
spýtur. Ég ákvað að það væri
ekki hægt að búa í þessu landi, en
mér til mikillar huggunar voru
nemendur með mér víðs vegar
frá Noregi sem skildu jafn lítið,
því Norðmenn tala margar
mállýskur sem sumar eru mjög
ólíkar. Ég ákvað því að prófa
næstu viku og norskan kom mjög
fljótt."
- Hvernig líkaði ykkur við
Norðmenn?
„Þeir eru ágætir. Ætli þeir séu
ekki meiri sveitamenn en við því
íslendingar eru haldnir smá-
þjóðaminnimáttarkennd sem
brýst út í því, að við erum alltaf
að kaupa okkur hamingjuna.
Norðmenn eru ekki eins slæmir í
því og við. Þeir eru hins vegar
alveg sömu lífsgæðakapphlaups-
menn og við. Þeirra lífsgæði fel-
ast í að eiga fjallakofa, strand-
kofa og bát en við leggjum meira
í eitt heimili af veðurfarslegum
ástæðum. Þá eru Norðmenn
smámunasamari, t.d. ferðu ekki í
heimsókn til fólks nema að hafa
tilkynnt þig á undan og það fór
dálítið í taugarnar á mér.“
Stórt vandamál
að labba göngugötuna
- Þið flytjið heim og farið til
Akureyrar, hvernig stóð á því?
„Ég skrifaði til KEA og sótti
Á veturna sést fjölskyldan
gjarnan á skíðum í Hlíðarfjalli.
Áuk þess má oft sjá feðgana sam-
an á íþróttaleikjum, bæði á
Akureyrarvelli og í íþróttahöll-
inni. Börnin hafa greinilega erft
íþróttaáhugann enda segir Þórar-
inn að léttar snatt-íþróttir séu
leyfðar í kjallaranum og það ein
af ástæðunum fyrir því að flutt er
í stærra hús. „íþróttirnar eru
blanda af félagsskap og keppnis-
anda. Félagsskapurinn er það
skemmtilegasta og síðan er
keppnin mjög skemmtileg á
hvorn veginn sem leikur fer. Það
er mikil vellíðan að skora mark
sem liðið vinnur á eða að bjarga á
línu á síðustu stundu."
Gamalmennaíþrótt
- Hverju svarar þú fólki sem
finnst íþróttir ómerkar?
„Ég held að fólk sem aldrei
hefur verið í Jiópíþróttum, eða
hópstarfi þar sem er samkeppni
innan hópsins, en hann þarf samt
að standa sem ein heild út á við,
missi af miklu. Maður lærir mikið
á þátttöku í íþróttum og ég held
að þær séu mjög hollur undirbún-
ingur fyrir lífið og tilveruna. Ég
vona að þetta eldist ekki af mér
þó að þetta verði sífellt erfiðara
eftir því sem kílóin færast yfir.“
- Stundar þú einhverjar
íþróttir?
„Ég hef nú verið að dútla við
„old-boys“ fótbolta og síðustu
tvö ár hef ég verið að fikta við að
spila golf sem ég áleit alltaf gam-
almennaíþrótt og ekki hæfa
mönnum fyrr en þeir væru að
detta yfirum, en ég hef skipt um
skoðun á því. Ætli ég sé ekki
dálítll dellukarl og þess vegna hef
ég ekki þorað að hella mér út í
laxveiði og aldrei þorað að læra
bridge. Ef ég byrja á einhverju
finnst mér óþolandi að geta ekki
klárað.“
- Hvernig eyðir þú tómstund-
urn þínum?
„Fyrir utan fjölskylduna,
handbolta, golf og aðrar íþrótt-
ir, er ég að vasast í pólitík og öðr-
um félagsmálum. Svo hef ég stað-
ið í húsbyggingum og lagfæring-
um. Nú, á meðan maður á vini og
kunningja sem nenna að tala við
mann, verður frítíminn ekkert
vandamál.“
Skapmikill en geögóður
Þegar rætt er við Þórarin, er
greinilega stutt í grínistann.
Strákslegur hlátur er aldrei langt
undan og það er erfitt að ímynda
sér hann sem virðulegan stjórn-
anda fjölda fólks. En er hann
skapmikill? Kann hann að reið-
ast?
„Já, ég held að ég sé skapmikill
en frekar geðgóður, þótt sjálfsagt
verði ég leiður og fúll annað slag-
ið eins og flest fólk. Auðvitað
kann ég að vera reiður, en það
stendur sem betur fer aldrei lengi
yfir. Ég vona að ég hafi það
mikla stjórn á skapi mínu að ég
verði ekki reiður að tilefnislausu.
Annars er betra að spyrja aðra
um skapgerðina, t.d. konuna.“
- Eru samskipti við fólk þér
mikilvæg?
„Já mjög og mér þykja þau
mjög skemmtileg. Fólk er eins
misjafnt og það er margt. Mér
þykir t.d. skemmtilegt að spá
í það, að sama hlut þarf e.t.v.
að segja. á þúsund mismunandi
vegu, eftir því við hvern maður
er að tala. Eitt það skemmtileg-
asta við starf mitt eru samskiptin
við fólk, bæði starfsfólkið innan-
húss, samstarfsmenn innan
kaupfélagsins og bændur í kring.
Tengslin út í sveitirnar eru mjög
heillandi. Mér finnst yfirleitt
mjög gaman að fólki og þykir oft
leiðinlegt að geta ekki haft gott
samband við eins marga og ég
vil.“
Nafli alheimsins
- Hvað er það sem þér þykir
vera virkilega huggulegar
stundir?
„Það fer eftir aðstæðum, t.d.
eftir erilsama vinnuviku, á föstu-
dags- eða laugardagskvöldi er
mjög notalegt að borða góðan
mat með fjölskyldunni, eða hitta
góða vini. Við hjónin erum mikið
fyrir svona uppákomur, sérstak-
lega eftir að strákarnir okkar fóru
að eldast."
- Að lokum, eruð þið komin
til Akureyrar til þess að vera?
„Já, við kunnum mjög vel við
okkur hér þó svo að við höfum
engan þekkt þegar við komum.
Það er alveg á hreinu að Akur-
eyri er nafli alheimsins eins og
allir staðir sem maður er og kann
vel við sig á. En þó svo að við
séum mjög ánægð með að búa
hérna, er ég ekki búinn að panta
lóð í kirkjugarðinum. Ég útiloka
ekki að ég eigi eftir að flytja
eitthvað annað, en ég þyrfti að
sjá fram á að þar yrði ekki verra
en hér. Ég geri mér grein fyrir að
það eru margir aðrir staðir á jarð-
arkringlunni sem eru góðir líka.“
Texti: VG Myndir: TLV