Dagur - 01.10.1988, Page 12

Dagur - 01.10.1988, Page 12
12 - DAGUR-— 1, október 1988 poppsíðan Kim Larsen er ekki ný bóla - skandinavísk tónlist svelt á íslandi Danska poppgoðiö Kim Larsen er á leið til íslands. Það hefur ekki farið fram hjá neinum, nema kannski þeim sem búa utan höf- uðborgarsvæðisins og eru dæmdir til að verða undir í bar- áttunni um miöa á tónleika goðsins. Landsbyggðarfólk fær þó nasaþefinn af Larsen í útvarp- inu því skyndilega eru útvarps- stöðvarnar farnar að spila lög með honum, rétt eins og hann væri einhver ný bóla. Kim Larsen er gamall í hett- unni, gerði garðinn frægan fyrir áratugum með hljómsveitinni Gasolin og hefur síðan átt ein- stökum vinsældum að fagna, bæði einn og með hljómsveit sinni Bellami. Larsen hefur verið einn alvinsælasti tónlistarmaður á Norðurlöndum í svo langan tíma að það er óskiljanlegt hvernig hann hefur getað farið fram hjá íslendingum. Skýringanna hlýtur að vera að leita hjá þeim sem stjórna tónlist- arsmekk íslendinga og kaupa inn plötur. Skandinavísktónlist hefur ekki átt upp á pallborðið hjá þeim og þar með hafa íslendingar misst af miklu. Fyrir utan Kim Larsen má auðvitað nefna háð- fuglana í Shubidua, Gnags og hina frábæru Anne Linnet, en plötur þessara dönsku tónlist- armanna myndu sóma sér vel á íslenskum heimilum. Þeir sem hafa ferðast til Norðurlandanna hafa uppgötvað marga frábæra tónlistarmenn. Sænska baráttuskáldið Björn Afzelius trónir þar á toppnum að mínu mati og Imperiet var ekki svo galin hljómsveit. Því miöur hefur það ætíð kostað tíma, fé og fyrirhöfn að fá plötur með tón- listarmönnum frá Norðurlöndun- um, meira að segja þekktum tónlistarmönnum, en ég vona að breyting verði á með komu Kim Larsens. Þar er á ferðinni náungi sem brúar kynslóðabilið, virki- lega skemmtilegur listamaður. SS Íbú5 óskast! Oskum eftir að taka á leigu sem allra fyrst 2-3ja herb.íbúð. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra í síma 21900 (220). y s Alafoss hf., Akureyri. Frá menntamálaráðuneytinu ffS Lausar stöður við framhaldsskóla Að Fjölbrautaskóla Suðurnesja vantar tónmennta- kennara í stundakennslu til að sinna kórstjórn. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja, fyrir 15. október nk. Menntamálaráðuneytið. I FRAMSÓKNARMENN ||Íl IIII AKUREYRI 1111 Bæjarmálafundur verður mánudaginn 3. október kl. 20.30 í Hafnarstræti 90. Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar rædd. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Móðir okkar, fósturmóðir og tengdamóðir, BJÖRG HALLGRÍMSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlíð, áður til heimilis að Helgamagrastræti 30, Akureyri, sem lést 25. september, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 4. október kl. 13.30. Guðrún Svava Bjarnadóttir, Ásgrímur Pálsson, Nanna Kristín Bjarnadóttir, Konráð Árnason, Björg Ólafsdóttir, Jósef Kristjánsson. Umsjón: Valur Sæmundsson. Forklædt som voksen er ein besta plata Kim Larsens. Þessi plata var að sjálfsögðu keypt í Danmörku því plötukaup- menn á Islandi þekkja aðeins tvö lönd fyrir utan heimalandið. Hvaða lönd skyldu það vera? Ozzy Osboume - í fullu fjöri Molar og mylsna Heyrst hefur að Þursaflokkurinn ætli að koma saman á nýjan leik. Þetta eru góð tíðindi fyrir íslenska poppáhugamenn, enda var Þursaflokkurinn ein allra besta hljómsveit sem fæðst hef- ur á Klakanum. Þeir voru víst búnir að bóka tónleika á Hótel íslandi í október en þeim hefur verið frestað. Langþráð plata með snillingunum kemur vænt- anlega út fyrir jól. Kim Larsen er að gera allt vitlaust á íslandi, löngu áður en hann er væntanlegur til landsins. Nú mun vera hér um bil uppselt á alla tónleika hans á Hótel Islandi í nóvember og landsbyggðarfólk veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Sitja allir við sama borð? Við viljum Kim Larsen út á land. Snúm okkur þá til útlanda. David Byrne söngvari Talking Heads, hefur samið tónlist við myndina Married to the Mob, en þar eru Ellen Foley og David Johansen meðal leikenda. Ef einhver man eftir rokkabillí- hljómsveitinni Stray Cats þá get- um við Ijóstrað því upp að hún var á sex vikna hljómleikaferða- lagi um Bandaríkin nýverið og fer í hljóðver á næstunni með Dave Edmunds við stjórnvölinn. Út er komin ný plata með hljómsveitinni Bad Company en tvö ár eru liðin frá síðustu plötu sveitarinnar. Gripurinn ber nafn- ið Dangerous Ace og inniheldur tíu splunkuný lög. Bon Jovi gáfu út „instrument- al“ lag á dögunum sem ber nafn- ið Dirty Fingers. Þetta lag er það fyrsta sem þeir hafa hljóðritað sfðan metsöluplatan Slippery when wet kom út og á að nota það í rokkþætti hjá bandarískri útvarpsstöð. Ef þið eigið leið um Bandaríkin í haust þá skuluð þið skella ykk- ur á tónleika með gamla mannin- um Ozzy Osbourne. Tónleikaferð hans hefst 29. október í Omaha og lýkur 11. nóvember í Pittsburgh. Hljómsveitin Anthrax hitar upp fyrir kappann. Ozzy Osbourne, fyrrum söngvari Black Sabbath, hefur verið í eld- línunni í tvo áratugi. Úr smiðju hans hafa komið mörg af eftir- minnilegustu lögum þungarokks- ins, s.s. Paranoid, Iron Man og Flying High Again. Enginn vafi leikur á því að gamli maðurinn hefur verið brautryðjandi á sínu sviði og margir yngri þungarokk- arar hafa tekið hann sér til fyrir- myndar. Þá á ég við tónlistina, því lífernið hefur alls ekki verið eins og best verður á kosið og síst til eftirbreytni. Framlag hans til tónlistar- heimsins hefur gjarnan fallið i skuggann af umræddu líferni. Barátta hans við alkóhólisma, lagaerjur í kjölfar mistúlkunar á lagi hans Suicide Solution og vafasöm tiltæki á borð við það að bíta höfuðið af lifandi leðurblök- um á sviði, hafa varpað skugga á þennan ágæta laga- og texta- smið. Sólóferill Ozzys hefur verið nokkuð skrykkjóttur vegna mannabreytinga í hljómsveit hans; gítarleikarinn Randy Rhoads lést árið 1982 og Jake E. Lee yfirgaf skútuna 1987, en nú er gamli maðurinn kominn á fulla ferð með nýrri hljómsveit. Zakk Wylde, Geezer Butler og Randy Castillo hafa gengið til liðs við Ozzy á nýju plötunni No Rest For The Wicked. SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.