Dagur


Dagur - 01.10.1988, Qupperneq 20

Dagur - 01.10.1988, Qupperneq 20
Snvrtivörur í úrvali - Okkar merki - Snyrtivörur í úrvali Akureyri: Súlan aflient nýjum eigendum í dag í dag verða undirritaðir samn- ingar um sölu Súlunnar EA 300, en hlutafélag í eigu þeirra Sverris Leóssonar, Bjarna Bjarnasonar og Finns Kjart- anssonar, kaupir skipið fyrir 140 milljónir króna. Sverrir Leósson var lengi útgerðarstjóri skipsins meðan það var •' eigu Leós Sigurðssonar, útgerðarmanns á Akureyri. Bjarni Bjarnason hefur verið skipstjóri á Súlunni undanfarin ár og Finnur Kjartansson er yfirvél- stjóri á skipinu. Hlutafélag nýju eigendanna heitir Súlan hf. en hlutafélag Leós Sigurðssonar heitir Súlur hf. í kaupverði skipsins, 140 millj- ónum, eru loðnu-, síldar- og tog- veiðarfæri innifalin. Skipið verð- ur áfram gert út frá Akureyri og hefur Akureyrarbær veitt bæjar- ábyrgð vegna kaupanna. Leó Sigurðsson stofnaði Súlur hf. árið 1958 um skipið Sigurð Bjarnason. Allt frá þeim tíma hefur félagið rekið útgerð frá Akureyri og skipið sem nú er selt er hið þriðja sem ber nafnið Súl- an. Súlan EA 300 mun halda til loðnuveiða um miðja næstu viku og stunda þær væntanlega þar til í mars á næsta ári. Eftir að loðnu- vertíð lýkur mun skipið halda til rækju- og þorskveiða. EHB Verkalýðsfélagið Eining: Engir útiendingar til K. Jónssonar Verkalýðsfélagiö Eining hafn- aði umsókn K. Jónssonar & Co. á Akureyri um leyfi til að ráða nokkra útlendinga til starfa við verksmiðjuna í vetur. Niðursuðverksmiðjan sótti um leyfið um miðjan sept- ember, þar sem fyrirsjáanlegt var að ef ekki tækist að manna verksmiðjuna myndi hún eiga í erfiðleikum með að vinna upp í stóra samninga. Umsókn K. Jónssonar um leyfi til handa útlendingum til starfa á félagssvæðinu var hafnað á þeirri forsendu að ekki væri verjandi að veita slíkt leyfi eins og sakir standa. Allt benti til þess að minni eftirspurn yrði eftir vinnu- afli nú á næstunni en verið hefur. A félagssvæði Einingar er þegar komið fram atvinnuleysi í Ölafs- firði, þar sem fjölmargir eru á atvinnuleysisskrá. Þá eru upp- sagnir yfirvofandi víðar á svæð- inu. Sævar Frímannsson formaður Einingar segir stjórnina tilbúna til að athuga sérstaklega hvort möguleikar séu á að fá starfsfólk af félagssvæðinu utan Akureyrar til starfa hjá verksmiðjunni. „Við teljum að reyna eigi þá leið til þrautar áður en aðrar ráðstafanir eru gerðar,“ sagði Sævar. Formlegar viðræður hafa ekki farið fram á milli verkalýðsfélags- ins annars vegar og K. Jónssonar & Co. hins vegar um þetta mál. Viðræður um ráðningarkjör, þ.e. ferðir og uppihald fyrir það fólk sem hugsanlega gæti kornið til starfa í verksmiðjunni og er utan Akureyrar fara fram eftir helg- ina. mþþ Akureyri: Stympingar í Miðbænum - eftir misheppnaðan dansleik Löggæslumenn á Akureyri þurftu að skerast í leikinn á skemmtistaðnum Zebra á Akureyri í fyrrakvöld, en þar hafði verið auglýstur dansleik- ur fyrir unglinga í 9. bekk grunnskóla. Þá var þessa sömu nótt, enn ein rúðan brotin í Lundarskóla auk þess sem tvö götuljós við Eikarlund voru brotin, en ekki er ljóst hvort tengsl eru milli þess- ara verknaða og óróans í Mið- bænum. VG Sverrir, Bjarni og Finnur, hinir nýju eigendur Súlunnar, taka formlega við skipinu í dag. Mynd: ehb Akureyri: MA settur á morgun Menntaskólinn á Akureyri verður settur sunnudaginn 2. október og hefst kennsla þegar daginn eftir. Skólasetningarathöfnin verður með hefðbundnu sniði en hún er alltaf haldin á Sal í gamla skóla- húsinu. Jóhann Sigurjónsson, skólameistari, sagði að nemend- ur í dagskóla væru 560 og er það nokkur aukning frá því á síðasta skólaári. í öldungadeild munu 70 nemendur stunda nám í vetur. ___________________EHB Skipulagsne&d mælirmeðÁma - í stöðu skipulagsstjóra Á fundi Skipulagsnefndar Akureyrarbæjar í gær voru þær tvær umsóknir sem bárust um stöðu skipulagsstjóra tekn- ar til afgrciðslu. Skipulagsnefnd var sammála um að leggja til, að Árni Ólafs- son arkitekt í Reykjavík verði ráðinn í starfið. Hinn umsækj- andinn var Sveinn Brynjólfsson arkitekt, starfsmaður hjá skipu- lagsstjóra. Bókun skipulagsnefndar kem- ur væntanlega til afgreiðslu bæjarstjórnar á næsta fundi, sem verður á þriðjudag. VG Uggur í Eyjaqarðarsvæðið: kartöflubændum slæmrar tíðar vegna Vegna slæmrar tíðar upp á síð- kastið, er nokkur uggur í kart- öflubændum á Eyjafjarðar- svæðinu varðandi uppskeru. Vitað er til þess að bændur hafi þurft að moka sig gegnum snjó niður í garðana allt að 20 cm og ef tíðin batnar ekki, má búast við töluverðu tjóni. Strax í upphafi vertíðar var ljóst, að uppskera yrði misjafn- lega góð frá einum garði til annars. Ólafur G. Vagnsson ráðunautur BSE sagði að þá hafi verið reiknað með að hún yrði allt frá því að vera góð í að vera léleg. „í heild má segja að gert hafi verið ráð fyrir að uppskera yrði í slöku meðallagi." Hann sagði að alltaf skemmd- ist eitthvað af kartöflum vegna frosta. Nú séu auk frostsins, víða mjög blautir garðar og gæti þurft góðan þurrk svo hægt verði að fara um þá. „Ég held nú að enn hafi ekki frosið nema rétt skánin, en auðvitað er alltaf eitthvað af karföflum sem eru nánast í yfir- borðinu og það er erfitt að flokka þær frá og útiloka þegar tekið er upp með vélum. Þær lenda því saman við aðrar kartöflur, skemma síðan út frá sér þegar líður á veturinn ef þær eru ekki tíndar frá og geta valdið tölu- verðu tjóni. Það er þó ekki ástæða til að taka mjög djúpt í árinni enn, því einn hlýr dagur og nokkurra daga stillur gætu bjarg- að þessu.“ Ólafur sagði, að samkvæmt því sem hann kæmist næst, væri sem betur fer meirihluti bænda kom- inn mjög langt með upptöku, en langflestir ættu eitthvað eftir. Ef ekki þornar fljótlega gæti horft til vandræða, jafnvel svo að bændur nái alls ekki upp úr görð- unum. „Þá gæti orðið um mikið tjón að ræða ef það sem eftir er, lenti alfarið undir snjó.“ VG Dagur: Breytingar á ritstjóm Nokkrar breytingar verða á rit- stjórn Dags frá og með þessu blaði, eins og áður hefur verið greint frá. Austur-Húnavatnssýsla: Þrjú ný riðutilfelli í haust Vegna haustþings BKNE var gefið frí í skólum í gær og ætluðu unglingarnir því að skemmta sér af því tilefni. Þarsem nemendur í 9. bekk eru flestir undir 16 ára aldri og hafa ekki leyfi til þess að vera inni á vínveitingahúsum, vísuðu löggæslumenn öllum þeim sem voru undir lögaldri, út úr húsinu. Dansleikurinn leystist upp og skapaðist nokkur órói vegna þessa, einkum þar sem krakkarnir fengu aðgangseyri ekki greiddan til baka. Ungling- arnir skeyttu skapi sínu m.a. á lögreglunni og nokkrir voru kærðir. Ákveðið hefur verið að sauðfé verði skorið niður á þremur bæjum í Austur-Húnavatns- sýslu vegna riðuveiki á þessu hausti. Þar af er einn bær þar sem riðunnar varð fyrst vart á sl. vori. Nú í haust hefur riða komið upp á þremur bæjum til viðbótar en að sögn Sigurðar H. Péturs- sonar, héraðsdýralæknis hefur landbúnaðarráðuneytið ekki tekið ákvörðun um niðurskurð á þeim bæjum ennþá og eftir er að semja um bætur til bændanna ef til niðurskurðar kemur. Sigurður sagði að mun kostnaðarsamara yrði að skera niður hjarðir bænda sem hefðu heyjað í sumar í þeirri trú að þeir væru með ósýkt fé því þá yrði að bæta þeim heyin líka. Hann sagði að sama staða væri á Akri hjá Pálrna Jónssyni, alþingismanni. Landbúnaðar- ráðuneytið hefði ekki tekið ákvörðun um niðurskurð á fé Pálma og hann hefði þess vegna heyjað í sumar. fh Áskell Þórisson lætur af starfi ritstjóra blaðsins, sem hann hefur gegnt ásamt Braga V. Bergmann frá því um mitt síðasta ár, og hef- ur störf sem blaðafulltrúi Kaup- félags Eyfirðinga. Bragi V. Bergmann verður nú einn ritstjóri blaðsins. Frá sama tíma tekur Kristján Kristjánsson við starfi fréttastjóra, en Kristján hefur starfað sem blaðamaður á Degi um nokkurra ára skeið. Þá mun Stefán Sæmundsson blaða- maður hafa urnsjón með Helg- arblaði Dags frá sama tíma. Ritstj.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.