Dagur - 21.10.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 21.10.1988, Blaðsíða 3
21. október 1988 - DAGUR - 3 Á Sauðárkróki er verið að smíða nýtt stjórnsýsluhús. Búið er að ganga frá húsinu að utan en óvíst er hvenær ráðist verður í innréttingar á húsinu. Mynd: -bjb Egilsstaðir: F iskverkunarfyrirtæki í burdarlíðnum Á Egilsstöðum hefr.r verið stofnað hlutafélag um nýtt fyrirtæki sem hyggst þurrka þorskhausa til útflutnings. Þegar hefur verið safnað hátt á 3. milljón króna í hlutafé, en ætlunin er að stofnfé verði 6-8 milljónir króna. Stefnt er að því að hluthafar verði sem flestir og komi sem víðast að úr fjórðungnum. Þá er einnig stefnan að reyna að selja af- urðirnar beint að austan, en ekki í gegnum söluaðila í Reykjavík. „Við munum þurfa að byggja hús yfir starfsemina vegna lykt- armengunar, sem nútímamenn langt frá sjó vilja ekki hafa nálægt sér,“ sagði Einar Orri Hrafnkelsson einn hluthafa í samtali við Dag. Mörgum kann að þykja kynd- ugt að stofna fiskvinnslufyrirtæki á Egilsstöðum, en þar fæst til- tölulega ódýr hitaorka, auk þess sem vinnuafl er stöðugt. Á móti kemur kostnaður vegna flutnings hráefnis, en enn sem komið er liggja leiðir frá flestum fjarðanna um Egilsstaði, a.m.k. á meðan ekki hafa verið gerð jarðgöng milli þeirra. Hráefnið verður fengið frá Akureyri: Ók burt af slysstað - lýst eftir vitnum Klukkan 19.05 á miðvikudag- inn var ekið á 9 ára dreng á reiðhjóli á gatnamótum Mýr- arvegar og Þingvallastrætis á Akureyri. Okumaður bflsins sem keyrði á drenginn ók í burtu án þess að kanna meiðsl barnsins. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús, en reyndist lítið slas- aður og fékk að fara heim að lok- inni rannsókn. Rannsóknarlög- reglan á Akureyri beinir þeim til- mælum til ökumannsins að hann gefi sig fram hið fyrsta. Jafnframt er lýst eftir vitnum að þessum atburði og eru þau beðin um að hafa samband við rannsóknarlög- regluna'. ' VG fiskverkunarstöðvum á Aust- fjörðum, en hingað til hefur mest af því farið í mjöl. Með þurrkun getur fengist um þrefalt hærra verð fyrir það, en gott verð fæst nú fyrir þurrkaða þorskhausa á Nígeríumarkaði. Kostinn við inniþurrkun sagði Einar Orri helstan vera, að hægt væri að þurrka á hvaða árstíma sem er. „Við verðum ekki háðir veðráttunni og vinnan verður jafnari. Reyndar tekur þurrkunin lengri tíma. Vélbúnaðurinn sem við þurfum er til, en eigandi hans verður hluthafi hér.“ Vonir standa til að framleiðsla geti haf- ist í febrúar eða mars, en 5-8 manns munu starfa við fyrirtæk- ið. VG Sparifjár- eigendur Hjá okkur fást nánast öll örugg verbbréf sem bjóöast á veröbréfamarkaöi á hverjum tíma. Vextir umfram Tegund bréfs verðtryggingu Einingabréf 1, 2 og 3 .. ... 10,0-13,0% Bréf stærri fyrirtækja ... ... 10,5-11,5% Bréf banka og sparisjóða 9,0- 9,5% Spariskírteini ríkissjóðs ... 7,0- 8,0% Skammtímabréf ... 7,0- 8,0% Hlutabréf ? Verðbréf er e/gn sem ber arð. Gengi Einingabréfa 21 . október 1988 Einingabréf 1 3.337,- Einingabréf 2 1.904,- Einingabréf 3 2.150,- Lífeyrisbréf 1.678,- Skammtímabréf 1,170 KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 Akureyri Sími 96-24700 5YMINQ á vörum frá þessum heimsþekktu framleiðendum verður að Hótel Varðborg 1. hæð, gengið inn að vestan, laugardaginn 22. október og sunnudaginn 23. október kl. 13-17. JAPIS3 'ndinvi N N USTOFAN AK«ra SKIPAGATA l-.SÍiyi|,96 25611 Kaupangi, sími 21817, Akureyri i 'iu.;íi)lts( t« no .1 m .'bliUc j /r.iii. it ÍUIWiBUÐIN sr 22111 uarn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.